Alþýðublaðið - 15.01.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.01.1970, Blaðsíða 8
8 Fiamntudagur 10. janúar 1970 Rætt viS Skapta Jónsson skipsfjóra - Sjöunda og síðasfa grein KILL FISKUR - LÍTIL VEIÐI Erfitf skipulag og skortur á þjálfuðum fiskimönnum stendur í vegi fyrir nýlingu á- gætra fiskimiða umhverfis Indland — Hvenær komstu aftur hing aS til Indlands? — Ég kom hingað í nóvember 1967 og settist að í Cochin; fór fyrst til Dehli, og ráðgjafar Stjórnarinnar í fiskimálum, tveir Indverjar og einn Norðmaður, fundu út að bezt væri að senda mig til Cochin að aðstoða við skóla eða þjálfunarstöð fyrir fiskimenn sem þar er rekin. Ég hef verið við það síðan. í fyrstu höfðu þeir ekki mikið til að vinna með. Þeir höfðu einn 56 feta Uát, en hann var orðinn gamall og viðhald á skipum er hér með afbrigðum lélegt. Þessi bátur er gott dæmi um það, Ameríkanar gáfu Indverjum nokkra báta 1954 eða 5, og þessi var einn þeirra. Hann heitir Banda eftir fiski einum sem 'hér veiðist. Annar hét Guðjón eftir Guðjóni Illugasyni, en sá bátur er ekki lengur til, var rif- inn. En Banda sem nú er 14— 15 ára er orðinn mjög lélegur, þ. e. skrokkurinn, en vélin er ág'æt. Þá höfðu þeir aðra tvo báta, 36 feta, sem líka voru gefnir af Ameríkönum. Þeir hafa víst gefið 30—40 báta, flesta af þessum stærðum, 36 feta, 42 feta eða 56. —• Hvernig eru kjör fiski- manna og hvernig finnst þér að vinna með þeim? — Mér finnst það ágætt, en kjörin eru slæm. Þegar Indland fékk sjálfstæði var fljótt byrjað að reyna að koma fótunum und ir fiskiðnað, fiskveiðar og hvers konar fiskvinnslu, en það hefur gengið fremur böksulega. Sá kynlegi háttur var á hafður að gera sjómennina á skipum sem hið opinbera átti að ríkisstarfs- mönnum. Samkvæmt lögum var ekki hægt að reka þá, þeir voru settir í sam.á flokk og skipaðir embættismenn heima, og fengu sitt fasta kaup hvað sem á gekk, en ekkert meira. Það var því bara eðlilegt að þeim væri ekk- ert kappsmál að sapkja sjó. Þeir báru nákvæmlega sama úr být- um hvort sem þeir voru á sj'o eða lágu í Leti heiína, en urðu auðvitað að koma þegar kallað var. Þetta versnaði en ekíki batn aði þegar frá leið. Hvort sem það hefur verið gleymska eða trassaskapur eða beinlínis með vilja gert fengu fiskimenn enga kauphækkun þótt allt annað hækkaði. Þessu gátu 'þeir ekki unað karlagreyin og fóru framá hækkun á kaupi og hlunnind- um, bæði varðandi húsa- leigu og fæði, en stjórnin sinnti því engu. En þá neituðu þeir að vinna nema átta klukkustundir á dag. Þetta þýddi ekkert ann- að en knýja fram kjarabætur á einhvern hátt. — Hvernig fóru þeir að því að vinna ekki nema átta stundir ef þeir voru á löngum ferðum? — Það skal ég segja þér. Ég skal t. d. segja þér af ferðum báts sem átti að fara til við- gerðar og eftirlits til Bombay, hann var frá Cochin. Hann sigldi út í góðu gengi, og svo heyrðist ekkert frá honum meira. Menn voru orðnir uggandi um afdrif hans, en hann kom. til Bombay eftir níu daga. Þá höguðu þeir ferðinni þannig að þeir tóku bara dagleiðina og námu staðar þar sem þeir voru komnir eftir átta tíma stím, lögðust fyrir ank eri og sváfu til morguns. Ef þeir voru einhvers staðar útaf höfn eða sæmilegu þorpi þá fóru þeir í land og stöldruðu við einn eða tvo daga og svona dóluðu þeir til Bom.bay. Ég lenti sjálfur í þessu þegar ég var að fara með einn af þessum 36 feta bátum til Titicorin. Við lögðum af stað frá Cochin að morgni dags og stímuðum suðureftir, þetta er 30—36 tíma stím. ef haldið er sæmilega áfram. Undir kvöldið, kl. var víst farin að halla í átta, sýndust mér karlarnir eitthvað vera orðnir langir í andlitinu, og seinast kom vélstjórinn og ’ spurði hvort við ættum ekki að fara að leggjasí. Ég hélt :nú ekki, það kæmi ekki til mála að fara að leggjasí fyrir ankeri að á- stæðulausu. Það- voru vélstjór-' ..arnir á bátnum sem fyrir þessu' .stóðu bæði^ á þessu skipi og eins’ fýrirpdsisari átta tíma tak- . mörkun yfirleitt. Nú varð eitt- hvert skvaldur í stýrishúsinu, en ég skipti mér ekkert af því, bara harðneitaði að stoppa. Þá sagðist vélstjórinn stöðva vél- ina, hvað sem hver segði. En svo var hægt að komast að sam komulagi um að þeir héldu á- fram, en fengju jafn marga tíma í frí er til Tuticorin 'kæmi og svaraði þeim tíma sem þeir hefðu unnið framyfir 8 tima vinnudag, á þessum sólarhring sem siglingin þangað tók. Og það var svosem allt í lagi, því þeir gerðu ekki neitt hvórt sem var. — Hvað finnst þér yfirleitt valda mestum erfiðleikum og hindra að það komi að góðu gagni sem þið eruð að gera? — Þetta kemur að gagni sem maður er að gera, það tel ég engan vafa. En það eru margir þröskuldar sem þarf að yfirstíga. Fiskibátaflotinn er ekkert að- skilinn frá kaupskipaflotanúm, en það lætur að líkum að ekki er hægt að setja á sama bekk 20 tonna bát og 20 þúsund tonna skip. Eitt aðalatriðið er að fá eitthvað teygjanlegri reglugerð- ir fyrir fiski'bátana því fyrir- mæli yfirvalda eru alltof mikið miðuð við kaupskipin. Viðhald- ið á bátunum. er líka fyrir neð- an allar hellur, ekki vegna þess að menn vilji ekki halda bát- unum við, heldur eru bókstaf- lega engir möguleikar til þess, dráttarbrautir eru sárafáar. Þeir slippar sem til eru eru allir mið- aðir við stór skip svo það verð- ur miklu dýrara en þyrfti að taka smábát upp. Það er þó hægt stundum sem. við gerðum ný- lega hér í Madras að taka tvo báta á sleðann í einu. Hins veg- gr er ekki hægt að taka bát- ana útaf sleðanum svo slipp- urinn er ónothæfur 'til annars meðan bátarnir standa þar. Að Madras frátekinni eru dráttar- brautir ekki nema í Bombay, Cochin, Vizagapattam og auðvit að í Kalkútta. En þetta eru allt stórskipaslippar. —• Er það tilfeliið að áhuga- léysh standi í veginum fýrir því sem þið sérfræðingarnir eruð að gera? — Ekki vil ég nú beinlínis segja að það ríki áhugaleysi, heldur má segja að skipulagið sé stirt í vöfum. Það er of mik- ið af reglugerðum og forstjór- arnir eru of valdalitlir. — Þú vilt þá segja að óhag- kvæmt skipulag sé erfiðasti tálm inn. — Já, nákvæmlega það, á- kaflega óhagkvæmt skipulag. Þetta kemur auðvitað verst út hjá ríkisfyrirtækjum, sakar lítið einkafyrirtækin, en þau eru fá í staerri útgerð. Ef útgerðarmenn vantar eitthvað geta þeir farið beint úti búð og keypt það, í staðinn fyrir að ráðendur fiski- deildanna þurfa ekkí aðeins að sækja um leyfi fyrir öllu til Delhi, heldur verða þeir að leita verðtilboða hvað lítið sem þeir þurfa að kaupa, og verða meira að segja að fá tilboð frá fleiri en einum stað, síðan er þeim skipað að taka lægsta verðtil- boði hversu mikill óþverri sem varan er. Fái þeir ekki nema eitt verðtilboð mega þeir þó ekki ganga að því strax heldur þurfa að sækja um sérstakt leyfi til Delhi. Og að fá leyfi frá Delhi tekur óratíma sérstaklega ef um er að ræða eitthvað sem verðmæti er í. Hver forstjóri hef u.r aðeins litla upphæð sem hann má evða án þess að sækja um leyfi til ráðuneytisins, og ef sækja þarf um slíkt leyfi kost- ar það endalausar bréfaskriftir. Svo hafa þeir í mörg horn að líía í DeJhi, fiskveiðarnar eru fremur lítið atriði í þjóðarbú- skapnum í heild þótt nauðsyn- legar séu. — H\r.að mundurðu telja að væri mesta nauðsýnjamálið fyrir in.dverskan sjávarútveg næst eftir því að gera skipulagið ein- faldara? — Ég tel að meiri þjálfun fiskimanna sé það sem mest á riði. Þess vegna eru fiskimarina skólar eða þjálfunarstöðvar það sern leggja ætti mikla áherzlu á. Stjórnin er aö láta srtriðá rriárga báta, 50—6.0 feta , báta, :;sm á að not-a.á fjarlægaifj mið, þ."'e. að reyna að leifa 'svÓlítið útá dýpra \7atn. En það eru bók- s'aflega engir menn til að taka við þessum bátum eða sára fáir. Enrifremur má ekki lengur við svo búið standa að söro.u reglur gildi um fiskimenri Og sjómenn á kaup. kípaflotanurr. Þn.ð þarf að gera staff fiskimannsins eft- irsóknarvert, hann þarf að hafa sæmileg kjör og finna að það sé samband á milli arðs og af- kasía. Þett.á vorum. við Guðjón Ulugason að bérjaisí við í kririg- um 1960, og FAO hefur allan tímann verið að reyna að fá stjó’rhiná tíl að greiða kaup í hlutfalii við áfla. Það hefur aldrei verið litið við því fyrr en nú. Þar með er vona:ndi að léyst sé á fullnægjandi hátt úr miklum vanda, gæti-meira að segja farið svo að sjómenriska á fiskibát- um verði ekki einasta viðun- anrii atvinna, heldur beiniínis eftirsóknarverð. — Þú ert þeirrar skoðunar uð hér séu miklir möguleikar. — Það er varla nókkur vafi á því, hér eru miklir möguleikar fyrir sjávarútveg. Þetta er ó- hem.iu strandlengja, óhemju haf svæði. — Mundirðu kalla hér auðug fiskimið? — Ég vil nú helzt ekki taka svo til orða, en hér er áreið- anlega mikill fiskur. sennilega samt ekki eins miklar sveiflur og heim.a, ekki eins miklar afla- hrotur og þegar ræhafiskurinn er mestur á Selvogsbanka. Hér munrii aflinn vera jafnari allt árið. Annars er það órannsakað mál. Maður veit ekki neitt um sardínu eða makril Þeir fiskar eru hér í sjónum en um roagnið veit enginn. Mest af makríl og fjardínuveiðinni er í fyrirdráttar nætur í’rá landi, að vísu ná ram pon-næturnar geysilega langt út, o.g stundum fæst mikill fiskur með þeim aðferðum. en þess á mill.i bregzt hann alveg. Það hefur jafnvel komið fyrir að lítið eða ekkert hefur veiðzt í heilí ár. Þá vita menn ekkert „Lííil fjölskylda cr ánægð fejö lándi. Takmörkun barneigrta-e ónum, sem þegar eru fyrir í Iai karlmenn fá greiddar 200 kr. í Sba hva hve: hefi Nú unu ur r ýt I hvo: fisk han aðai suði suði heil það um sðai fyrii þar lega nok! torf' með að botr ar r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.