Helgarpósturinn - 09.01.1997, Side 19

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Side 19
FIMMTUOAGUR 9. JANÚAR1997 19 \ Körfubolti Frednir forkólfar KKI Sigurður Ágústsson og Karl Jónsson skrífa um körfuboltann Pað er með eindæmum hvað forystu KKÍ eru oft mislagðar hendur. Ekki nóg með að þeir sjái ekki sóma sinn í að sjá landsliðsþjálfaran- um, Jóni Kr., fyrir verkefnum svo hann þurfi ekki að spila, heldur eru undanúrslit bikar- keppni KKÍ á þeim allra furðu- legasta tíma sem um getur. (Það má þó geta þess Jóni til hróss að hann sagðist nýlega í viðtali hafa farið á tólf leiki til að skoða leikmenn. Það hlýtur hann að hafa gert kauplaust og er það virðingarvert.) Hvernig stendur á að þeim dettur í hug að hafa undanúrslitin fyrsta leik eftir áramót, af hverju var ekki leikin að minnsta kosti ein umferð áður? Lítum aðeins á staðreyndir málsins. Litil hvíld fyrir landsliðsmenn Leikirnir voru sunnudaginn 5. janúar eins og flestum er í fersku minni. Síðasta umferð fyrir jól var um miðjan des- ember þannig að um 25 daga leikjafrí var fyrir hinn almenna spilara fram að undanúrslit- um. Landsliðsleikmenn lið- anna fengu hins vegar ekki mikla hvíld; íslenska landslið- ið fór til Danmerkur og spilaði þar nokkra leiki. Vegna verk- efna landsliðsins gátu félags- liðin ekki æft sig og undirbúið sem skyldi. Og þó að ekki hefðu verið leiknir neinir landsleikir hefðu liðin samt varla verið í toppæfingu. Fyrir jjví eru nokkrar ástæður: Út- lendingarnir hjá liðunum fara langflestir til síns heima yfir jólin vegna þess að fríið er svo langt, þeir hafa þetta í sínum samningi flestir (það má svo deila um hversu gáfuleg sú ráðstöfun er hjá liðunum). Þetta hlýtur forysta KKÍ að vita, annað er ótrúlegt. Það kemur kannski forystu körfu- knattleikssambandsins á óvart, en áramótin eru mikill gleðitími, jafnt hjá íþrótta- mönnum sem öðrum. Auðvit- íþróttir Sigurður Ágústsson skrifar markaðssetning íþróttarinnar hefur tekist með ágætum og svo hafa menn reyndar slopp- ið ótrúlega vel ár eftir ár með skuldahalann á milli lappanna. Slíkt hið sama er ekki hægt að unum með allar bílhurðir opn- ar upp á gátt hlustandi á Nig- gers With Attitude með Budwe- iser- kippuna) inn í hreyfing- una. Það er alveg ljóst að mikil aukning hefur átt sér stað í að fara menn út á lífið — það er varla hægt að ætlast til ann- ars (samanber Umf. Skalla- grím og verkamenn í fyrrver- andi lýðveldum Sovétríkj- anna). Þar fyrir utan er það al- kunn staðreynd að menn æfa ekki af jafnmiklum krafti um jólin og ella. Það er því vænlegri kostur að spila fram undir 20. des. og gefa mönnum smátíma til að hlaupa af sér jólakaloríurnar eftir áramót — hefja mót t.d. um 10. jan. Taka þarf mið af því upp á hvaða daga jólin ber. Þýðingarlaus „Stjörnuleikur“ Nú kynnu einhverjir að segja að ekki hefði verið um annan kost að velja í stöðunni, það hafi verið búið að raða niður leikdögum. Pétur Hrafn Sig- urðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að auðvitað megi deila um niðurröðun leikja, en ástæða þess að hafa undanúr- slitin í byrjun janúar sé sú að félagsliðin hafi kvartað sáran yfir slitróttu tímabili (leikur í deild og svo hvíld vegna bikar- keppni). Því hafi KKI valið að fara þessa leið. Þetta er svo sem gott og blessað, en í stað þess að hafa „Stjörnuleikinn" á auglýstum tíma hefði mátt færa hann fram og undanúrslit bikarsins aftur. Skipta á leik- dögum, enda skipta úrslit „Stjörnuleiksins" engan neinu máli. Eingöngu er um að ræða markaðssetningu á íslenskum körfubolta. Undanúrslit bikars- ins skipta hins vegar öll hlut- aðeigandi lið máli. Til að taka af allan vafa er ekki á neinn hátt verið að fjargviðrast út af úrslitum leikjanna, enda engin ástæða til. Leikirnir voru þó báðir frekar bragðdaufir og Pétur Hrafn Sigurðsson segir markaðssetningu íslensks körfubolta hafa tekist vel. „Ég er samt fyrsti maðurinn til að viðurkenna að það er hægt að gera betur og fækkun áhorfenda á leikjum er nokkuð sem við verðum að bregðast við.“ ekki sérlega vel leiknir, vænt- anlega vegna fyrrgreindra ástæðna. Áðan var minnst á markaðssetningu og vert að fylgja því aðeins eftir. Markaðssetning körfuboltans á Tslandi Handbolti er á mun hærri stalli hér á landi en víðast hvar í heiminum og ekkert sérstakt um það að segja, nema það að segja um körfuboltann. Auðvit- að má segja sem svo að hand- boltinn njóti góðs af því að hann er ekki hægt að leika nema í íþróttahúsum og þá fá- ist iðkendur en í körfunni geti menn spilað á hvaða leikvelli sem er — úti og inni. Þetta eru bara ekki nægilega sterk rök, það hefði átt að vera hlutverk forystu KKÍ að ná þessari NBA- kynslóð (sem spilar á leikvöll- körfunni, en er hún eðlileg? Þessu svarar Pétur með eftir- farandi hætti: „Á síðastliðnum tveimur ár- um hefur stórum styrktaraðil- um fjölgað úr fjórum í níu og á undanförnum árum hefur fé- lögum sem stunda körfubolta fjölgað um ríflega 100%. Við breyttum fyrirkomulagi í yngri flokkunum þannig að einungis einn árgangur spilar í hverjum flokki og þannig höldum við fleiri leikmönnum við efnið, — þar með þessari NBA-kynslóð sem þú minntist á. Þessu til viðbótar stofnuðum við svæð- isbundna aðra deild sem er fjölmenn og hefur verið mikil lyftistöng fyrir sambandið. Þess má einnig geta að fyrir tveimur árum gáfum við, í sam- vinnu við Mjólkursamsöluna, körfur á hvern einasta leik- skóla í landinu. Hvað varðar þesssa NBA-krakka sem þú minntist á þá eru margir gríð- arlega efnilegir strákar í yngri flokkunum sem verða farnir að láta ljós sitt skína eftir nokkur ár.“ En þessa menn er ekki að finna í meistaraflokkunum, sem er skrýtið því að strákur sem var þrettán ára þegar NBA-æðið hófst ætti að vera átján ára í dag og lykilleikmað- ur í sínu liði. Svo er í meistara- flokkum ekki (ennþá) að finna þær stjörnur morgundagsins sem ætla mætti eftir aðra eins kynningu og verið hefur á NBA hérlendis undanfarin ár. Er markaðssetning íþróttarinnar næg? „Já, ég tel að mjög vel hafi tekist til með markaðssetningu greinarinnar og vísa í það sem ég sagði áðan með yngri flokk- ana, 2. deild karla og offjölgun félaga og iðkenda. Iðkendur eru núna nálega 6.500. Veltan hefur aukist og hjá okkur er allt á uppleið, ber það ekki vott um gott markaðsstarf?" Það er allt á uppleið já, nema það sem skiptir félögin mestu máli; áhorfendafjöldi. Áhorf- endafjöldi á leikjum er nánast enginn og einungis KFÍ getur státað af þokkalegri mætingu áhorfenda, enda um fátt annað að ræða á ísafirði. „Það er rétt, þetta er vanda- mál sem er nýlega komið upp. Þessu bregðumst við auðvitað við á einhvern hátt en höfum engu að síður áhyggjur af því.“ Lesendur láta Ijós sitt Uv □m® Tómas, tiL lukku með nýja árið! Jæja nú er loksins eitthvað að gerast í boltanum sem ég undirritaður, Lýður Ófeigs- son, til heimilis að Ljótshólum í Köldukvísl, 551 Sauðárkróki, er mjög svo — en samt ekki svo að nauðga þurfi þeim orð- um — brjálæðislega hamingju- samur yfir. Ég er ekki beint lít- ið ánægður með Tómas Holt- on, þjálfara Skallagríms og fyrrverandi þjálfara Skalla- gríms, að sekta þá leikmenn sem tóku ástfóstri við þann slóttuga og geðtruflandi að ekki sé sagt hrútleiðinlega og ódrekkandi BAKKUS. Eg er þeirrar skoðunar að drekka megi áfengi í hófi, en mér er spurn: Hvað er þetta HÓF? En hvað um það, ég vona að strák- arnir hans Tomma læri af þessu og sýna góðan karakter með því að taka sig taki og gera bara betur (þ.e.a.s. í körfuboltanum, ekki í hófinu). Landsbyggðar-Lýður Gengi Skallagrímsmanna hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Þeir hafa tapað illa og spilamennskan ekki verið sannfærandi. Kannski var um að ræða til- raun leikmanna til að rífa upp móralinn, en það er alsiða að leikmenn þurfa á hóli að halda þegar illa gengur, miklu hóli — og ég er að sjálfsögðu að tala um alkóhól. Annars er ég sammála þér; það er gott hjá Tomma að halda andlitinu og taka séns á að tapa stórt frekar en að láta aðrar eins ka- rakterleysur vaða uppi með tóma steypu. Umfjöllun um enska boltann takk! Gleðilegt nýtt ár öll- sömul og takk fyrir að birta bréfið. Ég vildi bara koma því á framfæri að nú væri kominn tími á að HP færi að skrifa nokkra pistla um enska knatt- spyrnu — ekki endilega um úrslit og hverjir skor- uðu heldur slúður og eitt- hvað í þeim gír. Að lokum spyr ég hvað er að gerast hjá Newcastle, Kevin Ke- egan bara farinn í faðm fjölskyldunnar að safna spiki eða hvað? Er það taugaveiklun eða skortur á faðmlögum (eitthvað tengt bernskuárum stráksins, hann fór jú ungur í boltann en andsk....)? Emelíus Vilberg Það eru líkur á að HP fari að sinna ensku knattspym- unni betur á næstunni, enda ekki vanþörf á. Hvað varðar Keegan þá hefur það loðað við Libbarana að klikka í framkvæmdastjórastólnum undir pressu. Sjáðu bara Kenny Dalglish, hann var með súperlið í höndunum en taugarnar bmstu og hann yf- irgaf liðið. Keegan ætti varla að skorta faðmlög, það er eitthvað annað. ((/ / H 7 TZ7 m B Karlaþrek að hefjast fyrir þá sem vilja ná árangri SMIÐJUVEGUR 1 • 200 KOPAVOGU SÍMI: 554 3040 Leiðbeinendur: Eitiar Vilhjálmsson, lífeðlisfræðingur, Ragna Bachmann, heilpraktíker. SPáiftRT TEC 2000 Hágceða heilsuvörur SIMI: 554 3040 Fullkominn TECHNOGYM æfingatæki Sport Tec 2000 æfingakerfi, fjölþætt áreiti. Mastercare, Sænski Heilsubekkurinn gegn verkjum í baki, hnakka og öxlum. Næringar- og bætiefnaráðgjöf. Vildarkjör á bætiefnum frá Sport Tec 2000 innifalin í 8 vikna námskeiði. Einkaþjálfun GSM: 896 7080

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.