Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996
lægra í smásölu þessara fyrir-
tækja en ýmsar verslanir geta
fengið í heildsölu hjá sínum
birgjum. Hagkaupsmenn neita
fullyrðingum keppinautanna og
segja að stór hluti af hagræð-
ingu af rekstri Baugs byggist á
hagræðingu í lagerhaldi og
dreifingu, en ekki eingöngu í
innkaupum. Samkeppnisstofn-
un vann ítarlega rannsókn á
slíku máli fyrir nokkrum miss-
erum og komst að þeirri niður-
stöðu að ekki væri ástæða til að
fetta fingur út í viðskiptahætti
Baugs. Að áliti þeirra er ekki
ástæða til að hræðast við-
skiptahætti fyrirtækjanna en
óvíst hvaða augum stofnunin
mundi líta kaup þeirra á 10-11.
Utþensla Hagkaups á ís-
lenskum verslunarmark-
aði er gríðarleg. Fyrir skömmu
opnaði fyrirtækið gleraugna-
og lyfjaverslun og vakti sú opn-
un mikla athygli og umtal eins
og venja er þegar fyrirtækið
kynnir nýjungar í starfsemi
sinni. Hagsmunaaðilar voru
margir hverjir ósáttir við að
verslunin seildist inn á þeirra
svið en kaupendur hafa látið
slík ummæli sem vind um eyru
þjóta og tekið nýjunginni vel.
Þessi þróun er í takt við stefnu
Hagkaupsmanna, sem víða
hafa brotið verð- og einokunar-
múra og verið óhræddir við að
leita fyrir sér með nýja mark-
aði. Samkvæmt heimildum HP
innan raða verslunarmanna
hyggjast Hagkaupsmenn ekki
láta staðar numið og hafa að
undanförnu borið víurnar í 10-
11-verslanirnar, en markaðs-
hlutdeild þeirra hefur vaxið
töluvert á Reykjavíkursvæðinu
síðustu misseri. Eiríkur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri
Vöruveltunnar, sem rekur 10-
11-verslanirnar, vildi ekki stað-
festa þessi tíðindi við blaðið og
Óskar Magnússon, forstjóri
Hagkaups, svaraði neitandi
þeirri spurningu hvort þeir
hefðu sóst eftir að kaupa versl-
unarkeðjuna.
Ef þessi kaup næðu fram að
ganga gæti Hagkaup náð meiri
markaðshlutdeild á matvöru-
markaðinum á Reykjavíkur-
svæðinu en áður hefur þekkst í
sögu frjálsrar verslunar á ís-
landi. Fyrir hefur Hagkaup um
helmingsmarkaðshlutdeild í
Bónusverslununum, en þessar
verslunarkeðjur eru ráðandi á
íslenskum matvörumarkaði. Ef
Hagkaupsmönnum er alvara
með að kaupa 10-11-verslan-
irnar er greinilegt að rekstur
matvöruverslana er að taka
nýja stefnu, svipaða og í ýms-
um nágrannalöndum. Víða á
Norðurlöndum ráða verslunar-
keðjur yfir tæpum helmingi
eða meira af matvörumarkaði.
Margir kaupmenn eru uggandi
um sinn hag ef áætlun Hag-
kaupsmanna nær fram að
ganga, en sumir innan jjeirra
raða hafa varað við vaxandi
veldi Hagkaups á matvöru-
markaðinum.
Álitlegur kostur
Til marks um veldi Hagkaups
má nefna að velta Hagkaups
var á síðasta ári rúmlega tíu
milljarðar og var fyrirtækið það
sjöunda stærsta hér á landi
samkvæmt könnun tímaritsins
Frjálsrar verslunar. Á sama tíma
var velta Bónuss rúmir fjórir
milljarðar. Helstu keppinautar
þeirra á matvörumarkaðinum
eru Nóatún, sem var með rúm-
lega þriggja milljarða veltu í
^\3£lÉHHHHHHHHHHHHHHHIHHIHHiHHHHHHHHHHHHHHHHHHi
Hagkaup ásælist 10-11-verslunarkeöjuna
fyrra, og Fjarðarkaup, sem var
með um 1.200 milljóna veltu.
Velta 10-11-verslananna liggur
ekki á lausu en samkvæmt
heimildum blaðins var hún
rúmur milljarður — og er það
síst ofreiknað.
10-11-verslunarkeðjan, eða
Vöruveltan hf., hefur dafnað vel
síðan hún hóf rekstur, en hún
hefur jafnan boðið kaupendum
upp á lágt vöruverð og langan
afgreiðslutíma. Fyrirtækið var
stofnað árið 1991 og nokkrar
verslanir opnaðar í samstarfi
við Bónus, sem hafði orð á sér
fyrir að bjóða Hagkaupsveldinu
birginn í harðri samkeppni. Eft-
ir að Hagkaup keypti helming í
Bónus breyttust valdahlutföll
innan Vöruveltunnar og sam-
starfið milli hluthafa fór versn-
andi. Því varð það úr að Eiríkur
Sigurðsson, einn stofnenda
Vöruveltunnar, keypti bæði
Bónus og Hagkaup út úr rekstr-
inum. Síðan hefur Vöruveltan
blómstrað og opnað meðal
annars verslun í Austurstræti
og í Grafarvogi. Bakslag kom í
útþenslu fyrirtækisins þegar
húsaleigusamningur þess við
Borgarkringluna var keyptur
upp vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á húsnæðinu. Fyrirtækið
rekur engu að síður sex versl-
anir vítt og breitt um Reykjavík-
ursvæðið, en á næsta ári er ráð-
gert að opna tvær verslanir,
aðra á horni Barónsstígs og
Hverfisgötu og hina í Setbergi í
Hafnarfirði. Verslunin í Reykja-
vík ku verða yfir 600 fermetrar
með um 100 bílastæðum. Þá
verða verslanirnar 10-11 orðn-
ar átta talsins, en fyrirtækið
mun ekki láta þar við sitja. Ráð-
gert er að fjölga þeim á lands-
byggðinni.
Ef af kaupum á þessari keðju
yrði gæti Hagkaupsveldið nú
fullkomnað þrennuna á mat-
vörumarkaðinum; verið með
stórverslun, afsláttarverslun og
matvöruverslun sem opin er
langt fram á kvöld. Þessi þróun
gæti því verið í takt við mark-
vissa starfsemi fyrirtækisins
undanfarin ár.
Markviss taktík
Hagkaup hefur frá stofnun
haft það á stefnuskrá sinni að
bjóða með reglulegu millibili til
sölu ódýrar vörur sem ekki
hafa fengist áður í stórmörkuð-
um og/eða þótt það dýrar að al-
menningur hefur talið þær til
munaðarvarnings. Hægt er að
nefna ótal dæmi um slíkt, en
skemmst er að minnast inn-
flutnings Hagkaups og sölu á
ódýrum appelsínum árið 1967
sem olli titringi meðal heild-
sala. Þá má nefna sölu á Húsa-
víkurjógúrti árið 1983, sem
Framleiðsluráð landbúnaðarins
taldi ólöglega, og sölu á lesgler-
áttu um hylli kaupandans en
margir hafa undrað sig á henni,
einkum í ljósi þess að Hagkaup
á um helminginn í Bónus. Ósk-
ar segir að rekstúr fyrirtækj-
anna sé algjörlega aðskilinn og
einu staðirnir þar sem Ieiðirnar
liggja saman sé í gegnum sam-
eiginlegt innflutningsfyrirtæki
þeirra, Baug. „Þar eigum við
sameiginlegra hagsmuna að
gæta að kaupa sem hagstæðast
inn. Að öðru leyti eru fyrirtækin
aðskilin á allan hátt. Ég held að
engum blandist hugur um að sú
samkeppni sem var fyrir kaup
Hofs sf. á Bónus er enn til stað-
ar ef eitthvað er.“
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups
Höldum áfram
á sömu braut
Það er ekkert launungarmál
að eftir að lyfsala var gefin
að nokkru leyti frjáls höfum við
sóst eftir því að selja lyf, enda
sáum við færi á að lækka verð-
ið. Lyf eru hluti af hefðbundinni
neyslu fólks, hvort sem mönn-
um líkar betur eða verr, og þess
vegna vildum við bjóða upp á
þessa þjónustu. Það er heldur
engin ástæða til þess að fólk
fari sérstaka ferð í lyfjabúð sem
er opin á annarlegum af-
greiðslutíma ef það getur farið í
næstu matvöruverslun og
keypt einföldustu verkjalyf þar.
Að vísu þurftum við að gera
verslunina að séreiningu en
það kemur til vegna geðþótta-
ákvarðana Lyfjaeftirlitsins,“
sagði Óskar Magnússon, for-
stjóri Hagkaups, í samtali við
HP.
Einokunarmúrar brotnir
Óskar sagði að opnun lyfja-
verslunar og svo gleraugna-
verslunar væri í takt við stefnu
fyrirtækisins síðustu ár. „Allar
götur síðan Hagkaup hélt inn-
reið sína á íslenskan matvæla-
markað hefur það fylgt þeirri
grundvallarstefnu að brjóta
verð- og einokunarmúra. Þró-
unin hefur því orðið sú að við-
skiptavinir geta nú fengið flest-
ar þær vörur sem þeir sækjast
eftir á sama staðnum í stað
þess að fara á marga staði eins
og tíðkaðist hér fyrir aðeins
nokkrum árum. Hér áður fyrr
voru mjólkurbúðir, kjötbúðir,
fiskbúðir, blómabúðir, bakarí
og nýlendubúðir, en með því
að færa allar þessar verslanir
undir sama þak er hægt að
selja vörurnar ódýrt. Við höf-
um skerpt þessar áherslur fyr-
irtækisins síðustu árin eins og
fjölmörg dæmi sanna."
Óskar tók dæmi af jólabók-
sölu fyrirtækisins síðustu tvö
ár sem hann segir að hafi verið
í haftafarvegi. „Þegar við hóf-
um sölu á bókum heyrðust
gagnrýnisraddir sem ekki eiga
við rök við styðjast. Meðal
annars var okkur legið á hálsi
fyrir að drepa gamalgrónar
bókabúðir með sölu á bókum.
Bókabúðarekstur hefur ætíð
verið erfiður hér á landi og ég
efast um að einhverjar bóka-
búðir hafi geispað golunni
vegna sölu okkar á bókum. Þá
töldu keppinautar okkar það
undarlegt að við seldum ekki
bækur og aðrar vörur allan
ársins hring. Svar okkar við
þessu er að við erum ekkert að
bjóða upp á vörur á þeim tíma
sem fólk vill þær ekki. Hvað
mundi þýða að selja fólki grill
og reiðhjól á haustin og á vet-
urna?!“
Gagnrýnin kemur frá
hagsmunaaðilum
Oskar taldi að gagnrýni sú
sem fyrirtækið hefði orðið fyrir
vegna útvíkkunar þess undan-
farin misseri væri ekki ný af nál-
inni. „Hagkaup hefur alltaf orð-
ið fyrir mismikilli gagnrýni þeg-
ar múrar hafa verið brotnir, en
jjað verður að skoða hvaðan
þessi gagnrýni hefur komið
undanfarið. Hún kemur meðal
annars frá bóksölum, lyfsölum
og gleraugnasölum. Gagnrýnin
kemur hins vegar ekki frá við-
skiptavinum okkar, sem eru
fegnir að fá þessar vörur á
lægra verði. Við munum halda
áfram á sömu braut og hasla
okkur völl á þeim sviðum sem
eðlilegt er að stórmarkaður
starfi á. í augnablikinu er ekkert
í deiglunni og við stefnum frem-
ur að því að reka þær verslanir
sem fyrir eru betur og auka
þjónustuna við viðskiptavini
okkar.“
Samkeppnin við Bónus
jafnhörð og áður
Á yfirborðinu heyja verslanir
Hagkaups og Bónuss mikla bar-
augum árið 1984, sem var
bönnuð af Alþingi. í öllum þess-
um tilvikum var kaupendum
boðið upp á hagstætt verð með
þeim árangri að hagsmunaaðil-
ar í tengdum atvinnugreinum
risu upp á afturlappirnar og
mótmæltu hástöfum í öll skipt-
in. Það er því ekki að ósekju
sem Hagkaupsmenn telja sig
frumkvöðla í lágu vöruverði.
Árið 1992 var eignarhaldsfé-
lagið Hof sf. stofnað utan um
rekstur Hagkaups og fleiri fyrir-
tækja félagsins. f kjölfarið var
mótuð ný stefna og félagið
sundurgreint í sjálfstæðar ein-
ingar. Þannig var skerpt á milli
eigenda og stjórnenda, sem
fengu frjálsari hendur við rekst-
urinn en áður. Ein þeirra breyt-
inga sem fylgdu í kjölfar skipu-
lagsbreytinga var koma Óskars
Magnússonar, fyrrverandi
stjórnarformanns Olíuverslun-
ar íslands, sem tók við starfi
forstjóra Hagkaups fyrir þrem-
ur árum. Með tilkomu hans
steig Hagkaup skrefið til fulls
og hefur breyst hratt úr mat-
vöruverslun í stórverslun sem
býður upp á flest það sem hug-
urinn girnist. Hagkaup hefur
seilst inn á ný svið og meðal
annars boðið fatnað og aðrar
vörur á hagstæðari kjörum en
þekkst hafa. Þá hefur verið lögð
áhersla á sölu sérmerktra mat-
vara sem jafnan þykja ódýrari
en sambærilegar vörur keppi-
nautanna. Verðtilboð fyrirtæk-
isins hafa valdið látum og deil-
um meðal keppinauta, sem
hafa sakað Hagkaup um undir-
boð. Sjónarspil þetta hefur hins
vegar komið Hagkaup til góða,
því jafnan hefur Óskar Magnús-
son komið fram í fjölmiðlum og
skýrt sjónarmið Hagkaups.
Þannig hefur fyrirtækið fengið
prýðilega kynningu og ókeypis
auglýsingu. En þrátt fyrir út-
skýringar forstjórans halda
margir keppinautar áfram að
tala um óeðlilega viðskipta-
hætti fyrirtækisins. Meðal ann-
ars benda þeir á sameiginlegt
innflutningsfyrirtæki Hagkaups
og Bónuss, Baug hf., sem dæmi
og halda því fram að verð sé