Helgarpósturinn - 09.01.1997, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Blaðsíða 7
HMMTUDAGUR9. JANÚAR1997 7 SIH Jóhann A. Jónsson: Óánægjan stafar af öfund. segir Jóhann og bætir því við að þeir aðilar séu að vonum sárir nú. Varðandi Hæng ehf., sem Jóhann á í félagi við fjóra aðra yfirmenn Hraðfrysti- stöðvarinnar, segir Jóhann að fleirum hafi staðið til boða að vera með en ekki viljað. „Við fórum út í þetta vegna þess að við höfðum trú á því sem við erum að gera hérna,“ segir hann og leggur jafnframt áherslu á að hlutafjárkaupun- um hafi á sínum tíma fylgt veruleg áhætta. Jóhann ræður Hraðfrysti- stöðinni, sem er langstærsta atvinnufyrirtækið, og hann er jafnframt oddviti sveitarfélags- ins. Það gefur því augaleið að völd hans í þorpinu eru mikil. Viðmælendum HP ber líka saman um að Jóhann hafi alla tíð beitt valdi sínu af talsverðri hörku. „Ég hef ekki lagt upp hjá Hraðfrystistöðinni í mörg ár,“ sagði trillusjómaður sem HP ræddi við. „Jóhann greiddi ævinlega eitthvert lægsta verð á landinu og ef menn vildu fara annað með aflann hikaði hann ekki við að neita okkur um ís og aðra þjónustu. Sumir beygðu sig, en við vorum samt þó nokkrir sem ekki sættum okkur við ofríki hans og höfum lagt upp annars staðar síðan." Þetta atriði var sérstaklega borið undir Jóhann, sem sagði: „Það erum við sem eigum ís- framleiðsluna og við ráðum hverjum við seljum ís og hverj- um ekki.“ Hann bætti því þó við til skýringar að ís væri stundum af skornum skammti. Hreppurinn látinn fórna 17 milljónum Það var Þórshafnarhreppur sem bauð fram hlutabréf til sölu í þeim tilgangi að koma sölunni á skrið. Landsbréf tóku að sér söluna og faglega ráðgjöf í því sambandi. Að sögn Reinhards Reynissonar sveitarstjóra var af hálfu Landsbréfa talið óheppilegt að skrá fyrirtækið á markaði nema jafnframt væru boðin bréf til sölu. Því var samþykkt í hreppsnefnd að Þórshafnar- hreppur byði fram 10 milljóna hlutabréf í því skyni að koma sölunni af stað. Þetta var rétt innan við tíunda hlutann af eign hreppsins og svarar til helmings þess hlutafjár sem hann keypti af Þróunarsjóðs- bréfunum. Þessi hlutabréf Þórshafnar- hrepps seldust öll fyrstu tvo dagana, föstudag 6. og mánu- dag 9. desember. Meðalgengi þeirra var rétt inan við 1,6 og fyrir þau fékk hreppurinn því tæpar 16 milljónir króna. Með tilliti til þess að Þórshafnar- hreppur keypti þessi bréf fyrir tveimur árum á rúmar 5 millj- ónir króna má segja að hagn- aðurinn af sölunni sé umtals- verður. Engu að síður er hér um tals- verða fórn að ræða af hálfu hreppsins. Miðað við gengi bréfanna í kringum áramót hefði Þórshafnarhreppur nú getað fengið 33 milljónir fyrir þessi bréf eða 17 milljónum meira en raun varð á. FRAMHALDSIUÁM í MIÐBÆJARSKÓLA OG MJÓDD ÍSLENSKA íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga 1.-4. stig (í 1. stigi er raðað eftir þjóðerni nemenda). ERLEND TUNGUMÁL (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ítalska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Pólska. Japanska. Arabíska. Kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR OG MYNDLISTARNÁMSKEID Fatasaumur. Bútasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Glerlist. Teikning. Olíumálun. Vatnslitamálun. Tréskreytilist. Prjónanámskeið. Leðurvinna. Öskjugerð. ADSTOÐ VID SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Stœrðfrœðiaðstoð á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. DANSKA, NORSKA, SÆNSKA, ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Leiklist fyrir börn 9-12 ára. ÖNNUR NÁMSKEIÐ Galdrar í heiðnum sið á Norðurlöndum. Galdrafárið í Evrópu. Galdrar í dag. Sex vikna námskeið. Dagur Þorleifsson. Trúarbragðasaga. Yfirlitsnámskeið. Dagur Þorleifsson. Ásatrú - norræn goðafræði. Dagur Þorleifsson. Listasaga. Fjallað verður um helstu tímabil listasögunnar. Þorsteinn Eggertsson. Ritlist. Að skrifa fyrir börn. Elísabet Brekkan og Árni Árnason. Lestu betur. Námskeið til að auka lesskilning og lestrarhraða. Árni Árnason. Samskipti og sjálfefli fyrir konur. Jórunn Sorensen. Heimilisbókhald. Tveggja vikna námskeið. Raggý Guðjónsdóttir. Skokknámskeið. Byrjenda- og framhaldshópar. Jakob Bragi Hannesson. Tarotspil. Tákn og túlkun spilanna (kennsla fer fram á ensku). Carl Marsak. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 16. og 17. janúar kl. 17:00 -19:30. Upplýsingar í síma: 551 2992 og 551 4106. Kennt verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd á efri hæð skiptistöðvar SVR. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Islendingar alltof ftjáls- lyndir í fangelsismálum Til stendur að byggja nýtt gæsluvarðhalds- og afplánun- arfangelsi á höfuðborgarsvæö- inu á næstunni og er búiö að skipa starfshóp til að undirbúa verkið. Starfshópurinn fór nú nýverið til Bretlands og Hol- lands aö kynna sér fangelsis- byggingarí þessum löndum. Haraldur Johannessen, for- stjóri Fangelsismálastofnunar og tilvonandi varalögreglu- stjóri, erí starfshópnum. Pað er stefnt að því að þeg- ar þessi nýja bygging verður tekin í notkun um alda- mótin verði Skólavörðustíg níu lokað, hugsanlega einnig fleiri fangelsum," segir Haraldur í viðtali við HP. „Fangelsið verð- ur staðsett á Tunguhálsi, rétt hjá húsnæði Stöðuar tuö, á lóð sem stóð til á sínum tíma að byggja fangelsi á en var slegið á frest og rann svo út í sand- inn, má segja, þangað til núna vonandi. Við erum þessa stundina að reyna að átta okkur á hversu stórt fangelsið þarf að vera og meðal annars þess vegna sem við fórum þessa ferð. Bretar og Hollendingar hafa byggt ný fangelsi og við teljum þá „Maður botnar stundum ekkert í þessari hörðu gagnrýni hér að mannréttindi séu ekki virt í íslensk- um fangelsum, — sérstaklega eftir að hafa séð fangelsi erlendis," segir Haraldur Johannessen, fráfarandi fangelsismálastjóri. standa framarlega í fangelsis- byggingum. Þe'ssi bygging er hluti af þeirri fangelsismálastefnu sem var mörkuð 1991 en þá var ákveðið að leggja af Síðumúla- fangelsið, Hegningarhúsið og hugsanlega fangelsisdeildina á Akureyri; þar með fækka fang- elsunum úr sex í tvö til þrjú hér á landi og vera með ný fangelsi og breyttan og bættan aðbúnað fyrir fanga. Það hefur alla tíð verið viðurkennd stað- reynd að þessi eldri fangelsi hafa ekki fullnægt þeim skil- yrðum sem sett eru um nútíma fangelsisrekstur og aðbúnað og því kominn tími til að gera eitthvað í málunum." Haraldur segir ferðina hafa verið mjög gagnlega, sérstak- lega hafi verið athyglisvert að skoða fangelsin í Hollandi. „Við vorum svo heppnir að fá að skoða fangelsi stríðsglæpa- dómstólsins í Haag, þar sem eru vistaðir meintir stríðs- glæpamenn úr gömlu Júgó- slavíu,“ segir hann. „Fangels- inu er stjórnað af Svía og rekið af Sameinuðu þjóðunum og virtist mjög vel rekið. Það er alveg ljóst, eftir þessa heimsókn og aðrar heimsóknir sem ég hef farið í erlend fang- elsi, að íslenskir fangar njóta mun ríkari réttinda en tíðkast víða á Vesturlöndum, til dæm- is hvað varðar heimsóknir og heimsóknaraðstöðu fanga." Hafa fangar það ekki bara allt of gott hér á landi? „Maður veltir því stundum fyrir sér þegar maður kemur frá öðrum Vesturlöndum hvort við íslendingar séum ekki alltof frjálslyndir í fangels- ismálum. Maður botnar stund- um ekkert í þessari hörðu gagnrýni hér að mannréttindi séu ekki virt í íslenskum fang- elsum, — sérstaklega eftir að hafa séð fangelsi erlendis.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.