Helgarpósturinn - 09.01.1997, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Blaðsíða 9
FIMIVTTUDAGUR 9. JANÚAR1997 9 KRABBAMEINSFÉLAGSINS lála- HAPPDRÆ uppáhaldi. „Þessi Tarsan- aðdáun braust síðar fram í villtum indíánaleikjum í Lundaskógi, sem breyttist á svipstundu í dulúðugan frumskóg,“ rifjar Svanhildur upp. Hún minnist þess einnig að hafa einu sinni séð bíó- mynd um goðið hann Tarsan apabróður en orðið fyrir von- brigðum. Myndin hafi engan veginn jafnast á við eigin ímyndanir. „Ég var einnig mjög hrifin af Grimmsævintýrum. Prinsessurnar og öskubusk- urnar voru virkilega spenn- andi en höfðuðu ekki á sama hátt til leikgleðinnar og Tars- an. Jane fannst mér aftur á móti ekki mjög áhugaverð, enda var hún ekki mjög mikil- væg persóna í bókunum." Svanhildur hefur ekki enn heimsótt hin myrku heimkynni Tarsans, sjálfa frumskógana, en segist vonandi eiga það eft- ir síðar á ævinni. „Allt þetta leynda, myrka og dularfulla finnst mér afskaplega spenn- andi,“ segir Svanhildur og hlær djúpum, dulúðugum hlátri. Dansdraumar Bryndís Schram segist í æsku hafa dvalið mikið í eigin draumaheimi þar sem hún sjálf hafi iðulega verið í aðal- hlutverki. „Ég lifði mig svo innilega inn í dagdraumana að á tímabili gerði ég lítinn grein- armun á þeim og raunveruleik- anum. Afleiðingin varð sú að ég sagði fólki miklar furðusög- sWSjffv HB •» * ** * ** * *, ** **•#* ‘|W * 4 ** ‘éjts i * ** * * ' t**#* Sy ****** *' *//'m ******* *.',m ur um sjálfa mig og gerði mér varla grein fyrir að þetta var óttaleg lygaþvæla sem upp úr mér valt,“ segir Bryndís og kímir. í dagdraumunum sveif Bryndís oftast um í guðdóm- legum dansi, enda lagði hún stund á listdans á þessum ár- um. Það kemur því kannski ekki á óvart að æskuhetjan hennar var frægasta ballerínan á þessum tíma, Margot Fontayne, og uppáhaldstón- listin Svanavatnið. Þegar Bryn- dís var þrettán ára sá hún gyðjuna sína dansa létt og fag- urlega á sviði í Lundúnaborg. „Ég komst síðar að því að ég gat engan veginn svifið um í sama rósrauða dansinum og Fontayne því hún var líklega einum tuttugu sentímetrum minni en ég. Ég var alltof stór til að feta í hennar fótspor og verða næsta ballettstjarna heimsins.“ Bifreið Renault Mégane RT. Verðmæti 1.600.000 krónur: 133712 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.200.000 krónur: 17429 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Verðmæti 100.000 krónur: 966 31719 51334 71708 90952 106931 121923 3683 32191 52122 73951 91041 107225 122903 5320 32440 52873 76625 91439 108637 123034 7052 34644 53141 77731 91842 108679 123955 7269 35315 53273 77769 94296 108791 126026 8030 35910 53426 78167 94301 109080 126634 8521 38498 54730 78600 98103 109776 128004 10679 38681 54820 78652 98222 110276 129319 11289 39039 55149 78996 99501 110590 132446 13782 39401 56071 79071 100441 110603 132543 14761 39433 56133 80331 100926 111519 135343 16284 40023 58038 80897 101083 114399 137240 16408 42396 58676 81386 101341 117510 139543 17287 43278 59369 83077 104616 118437 140140 17419 43449 59689 85144 105423 118720 140248 17561 43998 59988 87972 105528 119632 140581 19365 44488 60148 89189 106251 120021 143359 22169 45669 61817 90521 106372 121344 24620 47074 62045 25275 47739 66196 25852 47757 69441 Tfrabhameinsfelaaw 26255 47907 70260 É þakkar land&nwnniun 30390 48570 71680 éU i ueittan &tudmngr Handhafar vinningsmiða framvisi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélgsins að Skógarhlíð 8, sími 562 1414. Krabbameinsfélagið Þegar gruflað er í stútfull- um brunni æskuminning- anna geta flestir dregið fram sína einkahetju sem þeir dáðu og elskuðu. Æskuhetjan var líka iðulega uppspretta við- burðaríkra dagdrauma eða leikja. Margir, sérstaklega af eldri kynslóðinni, lásu íslend- ingasögurnar í æsku og tóku þá Gunnar á Hlíðarenda og Egil Skallagrímsson sér til fyr- irmyndar, smíðuðu sverð og hjuggu mann og annan. Aðrir fundu sínar hetjur á meðal kvikmyndastjarna og enn aðrir í sögubókum. HP fékk nokkra þekkta íslendinga til að grufla í minningunum og segja okkur frá æskuhetjunum. Býr Irtill Sandhóla-Pétur í Arna? Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri og borgarfull- trúi, minnist sérstaklega aðdá- unar sinnar á Sandhóla-Pétri og segist hafa drukkið í sig bækurnar um hann. Sandhóla- Pétur var stór og sterkur ná- ungi, leiðtogi hóps vaskra sveina sem gerðu út ýmsa æv- intýraleiðangra. í fyrstu vill Árni ekki kannast við að hafa samsamað sig þessari æsku- hetju sinni en þegar hann velt- ir því nánar fyrir sér kemst hann að þeirri niðurstöðu að ef til vill búi í sér dálítill Sand- hóIa-Pétur. „Annars voru ýms- ar aðrar söguhetjur sem ég dáðist ákaft að, t.d. var Roy Rogers fyrirmynd að miklum kúrekaleikjum. Þá geystumst við krakkarnir um á kústsköft- um með hestshausum." Árni kveður einnig Tom Swift og Tarsan hafa verið mikil goð. Hann ólst upp í Vestmannaeyj- um, sem vitaskuld eru hinn fullkomni vettvangur Tarsan- leikja, því sprangið býður upp á ákaflega raunverulega svið- setningu á ævintýrum Tarsans apamanns. „Seinna fór manni að finnast Tarsan og Roy of óraunverulegir og þá tóku við miklar „Combat“-baráttur sem byggðust á samnefndum sjón- varpsþáttum. Nýbyggingar voru afskaplega spennandi leiksvæði og hentuðu sérstak- lega vel sem virki. Eftir að kúst- sköftin og Roy glötuðu vin- sældum sínum smíðuðum við vopn og börðumst af miklum krafti í virkjum okkar,“ segir hin báráttuglaði Árni að lok- um. Óvenjuleg æskuhetja „Ég átti eina hetju sem enn leikur stórt hlutverk í lífi mínu og það er Jónas Kristjánsson læknir, faðir náttúrulækninga- stefnunnar,“ segir Rósa Ing- ólfsdóttir auglýsingateiknari. „Þegar ég horfi á t.d. kvik- myndaheiminn og rifja upp stjörnurnar sem ég dáðist að þá eru þær í raun skrumið eitt. Jónas aftur á móti er sú hetja æsku minnar sem ekkert hefur fallið á í tímans rás.“ Rósa seg- ir föður sinn hafa notið hand- leiðslu Jónasar, sem læknaði hann af ýmsum kvillum, og því hafi kenningar Jónasar verið í hávegum hafðar á sínu heimili og hún hafi alla tíð fylgt þeim. Útgangspunkturinn í kenning- um Jónasar var hreinn ristill og hreinsun líkamans. Hann var ekki hlynntur miklu kjöt- 'Útdráttur 24. de&emher 1996 Æsku ■ og fiskáti en hvatti fólk til að borða mikið grænmeti, hýðið af kartöflum, lauk til að hreinsa blóðið en sleppa hvítu hveiti og hvítum sykri úr fæð- unni. Hann ráðlagði einnig öll- um að drekka mikið af vatni. Jónas var á yngri árum líf- snautnamaður og velti þessum málefnum kannski ekki sér- staklega fyrir sér fyrr en hann fékk ristilkrabba einhvern tím- ann upp úr fertugu. Þeim sjúk- dómi hélt hann niðri með mataræði allt til dauðadags, en hann lést í hárri elli. Rósa hitti hetjuna sína einu sinni þegar hún var barn að aldri. Jónas hafði þá komið gangandi alla leið frá Hveragerði og þurfti að eiga orð við föður hennar. Svo óheppilega vildi til að hann var ekki heima við. Jónas settist niður í eldhúsinu, spjallaði smástund, drakk eitt mjólkur- glas og lallaði eins og ekkert væri heim í Hveragerði. „Jónas var á sínum tíma úthrópaður í læknastéttinni fyrir að fara óvenjulegar og nýjar leiðir í lækningum. í dag hefði Jónas aftur á móti ef- laust verið sett- ur á stall þótt hann hefði lík- lega ekki kært sig um það sjálf- ur,“ segir Rósa að lokum um hetju lífs síns. Æskuhetja íþróttahetju Margir sem nú eru að slíta barnsskónum munu ef til vill minnast Jóns Amars Magnússonar, nýkjör- ins íþróttamanns ársins, sem hetju æsku sinnar. En æsku- hetja Jóns Arnars var ekki íþróttaafreksmaður heldur sögupersónan Jói úr bók Am- ar Klóa, Jói í œvintýraleit. Jón Arnar segist hafa lesið þessa bók margoft á milli þess sem hann aðstoðaði við bústörfin eða sinnti eigin stíflu- og bygg- ingaframkvæmdum heima í Gnúpverjahreppi. „Segja má að Jói þessi hafi verið lagður í einelti og lifað hálfgerðu eymdarlífi, en hann náði að snúa dæminu við með því að nýta sér betur þá hæfi- leika sem hann bjó yfir. Þessi bók fullnægði líklega réttlætis- kennd minni, því þeir sem voru að níðast á minnimáttar fengu á baukinn og þeir sem voru minnimáttar uppgötvuðu eigin styrk. Ef til vill höfðaði þetta líka til einhverra annarra hvata eins og hefnigirni eða veiðimannsins í mér,“ segir Jón Arnar sem kveðst vera for- fallinn veiðimaður. „Hvort sem það var réttlætiskennd eða hefnigirni sem urðu þess vald- andi að ég heillaðist af bókinni þá stendur hún að minnsta kosti upp úr í minningunni," segir Jón Arnar og er með bók- ina um Jóa í ævintýraleit í höndunum. „Mikið skrambi var þetta nú annars skemmti- leg bók,“ segir hann dreym- andi. Sigurður Greipsson og súkkulaðisundlaugin Ármann Kr. Einarsson rit- höfundur hefur sagt æsku þessa lands marga söguna og margir minnast kannski Árna í Hraunkoti sem sinnar æsku- hetju. En hver skyldi hafa ver- ið æskuhetja mannsins á bak við Árna. „Þegar ég var lítill drengur austur í Biskupstung- um var heimurinn og lífið svo olikt þvi sem nú er. Lestr- arefni var takmarkað og fjölmiðlar sárafáir. Þeg- ar hlustað var á útvarp- ið settust all- 3 ■ ir með mikilli andakt í betri stofuna og alltaf í sparifötun- um fyrir framan viðtækið," rifj- ar Ármann upp. Blöðin ísafold og Unga ísland voru lesin upp til agna á heimilinu, en í síðara blaðinu birtist einmitt fyrsta saga Ármanns þegar hann var fimmtán ára. „Bækur voru ekki margar á heimilinu en ég man að Þjóðsögur Jóns Ámasonar voru í miklu uppáhaldi. Margar af sögunum gerðust í heima- högum mínum, til að mynda bjó risinn Bergþór í Bláfelli í næsta nágrenni." En þó að Ár- mann væri hrifinn af Bláfells- risanum þá var hann ekki hetj- an sem stendur upp úr í minn- ingu hans heldur glímukapp- inn og íþróttafrömuðurinn Sig- urður Greipsson. „Hann setti á stofn íþrótta- skóla í Haukadal þegar ég var tólf ára. Sigurði lá mikið á að koma skólanum í gang og ekki gafst tími til að byggja sund- laug strax. Hann greip þá til þess ráðs að útbúa frumstæða sundlaug í moldargili við Geys- issvæðið. í gilinu seytlaði fram volgt vatn og hann fékk okkur strákana til að hlaða vegg sem stíflaði gilið. Botninn var úr mold og maður mátti ekki standa lengi í sömu sporum því þá sökk maður upp að hnjám í eðjuna. Vatnið var því óskaplega gruggugt og það var líkast því að synda í súkkulaði að synda í þessari laug,“ seg; ir Ármann og hlær dátt. í þessari súkkulaðisund- laug kenndi Sigurður Ármanni og fleiri börnum að synda. Ári seinna var byggð al- mennileg sundlaug. Ármann minnist þess að Sigurður gat stund- um verið harður í horn að taka. „Einn daginn vorum við að svamla í lauginni fimbulkulda og snjó. Þegar við komum upp úr volgri lauginni skip- aði Sigurður okkur að fleygja okkur í snjó- skaflana. Mér fannst þetta óaðlaðandi hugmynd og hikaði. Þá fékk ég bylm- ingshögg í bakið og stakkst á hausinn í snjóskaflinn og heyri sagt í leiðinni: „Þú hefur gott af þessu strák- ur!“„ Minnningin fær Ár- mann til að veltast um af hlátri. „En ef ég væri ungur núna þá held ég að ungi maðurinn sem var kjörinn íþróttamaður ársins yrði æskuhetjan mín.“ Frumskógurinn á Akureyri „Ég var ákafur Tarsanað- dáandi í æsku,“ segir Svan- hildur Konráðsdóttir, rit- stjóri Dagsljóss. Hún kveðst hafa verið tíður gestur á Amtsbókasafninu á Akureyri og lesið flestar þær bækur sem til voru í unglinga- og barnadeild- inni. Af öllum þeim bókum sem þar var að finna voru þó Tarsanbækur í mestu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.