Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.06.1996, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 06.06.1996, Qupperneq 32
6. JUNl 1996 22. TBL. 3. ARG. VERÐ 250 KR. Bftir að Jón Stelnar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmað- ur sagði af sér sem formaöur kjör- stjórnar í Reykjavík á þeim forsend- um að Ólafur Ragnar Grimsson hefði vafasama fortíö sem pólitíkus hefur hitnað í kolunum. Nú hafa fróðir menn sem ekki vilja Pétur Kr. Hafstein sem forseta lagst yfir dóma Hæstaréttar þar sem Pétur hefur verið meðal dómara og leitaö að vafasömum dómum. Meðal þess sem dregið hefur verið upp er umdeildur dómur meirihluta Hæstaréttar í máli sem Jón Laxdal höfðaði fyrir hönd þrotabús Kaupfélags Sval- barðseyrar gegn SÍS fyrir nokkrum árum. Jón vildi fá viður- kennda eignarhlutdeild kaupfélagsins I SÍS en tapaði mál- inu fyrir undirrétti. Meirihluti Hæstaréttar, þeir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein, staðfesti dóm undirréttar. Minnihluti Hæstaréttar í þessu máli, Garðar Gíslason og Hjörtur Torfason, skilaði hins vegar séráliti með fræðilegri niðurstöðu og vildi taka kröfu Jóns Laxdal til greina að meginstefnu til. Nú er þetta tekið sem dæmi um vafasama dómarafortíö Péturs... Ikvöld verður fyrri forsýning í Þjóðleikhúsinu á leikritinu íhvítu m'yrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson. Eiginleg frumsýning á verkinu verður hins vegar ekki fyrr en í haust og því hefur Þjóðleikhúsið ekki boðið gagnrýnendum á for- sýningu, sem er í tilefni-Listahátíðar. Morgunblaðið mun hins vegar hafa ákveðiö að senda gagnrýnanda á forsýning- una sem síðan mun fjalla um sýninguna líkt og um frum- sýníngu sé að ræða. Þetta ku hafa valdið nokkrum kurr inn- an Þjóðieikhússins þar sem menn vilja frekar eiga inni um- fjöllúm um verkið í haust í byrjun nýs leikárs... Enn af framboðsmálum, Guðrún Pétursdótt- ir ætlar að djamma á Astró T kvöld þegar staðurinn heldur upp á afmæli sitt og á morg- un heimsækir hún Eimskip T Sundahöfn. Ólaf- ur Ragnar og Guðrún Katrín verða hins vegar á Akureyri í kvöld þar sem .verið er að opna kosningaskrifstofu. í næstu viku ætla þau hjón að byrja á hverfafundum í Reykjavík. Úr herbúðum Guðrúnar Agnars- dóttur og Ástþórs Magnússonar berst hins vegar fátt frétta... Kratar eru klofnir í afstöðu sinni til forseta- frambjóðenda líkt og fylgismenn annarra flokka. Flugufregnir herma að Jón Baldvin styðji Guðrúnu Pétursdóttur, mágkonu slna, leynt og Ijóst. Það vekur þvT nokkra athygii að hinn dyggi áróðursmaður Jóns Baldvins, sjálfur Ámundi Ámundason, er kominn á fullt skrið á kosningaskrifstofu Péturs Kr. Hafstein og fer þar hamförum eins og hans er von og vísa. Sumir aðrir kratar vinna hins vegar ötullega fyr- ir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar og fiskisagan segir að um þessar mundir megi kratar ekki koma saman án þess að allt fari í bál og brand vegna forsetaframboðsins... Skiptalok voru nýlega T þrotabúi Yfirsýnar hf. við Suður- landsbraut og fékkst ekkert upp T kröfur, sem námu hátt á þriðju milljón. Samkvæmt þessu mætti ætla að eig- endur hafi skort einhverja yfirsýn yfir reksturinn... ReykvTkingur einn hefur skrifað dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann kærir lögregluna fyrir meinta ólög- mæta handtöku í fyrra og að lögfræöingur nokkur hafi ekki sinnt máli hans þar að lútandi. Það var víkingasveitin sem braust inn á manninn síðastliðið sumar þar sem hann var talinn hafa skammbyssu undir höndum og af honum staf- aði ógn. Þegar til kom var maðurinn hins vegar vopnlaus og eftir yfirheyrslu og vist í fangaklefa var honum sleppt. Um- ræddur maöur var fyrir skömmu yfirheyrður vegna gruns um að hafa staðið fyrir íkveikjum í borginni en sleppt vegna skorts á sönnunum... Talaöu við okkur um BÍLARÉTTINGAR Amerísku heilsudýnurnar heilsukoddum oa fl Veldu það allra besta heilsunnar vegna islensku, Amerísku og Kanadisku Kirópraktora-samtökin mæla með Springwall Chiropractic ->v '• Hagstætt verð F ‘ svefnherbergishúsgögnum, Við stóðumst hann ekki... Hann leynir á sér og á eftir að heilla FRUMSYNING A ISLANDI UM NÆSTU HELGI (í 1 I TTn p I Helgarpósturinn er j „bláa húsi|0^rtúni 27 Skrífstofur og afgreiðsla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211 Ritstjórn: 552-4666 • Fréttaskotið: 552-1900 • Símbréf: 552-2311 • Auglýsingar: 552-4888

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.