Helgarpósturinn - 06.06.1996, Síða 22

Helgarpósturinn - 06.06.1996, Síða 22
22 RMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1396 í heimi hraöa, lífsgæöakapphlaups og harönandi samkeppni þjáist margur nútímamaöurinn af streitu sem leiöir af sér þreytu og slen. Eiríkur Bergmann Einarsson skoöaöi nokkur einkenni og leiöir út úr vítahringnum... Er stressið að drepa þig? Brtu gjörsamlega að falla í ómegin af þreytu? Hef- urðu verið svo slappur að undanförnu að þú nennir ekki lengur að reima skóna þína? Ef svo er þá ertu ekki í svo slæm- um félagsskap. Ekki minni menn en ofurforstjórinn Ólaf- ur Jóhann Ólafsson, kvik- myndamógúllinn Siguijón Sig- hvatsson og ferðagúrúinn Ing- ólfur Guðbrandsson hafa allir þjáðst af síþreytu. Það er eins og þetta fylgi ævintýrakennd- um athafnamönnum. En þrátt fyrir að þú sért þreyttur er ekki þar með sagt að þú þjáist af þessum fína ríkramanna- sjúkdómi. Margt annað getur komið til greina. Þrátt fyrir að tími sumarleyf- anna sé að renna upp er ekk- ert víst að þú fáir að slappa af á næstunni. Ferðalög eru nefnilega oft ekkert rólegri en daglega streðið. Það eru því líkur til að áreynslan og puðið sé stöðugt alla daga ársins. Streð og aftur streð. Þessi áreynslu-puð-rútína við að eignast alla hluti getur haft slæm áhrif á líkama og sál. Þú reynir að standa þig vel í vinn- unni og ert alltaf að. Síðan tek- ur hjónabandsstreðið við og fjölskyldupuðið. Þá fjármála- áhyggjur með tilheyrandi stressi, sem þú svo reynir að ná úr þér með endalausu íþróttabrölti. Síðast en ekki síst verðurðu að reyna að stunda eitthvert félagslíf. Þeg- ar upp er staðið er svo hvorki tími, staður né peningar til fyr- ir sjálfan þig og þú verður fangi þessa lífsstíls þar til ann- aðhvort líkaminn stoppar þig vegna ofreynslu eða sálin vegna vannæringar. Farðu í frí Sem betur fer er þó veturinn búinn í bili með sínu þung- lyndislega veðurfari og sólar- leysi þar sem þú hefur glápt á allt of mikið af lélegum bíó- myndum með gargandi fjöl- skyldunni. Hvernig veistu þá hvort þessi þreyta sem plagar þig er bara þessi venjulega þreyta sem fylgir athafna- mennsku en ekki alvarlegur sjúkdómur? Læknar fuilyrða að yfir 20 prósent af streitu- sjúklingum séu fullkomlega heilsuhraustir og þurfi bara að næla sér í gott frí og gera ekki neitt. Fara helst einir í frí frá vinnu, maka, börnum og fjár- hagsáhyggjum. Læknar eru semsé ekki hrifnir af vinnu- sjúklingum sem þykjast hafa einhvern fáránlegan sjúkdóm og heimta pillur við honum strcix. Og yfirmanni þínum er heldur ekkert gefið um þreytu- kvabb og keilingakvein. Hvað réttlætir þá það að tilkynna veikindi og liggja allan daginn í froðubaði? Hvaða einkenni eru það sem réttlæta algert og fyrirhafnarlaust aðgerðaleysi? Hvenær er þreytan orðin það sligandi að þú ættir að íhuga vandlega að taka þér aukafrí frá vinnu og fjölskyldu og kaupa þér flugmiða aðra leið- ina til letieyju í karabíska haf- inu og liggja þar undir kókos- tré í mánuð? Þekktu einkennin Hér á eftir reynum við að út- lista fyrir þér hvaða einkenni þú hefur og léiðir út úr víta- hringnum. Erfitt getur verið að finna hrein og klár svör við öllu sem kann að hrjá þig, þar sem orsök þreytu og slapp- leika er ekki alltaf borðliggj- andi, en þú ættir að minnsta kosti að geta fundið einhverja vísbendingu um hvað sé á seyði. Oft er um að ræða ein- hvers konar blöndu af um- hverfi þínu, sálarástandi og al- mennu ásigkomulagi. Allir þessir þættir hafa áhrif hver á annan og erfitt getur verið að skera úr um hvað sé orsök og hvað afleiðing. Þó getum við haft nokkur atriði algerlega á hreinu. í fyrsta lagi: Þreyta og slen geta orsakast af mörgu öðru en líkamlegri áreynslu eða ásigkomulagi. í fyrstu er slappleiki einkenni flestra al- varlegra sjúkdóma. í öðru lagi: Á einhvern furðulegan hátt getur þreytá og slappleiki haft þær jákvæðu afleiðingar að þú neyðist til að staldra við, taka þér frí og endurskipuleggja <None>lífið. Hvernig líöur þér? Mögulegir kvillar „Ég get ekki meö nokkm móti haidiö augURum opnum, en þegar ég læt undan og loka þeim get ég ekki sofnað. Þegar konan mín fór aö Ssaka mig um aö ég htustaði ekki ð hana, þá svaraði ég: „Ha, hva. varstu aö segja eitthvað?" Resta daga vakna ég svo þreyttur aö mér er næstum um megn að kveikja á kaffikönnunni. Hvaö er að mér?“ „Frá því um jói hef ég varla haft kraft til aö íara f vinnuna, hvað þá aö vinna vinnuna. Stundum liöur mér svo illa að ég gæti rifið lungun úr ein- hverjum ókunnugum manni —- ef ég hefði kraftinn til þess. Mér leið svona líka síöasta vetur. Hvur fjandinn er eiginlega aö hrjá mig?" „Mér liöur alveg eins og gæjanum hér aö ofan, nema mér hefur liðið svona í tíu ár. Hvaö er þá eiginlega aö mér?" Mér liður eins og ég gæti sofið samfleytt í tuttugu og fjóra tíma á sól- arhring og ég er orðinn þaö fölur aö ég sést varla lengur. Ennfremur hef ég þyngst hrikalega og finn fyrir undarlegum sársauka í kviðnum og undir bringunni. Hvaö er aö gerast?" Ef þú hefur engin önnur einkenni, eða að þér hefur liöiö svona i marga mánuði stööugt, þjáistu líklega aöeins af svefnþörf. Helstu ein- kenni eru örleiki á daginn og hraöur hjartsláttur. Svefnleysi á sér iðu- lega andlegar skýringar, eins og vinnutengt stress. Einnig getur veriö um líkamlegar ástæður aö ræöa eins og óreglulegan og öran andar- drátt eöa aö öndunarfærin stíflist reglulega. Flestir sem þjást af svefn- leysi eru gamalt fólk eöa mjög feitt. Þetta hljómar eins og klassiskt dæmi af árstíðabundnum truflunum eða Seasonal affective disorder (SAD). Kvilli þessi getur orsakaö skapstirfni og lystarleysi yfir skammdegismánuöina. Orsökina er oft aö finna í vöntun á sólarljósi sem hefur þessi slæmu áhrif á líkama og sál. Þessi bömmer þarf ekki aö vera árstíöabundinn. Þú gætir hreinlega þjáöst af þunglyndi á alvarlegu stigi. Læknar segja að flestar kvartanir um aukna og varanlega þreytu séu af völdum þunglyndis. Læknasam- band Bandaríkjanna skilgreinir þunglyndi sem „skapgeröartruflun" auk þess sem sjúklingur hafi fjögur af eftirfarandi einkennum; lystarleysi, svefntruflanir (of litill svefn eða of mikill), slen, skapstirfni, litið sjálfs- álit, áhugaleysi (hefur til dæmis ekki ánægju af kynllfi), einbeitingar- leysi, ákvarðanataka er erfið svo og sjálfsvígshugleiöingar. Klínískt þunglyndi er talið orsakast af heilatruflunum, en einnig getur umhverfi haft töluverö áhrif. Svipuð einkenni geta þó einnig orsakast af einhverj- um líkamlegum kvillum, þannig aö þú skalt leita til heimilislæknis þíns áður en þú ferö og grefur upp Sigmund Freud. Til hamingju, þú ert óléttur. Ráö til úrbóta Svarið er einfalt. Reyndu að sofa. Fyrst skaltu reyna að endurskipu- leggja lifsstíl þinn. Minnkaðu vinnuálagið og neitaðu aö vinna yfirvinnu. Hættu aö gera við húsiö þitt eftir vinnu. Afmarkaöu tíma fyrir vinnu og matartíma. Farðu i rúmið á sama tíma á kvöldin og á fætur á sama tima á morgnana. Ef þetta gengur ekki væri ráö aö eyða einhverri and- vökunóttinni í rannsóknir á svefnleysi til aö útiloka líkamlegar orsakir eins og truflun í blóðrás eöa andardráttartruflanir. Læknar ættu svo að skrifa upp á svefniyf fyrir þig um stundarsakir til aö koma á reglu með- an þú breytir um lífsstit. Ekki drekka þig fullan til að sofna því alkóhól getur truflaö svefnmynstriö. Smávægileg sjálfsmeöfærö ætti aö geta læknað þig. Þú getur stjórn- að þessu sjálfur i vægum tilfellum. Taktu þértil dæmis eftirmiðdags- göngu upp eftir Elliöaárdalnum. í verri tiifellum skaltu leita aðstoðar lækna. Hægt er aö meðhöndla klínískt þunglyndi með lyfjagjöf, en þá geta menn lent í að vera á lyfjum það sem eftir er ævinnar. Einnig má oft yf- irvinna þunglyndi með aöstoö sálfræðinga og geðlækna. Þá er tekið á þeim tilfinningalegu vandamálum sem orsaka þunglyndiö. Valið stendur því á milli lyfja eða geðiæknismeöferöar. Ef þú heldur aö þú sért þreyttur núna, bíddu þá bara. „Þegar ég kem heim úr vinnu er ég svo gjörsamlega búinn að vera og orkuleysiö sllkt aö ég sofna um leiö og ég sest í sófann. Og þó aö Pa- niela Anderson smeygði sér upp í sófann líka heföi ég ekki orku tii annars en aö skriða upp 1 rúm, loka augunum og sofna. Ég meina, þetta getur ekki veriö eðlilegt!" „Ég hef veriö alveg úrvinda af þreytu síðustu sex mánuði, með örlít- inn hita og hálsbólgu auk litilsháttar vöðvaverks. Ég get ekki einbeitt mér og skammtímaminnið er orðiö sama og ekki neitt. Ég man hrein- lega ekkert stundinni lengur. Starf mitt hangir á bláþræöi þar sem ég hef varla getaö gert neitt annaö en aö hanga við skrifborðiö og lepja kaffi. Og þótt ég hvíli mig hjálpar það ekki neitt. Allir læknar sem ég hef talaö viö finna ekkert aö mér, hvorki líkamlega né andlega. Og... biddu, hvað var ég aftur aö segja...?" „Já. Ég hef verið undarlega þreyttur og slappur undanfama mánuði. Á síðustu vikum hef ég svo fundlö fyrir ýmsum líkamlegum kvillum, eins og smávægilegum en stöðugum verkjum hér og þar i iíkamanum. Hvur fjandinn er eiginlega að mér?“ Kæri vinur, þú þjáist af örmögnun, sem er klínískt heiti yfir sjúkdóm- inn þreytu. Á síðustu árum hefur þessi sjúkdómur veriö viöurkenndur. Hann einkennist í raun af því aö á ákveðnum tímapunktl gefst líkaminn upp og neltar allri frekari áreynslu og streitu. Örmögnun geta fylgt önnur líkamleg einkenni eins og ógleði, svimi, magasár og fleira slíkt. Þessi sjúkdómur er eiginlega dómur yfir lífsstíl þínum og óþarfa lífs„gæöa“kapphlauþi. Hér gæti veriö um aö ræða hinn sívinsæla og fína sjúkdóm síþreytu, sem er samansafn af einkennum sem erfitt getur verið að henda reiður á. Þannig verður síþreyta aö sérsjúkdómi. Helstu einkenni eru; sí- þreyta, slen, stöðugur hausverkur, lélegt skammtímaminni, vöðvaverkir, sjóntruflanir og Ijósfælni. Líklega þjáistu samt ekki af síþreytu því skil- greiningin er svo þröng aö innan viö fimm prósent af síþreytusjúklingum uppfylla skilyröin. í könnun sem náði til 13.000 manns sem voru sífellt þreyttir var aðeins einn skilgreindur sem síþreytusjúklingur. Enginn er heldur skilgreindur sem síþreytusjúklingur án þess aö allar aörar mögu- legar skýringar séu útilokaðar. Þú ert því líklega bara sí-þreyttur en ekki með síþreytu. Ekki fara á taugum, en flestir lífshœttulegirsjúkdómar einkennastí fyrstu af auknu sleni og þreytu, auk einkenna sem kennd eru við þung- lyndi. Þreyta sem ekki er hægt aö skýra meö svefnleysi eða kiínísku þunglyndi getur veriö fyrirboði hjartaáfalls eöa veriö einkenni blóðleysis, æxlis, AIDS, lifrarbólgu, berkla eöa einhvers sjaldgæfs blóösjúkdóms, svo eitthvaö sé nefnt. Faröu rakleiðis til læknis. Þetta er aöferö líkamans til aö segja þér aö eitthvað sé að gefa sig og likaminn sé hreint og beint að gefast upp á þér. Þaö sem þú þarft á að halda er langt frí, löng spítalavist, fangelsis- vist eða meöferð. Eöa bara eitthvaö til aö slappa af og halda þér frá vinnustaönum og stressuöu heimilinu. Þaö sakar ekki aö vera rikur því þá er hægt aö velja fyrsta kostinn og fara hinum megin á hnöttinn — einn. Siþreyta er leyndardómsfullur sjúkdómur og engin einhlít lækning til. Og lyf virka ekki. Ef þunglyndi blandast svo við sjúkdóminn. er fjandinn laus og þá væri hugsanlega hægt að gefa þunglyndislyf. Flestir sjúkling- ar jafna sig þó að miklu leyti á svona fimm árum og margir hverjir mun fyrr, en alger lækning er sjaidgæf. Læknar eru núoröiö færir um greina hvern sjúkdóm fyrir sig með ýms- um prófum, en misjafnlega gengur aö lækna þá, þótt úrræöum fjölgi stööugt. Því lengur sem sleniö hefur þjáð þig þeim mun lengur veröuröu að ná þér, sérstaklega ef fleiri einkenni fara aö bætast i safnið.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.