Helgarpósturinn - 03.04.1996, Page 2

Helgarpósturinn - 03.04.1996, Page 2
saasi V. MtÐVIKUDAGUR 3. APRIL1996 Ymsir lyljafræöingar eru nú að undirbúa opnun apóteka eftir aö lög um frelsi til lyfsölu tóku gildi. Samkvæmt því sem heyrst hefur er í bígerð að opna að minnsta kosti þrjú ný apótek í Reykjavík og eru umsóknir til meöferðar í borgarkerfinu. í Kefla- vík er Þorvaldur Ámason lyfja- fræðingur aö opna apótek um þessar mundir. Fleiri lyfjafræðing- ar íhuga stofnun apóteka í þeim bæ... Þennan tókum við úr Víkurfrétt- um: Á fundi meö Finni Ing- ólfssyni iðnaöar- og viöskiptaráð- ■*»1 Mynd: Jim Smart Kaðall herra á Flughótelinu kom upp skondið atvik. Eftir framsögu ráð- herra og aöstoðarmanna hans spurði Siv Friðleifsdóttir, sem stjórnaöi fundinum, hvort ein- hverjir vildu koma með fyrirspurn- ir. Smástund leiö þar til Steindór Sigurðsson, framkvæmdastjóri SBK og flokksbróöir Finns og Sivj- ar, stóð upp. Spurði þá Siv hvort Sigur andans á holdinu í Rósenbergkjallara Tveir ungir listamenn í Reykjavík ætla að pakka vesturbænum í Reykjavík inn í kaðal á laugardaginn. Hug- myndin er rakin til hins rúm- enska Christos, sem pakkaði þinghúsinu í Berlín inn í silfur- Íitan dúk. Helgarpósturinn spjallaði við annan gjörnings- manna, Teit Atlason, og spurði hvurn fjárann þeir væru að gera? „Við ætlum að ganga með kaðal kringum allan vesturbæ- inn eins og hann leggur sig og binda hann inn með kaðlinum, en þetta eru um átta til níu kílómetrar." Af hverju í ósköpunum er- uð þið að þessu? „Þetta er bara gert til að hafa gaman af því. Ætlunin er að byrja fyrir framan ráðhúsið og ganga þaðan. Svo ætlum við að reyna að fá einhvern skemmti- legan kandídat til að binda hnútinn á kvikindið. Til dæmis Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, Hrafn Gunnlaugsson, Pét- ur Stein Guðmundsson fyrr- verandi útvarpsmann eða Jón Gústafsson úr spurningaþætt- inum SPK.“ hann ætlaöi að spyrja ráöherra um eitthvaö. Steindór, sem á til hnyttin tilsvör, svaraði þá að bragði yfir allan salinn: „Nei, ég var bara á leiðinni fram að pissa." Þaö var ekki að sökum aö spyrja; salurinn sprakk... Á annan dag páska verður haldin upprisuhátíð í Rósenbergkjallaranum í Reykjavík. Hátíðin er haldin í tilefni endurfæð- ingar og hringrásar nátt- úrunnar og sérstaklega tileinkuð þeim mörgu guðum sem hafa fórnað sér sjálfir og risið upp aft- ur. Vorgleðin hefst á Tryggva Hansen og Seið- bandinu. Dagskráin sam- anstendur svo af söng- og gleðisveitum ýmiss konar og upplestri skálda. Þeir sem koma fram eru: Agnaríus, Kokkur Kyrjan Kvæsir, Súkkat og fleiri... ... Draumadísum í Regnbogan- um. Alveg hreint Ijómandi ágætri kvikmynd Ásdísar Thoroddsen um villuráfandi unglingsstúlkubeib i Reykjavík. ... Ljósmyndasýningu ljósmynda- ^ félagsins RGATM í Gallerí Geysi — Hinu húsinu, við Ingólfstorg. ... Skúlptúrum og lágmyndum Kristins E. Hrafnssonar sem eru snilldarlega nátengd náttúru og sýnd í galleríinu í Ingólfsstræti 8. ... heimapartíum og almennri ástundun sérislenskra helgisiða í tilefni af helgustu hátíö kristinna manna: páskunum. Þaö er heldur ekki úr vegi aö biöja svo sem eins og eitt Faöirvor fyrir háttinn og krossa sig í bak og fyrir þegar sest er aö snæðingi. Amen. | ósið... ... fær Stefán Jón Hafsteln fyrir þætt- ina Almannaróm á Stöö 2. Þarna sameinar Stefán oft lífleg skoö-, anaskipti og ágæta skemmtan þegar hann er heppinn meö fólk og um- ræöuefni. Sjálfur er Stefán sannfæröur um eigiö ágæti og er þaö vel, því stjórnandi svona þáttar þarf aö hafa sjálfstraustiö í lagi og hafa hæfilegan aga á liöinu. Hann gengur eftir því aö fá svar viö sfnum spurningum og ann- arra sem þarna koma fram og lætur menn ekki komast upp með neinn moöreyk. Hann tekur eitt málefni fyrir í einu og reynir aö ræöa þaö f botn eftir þvf sem tími vinnst til og svo end- ar þetta meö þjóöaratkvæöagreiöslu. Þetta er allt annaö form en þessir heföbundnu umræöuþættir sem alltof lengi hefur veriö boöiö upp á í sjón- varpi þar sem nokkrar manneskjur koma saman og þæfa umræöuefniö í klukkutíma sfn á milli án nokkurs ár- angurs. Stefán Jón hefur bryddaö á ýmsum nýjungum í útvarpi og sjón- varpi á undanförnum árum. Hann byrj- aöi meöal annars meö Þjóöarsálina á Rás 2 á sínum tíma, sem þá var kær- komin nýbreytni en hefur aö vfsu snú- ist upp f eitt allsherjar þjóöarvæl. Svo stjórnaöi Stefán spumingakeppni framhaldsskólanna af slfkri röggsemi aö skólamir hótuöu aö hætta þátttöku ef ekki yröi fenginn annar stjórnandi. Hvaö sem þessu líöur þá veröur ekki framhjá þvf litiö aö Stefán Jón er einn albesti sjónvarpsmaöurinn okkar og þaö er almannarómur aö hann sé rétt- ur maöur á réttum staö meö þátt sinn á Stöð 2... Raksáp(a) Lelðréttlng: Klara Thorarensen I næstsíðasta tölublaði HP var sagt frá nokkrum fyrir- sætum sem eru að gera það gott á vegum Eskimo Models. Þar urðu þau leiðu mistök að Kiara Thorarensen var sögð Svelnsdóttlr og er beðist vel- virðingar á þessarl misritun. Raksáp(a) er dulfyrirsögn og næstum því páskar aft- urábak. Hehehe. Og nú eru þessir óþolandi karakterar sem gangast upp í öllum hátíðar- dögum og hafa hlakkað til páskanna síðan um jólin, nú eru þeir búnir að fletta áfram í leit að einhverju páskastöffi. Hehehe. Og missa af þessum páskapistli. Hehehe. Ritstjóri þessa ágæta blaðs hringdi í mig í vikunni og bað mig að snúa út úr Passíusálm- unum svo hann gæti birt það í þessu blaði. Hann er einhvern veginn þannig. „Ekki samt hafa það of dónalegt, en samt, þú veist kannski doldið.“ Svo heyrðist perralegt „hehehe“. Hann er... já. Það er mynd af honum á síðu tólf. Og ég fletti Passíusálmunum, í huganum. Auðvitað kann bók- menntafræðineminn sálmana hans HP utanað. Og auðvitað vill ritstjóri HP endilega snúa út úr þeim. En ekki HB. Það furðulega var, er, og verður að ég hafði ekki (ó)geð í mér til að snúa út úr sálmunum. Átti ég að fara að snúa brilljantínunni „Allt eins og blómstrið eina“ upp í „Svalt er tólið hans Steina“? Það er bæði lélegt og dónalegt. Svo ég hringdi niður á HP og sagðist ekki vilja snúa út úr HP. „Fáðu biskupinn í það.“ En þá sagði ritstjórinn að það hefði staðið í DV að ÓS væri ekki einu sinni í „jafnvægi“ til að sinna embætti, hvað þá að snúa út úr HP. „OK. En fáðu þá ÓS í það eftir páska. Það er ekki hægt að gera neitt annað um páskana en komast í jafn- vægi.“ Skipstjórinn á HP sagði það of seint þá. „SFW þótt það sé eftir páska?" Þá sagði rit- stjórinn að það væri eins og að snúa út úr jólavísum á þorran- um. Svo bætti hann við: „EAFEH!!!“ og var reiður. Og hvað gerir maður eftir að hafa fengið svoleiðis gusu framan í sig? DÍÞORESS? Nei, varla. Líklega eru páskarnir alleið- inlegasti tími ársins. Þegar reynt er að berjast í gegnum föstudaginn langa nánast skynjar maður hvað honum Krístni hlýtur að hafa ekki bara liðið illa á krossinum, heldur líka leiðst hrikalega. Guð minn almáttugur hvað þetta er leið- inlegur dagur! Og maður sem trúði á betra líf á föstudaginn langa með öllum nýju fjölmiðb unum. Neinei og þvert á móti. í útvarpinu er annaðhvort verið að lesa upp úr Biblíunni, tala við einhvern kraftaverkafræð- inginn eða spiia grenjulög með permanentundrunum Kenny G. og Michael Bolton þar sem heimsendir er boðaður með emji í lok hverrar línu af því söngvarinn „lost her“ því hann elskaði hana ekki nógu heitt. Hverjum er ekki skítsama! Og ef maður kveikir á sjónvarpinu er verið að sýna Schindler’s List, Gandhi, fræðsluþátt um Jerúsalem eða mynd með Meryl Streep. Yfirleitt endar maður á því ganga um gólf með fjarstýringarnar á bakinu líkt og þessi hinn þurfti að gera, hrynja svo niður og byrja allt í einu að gráta. Gjörsamlega búinn. En þá er einmitt kallað: „Ertu ekki tilbúinn!". Og maður rifinn í fermingarveislu þar sem ein- hver bólugrafinn ættingi telur með stjörnur í augum og græðgisslef í slaufunni hvort hann fékk 170 eða 175 þúsund „í peningum“ og reynir svo laumulegur að sníkja af manni I > síðustu sígarettuna. „Þú getur keypt þér þínar sígarettur sjálf- ur. Það er ekki einu sinni al- mennileg brauðterta í boði hérna!“ En þá er maður minnt- ur illþyrmilega á með sam- blandaðri röddu viskídrykkju- manns og vælandi konu að „það er allt lokað“. Akkúrat. Á páskunum er allt lokað. Stífa líkamsræktarpró- grammið fokkast upp og enn stífara drykkjuplanið líka. Og HP hlýtur að Ienda í vandræð- um með að segja frá í næsta blaði „Hverjir voru hvar“. Sjálf- ur endar maður líklega á að þamba pilsner með fermingar- barninu og deila síðustu sígar- ettunni. Þegar það er orðið „- fullt" reynir maður svo ropandi að sannfæra það um að hið eina rétta í stöðunni sé að við skellum okkur bara til Amster- dam fyrir 170-175 þúsund-kall- inn. Því að ísland — og íslenskt Teikning: Bragi H. „Á páskunum er allt lokað. Stífa líkamsræktarprógrammið fokkast upp og enn stífara drykkjuplanið líka ... maður endar líklega á að þamba pilsner með fermingarbarninu og deila síðustu sígarettunni. Þegar það er orðið „fullt“ reynir maður svo ropandi að sannfæra það um að hið eina rétta í stöðunni sé að við skellum okkur bara til Amsterdam íyrir 170-175 þúsund-kallinn. Því að á íslandi er guðdómlega leiðinlegt um páskana. Og þetta pakk dó Jesús íyrir.“ þjóðlíf — er guðdómlega leiðin- Íegt um páskana. Og þetta pakk dó Jesús fyrir. ES: Er ekki kominn tími til að setja meira nammi inn í eggin? Mamma segir að það hafi verið miklu meira nammi inhi í þeim þegar hún var yngri. „Og þá var fóturinn undir alveg úr gegnheilum súkkulaði- massa. Höfundur þykist svo upptekinn af bókmenntafrsðinámi sinu að hann orkar ekki að skrífa nema tvo Kumpána-pistia lá blaósíðu 31| t mánuði. Pistillinn hér er dæmi um hversu úrræðagóður rftstjórí hans er í þeini viðleitni að láta eftiriætisson HP njóta sín í auknum mæli... V

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.