Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 2

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 mm reka ■ *^^ilindum aðobw á “mhe,3um hans, fóJki scm fram að , su "okkmn- En Þann,S er nú cinu sinní gangur skerpa andstæður sem vopn f barittunni fyrir vðldum Þá fóma. rmn "nenn í eitt ki -r abandalag. Það út. Falsaö bréf Ómars Smára Ármannssonar, bæjarfulltrúa í Hafnarfiröi, Tilgangurinn er að reka fleyg á milli mín og Guð- mundar Áma Stefánssonar, segir Ómar Smári Ármanns- son, lögreglumaður og bæjar- fulltrúi, um bréf sem farið hef- ur inn á ritstjórnir fjölmiðla og til hafnfirskra stjórnmála- manna síðustu daga og vikur. Bréfið er merkt Ómari, bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins, en óundirskrifað. „Bréfið er falsað,“ segir Ómar Smári en hann fékk spurnir af bréfinu í síðustu viku þegar kunningi hans hringdi til að þakka fyrir send- inguna. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, enda hafði ég ekki sent neitt bréf,“ segir bæjar- fulltrúinn, sem löngum hefur verið talinn náinn Guðmundi Árna Stefánssyni, þingmanni og fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði. „Ég hélt að þetta væri brandari.“ Kunnáttumaður hefur falsað bréfið. Fyrri hluti þess er upp úr grein sem Ómar Smári skrif- aði í Fjarðarpóstinn í vetur. En þegar kemur að Guðmundi Arna tekur skáldskapurinn við og hann er ísmeygilegur sé tek- ið til þess hver skrifaður er fyr- ir bréfinu. „GÁS langar til að koma aftur inn í hafnfirsk stjórnmál og skipa þann sess, sem hann tel- ur sig eiga rétt á. Hér gekk hon- um vel að hans mati og fleiri. Hér á hann fylgi og hér langar hann til að starfa á næstunni, því sýnilegt er að hann kemst Ómar Smárí: Ég hélt að þetta værí brandarí. ekki til áhrifa á landsvísu á nýj- an leik í náinni framtíð ef tekið er mið af núverandi stöðu í ísl. stiórnmálum. Ljóst má vera að GÁS ásamt öðrum hefur verið að tefla refskák stjórnmálanna hér í Hafnarfirði undanfarna mánuði. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt hvort sem litið er á stöðu landsmála eða bæjar- mála, en það er hins vegar slæmt að vinnubrögðum þeim sem notuð hafa verið er m.a. ætlað að bitna á samherjum hans, fólki sem fram að þessu hefur starfað að heilindum fyr- ir flokkinn. [...Guðmundur Árni] er reyndar velkominn aftur í bæjarmálin og því ástæðulaust fyrir hann að tefla flókna refskák til þess að svo „Ljóst má vera að GÁS ásamt öðr- um hefur veríð að tefla refskák stjómmálanna," segir í bréfinu. megi verða. Allt sem þarf til er hreinskilni og vilji til að starfa með sömu formerkjum og aðr- ir fulltrúar flokksins. Ef hann sýnir hins vegar einhver merki þess að snúa eigi aftur til fyrri vinnubragða eða ef sýnt er að nota eigi kjósendur til að styrkja einstaklinga til þess eins að þeir geti síðan misnot- að aðstöðu sína er augljóst að saga Alþýðuflokks Hafnarfjarð- ar verður ekki lengri," stendur f bréfinu. Ómar Smári hyggst ekki gera neitt frekar í málinu. Hann kveðst ekki vita hver standi á bakvið fölsunina en bendir á að falsaðar fundargerðir úr hafnfirskri bæjarmálapólitík hafi einnig verið f umferð. Hrafh Jökulsson skrifaði upp á fyrir „Geira frænda Margdæmdurfyrirfíkniefnamisferli en með blaða- mannapassa frá Mannlífi Asgeir Ebeneser Þórðar- son er margdæmdur fyrir fíkniefnamisferli en hefur blaðamannapassa frá tímarit- inu Mannlífi. Undir passann skrifar Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Mannlífs, þann 14. apríl síðastliðinn. Ásgeir, eða „Geiri frændi“ eins og hann er þekkt- ur undir í fíkniefnabransanum, á langan afbrotaferil að baki, en hann kom fyrst við sögu lögreglu árið 1972 fyrir misferli á marijúana og hassi. Árið 1979 var hann svo dæmdur af dómstólum fyrir fíkniefnamis- ferli. Hann hlaut einnig dóm í júlí árið 1980 fyrir samskonar brot. Þá hefur Ásgeir verið bendlaður við Hollendinga sem fluttu inn talsvert af fíkni- efnum til landsins á síðasta ári. Alls var um að ræða 25 kg af hassi, tæplega þrjú kg af amfet- amíni og allt að 600 e-töflur. Það var í desember sem hol- lenskt par var handtekið í toll- inum á Keflavíkurflugvelli fyrir innflutning á 10 kg af hassi. Að- gerð af hálfu lögreglu fylgdi í kjölfarið og fundust við leit til viðbótar 35 grömm af amfet- amíni og 500 e-töflur. f byrjun september sama ár flutti þessi M FRODI BÓKA & BLAÐAI'íTGAfA FRÓDI nÓKAAHI.UUITGlíA ro WIIOM 11' MAY CONCERN: ASGEIR EBENESER IHORDARSON IS CURREN'IUY WORKING AS A JOURNAUST FOR MANNLIF MAGAZINE IN ICEL.AND. RF.YKJAVIK 14.04.97 j'jÍ't' '—‘11/ HRAFN JOKLÍLSSöSJ f EDÍTOR OF MANNLIF Er óhætt að skrifa upp á blaðamannapassa fýrír þennan mann? sama kona, en með öðrum manni, 15 kg af hassi, 3 kg af amfetamíni og tugi e-taflna í bíl með ferjunni Norrænu. Fíkni- efnin voru tekin úr bílnum í bíl- skúr hjá Ásgeiri, sem keypti eitt kg af hassi af skötuhjúun- um og fékk síðar eitt kg af am- fetamíni. Ásgeir var handtek- inn af fíkniefnalögreglu í lok desember 1996 og úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 17. janú- ar á þessu ári. Hann var síðar látinn laus en er í farbanni til 18. júní. Hann var síðan tekinn aftur í apríl fyrir að eiga nokk- ur grömm af amfetamíni í fór- um sínum — en í millitíðinni fékk hann passann góða hjá Hrafni ritstjóra. ^ð *na's2°kks Cr ð *fVr test :?*&****'- - að rjór'’Z't e,t* 'nf. X, 4 rf ■„ Cfta ^fharn'ðuty, «2*. ub«r *ð '^Ss n ''>'^'2»'”®> 02*20^ í x r' lii Ijiiii r í..st"* I tra Gn . S ra stArfi “fsanngirni og afheílindwFltelAafí"1* Ætlun mín var og er enn að :J mabil. Ég var kosinn af Hafnfixflingum til aövSafetotW yum AJþyðuflokksins 0g því starfi mun ég sinna ■“nni1i!'<tiTiti’fhilii * r m b,n‘r fáu fuI,trúar sérhagsmunaafianna hins vegar fram “ m fulltruum flokksms vcrður stríð, sem þeir koma aldrei til með að gcta unnið. Óinw Smári Ármanntvon Einstaklingur sem þekkir vel til í hafnfirskrí bæjarmálapólitík hefur falsað bréf þar sem slitrum úr blaðagrein Ómars Smára Ármannssonar bæjarfulltrúa er blandað saman við skáldskap um pólitíska stöðu Guðmundar Áma Stefánssonar í Hafnarfirði og á landsvísu. Hvorki borin virðmgfyrir starff5fólki né lilustenclum á Bylgjurmi Útvarpskonunni Valdísi Gunnarsdóttur gert aö hætta fyrirvaralaust tvarpskonan Valdís Gunnarsdóttir á Bylgj- unni hætti skyndilega í síð- ustu viku eftir tæplega þriggja ára starf á útvarps- stöðinni. „Auðvitað er ástæða fyrir öllu,“ segir Val- dís. „En ég er hætt og mæti ekki aftur á Bylgjuna í vinnu. Það kom upp á mjög snögg- lega en ég vil ekki tjá mig mikið um þetta mál. Það varð ósamkomulag á milli mín og stjórnenda íslenska útvarpsfélagsins og mér finnst mér ekki stætt á að starfa hjá fyrirtækinu leng- ur.“ Það voru ekki þeir sem ráku þig? „Nei, það var beggja blands. Þeir ráku mig ekki, en það varð ósamkomulag á milli okkar og ég lét ekki bjóða mér hluti og ákvað því að fara. Það eina sem ég get sagt er að mér finnst aðfar- irnar slæmar að því leytinu til að það er greinilega hvorki borin virðing fyrir starfsfólki útvarpsfélagsins né hlustendum. Hlustendur mínir skipta mig miklu máli og ég hefði viljað fá að kveðja þá, en því miður var það ekki hægt. Ég er í raun afskaplega sátt við að vera hætt og finnst það bara léttir fyrir mig.“ Hvað tekur við? „Eftir sjúkralegu kem ég tvíefld aftur,“ segir Valdís Gunnarsdóttir. „Ég er ekki búin að ákveða það, en nú er ég að fara í frí. Fyrst fer ég á sjúkrahús og verð þar í tvær vikur, síðan ætla ég að sleikja sólina ein- hvers staðar. En ég á eftir að sakna hlustendanna og ég er ekki hægt í fjölmiðlum, síður en svo. Eg kem tvíefld aftur.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.