Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997 10 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Hafharfjarðar- ástand í vinstripólitík Stjórnmál eru um almenna hagsmuni, um það að þjóna al- menningi. Einkahagsmunir og persónulegur metnaður hafa ávallt fylgt stjórnmálum og eru að vissu marki nauðsynlegur drifkraftur stjórnmálalífsins. Missi menn sjónar á raunveru- legum tilgangi stjórnmálanna verður drifkrafturinn hinsvegar að eyðileggingarafli. Bæjarstjórnarpólitík í Hafnarfirði er dæmi um stjórnmálasamfélag sem búið er að gleyma tilgangi sínum og hefur sem heild orðið upplausn að bráð. Leikreglur siðaðs samfélags eru þverbrotnar af velflestum þátttakendum með þeirri afleiðingu að bæjarstjórnarpólitíkin er rúin trausti og tiltrú almennings. Hafnarfjarðarástand skapast ekki í einu vetfangi og enginn skipuleggur það. Þróunin er sambærileg við þá sem verður hjá skrifstofumanni sem átölulaust fær að stela smámynt úr kaffisjóði samstarfsmanna sinna. í stað þess að slá á puttana á þeim fingralanga verður til þegjandi samkomulag um að allir megi ganga í sjóðinn. Nærri má geta hvað gerist fái starfsfólk- ið aðgang að sjóðum fyrirtækisins. íslenskri vinstripólitík var nær alla lýðveldissöguna haidið í tiltölulega föstum skorðum af tveim utanaðkomandi öflum. Annars vegar alþjóðlegri hugmyndafræði kommúnismans sem olli klofningi á vinstri væng íslenskra stjórnmála þegar á þriðja áratugnum og hins vegar herstöðinni á Miðnesheiði og aðild íslands að Nató. Allt fram undir níunda áratuginn eimdi sterklega eftir af þessum öflum í íslenskri pólitík og tilraun Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags til að vinna saman eftir kosn- ingarnar 1978 fór út um þúfur. Endurnýjaður kaldastríðsáróð- ur í Bandaríkjunum undir forsæti Ronalds Reagan og Margrét- ar Thatcher á Bretlandi var ekki til að auðvelda samstarf Al- þýðuflokks, sem var hlynntur varnarsamningnum við Banda- ríkin, og Alþýðubandalags, sem var á móti. Þegar A-flokkunum tókst að mynda ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar, þáverandi formanns Framsóknar- flokksins, var lagður grunnurinn að samstarfi A-flokkanna út tíunda áratug aldarinnar — að margra áliti. Brátt varð um þá óskhyggju vorið 1991 þegar Alþýðuflokkurinn myndaði ríkis- stjórn undir forsæti Davíðs Oddssonar. Ferlið síðustu árin er að breyttu breytanda það sama og ára- tugina eftir að flokkakerfið tók á sig núverandi mynd. Alþýðu- flokkurinn klofnaði til vinstri 1930, 1938 og 1956 og hópar úr flokknum sameinuðust Alþýðubandalaginu og forverum þess. Fyrir kosningarnar 1991 klofnaði Alþýðubandalagið til hægri og aftur við síðustu kosningar þegar einstaklingar úr flokkn- um gengu til liðs við Alþýðuflokkinn með viðkomu í Þjóðvaka í seinna skiptið. Sá sem ber mesta ábyrgð á pólitík Alþýðu- flokksins síðasta áratuginn, Jón Baldvin Hannibalsson, taldi sig geta endurtekið söguna. „íslendingar standa nú í svipuð- um sporum og 1949,“ sagði hann í ritgerð í tilefni af 80 ára af- mæli Alþýðuflokksins 1996 og tilvísunin var til inngöngu ís- lands í Nató. I stað hernaðarbandalagsins var komið Evrópu- samband og Jón Baldvin sá fyrir sér samskonar bandalag Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í utanríkismálum og hélt öll kaldastríðsárin. Síðustu kosningar leiddu í ljós að söguna beygja menn ekki undir vilja sinn, ekki einu sinni snjallir stjórnmálamenn. Stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með sterkan meiri- hluta á þingi, var rökrétt niðurstaða þróunar á vinstri kanti ís- lenskra stjórnmála. Eftirleikurinn bendir eindregið til að hafn- firskt stjórnmálaástand sé að skapast í pólitísku samfélagi vinstrimanna. Síðasta útspil formanns Alþýðuflokksins, að leggja til sameiningu jafnaðarmanna, eins og hann kallar þá, án þess að tala við forystu Alþýðubandalagsins, er skemmti- lega hallærisleg tilraun til að eiga fjölmiðlasviðið í einn sólar- hring. Pólitík af þessu tagi er ekki beinlínis til þess fallin að auka trúverðugleika vinstrimanna. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 5524888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 5524999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Einu sinni skrifaði ég reglu- lega um sjónvarp fyrir dag- blað, sem þá hét bara Vísir. Þá var ríkiseinokun á sjón- varpi hér. Eftir nokkurn tíma birtist dagskrárstjóri sjónvarpsins hrínandi inni á gólfi hjá Jónasi ritstjóra og vildi að harin léti mig hætta þessum skrifum. Þau köstuðu rýrð á sjón- varpið, eins og hann sagði. Jónas ritstjóri bað grát- mennið um viku frest til að at- huga málið. Eftir vikuna kallaði hann dagskrárstjórann til sín og sagði: - Ég athugaði málið og það reyndist vera söluaukning á blaðinu þá daga, sem Þorgeir skrifar sjónvarpspistlana. Við höfum ekki ráð á því að segja honum upp. Og dagskrárstjórinn tölti heim í sjónvarpið sitt með skottið á milli lappanna. Þetta var á sínum tíma óvenjuleg hegðun ritstjóra. Líklega má hafa þennan at- burð til marks um það, að Sjáif- stæðisflokkurinn væri að missa tökin á dagblaðinu Vísi (sem seinna varð Dagblaðið- Vtsir). Örlítið skref í átt til sjálf- stæðrar blaðamennsku. íslensk blaða-, útvarps og sjónvarpsmennska fékk rit- skoðunina í vöggugjöf. Póiitískir flokkar áttu dag- blöðin, ráku þau og réðu því hvað í þeim stóð. Smám saman urðu flokkarnir svo að einni heild, sem annar hluti hennar hafði ríkisvaldið í hendi sér en hinn beið með út- rétta krumluna eftir því að taka við. Munurinn á þessu tvennu er ekki grundvöllur neinna átaka. Þetta er skrípamynd af lýð- ræði. Þetta er dulbúið eins-flokks kerfi. Stundum fær maður það á tilfinninguna, að flokkarnir haldi í gömlu nöfnin sín ein- vörðungu til að veita Félagsvís- f % Þorgeir I 'I Þorgeirson skrifar indadeild Háskólans og Gallup einhverja vinnu. Engan skiptir það lengur neinu máli hvaða deildir pólit- ískrar einokunar sitja í ráð- herrastólunum. Mogginn og DV hafa sömu stöðu og Pravda og ísvestja höfðu á sínum tíma. Vöggugjöfina varðveita þau enn. Þau eru að vísu ekki málpíp- ur Sjálfstæðisflokksins lengur, heldur málgögn hinnar nafn- lausu Fylkingar valdasjúkra smáborgara (FVS). Og hvað þá um sjónvarpið? Fyrir nokkru stóðu tveir há- skólaprófessorar inni á gólfi hjá fréttastjóra Ríkissjðnvarps- ins, hrínandi eins og fældir asnar. Annar var að hrína af því, að fréttir voru sagðar um það að fyrirtæki hans hefði fengið hærri upphæð úr Vísindasjóði en leyfileg er samkvæmt reglu- gerð. Það sem olli enn voða- legri hljóðum frá hinum pró- fessornum var það, að frétta- stofan skyldi ekki fallast á að geyma fréttir af lögbrotum hans fram yfir rektorskosning- ar í Háskóla íslands. En þar var hann í framboði. Hvorartveggju fréttirnar voru þó ekki nema beinharðar staðreyndir, sem heiðarleg fréttastofa er skyldug til að segja frá strax og þær berast. Hvað er hér á seyði? Þessar ritskoðunarhrinur prófessoranna hafa síðan bor- ist inn á síður hins volduga málgagns FVS, Morgunblaðs- ins. Þar standa þeir nú báðir á öskrunum, Sigurður IJndal og Vésteinn Ólason. Og það undarlega er að Bogi fréttastjóri og Kristin frétta- maður hafa bæði séð ástæðu til að svara þessum frumstæðu kröfum prófessoranna í nokkr- um afsökunartóni. Vöggugjöf íslenskrar blaða- mennsku er endingargóð. Af hverju segja þau þessum furstum ekki bara að þegja og hætta að verða sjálfum sér, Hinu íslenska bókmenntafé- lagi, Háskóla fslands og þjóð- inni allri til skammar? Það væri þó réttmætast. En þau eru vitaskuld dálítið feimin við sjálf sig og aðra. Hefðu fyrir löngu átt að byrja á byrjuninni. Því frá upphafi hafa miklu hljóðlátari og öflugri fulltrúar FVS staðið inni á gólfi hjá þeim (og fréttastofu Gufuradíósins gamla) með tilmæli um tjöru- svarta þögn varðandi málefni sem ekki þola dagsins ljós. Og meðan forseti Hæstarétt- ar, ráðuneytisstjóri Dóms- málaráðuneytis og allir ráð- herrar FVS fá að standa og hvísla skipunum að frétta- mönnum, er það ekki með öllu óeðlilegt að smærri furstar kerfisins eins og Þjóðleikhús- stjóri og prófessorarnir vilji njóta sömu réttindanna. Verst að þeir þurfa að hrína svona hátt. Ef starfsmenn útvarps og sjónvarps hefðu frá upphafi vísað hljóðlátum vofuher ráða- manna FVS úr húsum sínum þá hefði ekki hvarflað að prófess- orunum nú að sjónvarpið ætti að taka tillit til sérstakra þarfa þeirra í fréttaflutningi. Svo einfalt er þetta mál. En púkar sjálfsritskoðunar- innar hafa tií skamms tíma riðið hverjum þverbita í þess- um stofnunum, braggast og fitnað og skilið eftir fingraför sín á starfseminni. Hvernig er heimildamynda- gerð Ríkissjónvarpsins? Fyrstu tvo áratugina voru gerðar myndir um allar eyði- eyjar við landið, sagt flausturs- lega frá lífi landdýra, fugla og jafnvel fiska, en einstöku tófta- brot fengu að segja raunasögu íbúa sinna, ef hún var 150 ára eða eldri. Þegar komnar voru tvær, þrjár svona myndir um hverja eyðieyju við landið varð heim- ildamyndagerð RÚV stóra- stopp vegna efnisleysis, eða öllu heldur vegna hræðslu starfsmannanna við allt það ið- andi mannlíf sem bærðist utan við gluggana hjá þeim. Þá kom Ómar Ragnarsson og bjargaði þessu máli (eins og öllum öðrum). Hann skapaði alveg sérstak- an RÚV-stíl í heimildamyndun- um. Lausn Ómars er einföld og snjöll. Hún felst í því að segja einatt það sama: „Mikið guðdómlega er landslagið utan Reykjavíkur fallegt og mikið andskoti búa þar einkennilegar (en algóðar) manneskjur.“ Þessi forskrift styður ferða- mannaiðnaðinn og sneiðir al- gjörlega hjá því að móðga full- trúa FVS, sem kannski eru ekki lengur nærstaddir á gólfum sjónvarps og útvarps, því minningin um þá nægir alveg. Semsagt gott! eins og Grunn- víkingurinn sagði. Frá seinustu áramótum hafa þó verið sýndar í sjónvarpi RÚV tvær heimildamyndir, sem standa undir því heimtu- freka nafni. Ég á við þátt Elínar Hirst um meðferðina á þýsku íslendingunum í seinni heims- styrjöldinni og tvo þætti Sigur- steins Mássonar um Geirfinns- og Guðmundarmálin svo- nefndu. í öllum þrem þáttunum var tekið á raunverulegum mann- legum málefnum, svo óhikað að áhorfendur hins sæla Ómars og Hemma blessbless- hressa hrukku í kút. Má ég benda á það, að Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva kostaði alla þrjá þættina? Hann virðist nú um stundir eina von okkar um fullorðins- sjónvarp í framtíðinni. Megi hann lengi lifa! Frá lesendum ■ Lögfræðingur spurðist fyrir um hvort HP væri hætt að fjalla um mál Péturs Kr. Haf- stein og meinta vanhæfni hans sem dómara við Hæstarétt. Lögfræðingurinn sagði marga kollega sína hissa á þögninni um málið en lögfræðistéttin sjálf væri hikandi að tjá sig um vanhæfi dómara þar eð skjól- stæðingar ættu of mikið undir Hæstarétti komið. ■ Maður með asma hringdi og kvartaði undan óhreinind- um í Reykjavík. Hann kvaðst hafa búið í höfuðborginni í fjörutíu ár og ekki muna eftir jafnmiklum sóðaskap og nú. ■ Lífeyrisþegi kom á ritstjórn og sýndi útreikninga sem leiða í ljós að stærsti hlutinn af hækkun lífeyrisgreiðslna fer til baka til ríkissjóðs í formi skatta. ■ Kona í Breiðholtinu hringdi til að tjá sig um skrif Auðar Haralds. Hún kvaðst hafa gaman af og vonast til að framhald yrði á. ■ Knattspyrnuáhugamaður spurðist fyrir um umfjöllun HP um íslandsmótið í knatt- spyrnu. Svipað form verður á þeirri umfjöllun og síðasta sumar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.