Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR14. DESEMBER1995 Stjörnugjöf Helgarpóstsins Bækur Ljóölínuskip Sigurður Pálsson Forlagið ★ ★★★ j Hafi einhver verið í vafa um að Sigurður væri eitt af okkar allra fremstu skáldum ætti þessi bók að eyða þeim vafa með öllu. (FB) Mávahlátur Kristín Marja Baldursdóttir Mál og menning ★ ★★ Hér er verið að segja sögu og ekk- ert tóm fyrir ljóðrænar krúsídúllur og sálarlífspælingar. Og ekki nokkur vafi á því að íslensk skáldsagnaritun hefur hér eignast nýjan höfund sem eftir verður tekið. (FB) Letrað í vindinn — Þúsund kossar Helgl Ingólfsson Mál og mennlng ★★ Staðgóð þekking á sögulegum bakgrunni kemur ekki í veg fyrir að frásögnin verði á köflum í anda gam- aldags ævintýrabókar fyrir drengi. Stundum á maður jafnvel von á að Charlton Heston stigi fram á sjónar- sviðið í fullum herklæðum. (ÞE) Ég skrifaðl mig inn i tukthúsið Endurminningar Valdimars Jóhannssonar Gylfi Gróndal skráði Forlagið ★★ Gylfi virðist jafnan vinna undir þeim merkjum að vera varkár við viðmælendur sína og sýna enga frekju. Það er ekki laust við að mað- ur sé hálfsvekktur í bókarlok að hafa ekki fengið að komast nær svo áhugaverðum manni. (BG) Þrlðja ástin Nína BJörk Árnadóttir Iðunn ★ Lengst af er stíllinn einfaldur og barnalegur án nokkurra töfra. Og kynlífslýsingarnar eru með þeim pín- legustu sem sést hafa í íslenskri bók. (FB) Meflstó Klaus Mann Briet Héðinsdóttir íslenskaðl ★ ★★★ Ein allra skemmtilegasta bók sem skrifuð hefur verið á þýska tungu, og þótt víðar væri leitað. Bríet Héðins- dóttir hefur leyst sitt verk af hendi með stakri prýði. (ÞE) Dyrnar þröngu Krlstín Ómarsdóttir ★★★★ Hér er leikið á alla strengi mann- legra tilfinninga og þótt það takist reyndar misvel og ýmsa agnúa megi finna í texta og stíl þá er hér komin merkileg bók og nýstárleg. (FB) í auga órelðunnar Elnar Már Guðmundsson ★ Hæfileiki Einas Más til Ijóðagerðar virðist vera í sorglegri rénun. Við verðum bara að vona að hann snúi sér sem fyrst aftur að sagnaritun. (FB) Kyrjálaelðl Hannes Sigfússon ★ ★★ Það læðist að manni illur grunur um að Hannes sé að kveðja lesendur sína með þessari bók. Hann sannar það hér enn og aftur að hann er eitt besta skáld okkar og leikni hans með orðin engu lík. (FB) Hraunfólkið Björn Th. Björnsson ★★★ Höfundur er býsna orðmargur, en það er misskilningur að það sé galli á ritstíl hans. Veikleiki bókarinnar miðað við Falsarann og Haustskip er að hér ber skáldskapurinn heimilda- söguna ofurliði. (ÞE) Frú Bovary Gustave Flaubert Pátur Gunnarsson þýddi ★ ★★★★ Þýðing Péturs heyrir til stórtíð- inda — maður tekur ofan. Hún er á íslensku sem er fullkomlega sann- ferðug, en um leið kemúr hún til skila hárnákvæmum og geirnegldum stíl Flauberts. (EG) Plötur Gusgus Gusgus-flokkurinn Kjól og Andersen ★ ★★ Útkoman er í flesta staði frumleg og grípandi. Lögin eru að sjálfsögðu misjöfn að innihaldi en útfærslan fjölbreytileg og skapar oftast þá spennu sem þarf. (BJF) Hittu mig Vinir Dóra Straight Ahead Records ★ ★ Halldór hefði mátt flytja eitthvað af ákefðinni f gítarleiknum yfir í sönginn. (BJF) Náttúrufrœði marmlífsins ina stóru frá Frakklandi skyggja á allt sem var raun- verulegt í lífi sínu. Harpa elsk- ar líka mann sem hún getur ekki fengið, dreymir um að verða skáld, en skammast sín svo fyrir ljóð sín að hún felur þau í óhreina þvottinum, hugs- ar í ljóðaheitum og heitum sem nýst gætu henni á eigin ævisögu, horfir framhjá öllu sem er og inní þennan draum um sjálfa sig sem aðra. Harpa er afskaplega ein- kennilega samansett persóna frá höfundarins hendi. Sífellt að rífa sjálfa sig niður fyrir menntunarleysi og ljótleika, en er um leið ótrúlega vel mennt- uð af óbreyttum og nánast ósigldum sjúkraliða að vera, slettir fínum erlendum orðum, hefur svör við öllum spurning- um er snerta bókmenntir og tónlist og er meira að segja með það á hreinu hvernig kök- ur eru bornar fram á kaffihús- um víðsvegar um heiminn. Hún er líka sannfærð um áhrifavald sitt yfir karlmönn- um, þrátt fyrir allt tuðið um það hvað hún sé lítil og ljót og minnir óneitanlega sterklega á Öldu í Tímaþjófnum hvað skoðanir hennar á kynngi- magni sínu sem kynveru varð- ar. Tilgangur ferðarinnar er að bjarga dótturinni Eddu úr soll- inum í Reykjavík, þar sem hún var komin á ískyggilega hála braut eiturlyfja og drykkju, en samt virðist móður hennar standa allt annað nær hjarta en velferð dóttur sinnar. Hún veltir sér upp úr minningunum um það hvað hún var indælt barn, stolt móður sinnar sem varð að klafa um háls hennar þegar það varð unglingur. Það er frekar eins og hún sé að reyna að losna við hana úr lífi sínu en bjarga henni. Yfirleitt virðist henni vera meinilla við konur og þótt vinkonan Heiður huga móðurinnar, sögukon- unnar Hörpu, leikur móðir hennar sjálfrar lausum hala, löngu dáin en ekki á því að hverfa úr lífi dóttur sinnar. Þessar fjórar konur og sam- skipti þeirra mynda kjarnann í skáldsögu Steinunnar Sigurð- ardóttur, Hjartastaður, en auk þeirra koma ýmsar aðrar per- sónur við sögu bæði á ferða- laginu sjálfu og á ferðalagi huga Hörpu um fortíð hennar. Fyrir henni er þessi ferð í nú- tímanum ekki síður ferð til for- tíðar, meira að segja fortíðar sem hún ekki þekkir. Hún ein- blínir á það að komast að því í þessari ferð hver sé faðir sinn og álítur að þannig muni hún loksins fá að vita hver hún í raun og veru er, en horfir alveg framhjá móður sinni við það að skilgreina sjálfa sig. Þráir að vera einhver önnur, eitthvað meira, eitthvað fínna, ekki bara sjúkraliði og framhjátöku- barn og móðir vandræðaung- lings og sér ekki að þannig líkir hún í einu og öllu eftir móður sinni sem lét drauminn um ást- hafi reynst henni vel í gegnum allt baslið þá er á mörkunum að hún þoli hana. Samskipti þeirra eru frá Hörpu hendi sambland af væntumþykju, öf- und og sjálfsupphafningu vegna þess hvað hún hafi miklu meiri séns en Heiður, hún er meira að segja viss um að kærasti Heiðar hafi mun meiri áhuga á sér en henni. Það væri synd að segja að persóna Hörpu væri litlaus eða einhæf, en andstæðurnar eru svo hróplegar að lesandinn á erfitt með að taka þessa per- sónusköpun gilda og þar með söguna í heild. Og það er sorg- legur galli á annars góðu verki, þar sem stílfimi og glettni Steinunnar njóta sín til fulls en eru jafnframt slegnir dýpri tón- ar en í öðrum verka hennar. Brandaraflaumur- inn í upphafi bókar verður raunar ansi þreytandi en þegar á líður dregur úr honum og margir kaflarnir hér eru þeir einlægustu og tærustu sem Steinunn hefur skrifað. Landið og náttúran leika stórt hlutverk í sögunni, bæði landið sem þær keyra yfir á leið sinni í nútíman- um og upprifjanir Hörpu úr sveitinni í gamla daga. Þá var sveitin óskaland og heimkynni draumsins vegna þess að hún hafði þar aðeins stutta við- dvöl, nú er hún fangelsi, staður einangrunar og einskis verðs lífs, eða eins og Harpa segir sjálf: „Draumastaðurinn verð- ur staður fyrir martröð." Land- ið sem í draumunum er para- dís og sælustaður verður á þessu ferðalagi landið þar sem kynslóðirnar hafa lifað við sult og seyru vegna fjandsamlegra Hjartastaður Steinunn Sigurðardóttir Mál og menning 1995 ★★★ Þrjár konur í bíl á leið austur á firði, móðir, dóttir og vin- kona móðurinnar. Innilokaðar í litlum bílnum, þrjár konur sem ekki eiga allskostar skap saman, en eru þó tengdar órjúfanlegum böndum. Og í Friðrika Benónýs „Margir kaflarnir hér eru þeir einlœgustu og tœrustu sem Steinunn hefur skrifað. Og ekki spurning að þrátt fyrir brotalamirnar í persónu- lýsingu Hörpu er hér á ferðinni eitt albesta uerk sem Steinunn hefursent frá sér. “ náttúruafla. Veruleikinn læðist inn í drauminn og sviptir hann dulmagninu og ekki um annað að ræða en að afleggja gömlu draumana og koma sér upp nýjum. Þetta er margslungin saga um leit nútimafólks að sjálfu sér, leit sem oftast er framkvæmd á alröngum stöð- um. Og ekki spurning að þrátt fyrir brotalamirnar í persónu- lýsingu Hörpu er hér á ferðinni eitt albesta verk sem Steinunn hefur sent frá sér. Allt fullt afsvingi og góðum fílingi Gleðifólkið KK Útgefandi: Japis ★★★★★ KK er á rólegum nótum á Gleðifólkinu. Hér skartar hann sínu fínasta pússi jafnt sem höfundur og flytj- andi. Kristján er fágaður laga- smiður og á til að setja saman hreinustu perlur. Hér fullkomnar hann upp- skriftina að vellingnum sínum, sem er einskonar sveitabikkju- vegablús. KK gefur þó stund- um í en alltaf er yfirbragðið af- slappað og yfirvegað. Merki- legast við plötuna er hversu jafngóðar lagasmíðarnar eru og hvergi veikan blett að finna þar. Einnig eru textarnir hin ágætasta smíð. Textar eru allir eftir Kristján utan einn sem er eftir súkkatmolann Hafþór ÓI- afsson og annar eftir þá KK og Pétur Kristjánsson. Allt er hér á besta veg leyst og stýrir Eyþór Gunnarsson upptökum af mikilli smekkvísi þess sem kann til verka. Eyþór sér einnig um hljómborðsleik og eins og alltaf er það mál af- greitt í fyrsta flokki, eins og við var að búast. Eyþór vandar sig við upptökurnar og greinilegt að oft er legið yfir hlutunum. Slík vinnubrögð eru stundum ávísun á niðursoðnar afurðir en hér hefur það skilað góðum árangri, því hvergi er snöggan blett að finna. Allt fullt af svingi og góðum fílingi. Það er auk þess kannski meira en að segja það að niðursjóða fíling- inn úr Kristjáni: hann er eigin- lega einskonar fílingur á fæti. Þeir sem spila með Kristjáni hér ríða allir feitum hestum gegnum þessa plötu, enda ein- vala lið. Trommusláttumaður- inn Gunnlaugur Briem, utan Sigfúsar Óttarssonar í einu lagi, sér um sína trommuunga eins og ævinlega, enda í guða- tölu flestra kjuðlinga landsins. Bassar skiptast nokkuð jafnt á milli þeirra Tómasar R. Tóm- assonar og Þorleifs Guðjóns- sonar. Og Pálmi Gunnarsson birtist svo óvænt í einu lag- anna. Allir skila þeir góðu verki, enda vanir menn. Ellen Kristjánsdóttir syngur lagið / think of angels sinni silkimjúku rödd og er það ákveðið uppbrot á miðri plöt- unni til mótvægis hrjúfum bróður hennar. Þá stekkur út á völlinn, öllum að óvörum, Haf- þór Ólafsson sem segir sögu villiandarinnar með sínum sér- kennilega stillta söngstíl. Hljóðvinna er að mestu í höndum Óskars Páls Sveins- sonar. Hefur honum tekist vel upp með hljóðblöndunina, sem er áferðarfalleg og heil- steypt. Hljómurinn klæðir tón- listina vel, hlýr og natúral. Fleiri mættu gefa þessum þætti þann gaum sem hér er gert og fær Óskar rós í hnappa- gatið fyrir vikið. „Huergi ersnöggan blett að finna. Allt fullt afsuingi og góðum fílingi. Pað er auk þess kannski meira en að segja það að niðursjóða fílinginn úr Kristjáni: hann er eiginlega einskonar fílingur á fœti. “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.