Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR ZL NÓVEMBER1996
mm
Fj ölmóður frækni
★★★
ristinn R. Ólafsson er
flestum landsmönnum
kunnur af útvarpspistlum og
ekki síst fornlegu tungutaki við
fótboltalýsingar. Það þarf því
e.t.v. ekki að koma á óvart að
hann skuli hafa tekið til við að
skrifa tólftualdartrylli með
orðfæri íslendingasagna. Saga
Kristins heitir Fjölmóðs saga
föðurbetrungs og kemur út hjá
bókaforlaginu Ormstungu.
Sagan hefst á bænum Skriðu-
felli á íslandi. Þar situr í ösku-
stó sveinninn Fjölmóður. Faðir
hans er talinn af eftir að skip
hans hvarf með manni og mús.
Móðir hans Guðrún, sem pilt-
urinn er jafnan kenndur við,
hefur ekki miklar væntingar til
sonarins, telur hann fávita, þar
eð hann mælir ekki orð frá vör-
um og hefur þá iðju helsta að
stunda grjótburð til að reyna
afl sitt.
Þá segir einnig af Nótt, göldr-
óttri konu á næsta bæ sem
kallast Hrafnabjörg. Fáleikar
eru með nágrönnunum og
reynist Nótt Skriðfellingum ill
viðskiptis. Senn dregur þó til
tíðinda og ekki er að orðlengja
að Fjölmóður á eftir að rísa úr
öskustónni og „meika það“
eins og sagt er á nútímamáli.
Hann leggst í víking eins og
aðrar hetjur fornaldar og hlýt-
ur af sæmd. Það er þó skylt að
geta þess að Fjölmóðs saga er
ekki eftiröpun á íslendingasög-
um að efni til. Fjölmóður vík-
ingur fer ókunna stigu, íslend-
ingum fyrri alda, eða til Maj-
úrku við Miðjarðarhaf, kemst í
kynni við Serki og lærir tungu
þeirra og siðu.
Þá er þess að geta að saga
Fjölmóðs skarast allnokkuð
við norræna goðafræði. Æsir
koma raunar ekki við sögu
sjálfir en goðverur ýmsar sem
og kunnugir staðir, svo sem
Askur Yggdrasils og Gnipahell-
ir hundsins Garms. Það er því
ljóst að það spillir ekki fyrir
lesanda ef hann þekkir til
heimsmyndar ásatrúar-
manna eins og Snorri lýsir
henni í Eddu sinni.
Kristni tekst nokkuð vel
upp í sögu sinni, bæði með
efni og stíl. Fléttan er snið-
ug og ekki verður séð að
honum skriki fótur á svelli
hins forna máls. Hér er
meirað segja að finna
dróttkvæða vísu með orð-
skýringum eins og tilheyrir
í fornum sögum. Textinn
gæti reynst börnum og
unglingum torlesinn þótt
bókin sé einkum ætluð
þeim hópi lesenda eins og
segir á bókarkápu. Þó er
skylt að geta þess að orð-
ÍCRISTMN R.ÓLAFSSON
/tVlNTÝRALeOUR T Ó Lf T U A10 A R T RY111 R
skýringar eru neðanmáls
á hverri síðu þar sem
þurfa þykir.
Fjölmóðs saga er
skemmtileg aflestrar, at-
burðarás er hröð og við-
burðarík. Það má helst
finna að persónusköpun.
Hún mætti að ósekju
vera fyllri og vísast þá
einkum til aðalpersón-
unnar. Fjölmóður er
ódeigur vígamaður en
andlegt upplag og skap-
gerð mætti vera klárari
og skýrari svo við viss-
um gerr hvaða mann
hann hefur að geyma.
Oddgeir Eysteinsson
Barnabækur
Veiðiferð og
rullupylsa...
Thor
Höfundur William D. Valgardson
Myndskreyting Ange Zhang
Islensk þýöing Guörún B. Guösteinsdóttir
Ormstunga 1996
Sagan um Thor eftir Vestur-
íslendinginn William Val-
gardson er verðlaunabók frá
heimalandi höfundar, Kanada.
Texti bókarinnar er ekki mikill
að vöxtum en myndefni því
meira. Sagan segir frá dreng
sem fer til veiða á Winnipeg-
vatni með afa sínum. Þar með
var hann togaður frá sjón-
varpsskerminum sem hann
var þaulsætinn við. Veitt er
gegnum ís og veiðiaðferðum
lýst. Á heimleið bjarga þeir
Thor og afi ógætnum manni úr
lífsháska.
Myndefnið skýrir textann; án
myndanna væri hætt við að
innihald sögunnar færi nokkuð
fyrir ofan garð og neðan hjá ís-
lenskum börnum. Veiðar gegn-
um ís á þann hátt sem lýst er í
bókinni eru óþekkt fyrirbrigði
á íslandi. Þökk sé myndunum
þá er bæði fræðandi og
skemmtilegt að lesa um þessa
nýstárlegu veiðiaðferð.
THOR
«'.[). VAU.AROSON
ANGE 2ÍHÁNC
Persónur eru
fáar og sá boð-
skapur sögunnar
að sjónvarps-
áhorf barna sé
ekki hollasta tóm-
stundaiðjan ætti
að höfða til ís-
lenskra barna eða
öllu heldur for-
eldra. „Ég missi af
teiknimyndunum
á morgun," kvein-
aði Thor... „Það
eru teiknimyndir á hverjum
laugardegi. Þú hefur hvort sem
er séð þær flestar áður,“ sagði
amma. Síðustu setningarnar
gætu sem best hrotið út úr
munni íslenskra uppalenda.
Þýðingin er ágæt en þarna
koma fyrir afar ókunnugleg
orð svo sem ísfeti, ísborun og
þrýstihryggur (enn bjarga
myndirnar). Það er smekksab
riði hvort þýða skuli nöfn. í
ljósi tengsla sögunnar við ís-
iand hefði ef til vill farið betur
að drengurinn héti einfaldlega
Þór í stað Thor.
Afi og amma eru vestur-ís-
lensk en í sögunni er fátt sem
minnir á gamla landið. Það er
því notalegt að í lokin er á
borð borin rammíslensk fæða:
rúgbrauð með rúllupylsu og
upprúllaðar pönnukökur, vant-
ar bara kleinurnar.
Bókin hentar börnum á öll-
um aldri, jafnvel ættu fullorðn-
ir að hafa gaman af henni. Hún
er líka hentug sem ítarefni við
kennslu, til dæmis í landafræði
ogsögu.
I heild er þetta skemmtileg
og falleg bók. Bókaútgáfan
Ormstunga má vel við sitt
framlag til barnabókmennta
una á þessum jólum.
Anna Dóra Antonsdóttir
Gæludýr deyr
Himinninn litar hafiö blátt
Höfundur Sólveig Traustadóttir
Teikningar Freydís Kristjánsdóttir
Mál og menning
Petta er sjálfstætt framhald
sögunnar Himinninn er
allsstaðar og kann að vera
nauðsynlegt að lesa þá fyrri til
að skilja hina síðari. A.m.k. er
margt í lausu lofti og mörgum
spurningum ósvarað eftir lest-
ur þessarar nýútkomnu bókar.
Hvers vegna Magga er með
mislanga fætur, ein í lestrar-
prófi í skólanum og hvers
vegna hún er ekki hjá foreldr-
um og systrum í útlöndum?
Þetta eru áleitnar spurningar
strax í upphafi sögu, en hvergi
svör.
Hér er sagt frá sjö ára telpu,
Möggu í Ljúfuvík, sem býr hjá
ömmu og sambýlismanni
hennar Kela. Önnur aðalper-
sóna er Edda, vinkona Möggu,
sumargestur í Ljúfuvík. Bókin
spannar eitt sumar í lífi þeirra
stallsystra þar sem skiptast á
skin og skúrir, aðallega er þó
skin í Ljúfuvík. Við sögu koma
einnig persónur eins og Drop-
laug frænka sem drekkur f sig
anda úr flösku, fjölskylda
kaupfélagsstjórans, kötturinn
Anton, hænan Litla drottning
og fleiri furðuskepnur sem erf-
itt er að henda reiður á.
Höfundur nær ekki að byggja
upp spennu i sögu sinni. Það
vantar fléttuna sem drífur
áfram lesturinn. Ýmsir hlutir
gerast þó; haldin þjóðhátíð,
flúið undan klettakörlum og
hænum drekkt en spennandi
söguþræði er ekki til að dreifa.
Það er stundum eins og aðal-
söguhetjur séu meira áhorf-
endur en þátttakendur í at-
burðunum. Sorgin er til um-
fjöllunar í lok sögunnar þegar
gæludýrið Litla drottning deyr.
Sorg barns er söm við sig
hvort sem i hlut á hæna, hund-
ur eða eitthvað annað.
Fyrir hvaða aldurshóp er
þessi saga? Aðaisögupersónur
eru sjö ára og atburðir sögunn-
ar gerast í veröld barna og
með þátttöku þeirra, nema ef
vera skyldi borðdans Amalíu
kaupfélagsstjórafrúar. Hins
vegar er málfar nokkuð upp-
skrúfað og tæplega orðfæri
barna. Eftirtektarvert er hve
mikið er hrópað, kallað og æpt
í sögu þessari. Textinn nálgast
á köflum að vera ljóðrænn og
ef til vill ætti höfundur að hug-
leiða eldri lesendahóp en
þarna er höfðað til.
Myndir eru ágætar en mættu
vera fleiri.
Barnabókaútgáfan sendir á
árinu frá sér fjórar smá-
bækur, alíslenskar að allri
gerð. Bækurnar hafa verið í
sölu hjá Námsgagnastofnun
sem merkir að þær teljist
henta vel sem lestrarbækur
fyrir börn. Sú er og raunin þeg-
ar í þær er skyggnst. Þyngdar-
stig þeirra er misjafnt þannig
að þær henta lestrarhestum á
ýmsum aldri og með misjafna
getu.
Útgáfa sem þessi er lofsvert
framtak vegna þess að alltaf
vantar efni til lestrarkennslu í
skólum og utan.
Ámi Ámason er höfundur
sögunnar Hjördís en Anna
Cynthia Leplar teiknar mynd-
ir. Hjördis er léttust aflestrar
og hentar vel börnum með
lestrarörðugleika, líka eldri
börnum, því innihald textans
er hreint ekki smábarnalegt. í
textanum er bundið rím og
hefði ef til vill verið klókara að
setja hann upp þannig að rím-
ið nyti sín betur.
Það er hins vegar gert í sög-
unni Veðurtepptur eftir Hjör-
leif Hjartarson. Hjörieifur
teiknar sjálfur myndirnar í sína
bók og aídeilis frábærar mynd-
ir. Veðurtepptur er hin prýði-
legasta léttlestrarbók, efni sem
flestir kannast við og stuðlar
og rím aðstoða við lesturinn.
Heldur torlesnari er sagan
Dagur í lífi Skarpa eftir Birgi
Svan Símonarson, mynd-
skreytt af Halldóri Baldurs-
syni. Þetta er stutt, skemmti-
legt en nokkuð hefðbundið æv-
intýri sem endar vel eins og
vera ber. í sögunni er talsvert
af erfiðum orðum sem rýra
gildi hennar sem léttlestrar-
bókar. En það vantar líka bæk-
ur fyrir þá vel læsu.
Tyrfinn er líka textinn í
hinni fjórðu bók, Fílon frá Al-
exandríu eftir Gunnar Harðar-
son. Halldór Baldursson
teiknar myndir. Sagan er með
heimspekilegum undirtón þar
sem höfundur spyr ýmissa
spurninga sem hægt er að
ræða fram og aftur: „Og ef
maður hugsar sér asna, þá eru
allir asnar innifaldir í orðinu
asni. Eða hvað?“
Fílon er vel lærður maður
sem þar að auki býr í Egypta-
landi. Hann getur því vel leyft
sér að velta hlutunum fyrir sér
eins og merkingu fimmta boð-
orðsins eða hvers vegna boð-
orðin eru tíu. Þessi saga er
kjörin til heimspekilegra um-
ræðna með börnum, ef til vill
hugsuð sem slík og nýtist von-
andi þannig.
Myndskreytingar allra bók-
anna eru fallegar og laða til
lestrar. Frágangur er Barna-
bókaútgáfunni til sóma. Von-
andi verður þar haldið áfram á
sömu braut.
Anna Dóra Antonsdóttir