Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 14.12.1995, Blaðsíða 6
6 RMMTUDAGUR14. DESEMBER1995 Fáir tónlistarmenn státa af jafnskjótum frama í bransanum og hin 18 ára Emilíana Torrini. Fyrir tveimur árum sigraði hún í söngvakeppni framhaldsskóla, sló svo rækilega í gegn með hljómsveitinni Spoon og söng loks í Hárinu. Nýverið sendi Emilíana síðan frá sér sólóplötu sem er að sprengja sölumúrinn. Helgarpóstinum þótti við hæfi að siga blaðamanni með félagsráðgjafamenntun á þetta undrabarn — eða kannski ofurkvendi? Það var Hreinn Hreinsson sem ræddi við Emilíönu, hélt aftur af ráðgjafarhjalinu og komst að því í leiðinni að frægðin er ekki alltaf tekin út með sældinni... að ég fæ blóðnasir“ E! Ig er átján ára, fædd í Reykjavík 16. maí árið 11977 og er naut, sem er besta merkið. Ég var skírð í Na- pólí á Ítalíu af því að pabbi minn er ítalskur. Hann heitir Salvatore Torrini, en þessir hálfvitar í nafnanefnd sögðu honum að breyta nafninu sínu og nú heitir hann Davíð Eiríks- son. Það er fáránlegt að fólk megi ekki heita það sem það vill, fólk á að fá að velja sjálft nöfn á börnin sín. Það er eitt- hvað að, ef einhver nafnanefnd heldur að íslensk menning bíði skaða af að leyfa alls konar nöfn. Horfum frekar á matar- menninguna: hvergi er hægt að fá kjötsúpu og grjónagraut eða hrygg með sykruðum kart- öflum á íslenskum veitinga- stöðum. Útlendingar fara um landið og fá bara grillaða kjúk- linga eða McDonalds-ham- borgara,“ sagði Emilíana Torr- ini, söngkona með meiru, í einni andstuttri bunu í upphafi samtals við Helgarpóstinn þeg- ar við náðum að setjast niður með þessari uppteknustu manneskju íslenska popp- bransans eina kvöldstund fyrir skemmstu. Og svo sagði Emil- íana sitthvað fleira... Þarna fer kona með skoðanir. Ákveðnar skoðanir. Eigum við að halda áfram með œvisöguna eða viltu frekar fara út t þjóðfélagsgagnrýni? „Allt í lagi. —_Annars er ég semsagt skírð á Ítalíu í höfuðið á ömmum mínum: sú íslenska heitir Emilía, en sú ítalska heitir Anna. Þessum nöfnum var skellt saman í Emilíana, sem er ítalskt nafn. Ég hef allt- af búið á íslandi nema ég flutti til Þýskalands í smátíma þar sem bróðir pabba býr og hef verið á sumrin til skiptis í Þýskalandi og á Ítalíu. Annars er ég alin upp í Kópavogi og gekk í skóla þar, fyrst í Kárs- nesskóla og síðan í Þinghóls- skóla og loks í MK.“ Og rúllaðirðu œskuárunum upp? „Ég veit það nú ekki, ég gleymi að minnsta kosti aldrei fyrsta deginum í skólanum, sem var næstum búinn að valda mér stafsetningarfóbíu ævilangt. Af því ég hét út- 'ensku nafni var ég tekin upp að töflu og látin skrifa nafnið. Þurfti auðvitað að gera smá- villu og kennarinn öskraði á mig. Ég get svarið það að ég fékk taugaáfall. Gleymi þessu aldrei. Þetta var hræðilegt. Villingsárin komu síðan þegar ég var þrettán og fjórtán ára. Á því tímabili gekk ég bara í svörtum fötum, meira að segja svörtum nærfötum, og meikaði mig hvíta í framan og var með eldrauðar varir. Ég var bara ein svona og man ekkert al- mennilega hvers vegna.“ okkur margt sem á eftir að skipta svo miklu máli.“ En þú sagðir áðan að þú hefð- ir verið í Söngskólanum, ertu þarenn? „Já, ég er komin á fjórða stig í söng af átta stigum, klára fimmta stigið í vor. Ég er sópr- an, en veit ekki alveg hvers konar; ég er ekkert rosalega góð í að skilgreina þetta. Eg stefni á að verða óperusöng- kona.“ það er sem mig langar til að syngja. Eitt lagið er japanskt frá 1994, I með Pizzicato, og fjallar um stelpu sem finnst hún geta verið hundleiðinleg, köld og frek og komist upp með það af því hún er svo sæt og allir elska hana.“ Líkist hún þér? „Nei, alls ekki. Mér fannst textinn bara fyndinn og þess vegna fannst mér að lagið ætti að vera með.“ Er það rétt munað hjá mér að þú hafir fyrst sungið opinber- lega óperusöng við morgunverð Alþýðuflokksins í Kópavogi fyr- ir eldri borgara sumardaginn fyrsta 1994? „Guð! Ekki segja mér að þú munir það! Það var í fyrsta skipti sem ég söng klassík op- inberlega og ég man það eitt að mér fannst þetta hryllilegt. Það gekk að minnsta kosti ekki mjög vel.“ En hvenœr steigstu þá fyrst á svið? „Fyrsta skiptið sem ég steig á svið opinberlega var með hljómsveitinni Spoon á tón- leikum í Mosfellsbæ þegar ég var sextán ára. Þetta var dálít- ið fyndið, því strákarnir voru búnir að vera að spá í að reka mig vegna þess að ég þorði aldrei almenniiega að sýna hvað í mér bjó á sviði. En þetta kvöld sprakk ég sem sagt út í fyrsta skipti. Rosalega gaman. Reyndar var ég fyrst í hljóm- sveit sem heitir Tjalz Gizur, en var rekim úr henni af því ég þótti svo léleg, söng bara eitt- hvað voða dimmraddað ný- bylgjurokk. Við tókum þátt í Músíktilraunum og urðum í öðru sæti.“ Hvað með söngvakeppni framhaldsskóla? „Ég vann söngvakeppni framhaldsskóla árið 1993. Eg? Ég sem skráði mig ekki einu sinni í keppnina sjálf heldur strákur sem heitir Friðjón og var í skólanum. Hann frétti víst að ég væri í söngskóla. Mér fannst ekkert sanngjart að ég ynni þessa keppni. Við unnum bara af því lagið var svo fjör- ugt: / Will Survive með Gloriu Gaynor. Ég byrjaði nú samt eiginlega að syngja í skólakór Kársness þegar ég var sex ára og ég held að það skipti miklu máli, ef ég ætla að verða óperusöngkona, að ég byrjaði svona snemma. Þórunn Björnsdóttir kórstjóri kenndi ,,Köld og frek af pví hún er svo sæt“ — Líkist mér ekki... Ég var í partíi um helgina og þá var nýi diskurinn þinn settur á og þá spurði einhver hvort þetta vœri Janis Joplin. „Skrítið“ Já, en ertu hissa á því? „Já mjög, en ekki á slæman veg. Mörg lögin eru gömul blúslög. Eitt er meira að segja frá 1933 held ég. Þetta eru svona alls konar lög, því ég á svo erfitt með að ákveða hvað Af hverju heitir platan „Krúsídúlla"? „Bara af því ég tók eftir því að söngkonur sem gefa út sólóplötur skíra oft plöturnar sínar einhverju frönsku nafni. Mér finnst það fyndið og ákvað þess vegna að hafa mína líka svoleiðis og búa til nafn sem hljómaði mjög franskt, en væri það ekki. Krúsídúlla var svo flott skrifað á frönsku að það varð fyrir valinu." Af hverju fékkstu Jón Ólafs- son til að aðstoða þig við plöt- una? „Ég treysti honum og veit hvernig hann vinnur. Ég vann með honum í Hárinu og það var frábært." Hvernig gekk að gera plöt- una? „Það var frábært, það gekk ofsa vel og var ferlega skemmtilegt. Þetta eru allt svo flottir spilarar að það var hægt að taka mörg lögin upp læf og þá var rosaleg stemmning í stúdíóinu.“ Fæ örugglega ekkert svakalegan pening fyrir plotuna Verðurðu rík? „Það held ég varla, maður fær ekki alltaf sanngjarnan pening fyrir það sem maður er að gera. Stundum er allt í lagi en stundum er ekkert í lagi. Platan mín selst ótrúlega vel og ég er mjög ánægð með það, en samt fæ ég örugglega ekkert svakalegan pening fyrir hana. Þetta er alltaf rosaleg áhætta en það bara ekki annað hægt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er snubbótt vinna. Þú græðir í þrjá til fjóra mán- uði, en hinir mánuðirnir eru stundum ókeypis.“ Þú hefur komist á toppinn á íslenska listanum með Spoon og núna áttu lag númer tvö, finnst þér allt í lagi að vera númer tvö eða viltu alltaf vera númer eitt? „Mér er alveg sama. Það er góð viðbót að vera á lista.“ Hvernig finnst þér nýja platan þín? „Mér finnst hún ótrúlega góð strax þegar maður hlustar á hana í fyrsta skipti og hún venst vel. Mér finnst öll lögin á plötunni góð og ég laumast meira að segja stundum sjálf til þess að hlusta á hana þegar enginn sér til.“ Kemur önnur plata? „Kannski, ég ætla að sjá til hvort ég þori að leyfa fólki að heyra mín eigin lög. Ef ég þori það ekki er alveg hægt að vera bara söngvari. En ég ætla að reyna.“ Mér finnst best að syngja — fyrir utan að borða Þér finnst greinilega óskap- lega gaman að syngja. „Já, best, — fyrir utan að borða. Oftast þegar ég syng þá loka ég mig af. Ef það gerist ekki þá gengur mér ekkert rosa vel, því ég verð svo stressuð á sviði, en það lagast yfirleitt eft- ir fyrstu tvö lögin.“ Hvað með sjálfstraust al- mennt? „Ég hef rosalega mikið sjálfs- traust meðan ég syng, en ég á ferlega erfitt með að tala við fólkið þegar ég er á sviði. Ég hef alltaf eitthvað að segja og er yfirleitt með óstöðvandi munnræpu, en svo kemur bara ekkert nema eitthvert rop þeg- ar ég á að tala uppi á sviði. Þegar ég var í Spoon sá Höski alveg um þetta og það var frá- bært. Núna er ég sóló og þarf að redda þessu meira sjálf og það er ferlega erfitt." Er alltaf jafngaman að koma fram? „Nei, ekki alveg. Það er mis- munandi. Það er alltaf rosalega gaman að syngja á tónleikum, því þá hlustar fólk svo vel og maður fær góða strauma. Á böllum er meira verið að mata fólk og maður panikerar stund- um af því maður er ekki viss um að fólk fíli næsta lag nógu vel.“ Hvernig líður þér þegar þú ert að fara að syngja? „Ég er oft svo stressuð þegar ég er að fara á svið að ég fæ blóðnasir og fæ rosalega í mag- ann. Síðan þegar ég er byrjuð að syngja verður allt í lagi. Nema á útgáfutónleikunum um daginn, þá var hjartað í mér á fullu alla tónleikana." _er meiri kelling en aðrar stelpur á mínum aldri Skiptir máli hvort fólk er fullt þegar það skemmtir sér? „Ég veit það ekki. Fólk getur alveg hugsað þótt það sé fullt og það er ekkert léttara að sleppa sér þegar maður er full- ur. Fólk heldur það bara. Fólk er alltof feimið og ekki vant því að tjá sig. Þetta er örugglega eitthvað í menningunni. Fólk á íslandi þyrfti að læra að sleppa sér og maður nennir ekki að standa í því að stjórna fólki á böllum — það er: Éruð þið ekki í stuði? eða Allir að hoppa! Fólk á bara að stjórna sér sjálft. En ég geri þetta nú samt stundum.“ Trúirðu því alltaf að þetta sé raunverulegt? „Mér finnst stundum ótrú- legt hvað ég hef náð langt. Mér finnst ég vera svo mikil brussa en kannski slysaðist ég bara inn í þetta með einmitt brussu- „Ég er oft svo stressuð á sviði

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.