Alþýðublaðið - 14.01.1970, Síða 8

Alþýðublaðið - 14.01.1970, Síða 8
8 Miðvifcudagur 14. janúar 1970 stærsla pophöll Norðurlanda □ í Osló hef\m' veriið opnuð stærsta pop-höll á Norðurlönd- um. Hún er wefnd Sound City, eða á ísl. Tónabær, er 1000 fer- rnetrar að stærð á fimm hæðum. Það er vígt 5. desember í fyrra og er hugmyndin að hafa það opið öllu ungu fólki á aldrinum 18—25 ára, öll kvöld vikunnar og þarna geta allir hlustað á tónlist fyrir sinn smekk. 29. sama mánaðar var félagatalan orðin 2000, en í júlí í ár er reikn að með því að félagatalan verði komin uppí 3000 segir forstöðu- maður hússins, Eiviend H. Sol- berg. Sýnir þetta ljóslega hve þörfin fyrir slíkt hús er geysi- leg. Á fyrstu hæð er, auk miðasölu og fatageymslu, stærsta plötu- og plötuspilaraverzlun í Noregi. — Við stefnum að því að fá eins stórt plötuúi-val og ein verzl un mögulega getur haft. Það byggist fyrst og fremst á því að húsrými sé nóg, en einnig á því að þeir sem standa fyrir verzl- uninni hafi vit á tónlist, segir Eiviend Solberg. — Mest á- herzla er að sjálfsögðu lögð á að fullnægja kröfum unga fóiks- ins, en það er furðulegt hvað mikið hefur selzt af klassískum verkum. í verzluninni er líka sérstök deild þar sem eingöngu eru seld- ar jazzplötur. Á annarri hæð hefur verið inn réttað lítið veitingahús þar sem er pláss fyrir 90 gesti, ýmsir smáréttir eru þar á boðstólum, m.a. „Pizza pie“, sem ítalskur kokkur framreiðir á ítalska vísu. VILLTA VESTRIÐ Þriðja hæð er helguð „Coun- try and Western“ eða kúi-ekum og Villta vestrinu, og herbergin s ínnréttuð eins og krár frá landnámstímum Bandaríkjanna. Vagnhjól eru hengd uppá veggi og hnökkum, beizli og diskóteki er komið fyrir í gömlum hest- vagni. Allt er í stíl, og það virð- ist falla gestunum vel í geð. Á næstu hæð er tónlistarsal- uí þar sem stórar hljómsveitir, m.a. enskar, sjá um hljóðfæra- sláttinn og þarna eru tvö stór dansgólf þar sem 300 ungmenni geta dansað í einu. Við barinn er hægt að slökkva þorstann með öli eða blávatni, — engu öðru. UMFERÐARLJÓS Þessi salur er aðallega skreytt ur með ljósum. Þarna er „ljósa- orgel“, þ.e. komið hefur verið fyrir umferðarljósum víðsvegar um salinn, og þau blikka, frá grþenu í gult og rautt, í takt við sjálft rafmagnsorgelið. OAKLAND ‘26 Diskótekið er þó frumlegasti hluti tóinlMarsaíarins. Því er komið fyrir í virðulegum Oak- lan.d árgerð 1926, og það er sett í gang þegar spilararnir í hljóm- sveitinni hvíia sig. „Ökumaður" er Janne Nr. 1, sem er þekktur plötusnúður frá Svíþjóð. Og ef einhverjum kynni að finnast þetta ónóg hafa allir starfsmenn hússins verið færðir í gamla skrautsýningareinkenn- isbúninga frá Englandi. Efsta hæðin er tileinkuð geim ferðaöldinni. Allar sl(reytingar eru innblástur frá geimferðum, allir litir eru alumínlitir eða aðr • ir málmlitir, starfsfólkið er í geimferðabúningum og diskótek inu er komið fyrir í eftirlíkingu af skotpalli fyrir eldflaugar. - Hérna eru plöturnar heldur ekki aðeins spilaðar, heldur læt- ur plötusnúðurinn móðann mása um hljóðfæraleikarana og söngvarana og ýmislegt fleira. A fimmtu hæð er líka ætlun- ' in að hafa sýningarsal og lista- safn, en það hefur ekki verið framkvæmt ’ennþá. 2000 MEÐLIMIR Á ÞREMUM VIKUM — Þetta hefur vakið feikna athvgli meðal unga fólksins, Eiviend Solberg? — Já, staðurinn hefur orðið geysilega vinsæll, 2000 meðlim- ir létu skrá sig á fýrstu þremur vikunum, og' þvílík aðsókn er framar öllum vonum. En’rheð- Iimafjöldinn eykst varla tilsvar- andi úr þessu. — Er aðgangur aðeins fyrir meðlimi? — Já, aðeins meðlimir fá að komast inn, en til að gerast meðlimur þarf að senda umsókn til nefndar sem vegur og metur hvern ein.stakan. En því verður Á fimmtu hæð er plötusnúðuritm með siíi diskótek innan í eftirlíkingu af geimfari. þó að skjóta inní, að mjög fáum er vísa'f á bug. Meðlimir fá sér- stakt aðgangskort sem þeir sýna við innganginn, en auk þess er hver skráður á spjaldskrá þar sem eru persónuleg.ar upplýsing- ar og mynd. Það er því ekki hægt að fá lánuð kort hjá vin- um sínum til að komast inn. En við höfum þann hátt á, að hver félagi getur tekið með sér ges< af gagnstæðu kyni. LÖGREGLUÞJÓNNINN ATVINNULAUSI — Hafa orðið vandræði með þessi 400 ungmenni sem koma hér saman í hátíðas.kapi ? •—• Nei, það hafa engin vancla- mál komið upp. Við höfum lög- regluþjón til taks en hingað til hefur hann ek.kert haft að gera, og það finnst okkur alveg ágætt, seg'ir Eiviend Solberg að lokum. Það er „Tónabæiar-klúbbur- inn“ sero. stendur að húsi þessu, en klúbburinn var stofnaður í september sl. Kosið var í nefnd sem átíi að s.já um að koma hugmyndinni í framkvæmd, en þeirri nefnd eig.a sæti fulltrúar allra æskulvðsfélaga t.il að koma til m.óts við kröfur sem flestra, og samkvæmt revnslunni sem þegar er kom.ln á Tónabæ hefur það tékizt miög vel. —- Disfcótekið er í gömlu Oaklani tryllitæki frá árinu 1926. Plötusnúðiiririn ekur r hávaðanum um höllina. Barálta gsp eifurfyfjasmygli □ í New York er nú verið að koma á fót alrí'kisstofnun sem á að vinna gegn eiturlyfja- smygli, sérstakilega smygli á heroini, er haft eftir David Kennedy, fjármáíaráðherra Banclaríkjanna. Sagði hann, að herferðin gegn eiturlyfjasmygl- inu færi fram um allt landið, en ástæðan fyrir því að þeim verði stjórnað frá New York sé sú, að mest er .smyglað inn í norðausturhluta Bandaríkjanna. Tálsmaður tallyfirvaldanna sagði að frá 30. júní 1968 til sama tíma. 1969 hefði verið lagt hald á 140 kíl.ó af heróíni, sem er á aðra milljón dcélara virði. Af þessu magni voru 120 kíló gerð upptæk í New York. Kennedy fjármálaráðherra sagði, að auknum fjárveitirígum verði veitt til herferðarinnar, og tollyfirvöldin muni fá 8.750,000 dollara aukalega á þessu ári. Hluti af þessu fé verður notað- ur til að greiða aukastarfsmönn um laun, en af þeim verða 685 rann sóknarlögregl umenn. Hingað til hefur aðaláherzlan verið lögð á að gæía þess að eit- urlyfjum éé ekki smyglað yfir mexíkonsku landamærin, en þar er mik'Iu magni af marijuana smýglað fil Bandaríkjanna. Tals Framhald á bls. 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.