Helgarpósturinn - 08.06.1995, Blaðsíða 5
Hvellur er verslunar- og þjónustufyrirtæki á Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Fyrirtækið
selur sláttuvélar, garðáhöld, hjól og barnavörur. Á veturna framleiðir Hvellur
snjókeðjur af öllum stærðum og gerðum. Aðalmerkið í sláttuvélum er Murrey
sem er einn stærsti framleiðandi sláttuvéla í Bandaríkjunum og eru vélarnar
framleiddar þar. í hjólunum er aðalmerkið lcefox sem var eitt af fyrstu fjallahjól-
um sem komu á markað hérlendis. Hvellur var fyrsta fyrirtækið hérlendis sem lét
framleiða sérstaklega fyrir sig fjallahjól undir eigin merki. Þess vegna eru lcefox
hjólin yfirleitt ódýrust miðað við gæði og búnað.
Hvellur rekur eigið verkstæði bæði fyrir hjól og
sláttuvélar, og ánægðir viðskiptavinir teljast í tug-
þúsundum. Enda hefur góð þjónusta byggt upp
fyrirtækið á mjög skömmum tíma.
Verðdæmi:
Hjól með 24 gíra XTR búnaði, álstelli og
Manitou fjöðrunargafli kostar ca. 140.000.-
Hjól með Deore LX, álstelli, gaffli og titanium
stýrisstammi fæst fyrir 72.726.-
Þrautreyndir við-
gerðamenn með
keppnisreynslu í
fjallahjólaíþróttum
sérhanna og raða
saman hjólum fyrir
kröfuharðasta
hjólafólk.
Sýnishorn af miklu
úrvali fylgi- og
varahluta.
Þú finnur allt sem
þú þarft fyrir hjólið
þitt hjá okur.
Hvellur er með á lager mikið úrval af demparagöfflum t.d. Manitou 4
sem er gaffall í keppnisklassa á 27.620.- og nokkrar gerðir af
RST demparagöfflum, Verð frá 6.750.- til 13.430.-