Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 23
FlMMmJDAGUR 14. DESEMBER1995 23 ) < Ógœfa maestro Demetz varð gœfa íslendinga Á valdi örlaganna Æviminningar maestro Slgurðar Demetz óperusöngvara ÞórJónsson skráói Iðunn 1995 ★★★ Sigurður Demetz Franz- son er löngu landskunn- ur fyrir störf sín hérlend- is. Hann hefur leiðbeint flest- um frægustu söngvurum landsins í seinni tíð, hann stofnaði og stjórnaði starfi Söng- og óperuskólans um hríð og hefur átt stóran þátt í auk- inni söngmennt íslendinga, meðal annars með kórstjórn og fleiru. Bækur Börkur Gunnarsson Færri vita að áður en hann kom til íslands hafði hann sungið í mörgum frægustu óperuhúsum Evrópu. Reynsla hans af baráttunni við óperumafíuna í Evrópu hefur án nokkurs vafa reynst mörg- um ungum íslendingnum vel sem hugði á sigra á óperusvið- um meginlandsins. Demetz, sem er frá Suður- Týról, segir fyrst frá uppvaxt- arárum sínum í þessu héraði sem var fyrst undir stjórn keis- aradæmisins Austurríkis-Ung- verjalands en síðar Ítalíu. Bernskuárin liðu í ógn fyrri heimsstyrjaldarinnar og er þeim ágætlega iýst. En þegar hann hefur endanlega ákveðið að leggja sönginn fyrir sig hefst baráttan fyrir alvöru. Fátækt námsáranna er erfið. Demetz segir skemmtilega frá því þegar hann bláfátækur kemur sér ókeypis inn á óperu- sýningar með því að gerast fé- lagi í svoköiluðu klappliði. Hlutverk þess er að láta óperu- söngvarana borga sér ríflega fyrir hverja sýningu og í stað- inn fái þeir ríflegt klapp, — annars ekki. Eftir þessar upp- lýsingar tekur maður því alltaf með fyrirvara þegar Demetz segir einhverja sýningu hafa „Sigurður Demetz Franzson hefur leiðbeint flestum frægustu sönguurum landsins í seinni tíð og átt stóran þátt í aukinni söngmennt íslendinga. íheild er þetta áhugauerð bók um áhugauerðan einstakling. “ nasismans og loks til íslands molbúans. Góð not eru í nafna- skrá í iok bókarinnar, en það er galli á mörgum ævisögum að slíka skrá vantar. Slæmt er hins vegar að hafa kaflana ónefnda í ævisöguriti sem er yfir tvö hundruð síður, þannig að ekki er hægt að grípa niður í verkið með góðu móti, hafi maður lagt það frá sér. En það er lítill galli á ágætu verki. í heild er þetta áhugaverð bók um áhugaverðan mann. verið svo góða að allt hafi ætl- að að springa úr fagnaðarlát- um! En Demetz þykir sem sagt snemma efnilegur og þegar líð- ur á námið fara honum að opn- ast dyr til vegsemdar, en gæf- an er honum þó ekki hliðholl. Hann stendur við dyr frægðar- innar í óperuhúsinu í Dresden, nýkominn með fimm ára samn- ing við óperuhúsið og á að syngja á móti stórstjörnunni Mariu Cebotari, þegar berkla- veikin tekur í taumana. Demetz fær öðru sinni tæki- færi lífs síns þegar Herbert von Karajan verður til þess að útvegá honum þriggja ára samning hjá hinu virta óperu- húsi í Aachen. Rétt áður en Demetz á að syngja sitt fyrsta hlutverk í La Bohéme er húsið sprengt í loft upp. Hann kemst síðan upp á svið í Scala, en fyrir sakir vanþekk- ingar á spilltum heimi óper- unnar er hann óbeint hrakinn af sviðinu. Demetz er síðan nokkurn veginn kominn í kennarastöðu hjá einhverri virtustu tónlist- arstofnun í heimi, Mozarteum í Salzburg — á aðeins eftir lítið próf sem var formsatriði að taka — þegar hann er fangels- aður fyrir misskilning. En öll þessi ógæfa Demetz reyndist okkur íslendingum gæfa. Fyrir óheppni sakir end- aði hann hér uppi á þessum klaka þar sem „veður eru svo vond að allir íbúar þess eru með asma“, eins og kunningi hans einn orðaði það. Hér tekst Demetz að koma undir sig fót- unum þrátt fyrir misjafnar mót- tökur og verður mörgum af okkar bestu söngvurum ómet- anlegur kennari og vinur. Til að mynda hafa Kristján Jóhanns- son og margir aðrir þekktir stórsöngvarar þakkað honum sitt framlag, svo ekki hefur hann verið hér til einskis. Siguröur Demetz tveggja ára að aldri: „Ég man enn spiladósar- hljóminn úr þessu mandólíni." Þór Jónsson ritar æviminn- ingar Demetz ágætlega og er stígandi í frásögninni. Þór leið- ir okkur skemmtilega frá Ítalíu fasismans í gegnum Þýskaland rður Demetz í hlutverki Andreis fursta í Kovant- sína sem sýnt var í óperunni i Ziirich árið 1949. .. .menn með alvœpni ríða um mela Veröld smá og stór Ásgeir Óskarsson Útgefandi: Ásgeir Óskarsson Dreifing: Japis ★ ★★★ Asgeir Óskarsson er öll- um kunnur fyrir trommu- leik sinn í gegnum tíðina og hefur hann ásamt öðrum staðið að nokkrum betri hljóm- sveitum landsins. Hér er As- geir þó einn á ferð í tónsmíð- Plötur Bjöm Jörandur unum og situr við stjórnvölinn. Samansafn valinkunnra hljóð- færaleikara og söngvara kemur við sögu á plötunni ásamt höf- undinum, sem bregður sér í flest hugsanleg hlutverk auk trommuleiksins. Ásgeir syngur þannig í þrem- ur lögum og er gaman að heyra höfundinn sjálfan gera þeim skil. Söngur Ásgeirs er kraftmik- ill og hvergi dregið af í túlkun- inni. Hefði vel mátt vera meira af slíku, því Ásgeir er skemmti- legur söngvari. Allir textar eru eftir Ingólf Steinsson og ferst honum það verk oftast vel úr hendi. Nokk- uð er þó leiðinleg klisjan í text- anum Líísins stóra stykki, þar sem lífinu er líkt við bíó og fólki við leikara. Annars staðar tekst honum þó vel upp eins og í textanum Forn saga, þar sem menn með alvæpni ríða um mela og bera eld að sveitabýli svo Njáll kemur upp í hugann. Áðurnefnt lag er reyndar svo vel lukkað popplag að mann langar ekki að hætta að hlusta á það. Heildarhljómur útsetning- anna — og vitaskuld tónsmíð- anna sjálfra — minnir á tíðum á seinni hluta áttunda áratugar- ins þegar menn voru með mönnum ef þeir gátu valdið erf- iðum talningum. Þessi takt- fræðistefna fór nú reyndar úr böndunum á sínum tíma en ekki hér. Ásgeir er trommari, svo engan þarf að undra þótt vindasamt sé á takttalningar- vellinum í lagasmíðunum. Hvergi keyrir þó úr hófi fram í þessu tilliti, heldur er þvert á móti gaman að heyra smátil- breytingu frá forminu sem aliir virðast finna sig knúna til að fylgja. í lagasmíðunum sjálfum kveður jafnframt við ferskan tón í hljómauppbyggingu, sem oft er ansi spennandi og gott að enn finnast menn sem reyna að semja ný lög — þegar þeir semja á annað borð. útpældur í stíl við takt og trumbuslátt og er Þorsteinn í essinu sínu á nokkr- um stöðum þar sem hann skorar treid- „Ásgeir hefur gert uandaða plötu með efni sem hefur safnast upp hjá honum íþrjátíu ár og uerður gaman að sjá huað hann gerir árið 2025. “ Söngvararnir sem hönd leggja á plóginn standa sig með stakri prýði. Má sérstaklega nefna hlut Andreu Gylfadóttur, sem syngur erfitt hlutverk í lag- inu Frelsun með bravör, og Eg- ils Ólafssonar, sem fer á kost- um í fyrsta lagi plötunnar, Göm- ul saga, sem er nú líka gömul saga af frammistöðu víkingsins. Það eru heldur ekki neinir au- kvisar á bak við hljóðfærin af þessu tilefni. Þeir Björgvin Gíslason og Þorsteinn Magnús- son spila gítara sína af frábærri vitneskju um hvað virkar og hvað sándar. Báðir njóta sín geysilega vel í útsetningunum, sem virðast henta stíl beggja mjög vel. Gítarleikurinn er víða mörk sem ekki hafa heyrst á plötu um skeið. Helsti bassaleik- ur plötunnar er í höndum Haralds Þorsteinssonar og bassar Haralds eru sérkafli út af fyrir sig því þeir virðast alltaf vera eina rétta leiðin í laginu. Harald þekkja samt fáir utan tónlistarbransans, en til fróð- leiks má nefna að hann á heið- urinn af ótrúlega mörgum bössum í plötusafni lands- manna. Haraldur Þorsteinsson er einfaldlega stórmeistari í bassaleik og á fyrir löngu að vera búið að stofna til orðuveit- ingarinnar Bassus Islandus hon- Ásgeir Óskarsson og Ingólfur Steinsson f um til heiðurs. Ekki má þó láta hjá líða að nefna Jakob Magn- ússon bassaleikara sem spilar og listavel í einu lagi. Þá tekur Ásgeir einnig upp bassann í tveimur lögum og ferst vel úr hendi. Af öðrum hljóðfæraleik er rétt að fari einnig góðum sögum, því platan er öll spiluð með prís. Hljóðblöndun Tómasar Tóm- assonar er vel úr garði gerð að mestu, enda Tómas með næm ballanseyru sem ýmislegt mis- jafnt hafa heyrt um dagana. Þó er heildartónjöfnunin svolítið köld og digital, en það gæti allt eins verið erlendum yfirfærslu- mönnum ('mastering) að kenna. Annað eins hefur nú gerst á þeim bænum. Ásgeir hefur gert vandaða plötu með efni sem hefur safn- ast upp hjá honum í þrjátíu ár og verður gaman að sjá hvað hann gerir árið 2025.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.