Alþýðublaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.03.1970, Blaðsíða 7
Föstud'ag'ur 20. marz 1070 7 Ég er alin upp við mikla handavinnu Á 17. MILLJÓN í □ Spjallað við Hildi Jónsdóttur, 'sem heldur handa- vinnusýningu nemenda sinna að Hallveigarstöðum um páskana. □ Þú verður .að muna mig um að fara ekki að skrifa neitt hrós um mig, var það fyrsta sem Hildur Jónsdóttir sagði, er blaðamaður Alþýðublaðsins hitti hana að máli í verzlun hennar Silkibúðinni Laufásvegi 1. Hildur J(5nsdótt:ir er kunn fyr ir hannyrðakennsiu sína og þær eru ófáar konurnar sem hugsa hlýtt til hennar er þær virða fyrir sér þá fallegu handa- vinnu sem Hildur hefur kenm þeim og prýðir heimili þeirra. — Hvenær hófst þú kennslu Hildur? — Það var árið 1940 en fvrstu sýninguna hélt ég í Lista- mannaskálanum árið 1945. — Og þú hefur haldið nokkr- ar sýningar efíir bað? — Já — en sú síðasta var ár- ið 1948 og var haldin að heim- iii mínu sem þá var í Efsía- sundi 41. Húsplássið var ekki stórt og é.g.tæmdi svo að segja íbúðina til að haridavinnan gæti n.otið sín nógu vel. — Þú hefur vei-ið með nám- skeið á veturna? —■ Já, konurnar eru svo á- hugasamar um að gera handa- vinnu, ég held að ég megi full- yrða að handavinnuáhuginn sé alltaf að verða meiri. og meiri. ■ Margar af þessum konum. hafa verið hjá mér vetur eftir vetur. Þær hafa veitt mér marga á- nægjustund og ég á þeim mikið að þakka fyrir vilja sinn og dugnað. Þótt Hildur viljl ekkert um það heyra grunar mlg að hún sjálf eigi ekki minni þakkir skilið fyrir sinn eigin dugnað, því einhvern veginn tekst mér að komast að því að hún hefur haft námskeið bæði í Keflavík og Sandgerði og keyrði þá þang að til að kenna eftir lokunar- tíma í Silkibúðinni. — Hvar verður sýningin hald in? — Hún verður að Hallveig- arstöðum. Konurnar hafa verið svo elskulegar að lána þær hann yrðir sem þær hafa saumað hjá mér, en þetta. er handavinna frá s. 1. 10—12 árum. Meðal annars verða þarna milli 30 og 40 stól ar, bæði Renacanse, Rokókó og rennibrautir. Svo' eru einnig klukkustrengir, píanóbekkir, Thorvaldsensteppi, eitthvað af dúkum og kannski sitthvað fleira. — Hvernig stóð á því að þú fékkst svona mikinn áhuga á handavinnu? — Kannski er þetta meðfætt, en þó vil ég nefna að ég. var al- in upp við miklar- hannyrðir. Móðir mín var einsíök handa- vinnukona, þó ekki væri það útsaumur í þá daga. En á stór- um heimilum þar sem allur fatnaður var unninn innan veggja heimilisins þekktisl eltki að sitja auðum höndum. — Að lokum Hildur? — Mig langar til að biðja.þær konur sem mér hefur ekki tek- izt að ná til, en ég hef leiðbeint með handavinnu. vinsamlega að hafa samband við mig í símum 13266 eða 18521. Sýning Hildar Jcnsdóttur verður opnuð á skírdag kl,- 2 og siendur yfir í 5 daga. Lítill vafi leikur á því að þeir sem áhuga hafa á fagurri handa- vinnu leggja leið sína að Hall- veigarstöðum um páskana. Álfheiður. | ATVINNULEYSISBÆTUR I I I I I I I I I I □ Á árinu 1969 greiddi skrifstofa Dagsbrúnar atvinnu- leysisbætur til félagsmanna, er námu samtals kr. 16.451.216,00 og er það um 37% greiddra at- vinnuleysisbóta í Reykjavík. Þetta kom fnam á aðalfundi Vkm.fél. Dagsbrúnar sem hald- imn var sl. sunnudag í Iðnó. f upphafi fundar minntist for- maður, Eðvairð Sigurðsson, lát- inna félaga, einteum og sérstak- lega fyrrverandi formarms, Hannesar M. Stephensen. Þá voru lesnir reikningar fé- lagsins, og formáður flutti skýrslu stjórnar. Á tímabilinu milli aðalfunda höfðu 323 menm gengið í fé- lagið, en 35 félagsmenn höfðu látizt. , Formaður steýrði í stórum dráttum frá tekjum og gjöldum fél'aigsins, og var fjárhágsaf- koma góð, þótt útgjöld hafi hækkað verulega. Á árinu 1969 nam heildar- fjárhæð bóta úr Slyrktarsjóði DagshrúnarmaTm'a 'kr. 3.515,- 735,00 til 397 fél'a'gsmanna sam- tals fyrir 28017 bótadaga, og hafði þeim fjölgað um 5,6% frá árinu á undan. Funduriinn samþykkti, að ár- gjald féla'gsmann'a fyrir árið 1970 skuli vera kr. 1.500,00 og er það 300 króna hækjcun frá ári.nu á undan. Á fundinum var lýst stjórn- arkjöri, sem fram fór í janúar s.l: Stjómin er nú þannig skip- uð: í Eðvarð Sigurðsison formaður. Guðm. J. Guðm. varaform. Halldór Björnsson ritferi. Pétur Lárusson gj'aldkeri. Andrés Guðbrands'sori, fjár- málaritari. ' Baldur Bjarnason —*og Finnbogi Þorst. meðstj. f 1 Stjórnin varð sjálfkjdrin. Að loknum aðalfunáarstörf- um var tekin á dags'kirá tillaga stjórnar um uppsögn kjaralsamn inga'. Var samþykkt samhljóða tiltega stjórnarinnar \im að segja upp gildandi kjiarasamn- ingum við at v i n nu r ek c n d u r miðað við 15. maí næsjk. Aðalfundurinn staðfesti sam- komulag Dagsbrúnar O'gj Verka- kveninafélagsins Framsóknar um einn lífeyrissjóð fyrir bæði félögin. | Filmur á I lægra veröi □ Fiiimudnnflytjendur hafa nú lækkað álagningu á filimum um he'iming. og er þá kcmið á all- ■ar filmur það verð sem verður með tollalækkuninni á öllum vör um til ljósmyndagerðar næsta hau'st, eða þegar nýjar birgðir koma til llatidisins. Alþýð'ublaðið hafði samband við Hilmar Fsiigason hjá heildverzluninni Stoián Thorarerasen, en þeir vcr j fyrstir til að lækka verð- ió á f:’ num.im. Sagði hann að til þessa ráffis hafi verið gripið vagna þess að s.l. samar seldist sárri'ítið af fi’mum og miklar birgðir liggja nú umdir skemmd 'Tn, en þær eru útrunnar sem ksllað er næsta haust. Gengust Ijc ruyndavöruk-■’rmisnn inn á að veita 20% iækkutn á álagn- jrig'U sinui gegn heimingslækkim ‘heitóisalanna. Verð sVart-hvítum □ Snjósleðar eru að verða geysilega vinsælir í öllum norð lægujn löndum. Og' ekki dugir að eiga sleða, lieldur þurfa menn líka að geta ekið honum Sírimilega greitt. Rolf Strasser í Frankfutt liefur smiðað sér sleða úr gömlu bílhræi og setti á haun flugvélamótor, — og með því móti tekst lionum að ná 100 km. hraða á klukkustúnd. En hann hækkaði utn lcið líftrvgg- i inguna; því slysum á þessum tækjum fer óhugnunlega hratt fjölgandi. mynda fiimum frá Agfa heiur llækkað úr kr. 115 í kr.. 105, 20 mynda filmúr hafa lækkað úr kr. 90 í kr. 65. 36 myr.da lit ■fiiim'Ur (sikléis-) hafa ífaafckað úr kr. 550 í. kr. 490 og 20 mynda filtour úr 390 í 340 kr. Litfilm urnar lækka aðeins um Í9% þar sem þær voru keygtar inn eftir hækkun marksins., Aðrar IjÓTmymidaivörur lækka ekki fyrr en í haust nama ljós- mynidapappír ,ti'l ljógmyndara, en birgðir af þeim pakk'ningum sem þeir kaiupa, 100 og 1000 blaða pakkningar, eru fá' þrot- um, og kernur toi’iLalæikk'min fcarn á nýju birgffiuinujni, sem væntanlegar era í þassum mán uði. í Grafík á ísafirði □ Menningairráð L.ifjarðar gengst fyrir grafíksýriim'gu í Kaupfélagssalnum á ísafirði dagain'a 18.-25. þ. m. Myndirn- ar eru eftir 10 ísl. listarrienn og eru femgnar að láni hjá fé- laiginu íslenzk grafík í Rvík. Sýningin verður opin. jdaglega frá kl. 16—19 og frá kl. 20- 22, en fyrirhugað er, áffi nem- endur skólanna á ísaíirði og nágrenni geti séð hana, á öðr- um tímum. Finnur Finnsson, kenmri hefur komið sýnlngunni ■ fyrir, en förmaður nJenning- arráðs ísafjarðar er séra Sig- urður Kristjánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.