Alþýðublaðið - 16.09.1970, Page 7
Miðvikudagur 16. .september 1970 *t
Viðlal við formann sjómannafélagsins Jöfuns í Eyjum:
„Allir íslenzkir
sjómenn í einum
heildarsamtðkum44
— „Ég er þvi persónulega
hlynntur, að sjómannaféagið
Jötunn gerist aðili að Sjó-
mannasambandi . fslands, —
enda tel ég mikilvægt að
allir íslenzkir sjómenn séu að-
ilar að einum heildarsamtökum
og álít því óeðlilegt að sjómenn
imir í Vestmannaeyjum standi
utan við Sjómannasamband ís-
Iands“, — sagði Jónatan Aðal-
steinsson, formaður sjómanna-
félagsins Jötuns í Vestmanna-
eyjum í viðtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Um síðustu helgi hélt Jón
Sigurðsson formaður Sjómanna
samb. fslands, fund með full-
trúaráði Sjómannaféla'gsins
Jötuns í Vestmannaeyjum og
var þar rætt um hugsanlega
aðild félagsins að Sjómanna-
sambandinu. Einnig átti Jón
viðræður við fulltrúa Vélstjóra-
félags Vestmannaeyja um sama
efni.
Alþýðublaðið ræddi við for-
mann Sjómannafélagsins Jöt-
uns, Jónatan Aðalsteinsson, j
gær m.a. um hugsanlega aðiid
félaigsins að Sjómannasamband-
inu.
— Var tekin einhver ákvörð-
un í þessu efni á fundinum um
helgina?
— „Nei þair var ekki mótuð
nein endanleg afstaða, hvort við
ættum að ganga í sambandið
eða ekki. Aftur á móti er ég
persónulega hlynntur því, að
sjómannafélagið Jötunn gangi í
Sjómannasambandið, því að ég
álít það miikilvægt, að a'llir ís-
lenzkir sjómenn séu í einum
heildarsamtökum. Sjómannafé-
lia'gið Jötunn er nú eina verka-
lýðsfélagið í Eyjum auk vél-
stjórafélagsins, sem srtendur ut-
an við heildarsamtök. Snót og
verkalýðsfélagið eru aðilar að
Verkaman n asamban di íslands,
skipstjóra og stýrimannatfélagið
eru í Farmanna. og fiskimanna-
sambandi íslands, og svo eru
útvegsbændur auðvitað aðilar
að sínum heild'arsamtöfcum, —
Landssambandi ísl. útvegs-
manna, en hins vegar virðást
þeir ekki hafa tök á né heim-
illd til að semja sérstakfega við
ofckur sjómennina í Vestonanna
eyjum. Samkv. ákvörðun síð-
asta þings Alþýðusambands ís-
lands verður sjómannafélagið
Jötunn að greiða á næsta ári
sama gjald til ASÍ og það
greiddi til Sjómanna'sQ'mbands
íslands, ef félagið væri aðili þar
að.
Nú, þrátt fyrir að við gengj-
um í Sjómannasambandið, hefð
um við alltaf í hendi okkar að
hafna eða samþvkkja samninga
hér heima í héraði, sem sam-
bandið gerði fyrir okkar hönd.“
— Eru sjómenn í Vestmanna
eyjum, óánægðir með fiskverð-
ið eins og það er nú?
— „Okkur þykir fiskverðið
alltof lágt, vitum sem er, að
meðalverð á fiski t.d. í Eng-
landi og Þýzkalandi er 25—30
fcrónur fyrir hvert kg. á sama
tíma og hér heima fást 5.50
krónur fyrir kílóið. Annað er
það, að verðmunur á góðum og
lélEgum fiski er alltof lítill. Ég
tel mikla nauðsyn á að verð-
munur þessi verði aukinn, en
það verður hins vegar ekki
hægt, fyrr en fiskverðið verður
orðið raunhæft.
Mér hefur dottið í hug að
það bæri að vísitölubinda fisk-
verðið, enda er fiskverðið okk-
ar laun.“ —
— Var ekki rætt um fyrir-
hugaða bátakjarasamninga á
fundinum um helgina?
— „Jú, Jón Sigurðsson upp-
lýsti á fundinum, að efeki væri
búið að móta endanlega þær
kröfur, sem gerðar yrðu af
hálfu SjómannasambandsinS
vegna bátakjarasamninganna
um áramót, en hann gat þess
jafnframt að aðalkratfan yrði
sú, að sjómenn fengju nú aftur
til bafca eitthvað af því, sem
svo óréttlátlega var te’kið af
þeim, þegar lögin um ráðstaf-
anir í sjávarútvegi voru sett á
sinum tíma. Af þeim 27% —
37% aflaverðmætis, sem þá
voru tekin af sjómönnu-m,
standa enn eftir 21 %—31%.“
— Hvernig hefur gengiff hjá
ykkur sjómönnum í Eyjum í
sumar?
— Hér er sæmilegt fislkirí
og gæftir hafa verið ,sæmiilegaa\
Héðan frá Vestmánnaeyjum
egu nú gerðir út 50—60 bátar
af ýmsum stærðum, sem stunda
alls konar veiðar, en fle'stir
þeirra eru á veiðum með botn'-
vörpu, •—
HEH.
Hagkaup flyfur í Skeifuna
□ Verzlunin Hagtoaup hefur
nú tekið í notkun stórt húsnæði
í Skeifunni 15 og mun verzl-
unin reka þar í framtíðinni stór
an mar'kað, og verða þar á
boðstóium matvara, vefnaðar-
vara og klæðavara alls konar
og ýrhsar aðrar vörur. Hag-
kaupsverzlun í þessum nýju
húsakynnum hefur þegar verið
opnuð, en aðeins vefnaðar- og
klæðadeildin. Matvöruverzlun-
in, sem til þessa hefur verið við
Mifclatorg, verður innan
skamms flutt í hið nýja hús-
næði í Skeifunm og verður
verzlunin við Miklntorg þá lögð
niður.
Hið nýja húsnæði er mjög
stórt eða um 18.000 fermetrar,
en aðeins hluti þess verður tek-
in í notkun strax. Húsgagna-
verzlunin Víðir verður til húsa
með útibú í hluta húsnæðisins
og hefur sú verzlun þegar ver-
ið opnuð. Myndina tók ljós-
myndari Alþýðublaðsins í hin-
um nýju húsakynnum Hag-
fcaups.