Helgarpósturinn - 17.10.1994, Page 22

Helgarpósturinn - 17.10.1994, Page 22
22 MORGUNPÓSTURINN PENINGAR tiQoc >q=ipr . \ MANUDAGUR 17. OKTOBER 1994 Samanburður á bönkunum og sparnaðarleiðum þeirra Hveijir eru haldsforrita? „í Heimi, því heimilisbókhalds- forriti sem við seljum, er hægt að setja inn alla útgjaldaliði og svo tekjur inn og það svo gerir áætlanir íyrir þig, reiknar fram í tímann hversu mikið þú þarft að borga í þessum og þessum mánuði. Einnig er hægt að fá upp töflur og súlurit yfir hitt og þetta í sambandi við fjármál eigandans, þegar hann er búinn að slá inn þær upplýsingar sem forritið þarf. Þessu fylgir sá kostur að vera alltaf með greiðan aðgang að fjármálum fjölskyldunn- ar,“ segir Árni G. Jónsson hjá Apple- umboðinu. En botnar maður nokkuð í þessu ef maður hefur aldrei komið nálœgt tölvum áður? „Forritið er mjög einfalt í notkun og skýrir sig að stórum hluta sjálft. Maður sem aldrei hefur komið ná- lægt tölvu er nokkra daga að læra á forritið en sá sem hefur unnið á tölvu áður nær þessu á svona klukkutíma.“ ■ Penin ■ Trimmaðu og gerðu Mullersæfingar, í stað- inn fyrir að kaupa rán- dýr líkamsræktarkort. ■ Ilaltu matarboð heima hjá þér í staðinn fyrir að fara út að borða. ■ Gleymdu aldrei að heimta staðgreiðsluaf- sláttinn þegar þú greiðir með peningum. ■ Skammtaðu þér pening til að taka með þér á ballið, vertu edrú þegar þú ákveður upphæðina. ■ Hættu að taka með þér Visa-kortið til útlanda. ávöxtunar og tryggja fjárhagslegt ör- yggi- BÚNAÐARBANKI ISLANDS Stjörnubók (Vísitölubundinn 30 mánaða reikningur.) Hver innborg- un á Stjörnubók er bundin í 30 mán- uði en er alltaf laus eftir þann tíma og heldur sömu kjörum. Hægt er að vera með Stjörnubók í spariáskrift. Þá er gerður samningur til a.m.k. 30 mán- aða. Eftir að samningstíma lýkur er öll innistæðan laus til útborgunar, óháð því hve lengi hver innborgun hefur staðið inni. Eigendur Stjörnubóka eiga kost á húsnæðisláni frá Búnaðarbankanum. Sparnaður sem hefur staðið yfir í 30 mánuði gefur möguleika á 100% lánshlutfalli, hámarkslán er 1.250.000. Sparnaður sem staðið hefur yfir í 4 ár geur möguleika á 150% lánshlut- falli.hámarkslán er 2.000.000. Sparn- aður sem staðið hefur yfir í 5 ár gefur möguleika á 200% lánshlutfaili, há- markslán er 2.500.000. Bústólpi (Húsnæðissparnaðar- reikningur) Verðtryggður reikningur og ber ávallt hæstu vexti almennra innlánsreikninga bankans. Reikning- urinn er bundinn í 10 ár en þess ber að geta að lög um húsnæðissparnað- arreikningafalla úr gildi þann 1. janúar 1997. Sérákvæði eru um binditíma hjá íbúðarkaupendum, húsbyggjendum, v/ endurbóta húsnæðis hjá 67 ára og eldri og hjá öryrkjum. Bústólpi veitir rétt til skattaasláttar. Skattaafslátturinn er sem hér segir: Á árinu 1995 nemur skattaafslátturinn 15% ag innleggi ársins 1994. Á árinu 1996 nemur skattaafslátturinn 10% af innleggi ársins 1995. Á árinu 1997 nemur skattaafslátturinn 5% af inn- leggi ársins 1996. Eftir árslok 1996 skapa innlegg á húsnæðissparnaðar- reikninga ekki rétt til skattaafsláttar. Lágmarkssparnaður á Bústólpa fyrir árið 1994 er kr. 11.180 á ársfjórðungi og hámark er 111.800 á ársfjórðungi. Þótt skattaafsláttur lækki í áföngum er ávöxtun á húsnæðissparnaðar- reikningum mjög góð. Reikningur er því góður kostur fyrir þá sem vilja safna reglubundið og hentar vel þeim sem eru að safna sér fyrir íbúð. Reglubundinn sparnaður á Bústólpa veitir rétt á húsnæðisláni frá Búnaðar- bankanum í lok sparnaðartím- ans.Lánsfjárhæð og lánstími tekur mið af lengd sparnaðar og upphæð sparnaðar. Metbók Hver innborgun á Metbók er bundin í 18 mánuði og er þá laus til útborgunar hvenær sem er eftir það og heldur sömu kjörum. Metbók er með verðtryggingarákvæði. í lok hvers vaxtatímabil er gerður saman- burður á nafnvöxtum bókarinnar og verðtryggðum kjörum. Gullbók (Óbundinn reikningur) Innistæða sem stendur óhreyfð í 12 mánuði nýtur verðtryggðra kjara. Önnur innistæða er óverðtryggð. Inni- stæða á Gullbók er alltaf laus til út- borgunar. Af útborgaðri fjárhæð reiknast úttektargjald sem dregst frá áunnum vöxtum. Heimilislínan Búnaðarbankinn býður upp á þjónustu sem nefnist Heimilis- línan. Hún er kjörin fyir þá sem standa í íbúðarkaupum. Þjónustan býður upp á spariáskrift á ofangreinda reikninga einnig á Verðbréfareikning.Þá geta fé- lagar í Heimilislínunni fengið gerða greiðsluáætlun og láið dreifa föstu- mútgjöldum jafnt yfir árið. LANDSBANKINN ■ Unglingar 10-13 ára Leifsreikningur (veltureikningur) Stofnaður við inngöngu með 2.000 kr. innleggi. Nafnvextir eru 1,5 % á ári Reikningurinn er gjaldfrír. Félagskort með mynd sem jafnframt er úttektar- kort fylgir. Kjörbók Sveigjanlegur, óbundinn innlánsreikningur. Innistæða sem stendur óhreyfð heilt verðtryggingar- timabil, nýtur fullrar verðtryggingar. ÍSLANDSBANKI ■ Unglingar Sparileið 48 hentar best ef unglingur ætlar að leggja reglulega fyrir til að búa sig undir að flytja að heiman. Vextir eru 4,75 prósent, innistæðan er verðtryggð og allur sparnaðurinn er laus eftir 48 mánuði, líka það sem síð- ast var lagt inn. Ef unglingurinn er hins vegar að leita leiða til að geyma sumarhýruna til vetrarins er boðið upp á UK-17 klúbbinn. Þá er öll upphæðin lögð inn á Sparileið 2, sem ber 1 prósent vexti, og síðan millifært eftir þörfum á almennan sparireikning. Engin úttekt- arþóknun er tekin af slíkum millifærsl- um. Hlunnindi í klúbbnum eru meðal annars: penni, skipulagsbók, afslátt- arkort, hraðbankakort með mynd, sem dugir vel sem persónuskilríki og fréttabréf þar sem greint er frá ýms- um tilboðum, svo sem fríum bíómið- um, sérstökum afslætti á bolum og íþróttatöskum og þess háttar. Klúbb- félagar fá auk þess fermingargjöf. ■ Ungt fólk Eins og hjá unglingunum hentar Sparileið 48 best ef spara á reglu- lega í a.m.k. 4 ár. Fyrir styttri tíma er boðið upp á Sparileiðir 12 og 24 (vextir: 3,25% og 4%- verðtrygging). Fólk getur þá fengið sérstaka spari- þjónustu þar sem flutt er sjálfkrafa með reglulegu millibili, t.d. um mán- aðamót, upphæð af veltireikningi yfir á Sparileiðirnar. Öll sparnaðarupp- hæðin er þá laus 12, 24 eða 48 mán- uðum efir fyrsta innlegg. Þeir sem eiga 500 þúsund krónur inni í bankanum (hjón 750 þúsund) geta fengið svo kallaða Vildarþjónustu þar sem margs konar bankþjónusta er veitt endurgjaldslaust. Þar má nefna: frí tékkhefti, frí yfirlit yfir reikn- inga á þriggja mánaða fresti, sérstakt yfirlit yfir öll viðskipti um áramót, frítt greiðslukort, ókeypis innheimtu á skuldabréfum og víxlum, yfirdráttar- heimild fyrir allt að 200 þúsund sem ekki er greitt fyrir nema að því leyti sem hún er notuð. ■ Eldra fólk Því fólki myndi bankinn ráðleggja að hafa mestan hlutann af sparifé sínu á Sparileið 48, en síðan yrði neyslufé fært inn á Sparileið 2 sem er óbundinn reikningur og ber 1 prósent vexti. SPARISJÓÐUR VELSTJORA ■ Unglingar START-reikningur með 4 prósenta vöxtum, alltaf laus. ■ Ungt fólk á öllum aldri Húsnæðisspamaðarreikningur með 5,05 prósenta raunávöxt- un. Bundinn í 3 til 10 ár. Veitir rétt til skattaafsláttar (fyrir árið 1994 15% 1995 10% 1996 5% og fellur síðan niður). Bakhjarl 24 Verðtryggður reikningur með 4,5% vöxtum sem reiknast tvisv- ar á ári. Reikningurinn er bundinn í 2 ár. Bakhjarl 36 Er samskonar reikningur og Bakhjarl 24 en með 4,75% vöxtum og bundinn i 3 ár. Bakhjarl 48. Er enn fremur sams kon- ar reikningur og Bakhjarl 34 en með 5% vöxtum og bundinn í 4 ár. Bakhjarl 24 í skipulögðum sparnaði. Peningar sem þú eyðir eru peningar sem jafnauðvelt er að spara. Með skipulögðum sparnaði í einungis 12 mánuði eða lengri tíma, allt eftir ósk- um hvers og eins, er hægt að njóta „Mestu mistökin sem ég hef gert í fjármálum var þegar ég var með auglýsingastofu í Síðumúla, sem hét þá Auglýsingastofa Bjarna Dags Jónssonar. Þá, árið 1987, tók ég við tíu skuldabréfum, samtals að verð- mæti um 2,7 milljónir króna. Við þessum bréfum tók ég af fýrirtæki sem virtist í fúllum öruggum rekstri en síðar kom í ljós að það var nánast gjaldþrota. Þetta var fyr- irtækið Nesco Manufacturing, sem var lýst gjaldþrota snemma árs 1988. Og hafa bréfin reynst nánast verðlaus og litlu skilað. Vegna þessarar ákvörðunar minnar tapaði ég allnokkru fé og lenti í töluverð- um erfíðleikum þrátt fýrir að hafa fengið um það aðvaranir. Þetta var náttúrlega vegna þess að ég var til- tölulegu óreyndur í íjármálum og treysti meira á gamla góða brjóst- vitið en ráðleggingar annarra. En mistökin eru til að læra af þeim og þetta var dýrmæt lexía.“ Hvað er það sniðugasta sem þú hefurgert? „Það sniðugasta er þegar ég færði öll bankaviðskipti mín yfir til Bjarni Dagur Jónsson, útvarpsmaður Lét sambýliskonuna um fjármálin Benedikts, vinar míns í SPRON á Skólavörðustígnum, ásamt því að láta sambýliskonu mína, Sólveigu Magnúsdóttur, annast mín íjármál. Annað sem heppnaðist vel í mínum fjármálum var árið 1975, þegar ég keypti litla kjallaraíbúð í Drápuhlíðinni. Og lífeyrissjóðslán frá BSRB og húsnæðismálastjórn- arlán nánast nægðu fyrir kjallara- íbúðinni. En bæði lánin brunnu upp með ævintýralegum hraða í verðbólgunni og síðasta aíborgun mín af BSRB-láninu var eitthvað um 1200 krónur.“ ■ Nefnvextir eru 2%(almennir vextir), 3,4%(1 .þrep Kjörbókar), 4,0% (2.þrep Kjörbókar) á ári. Landsbók Bundinn verðtryggður inn- lánsreikningur. Nafnvextir pr. ár. sem jafnframt eru raunvextir, eru 3,25% á 12 mánaða Landsbók, 4,25% á 24 mánaða og 4,85% á 60 mánaða. ■ Unglingar 13-16 ára Gengisreikningur (veltureikningur). Stofnaður með 3.000 kr. innleggi. Nafnvextir eru 1,5% á ári. Reikningur- inn er gjaldfrír Kjörbók og Landsbók henta einnig þessum aldurshópi. Sparivelta Safnreikningur þar sem samið er um að ákveðin upphæð sé lögð inn mánaðarlega. ■ Námsfólk 16 ára og eldra Námureikningur (veltureikningur, tékkareikningur) Stofnaður við inn- göngu með 15.000 kr.innleggi. Nafn- vextir eru 0,5% á ári. Yfirdráttarheim- ild allt að 50 þúsund kr. Kjörbók, Landsbók, Sparivelta og Innlendir gjaldeyrisreikningar henta einnig þessum hóp. ■ Þeir sem hafa lokið námi og þeir sem náð hafa líreyrisaldri Grunnur Verðtryggður húsnæðis- sparnaðarreikningur með skattaaf- slætti og lánsréttbundinn til þriggja ára. Nafnvextir eru 4,85% á ári. Einnig Einkareikningur, Kjörbók, Landsbók, Sparivelta og Innlendir heimilisins og leiðbeinir við útfyllingu ýmissa gagna og umsókna svo sem Tryggingastofnunar, LÍN og annarra opinberra stofnana. Rétt er að taka fram að listinn hér að ofan er ekki tæmandi og þeir aldurs- hópar sem talað er um skarast oft, og þarfir einstaklinga í fjármálum oft bundnar við annað en aldur þeirra. Eyddu í sparnað Pantaðu áskrift Kristín Helga Gunnarsdóttir, fréttamaður Lagði kortinu „Ég er ofboðslega skynsöm í fjármálum og viðurkenni nú ekki að ég hafi gert einhverjar bomm- ertur. En það er eitt sem mörgum af mínum nánustu finnst hafa ver- ið fjármálamistök, þó að ég sé því nú ekki sammála. Fyrir tveimur ár- um keypti ég mér bíl á 250 þúsund og lagði í hann 250 þúsund til við- bótar, og ef ég myndi selja hann í dag fengi ég ekki krónu meira en 180 þúsund fýrir hann. En mér finnst þetta hafa verið góð fjárfest- ing vegna þess að þetta er góður biU, en hvar sem ég kem þarf alltaf að vera að hnýta í mig út af þessum bíl. Að vísu rúmar hann frekar fáa og fjölskyldan kemst ekki öll inn í hann í einu, en það breytir ekki því að mér finnst hann æðislegur.“ En hvað hefurðu gert sniðugt í fjármálum? „Ég er alltaf að gera góð kaup, ég ,er með radar á kjarakaup og geri því daglega góð kaup. Annað snið- ugt sem ég hef gert er að leggja Visa-kortinu mínu. Það var minn bjargvættur í fjármálum þegar ég losnaði við það. Þegar ég verslaði með kortinu eyddi ég miklu meira og fannst hreinlega eins og ég þyrfti ekki að borga hlutina ef ég notaði kortið, heldur sæi einhver annar um þau mál.“ ■ gjadeyrisreikningar. Landsbankinn býður einnig upp á Þjónustufulltrúann Það er greiður aðgangur að sérstökum fulltrúa í bankanum sem veitir persónulega ráðgjöf og upplýsingar um innlán, út- lán, tryggingamál, aðstoðar við gerð fjárhagsáætlunar um tekjur og gjöld í sima 62 60 40 Eyddu í sparnað Pantaðu áskrift í síma 62 60 40

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.