Alþýðublaðið - 18.07.1970, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 18.07.1970, Qupperneq 9
Laugardagur 18. júlí 1970 9 (kom li.undkvikindi utan að og fór að flækjast fyrir fótunum á mér. Hann blátt áfram stal frá anér 'atriðinu. En hundurinn lét sér það ekki nægja að viðra sig upp við mig. Hann labbaði yfir að píanóinu og notaði það eins og hverja aðra þúfu, Áhorfend- ur voru hrifnari af hundmum *n mér og það gat ég auð'dtað ekki þolað. Eg lét sækja hvutta og ætlaði að taka á ‘honum stóra mín,um, en ekki var hundurinn fyrr horfinn, en ég heyrði hvin í lofti og það fór að hvessa. Nólturnar tyffust af píanóinu og undirleikarinn, s;m var ail- sendis óvanur njörvaði loks nót urnar niður, en þá byrjuðu mnn ir fólksins að f júka óg það h.ljóp af stað 'heljarmiktlum eltingar- leik Tjaldið sveigðist allt, en ég söng áfram. Tjaldið féll hálft niður á undir.leikarann, „But fho iShow must go an‘‘ og ég söng áfram, en undan föllnu hlið tjaldsins heyrðust fáeinar nótur ó stangli. En svo fór tjald ið að lyftast mín megin, Eg stökk á stundinni upp á þverstöng til þess að tjaldið fyki ekki, en ekk ert diugðí og þó sat <'g þarna á staginu og söng, en ailt til einsk is. Tjaldið fauk og fólkið hljó'p. 1 Að yrkja á dönsku — Hefurðu aldrei þreytzt á þessu? — Jú, eftir fyrsta árið var ég sannfærður um að óg væri þurrausinn. 'Mér fannst bezt að hætta, en mesta hættan í bess- um bransa er ekki sú, að mað- ur sé þurrausinn, hel.dur sú, að maður endurtaki sjálfán-sig — En þú hefur skemmt á fleiri stöðum en skemmlumun innanhúss og utan hérlendis, er það ekki? — Jú, é.g kem svona einu sinni til tvisvar á ári fram í út- varpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Svo hef ég skemmt fjórum sinn um í Bandaríkjunum og þar af þrisvar í New York, en einu sinni í Los Angeles. Það er ótrú legt, hvað það er ódýrt að feyð ast í Bandaríkjunum. Ef maður ferðast um landið og lendir þar á 4—5 stöðum er helmingm’ far gjaldsins eftirgefinn. Eg tók frúna með í eina slíka ferð og þurfti að borga sáralít’.ð meira en ef ég hefði farið einn. Hins þegar er allt uppihald óg þjón- usta í Bandaríkjunum dýr Eg hef líka skemmt bæði í Kattp- mannahöfn og London,' enda eru sterkustu íslendirigafé’ög- ín erlendis á þessum stöðum, en það var mikið verk að þýðn alla textana. Eg hef haft gaman af að bisa við að láta ljóð henta lagi, en oft hefur það verið skollans mikið verk. Og á köfi- tm héfur verið næsta lítill glæsibragur yfir vinnunni. Það hefði ég sveiað mér upp á hérna áður fýrr, að ég ætti eftir að yrkja á dönskju! —Er þér eitthvað illa við dönskuna? — ‘Nei, en þú veizt nú, ltvern ig það lá í landi meðan maður var í Gaggó og svo er annað en gaman að yrkia upp eigin texta. Fyrst fékk ég oft góða hugmynd, þegar ég heyrði eitt- hvað sérstakt lag, sem mér fannst stenvmning fylgja, en núna vel ég fyrst efnið og reyni síðan að finna lögin. Stvona breytist maður með aldrinum. — Hvað finnst þér erfiðast við það að semja ný skemntti- atriðl?- — Eg held, að aðalatriðið sé að muna bað, sem manni dett- ur. í hug. Hugmyndin vill týn- ast. — í hverju er þessi vinna þín sem skeinvmtikraftur fólgin? — Aðallega í undirbiínings- vinnu að skemmtiatriðunum auð vitað og skemmtunin sjálf, en svo eru það ferðalögin líka. Eg er aldrei heima á hátíðum og það er áreiðanlegur hlu'tur, að skemmtikraftar og leikarar sem vinna á öðrum tímum en almenningur þunfa að vera vel g:!"tir. Makinn 'þarf að sýna bæði skilning og traust. Þetta er rniög óeðlileg vinna og vinnu tími og ég tel að þár sé að finna meginundirstóðuatrið: fyr ir skiinuðum og öðr'i t d. í HollywQod. Kon'.mni minni finnst lítill mutiur á lífinu síð- an ég fór að vinna hjá sjónvarp inu. Eg hef eigirilega ekkert verið heima undanfarið ár. I Óráðinn og laus- Iráðinn — Hvað kom til að þú l*yrj- aðir að vinna hjá sionvai pinu og hvað gerir þú þar? — Það hentaði mér ve! að fá mér virnu i fyrra og mér bauðst þessi staða og ég hef það tigin- mannlega starfshei'i „útsend- ingarstjóri dagskrár," Eg sé tim út'gáfu sjórijvarpsdagslkriSri'nhar og afla til hennar þeirra upp- lýsinga. sem með þarf, svo sem lengd mynda, efni þeirra og na'fn leikara. Fyrst koma mán- aðarleg frumdrög að dagskró, sem Pétur Guðfinnsson, Jón Þórarinsson og Emil Björnsson gera, en þau eru ekki fastmót- uð og breytast oft töluvert. Þáð enU' nefnilega þeiv, sem ráða dagskránni, en ekki ég. Svo útbý ég útsendingu og geri drög að beirri vinnuáæthm. sem únn ið er eftir við hverja útsend- ingu. Eg hef einnig samband við blöðin. dreifi þangað myndum og kem á framfæri við þau leið- réttirigum og atht’gasemdiim, svo sem ef vekja þarf atnygli á ákveðn.u dagiskrái efni. Það er mikið um smáairiðasnatt í þessu starfi og -því oft breytandi. — Kanntu vél við big l: ji sjón varpinu? — Hvort ég gerii Þar er svo ungt fólk og frísklegt við vinnu. — Ætlarðu Þá að halda þar eitthvað áfram? — Eg er alveg óráðinn í því, hvort ég held þar áfram, enda er ég lausráðinn. I Einar Olgeirsson gengur í svefni — Hvert er vinsælasla cfni, sem þú hefur flult? — Því er fljótsvarað. Það er tvímælalaust „Einar Olgeirssor. gengur í svefni".. Einar þótti nokkuð 'hraðmæltur hérna áður fj'rr og ég læt hann syngja ræðu við Sverðdansinn. Hann er í náttjakka og með nátthúfu á höfðinu og svo hefur hann vit- anlega náttpott og glas á nátt- borðinu, Ja, það er að segja, náttpott’Urinn átti að vera undir rúminu, en þvi, varð ékki við komið, svo hann stóð hjá glas- inu. Nú Einar á að ganga i svefni eina nótt og Ihann dreym að hann sé að halda ræðu. Hann syngur hana af fítonskrafti og hrýtur á milli. Svo þyrstir hann eins og fleiri góða ræðumenn cg hann gerir sér lítið fyrir, hell ir úr koppnum í glasið og sýp- ur á. Það gerði alltaf lukku. Einu sinni átti ég að skemmta sama kvöldið á Núpi í Dýrafirði og Ásbyrgi í Miðfirði í Húna- vatnssýslu .Eg flaug á milli, en tíminn var naumur og röðm var komin að mér, þegar ég kom. Eg var ekki fyrr kom’nn iupp á sviðið, en ég uppgötvaði, að ég hef gl.eyimt koppnium vest ur í Dýrafirði. Meðan fólkið var að klappa eftir fyrsta lagið (það gerir það stundum, btess- að) hreytti ég út úr mér tii manns, sem stóð að tjaldbaki; „Sæktu kopp á stundinni". — Maðurinn þýtur af stað og út i sal til einnar konunnar sem sat þar og þau hlaupa út. Rétt þegar ég er að byrja á Einari kemu maðurinn með koppinn og réttir mér hann. Eg sá, að konan var að fá sér sæli á nieð- an. Þegar að því kom, að cg hellti úr koppnum í glasið og sypi á, leið yfir konuna. Þetta var 'þá fimm barn-a móðir, sem hafði lánað mér notaðan kopp. En s'ögumum af koppnum er ekki þar með lokið. Eg skvetti oft úr koppnum yfir áheyrendur, en hafði náS mikilli leikni í því að béina gusunni á ákveðinn- stað svo að enginn blotnaði. Það mistókst hins vegar. þeg- ar ég var að skemmta í Garða- hreppi. Þar lá einn brénnivíns- diauður fram á borðið fyrir framan sviðið og gusán géigaði hjá mér og beint á manninn. Hann spratt á fætur. fett’ sig allan og bretti og urraði eins og villidýr. Hann blátt áf.-am kom i veg fyrir það, að nókkur liti við mér, enda fékk hann mak- leg málagjöld. Þegar áluifin 'af gusunni hucfu. dó maðiii’iriti aft ,iur og allir fengu áhuga á nfér á nýjan leik. — Svo þetta var v'.nsæíasta skemmtiatriðið, en hvev er vin- sælasta platan? — Því ér öllu erfiðara að svara. Ætli það sé ekki Sveitá- ball eða Jói útherji? — Veröur þú aldrei þreyttur Ómar eins bg hann er á þessum hamagangí á svióinu? Eg sá þig fyrst, þegar þú varst að syngja Hott ,hot,t á liesti. — Já, það .... Nei, ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum. Eg varð meira að segia drengja- meistari í þrem greinum 11! ára. í 100, 300 og 4x100 metra hoð- hlaupi. Mér líður illa, ef ég hreyfi mi gekki. — Ertu búinn að irissa áliug- ánn á knattspyrnu? — Nei. en ég cr hættur að leika hana. Eg fékk annað á- hugamál. Eg fór að læra að fljúga. — Og hvernig gekk? — Eg er með eilthvað 700 l'lugtíma og ætla að Ijuká biind fl'U'gsprófi núna í sumarleyfiriu. Eg er búinn að taka atvinnu- fiugpróf og ef ég eyk við flug- tímana á ég þar anzi mikla mögu leika, ef ég vil. — Ilvenær hafðirðu tíma til að fljúga í 700 klukkustundir? — Eg notaði ferðalögin og flaug í eigin flugvél. Einkenn- isstafirnir eru TF-GI'N Finnst þér það ekki henta mér vei? Ekki vissi ég, hvort Óniar átti við gin sem drykk eða ■ t:<:ki til að innbyrða drykkinn, en svo breitt glotti hann, að ég þakkaði veitingarnar, kvaddi með virktum og fór. Ingiojöi'g. ENDURSKOÐUN: Staða forstöðumarms endurskoðunardeildar fyrir bæjarsjóð og aðrar stofnanir Hafnar- fjarðarbæjar er laus til umsóknar. Umsækj'endur skulu vera löggildir endur- skoðentí'ur, viðskiptafræðingar eða sambæri- lega bókhaldsmenntunar. Umsóknir ásamt upplýsingum um starfs- reynslu, sendist undirrituðum fyrir 1. ágúst n.k. Bæjarstjórinn Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.