Helgarpósturinn - 03.04.1996, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996
Aö vera rekínn. Þaö er oröiö
asskoti heitt aö reka þá sem
reyna aö starfa samviskusam-
lega og í góöri trú. Ferskust í
minningunni eru Viöar Eggerts- '
son, fyrrverandi Borgarleikhús-
stjóri, og Anna Margrét Magnús-
dóttir, fyrrverandi keppandi fyrir
íslands hönd í tónlistarspurninga-
þættinum Kontrapunkti. Þau eiga
þaö sammerkt aö hafa vera rekin
meö skömm af fólki sem lætur
stjórnast af dyntum fremur en
íhygli. Þjóöin sér hins vegar í
gegnum þetta og fólk er furöu
lostiö yfir þessum dæmalausu
stjórnunarháttum. Hvað veröur
þaö næst?
kalt
Karlmenn sem taka
golf fram yfir kynlrf.
Svona í tilefni þess aö tími
golfaranna fer senn aö renna upp
og þeir eru víst nokkuö margir.
Sumir eru svo langt leiddir aö
þeir hugsa meira aö segja um
golf á meöan þeir stunda kynlíf
og segja þar aö auki fullnæging-
unni svipa til þess aö fara holu í
höggil Þetta er svolítiö undarlegt
í Ijósi þess aö golfíþróttin er ekki
vitund sexí íþrótt (ef íþrótt skyldi
kalla). Þaö hefur ekki bara meö
kylfurnar og kúlurnar aö gera (fyr-
ir utan þetta meö holu i höggi)
heldur allt; hreyfingarnar, klæön-
aöinn... Og þótt flestir þessara
karla telji sig stunda „íþrótt“ sína
af kappi hverfur bumban ekki. Aö
vísu eru til kynþokkafullir menn í
rööum golfleikara, en þeir eru
einmitt kynþokkafullir þegar þeir
eru ekki aö spila golf.
ttíM
... Jónsmeitsurunna
— tei sem nýkomiö er é ís-
lenskan markaö og er í Þýska-
landi jafnmlkiö selt og undralyfiö
Prozac. Enda sagt hafa sömu
virkni: gott fyrir taugakerfið.
... súkkulaðiáU
~~ þaö er ekki á hverjum degi
sem maöur nánast lögum sarrv
kvæmt á að innbyröa heil býsn
af súkkulaöi...
... eöalkaffl og
góðu koniald
— það er svo gott tíl aö skola
súkkulaöinu niöur meö.
... Qölskylduaamkvaemum
— þau eru nauösynleg, þó
ekki væri nema um jól og
páska.
1. Kontrapunktur. Er ekki tími
til kominn aö RÚV hætti nú aö
sýna þetta leiöinlegasta sjónvarps-
efni allra tíma?
2. Prestar. Þeir eru hvorki um-
ræðuefni né ástæöa til kirkju-
rækni nema forsetakjör, deilur eöa
kærur séu 1 loftinu.
3. Viðskiptablaðið. Blaö sem
var um tíma Ijómandi fínt, en hefur
týnt sér í hagtölum og hægrisinn-
uöu íhaldstrúboöi.
4. Sólin. Eldhnötturinn („gula
flfliö”) sem hitar upp skrlfstofur og
híbýli, en ekki andrúmsloftlö aö
neinu marki.
5. Ómar Ragnamson. Þessar
ofurgervilegu beinu útsendingar í
Dagsljósi og væmnu lögin í kjölfar-
iö eru óþolandi.
6. Ættingjar. Þaö er óþolandi
þegar þeir tilkynna aö þeir séu á
leiðinni meö páskaegg sem síðan
reynist agnarsmátt.
7. Davið Oddsoon. Ætlar maö-
urinn virkilega aö halda þjóö sinni
f heljargreipum efans langt fram á
sumar?
8. ER, X-FUes, Frasier, Simp-
sons, Gettu betur, Stöðin og
íþróttir. Rnir þættir, en slátra fjöl-
skyldulifinu.
9. Súsanna Svavarsdóttir. At-
hyglissýkin er konuna lifandi aö
drepa og slær jafnvel Hallgrím
Helgason rithöfund út.
10. Nýöldin. Þaö hlýtur aö vera
einstætt aö heil þjóö gangl af göfl-
unum vegna mambódjambó-kukls
og skottulækninga.
Gylfi Bjömsson sjóntækjafræðingur braut sér fyrir áramót leið út úr einni af
gamalgrónustu gleraugnaverslunum landsins og opnaði ásamt eiginkonu
sinni, Önnu Þóra Björasdóttur, eigin gleraugnaverslun á Laugavegi 40. Það er
verslunin „Sjáðu“ sem hefur sett svip sinn á Laugaveginn síðan í október. „Mig
langaði bara að prófa sjálfur að sjá um að reka verslun frá A til Ö,“ segir Gylfi,
sem fullyrðir að með þessari ákvörðun sinni hafi hann heldur betur dottið í
lukkupottinn. „Ég hef verið alveg ofboðslega heppinn; með húsnæði, merki... eft-
ir að ég tók ákvörðun um að opna eigin verslun hefur bara allt gengið eins og.í
sögu.“
Aðalstolt Gylfa eru gleraugu frá fyrirtækinu LA Eyework.
„Það er mjög mikið lagt í þetta merki og það sem skiptir ekki síst máli er að ef
eitthvað kemur fyrir umgjarðirnar er ekki verið með neitt ströggl heldur ábyrgist
fyrirtækið þær fullkomlega. Á móti setja þeir ströng skilyrði, leggja meðal annars
blátt bann við því að þetta merki sé sett á útsölu og að auki má ég ekki auglýsa
það nema með þeirra samþykki. Aðstandendur LA Eyework eru líka metnaðar-
gjarnir að því leyti að þeir vilja bæði láta þekkta ljósmyndara og þekkt nöfn aug-
lýsa fyrir sig gleraugun.“
Þess má geta að eitt aðalauglýsinganafn LA Eyework er þýska söngkonan Nina
Hagen.
Gleraugun sem þú berð eru vœntanlega LA Eyework?
„Já, að sjálfsögðu, en þó ekki dæmigerð fyrir það merki. Tískan nú er að bera
einfaldar og léttar umgjarðir. Þessi er hins vegar nokkuð massíf. Það sem er ein-
mitt skemmtilegast við LA Eyework er að hver umgjörð á sína sögu. Sú sem ég er
með myndar til dæmis landakort frá álmuenda til álmuenda. Kortið táknar þjóð-
leiðina gömlu Route 66 og þannig eiga höfuðstöðvar LA Eyework að vera fyrir
miðju á vinstra glerinu. Og eins og þú sérð eru álmuendarnir kringlóttir, þeir eiga
að mynda eins og spor eftir froskatær, en það er löng saga að segja frá því.“
Ertu einn afþeim sem enginn fer frá gleraugnalaus?
„Það er ekki markmið í sjálfu sér. Ég að minnsta kosti pressa ekki og píni fólk
til að kaupa umgjörð, enda er minn markaðshópur fólk, — ekki fífl.“
-GK
Ematur
Etið með hljóðum
Fólk - ekki fífl
Vendaloo er þekktur, eld-
heitur og sinnepskryddað-
ur sælkeramatur frá suðvest-
urströnd Indlands. Svo undar-
lega sem það kann að hljóma
miðað við alþekktar indversk-
ar trúarvenjur inniheldur hinn
upprunalegi Vendaloo-réttur
svínakjöt. Ástæða þess að
sumir Indverjar leggja sér
svínakjöt til munns, jafnvel
þótt það sé óhreint f þeirra
huga, er einfaldlega fátækt.
Svínakjöt er mun ódýrara en
lambakjöt eða kjúklingur. Önn-
ur skýring á litlum vinsældum
svínakjöts á Indlandi er sú að
kornið sem þarf til þess að
næra svínin svo þau verði
fyrsta flokks vex ekki á nógu
stóru svæði á Indlandi.
Vendaloo má líka elda úr
lambi, kjúklingi eða jafnvel
önd. Þar sem páskar fara í
hönd mæli ég eindregið með
lambakjöti og tilheyrandi —
það er að segja ekki rauðkáli
og grænum ora-baunum, held-
ur jógúrtsósu, fennelkartöfl-
um, grænum strengjabaunum
með kókoshnetu og svörtum
sinnepsfræjum, lauk og góðu
indversku brauði (Nan-mix má
kaupa í næstu stórverslun).
Hér kemur svo ástæðan fyrir
því að ég mæii svo eindregið
með Vendaloo: í þau fáu skipti
sem ég hef borðað Vendaloo í
góðum hópi hefur það verið
bráðskemmtileg upplifun. Eitt
sinn þegar ég fór á Taj-Mahal
(sem þá var á Laugaveginum)
með tveimur vinum mínum
hélt ég að nú væri komið að
því að ég endaði líf mitt —
hlæjandi að vísu. Rétturinn var
svo sterkur að tárin bókstaf-
lega flóðu niður hvarma ann-
ars vinar míns. Ég hef aldrei á
ævinni séð nokkurn mann
þamba jafnmikinn bjór á jafn-
stuttum tíma. Þá var ég eitt
sinn í matarboði með nokkrum
vinkonum mínum þar sem
þessi réttur var fram borinn.
Ein úr hópnum hefur þann
ósið að geta aldrei beðið eftir
að allt sé komið á borðið og
tróð upp í sig vænum bita af
Vendaloo án þess að hafa
nokkurn vökva við höndina
nema þann sem var í blóma-
vasa á borðinu. Fyrr en varði
voru blómin komin út um allt
og blómavasinn að vitum
hennar. Úr honum teygaði hún
næringarríkt blómavatnið. í
það skiptið var Vendaloo-ið
reyndar örlitlu sterkara en gef-
ið er upp í uppskriftinni hér á
eftir, — aðeins meira af rauð-
um pipar og sinnepsfræjum.
Ef það vefst fyrir einhverjum
hvar flestar þessara kryddteg-
unda fást má benda á Heilsu-
húsið. Tamarind-ávöxturinn
fæst í einhverju formi í Krydd-
kofanum og hráefni eins og
grænu strengjabaunirnar í
Hagkaup — að minnsta kosti í
Kringlunni.
Lögurinn
1 tsk. kúmínfræ
1 tsk. svört sinnepsfræ
1 meðalstór laukur
4 meðalstór hvítlauksrif
1 msk. ferskur engifer
2 msk. eplaedik
2 msk. grænmetisolía
1/2 tsk. malaður kanill
1/4 tsk. malaður negull
1/2 bolli tamarind-mauk
1/2 bolli sinnepsolía (græn-
metisolía dugir)
1 1/2 tsk. túrmerik
1 1/2 tsk. rauður pipar
1 1/2 tsk paprikukrydd
2 tsk. salt
Matreiösla
• Skerið um það bil eitt kíló
af lambi í litla bita
• Hitið steikarpönnu upp að
meðalhita. Ristið sinnepsfræin
og kúmínfræin uns sinnepsfræ-
in dökkna og sinnepsfræin
verða grá, eða í um það bil
þrjár mínútur. Takið þau af
pönnunni og látið kólna lítil-
lega áður en þau eru möluð í
morteli.
• Setjið lauk, hvítiauk, engi-
fer, edik og olíu í matvinnuslu-
vél og maukið. Bætið við kúm-
ín- og sinnepsfræjunum og af-
ganginum af kryddinu.
• Blandið í stórri skál saman
við kjötið og látið marinerast í
í minnst 8 klukkustundir. í ís-
skáp má það vera upp undir
tvo sólarhringa.
• Setjið Tamarindmaukið í
skál og blandið við það rúm-
lega einum bolla af sjóðheitu
vatni og látið ávöxtinn drekka
vatnið í sig í 15 mínútur.
• Ef þið notið sinnepsolíu
(lyktin af henni er ekki góð)
verðið þið að hita hana uns
upp úr henni stígur reykur og
kæla hana svo og hita upp aft-
ur þegar þið byrjið að steika.
Forhitun gærnmetisolíu er
hins vegar óþörf.
• Hitið olíuna að nýju (eða
ekki) og steikið laukinn þar til
hann verður fallega brúnn, í 10
eða 12 mínútur. Hrærið stans-
laust svo hann brenni ekki.
Lækkið hitann, setjið út í
túrmerik, rauðan pipar og
papriku, setjið kjötið út í innan
við hálfri mínútu eftir að
kryddið fer í en skiljið sem
mest eftir af marineringunni.
Steikið kjötið í um það bil tíu
mínútur.
• Bætið út í tamarindsafan-
um, salti og því sem eftir er af
marineringunni og látið malla.
Lækkið hitann enn meir og lát-
ið malla í 30 mínútur.
Eftirskrift: Þennan rétt má
elda allt að fjórum dögum áður
en hann borðaður, en geymið
hann þá í ísskáp. Ef þið ætlið
að bjóða hann síðar þarf að
passa að hita hann upp við
vægan hita.
Fennelkartöflur
1/2 kíló kartöflur
3 msk. grænmetisolía
1 tsk. fennelfræ
1/4 tsk. rauður pipar
salt
• Sjóðið kartöflurnar, afhýð-
ið og skerið í litla báta. Hitið ol-
íuna á pönnu og bætið krydd-
inu út í. Steikið kartöflurnar
þannig að þær fái að njóta sína
á báðum hliðum uns þær
verða stökkar og brúnar.
Grænar baunir með
kókoshnetu og svört-
um sinnepsfræjum
500 g ferskar grænar
strengjabaunir
1/3 tsk. túrmerik
3/4 tsk. salt
2 msk. ljós sesamolía, eða
grænmetisolía
1/2 tsk. svört sinnepsfræ
1/3 bolli raspaður kókos-
hnetumassi
1 til 2 græn fersk chili
1 msk söxuð fersk kóríander-
lauf
• Skerið endann af baunun-
um og skerið lengjurnar um
það bil til helminga.
• Sjóðið baunirnar í tveimur
bollum af vatnl með túrmeriki
og salti á pönnu í 15 til 20 mín-
útur.
• Hitið olíuna á háum hita á
stórri pönnu og setjið sinneps-
fræin út í. Passið að halda
höndum og andliti í hæfilegri
fjarlægð frá pönnunni, því
sinnepsfræin „poppast“.
• Setjið raspaða kókoshnetu
og saxað fræhreinsað chili á
pönnuna og hrærið í eina til
tvær mínútur. Setjið baunirnar
út í og hrærið í fimm mínútur.
Lækkið hitann og setjið áð lok-
um kóríanderlaufin út á og
saltið eilítið. Berið fram sam-
stundis.
Jógúrtsósa
Með jafnsterkum rétti og
Vendaloo er gott að hafa kæl-
inguna sem ferskasta og því
mæli ég með að einvörðungu
verði blandað saman jógúrti og
rifinni agúrku. Ef þið kælið
þessa blöndu vel verður hún
afar fersk. Þá er jafnframt gott
að sneiða niður lauk, kreista yf-
ir sítrónusafa, strá myntulauf-
um yfir og kæla sömuleiðis í að
minnsta kosti klukkustund.
Með þessum rétti er óþarfi
að splæsa dýru rauðvíni. Það
hverfur hvort eð er í skuggann
af þessum bragðmikla mat.
Beljuvín ellegar kaldur bjór á
ágætlega við. Og notið helst
ekki hnífapör, bara guðsgaffl-
ana — og þá bara hægri hönd-
ina að indverskum sið (þið
munið til hvers Indverjar nota
þá vinstri).
Skál!
Guðrún Kristjánsdóttir
Besta beljurauðvínið
f\aö sætti tíöindum þegar franska „byltingarrauðvíniö" í þriggja lítra
kössunum fór aö fást á Islandi
annó 1989, í tilefni tveggja alda af-
mælis frönsku byltingarinnar. En
eins og flestir vita njóta þeir
sjaldnast eldanna sem kveikja þá.
Nokkru síðar kom á markaö annaö
franskt beljurauövín, Merlot — Le
Cep Francais, fallega dumbrautt
að lit meö sterku berjabragöi. Og
þaö eru ekki bara vínáhugamenn í
starfsliöi HP sem svolgra þaö í sig
heldur finnst flestum kunnum vín-
smökkurum þaö besta beljurauð-
víniö á markaðnum. Þaö nær aö
vísu ekki gæðum margra flösku-
vfna, en í þvf eru engu aö síður
góö kaup — einkum fyrir langar
hátíðir eins og framundan er. Þaö
er nefnilega eins og það megi
endalaust mjólka beljuna. Auk
þess er það líkt meö beljurauðvíni
og lokuöum öskubakka aö stund-
um er gott að komast hjá því aö
sjá hvaö maður hefur reykt eða
drukkiö. Svoleiðis á maöur einmitt
að hafa það um páskana.