Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 8

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 Það er liðin tíð að konungar stjórnuðu þegnum sínum. Grikk- landskonungur á ekkert eftir nema sjónvarpsfjarstýringuna, Albaníukonungur er mobbaður af skrílnum, The Sun stjórnar brezku konungsfjölskyldunni og Danir ætla að hafa tögl og hagldir í hjónabandsmálum krónprinsins. Til stóð að hafa umræðuþátt í danska sjónvarpinu um síðasttalið, en einhvers misskilnings gætti, annaðhvort hjá þátttakendum eða íslenzkum áhorfanda. Þátttakend- urnir tveir hnakkrifust um hvort Hann sýndi alþýðunni fyrirlitningu I og Hún væri geðveik. Stjórnandi þáttarins þaggaði öðru hverju festulega niður í þeim með áhrifaríkri tækni: Hún slökkti á hljóðnemunum þeirra. Og hleypti þjóðinni að í gegnum síma. Almúginn var margfalt geðugri en vígreifu fyrir- mennin í sjónvarpssalnum og ef úrtakið sem að komst var marktækt, þá vill meirihluti þjóðarinnar að Friðrik finni sér huggulega stúlku sem geti lært að borða með hníf og gaffli og sem honum þykir vænt um. Blátt eða rautt blóð skipti ekki máli. Þetta mál er kannski ekki vel skiljanlegc lýðveld- isþegni, sem finnst að strákurinn eigi sjálfur að fá að velja, því lítið bara á hvað sumar þjóðir, sem fá að ráða sjálfar, hafa kosið yfir sig. Kúreka, baunabændur og þaðan af verra, nú, og sjálfur páfinn er uppgjafaleikari. en þaö ven í Bandaríkjunum geta menn fengið skattaafslátt með því að gefa fé til vís- indarannsókna. Það veldur að fátt hef- ur komist upp með að vera órannsakað í henni Ameríkunni. Meðal þess sem menn vildu vita var hvaða eiginleiki skildi milli hins hvers- dagslega heiguls og hetjunnar. Eins konar frumstæð leit að hetju-litningn- um, því rannsóknin fór fram fyrir nokkrum áratugum. Safnað var saman stríðshetjum sem unnið höfðu ofur- mannleg afrek, en lifað af, og þeir krufnir að kjarna sálar sinnar. Niðurstöðurnar voru hryggilegar: Það var ekki afburða hugrekki sem spyrnti þeim til hetjudáða, heldur ákveðin gerð heimsku. Þeir voru ein- faldlega of vitlausir til að meta hætt- una. Væru íslenzkir hjólreiða- menn rannsakaðir til að finna hvað hvetur þá til hjólreiða kæmi eitthvað svipað í ljós. Þeir reyndu auðvitað að bera fyrir sig hollustu og umhverfiskærleik, en tækist ekki að leyna rótinni, vanmati á aðstæðum sem yrði rakið til víta- verðrar og lífshættulegrar heimsku. Þetta er ég meðvituð um. Ég veit að ég held bara að ég sé með hjólreiðalitning. Það sem ég er með er sjálfseyðingarhvöt og dauðaósk og sennilega eitthvað kynferðislega brenglað líka sem lýsir sér með spennufíkn: Kem ég heim í kvöld, eða fer ég eitthvað annað í svörtum plast- poka? Með þessa þrúgandi vitneskju sveifla ég mér út í umferð Kaup- mannahafn- ar á barnahjóli með biluðum gírum og lausu stýri, litur; silfruð mygla. Umferð- in er eins og flóðbylgja sem rís óstöðv- andi undan ströndu og ég er strandbú- inn, varnarlaus fyrir framan strákof- ann. Varlega! áminni ég mig, fjórar ak- reinar, fjögur hundruð bílar, enginn grætur Islending... Engan sóðaskap, enga dirfsku, glöggva sig á ein- stefnu, uppgötva umferðarljósin, rifja upp umferðarreglurnar... Ég fer svo varlega, að á aðeins tveimur klukkustundum tekst mér að skilja eftir umferðar- hnúta á öllum gatnamótum austur- og norðurbæjar Kaup- mannahafnar. Kurteislega, af því mig langar að lifa lengur, far- miðinn fæst ekki endurgreiddur, bíð ég á grænu ljósi og vil hleypa bílunum fram- hjá. Það vilja þeir ekki og bíða eftir mér. Reiðhjól hafa forgangs- rétt í umferð- inni. Það tekur mig tvo daga að trúa þessu. Þriðja daginn lít ég um öxl og sé að ég hef hlaðið upp fimm strætisvögnum fyrir aftan mig. Tíu tonn, tvö þúsund hestöfl, fimm menn á seinkun. Hvílíkt vald! Allan þann dag nuddast ég hægt yfir öll gatnamót á meðan trukkar, gámabíl- ar, tveggja hæða rútur, strætó og þús- undir fólksbíla bíða þegjandi. Nú veit ég hvernig heilögu kúnum á Indlandi líður. Þetta er vímugjafi, þetta er betra en margt kynlíf. Þetta er gooooott, en það venst. Svo að þegar ég kem heim, þá kemur það í blöðunum: Miðaldra kona hjólaði í dag í veg fyrir níu strætisvagna, einn olíu- bíl, þrjá vörubíla og sjötíuogsex fólks- bíla. Hún er nú í haldi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Allt fram á þessa öld var sú kenning ofan á í stjórnmálum, að atburðarás þjóðfélagsins ætti að hafa sína framvindu í friði fyr- ir yfirvaldinu. Stjórnmálamenn kölluðu afskiptaleysið að lúta náttúrulögmálum, en í dag heitir stefnan að láta reka á reiðanum og hún þykir ekki lengur góð. Dæmi um afskiptaleysi væri uppskerubresturinn á írlandi 1846^19. Brezka stjórnin hafði svo litla trú á afskiptasemi í því tilviki, að írum fækkaði um margar milljónir. Dæmi um af- skipti væri tillaga danska heil- brigðismálaráðherrans um ald- urstakmark karlmanna við glasa- frjóvgun. Við verðum að vernda félagsleg réttindi barna, segir hún, börn hafa rétt á að alast upp með feðrum sínum og við getum ekki gengið út frá að þeir verði öllu eldri en 65 ára. Þetta er óbein viðurkenning á því hvað barnauppeldi er slít- andi og hvað börn eru lengi börn, því aldurstakmark feðra á að verða 45 ár. Þar eð öll börn eiga sömu félagslegu réttindi og öll löggjöf verður að vera sjálfri sér samkvæm til að yfirvöldum haldist á trúnaðartrausti fólks- ins, verður þá ekki næsta skref að vera að banna hjónaskilnaði, slysfarir og banvæna sjúkdóma? Ætli það hafi ekki verið fljótlega upp úr 874 sem íslendingar tóku þá trú, að allt væri betra — og ódýrara — í útlöndum. Píla- grímsferðir vegna trúarinnar voru farnar frá upphafi, þær fyrstu á vegum ferðaskrifstofunnar Strandhöggsferða. Þá, eins og nú, verzluðu fslendingar aðallega á írlandi og við Englandsströnd. Það voru engar gjaldeyrishömlur, menn máttu hafa eins mikið af ullarvettlingum með sér úr landi og þeir vildu, væri á annað borð einhver á heimilinu sem var hallur að rúningum og prjóna- skap. Oftast ómökuðu íslendingar sig þó ekki með burði á skipti- mynt milli landa, heldur drógu upp ógnandi segl þegar land sást við sjóndeildarhringinn. Var svo siglt lafhægt að ströndu til að gefa íbúunum tækifæri til að flýja til fjalla eða skógar, þar eð mannlausar verzlanir flýttu mjög fyrir viðskiptum. Þvermóðsku- fulla íbúa og vopnlausar konur litu fyrstu íslenzku ferðamennirn- ir á sem kaupbæti og höfðu með sér heim. Við kristnitöku urðu Strandhöggsferðir að loka. Þáverandi biskup skrapp í Reykholt og á meðan hann og staðarhaldari sull- uðu í heita pottinum urðu þeir ásáttir um að seint yrðu íslend- ingar kristnir í hólf og gólf, og því bæri strax að leggja áherzlu á að þeir virtust það á yfirborðinu. Þessi stefna náði betri fótfestu en sannkristin viðhorf og var það gott að menn duttu svona snemma niður á hana. Strandhöggsferðir lokuðu. í sama húsnæði opnaði daginn eftir ný ferðaskrifstofa, Iðrun og Yfirbót. Hún sendi fólk til Rómar, hvort sem það var að fara þangað eða ekki. Frægasti ferðamaður þess tíma er Göngu-Hrólfur. Hann fór fótgangandi til Rómar, að sögn vegna þess að hann var svo þungur að enginn hestur gat borið hann. Þessa sögufölsun höfum við keypt í þúsund ár. Á tímum Hrólfs voru til stríðshestar í Evrópu, stöndugar skepnur, sem gátu borið riddara + herklæði + vopn + eigin herklæði, í allt þetta 240 kíló. Og þeyst fram til orustu með hlassið. Var Hrólfur þá vel yfir 240 kíló? Þekkjum við einhvern sem er 260 kíló, sem á ekki í örðugleikum með að komast gangandi á klósettið, svo ekki sé talað um Kaupmannahöfn-Róm og yfir Alpa að fara? Getur verið, að Hrólfur hafi ekki átt fyrir gæð- ingnum? Stríðshestur kostaði 40 kýrverð og dálítið liðið síðan Hrólfur komst síðast í verzlunarferð. Var hann á kúpunni, sem sómdi sér illa í sögu, svo honum var breytt í slíkt karlmenni að enginn hestur stóð undir honum? 1551 Iokaði Iðrun og Yfirbót. Húsnæðið stóð að mestu tómt næstu aldir, utan þess að hýsa öðru hverju kindur sem voru skornar niður jafnóðum af því að íslend- ingar voru mótfallnir sauðfjárböðun. Loks fékk Ferðaskrifstofa Skipti- nema það til afnota. Þeir seldu miða aðra leið. Við sendum nema og fengum mest lítið í skiptum. Námsmennirnir voru undursam- lega tregir á að koma heim aftur með lærdóminn, en sendu í sinn stað vaðmálsdrollurunum tóninn með haustskipunum. Veðsettar jarðir feðra þeirra á Fróni og flóttar þeirra undan skuldadrottnurum benda ekki til að það hafi verið ódýrara að vera í Kaupmanna- höfn, en það var örugglega betra. Þar voru fleiri klæðsker- ar, fleiri vínstofur, fleiri síðdeg- isboð. Enn í dag eru fleiri fataverzlan- ir og fleiri vínstofur í Wonderful Co- penhagen og það getur vel verið miklu betra, en það er ekki ódýrara. íslenzkum launþega gengur illa að haldast á barnstrúnni á útlöndin góðu þegar hann styður sig milli verð- miða í Kaupmannahöfn. Og enga áfallahjálp að fá í Jónshúsi. Ferðatrúarbrögð

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.