Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 18
18 V MfÐVIKUDAGUR 7. MAI1997 ViJítar og ævintýr Ibók sinni Women Who Run With the Wolves setur Clar- issa Pinkola Esté fram þá kenningu að gömlu ævintýrin hafi verið leið kvenna til að kenna þeim yngri, miðla visku sinni og reynslu. Hún segir okkur sögur og túlkar síðan at- burði hennar og persónur á tvo vegu. Fyrst sem dæmisögu um raunveruleg víti til að var- ast, síðan sem táknræna alleg- oríu er feli í sér lykla að leyni- hólfum sálarinnar og gefi vís- bendingar um hvernig þekkja megi og ryðja sálrænum hindr- unum úr vegi. Skoðum eina sögu. Sagan um Beinagrindarkon- una er gamalt inúítaævintýr um dótturina sem óhlýðnaðist föður sínum og var í refsingar- skyni kastað í hafið. Þar varð hold hennar fiskum og sjávar- dýrum að bráð en beinin rak um hafið. Fiskimaður nokkur setti síðan línu sína í beinin og byrjaði að draga. Hann fann að þungt var á færinu og dró mik- inn. Meðan hann dró velti hann glaður fyrir sér hve marga munna þessi happa- fengur myndi nú metta og hve lengi hann þyrfti ekki að halda á veiðar vegna hans. Kajakinn hans hristist og skókst því beinagrindarkonan reyndi í örvæntingu að losa sig en því meira sem hún barðist um því fiæktari varð hún í fær- ið. Þegar beinagrindin kom loks upp á yfirborðið fylltist fiskimaðurinn slíkum óhugn- aði og hræðslu að hann reri líf- róður í land. En vegna þess hve föst hún var í línunni dróst beinagrindarkonan með í land, upprétt með hvítfyssandi löðr- ið í kringum sig. Svo aigerlega hafði óttinn náð tökum á fiskimanninum að þegar hann kom í land hirti hann ekki um að sleppa lín- unni heldur hljóp beint af aug- um með beinagrindina á eftir sér heim í snjóhúsið sitt. Beinagrindin dróst yfir flatirn- ar þar sem fiskurinn var breiddur til þerris og á leiðinni mundi hún hve svöng hún var og nærðist. Fiskimaðurinn nötraði lengi í hálfrökkri snjóhússins og það var ekki fyrr en hann seint og um síðir þorði að kveikja að hann sá að beinagrindarkonan lá á gólfinu. f fyrstu hryllti hann við þeirri sjón en um síð- ir hrærðist eitthvað í honum til meðaumkunar með þessari beinahrúgu sem lá þarna skökk og skæld, illa flækt í fiskilínuna hans. Hann byrjaði því ósköp varlega að losa flækjuna og raða beinunum í réttar skorður. Þegar verkinu var lokið lagð- ist fiskimaðurinn til svefns, yf- irkominn af þreytu. Erfiðar draumfarir kreistu tár úr aug- SBHr n Borgarskipulag Reykjavíkur Skúlagata 21 og 42 og Hverf isgata 105 í samræmi viö 17. og 18. gr. skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi á lóöum viö Skúlagötu 21 og 42 og Hverfisgötu 105. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa aö Borgartúni 3, 1. hæö, kl. 9.00 -16.00 virka daga og stendur tii 18. júní 1997. Abendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en miövikudaginn 2. júlí 1997. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna. um mannsins og beinagrindar- konan fann hve þyrst hún var og skreið að honum og sleikti burt tárið, sem slökkti þorsta hennar betur en nokkur annar drykkur. Þar sem hún lá þarna við hlið hans heyrði hún takt- fastan trumbuslátt hjartans og tók að syngja með. Hún teygði beinabera hönd sína inn í brjóst hans, tók fram hjartað og hélt því titrandi í höndum sér, sönglandi; hold, hold, hold. Smátt og smátt tók hold ið að hlaðast utan á bein- in og hún söng á sig hár, falleg augu, skoruna milli fótanna og allt annað sem kona þarfnast. Trumb- unni máttugu, hjartanu, skilaði hún á sinn stað í brjóst inu og lagð- ist heil við hlið hans og um m o r g- u n i n n vöknuðu þau samantengd. Clarissa túlkar söguna af fiskimanninum og beinagrind- arkonunni sem dæmisögu af þróun ástarævintýris. í fyrstu er spennan, gleðin og vænting- arnar miklar. Þetta er mikill happadráttur á línunni en þeg- ar allt er komið upp á yfirborð- ið verður okkur ijóst að fleira fylgir í kjölfarið. Þá reynir á manndóminn. Öll flýjum við í fyrstu óhugnaðinn, en aðeins með því að horfast í augu við hann og sættast við hann nær ástin að sigra og ástvinurinn að holdfyllast á ný. En ástin er aðeins yfirborð- ið. Fiskimaðurinn er líka við sjálf og þær væntingar sem við gerum til eigin getu. Beina- grindarkonan er dekkri hliðin á sálinni og við þá hlið verðum við að sættast, með því að hlú að henni og raða henni saman í heild. Þegar því er lokið get- um við vaxið á ný. Á þennan hátt rekur Clarissa hvert ævintýrið á fætur öðru og hún talar um fornmynd villtu konunnar. Villta konan er táknmynd innsta eðiis kon- unnar og á sér djúpar rætur í menningu og reynslu kvenna. Hún býr í okkur öllum og birt- ist í goðsögnum, ævintýrum og þjóðsögum. í þeim er að finna vísbendingar um hvernig á að nálgast hana, næra og gera virkari í daglegu lífi hverrar konu. Villta konan er skapandi hugrökk, í tengslum við frum- Villta konan er táknmynd innsta eðlis konunnar og á sér djúpar rætur í menn- ingu og reynslu kvenna. Hún býr í okkur öllum og birtist í goðsögnum, ævin- týrum og þjóðsögum. í þeim er að finna vísbend- ingar um hvernig á að nálg- ast hana, næra og gera virkari í daglegu lífi hverrar konu. ■ að andarunginn er svanur meðal svana og sá fallegasti í hópnum. Hún talar þá einnig um nauðsyn þess að sættast við eigin líkama og útlit. hvatir sínar, full innsæis og dómgreind hennar er skýr. Clarissa talar um hið tvíþætta hlutverk kvenna; að fæða af sér nýtt líf og búa hina dauðu til sinnar síðustu ferðar. Nú- tímakonan sinnir ekki lengur um lík ástvina sinna og það hefur rofið líf/dauði/líf-hring- inn sem konur lengst af hafa verið í svo nánum tengslum við. í sjálfu sér er boðskapur Clar- issu ekki nýr né aðferðin sem hún notar til að nálgast hann. Freud og Jung leituðu mjög fanga í gömlum goðsögnum til að skýra ýmis síendurtekin minni í sálarlífi mannsins. Túlkun hennar á ævintýrum er mjög á þessa vegu en hún er sálkönnuður og aðhyllist kenn- ingar Jungs í starfi sínu. Hún titiar sig einnig „cantadora“, en hlutverk cantadorunnar er að varðveita gamlar sagnir. Þannig hefur Clarissa allt sitt líf safnað sögum. Hún er komin af mexíkóskum innflytjendum í Bandaríkjunum en ólst upp meðal austur-evrópskra og rússneskra flóttamanna. Flesta uppaiendur sína segir hún hafa verið illa læsa og varla skrifandi en hún naut sagna- brunns beggja heima. Konurn- ar sögðu sögur, ekki bara á kvöldvökum við eldinn heldur við störfin og hvenær sem tal- in var þörf á lexíu, nálgun eða smyrslum á andleg sár. H ú n nefnir villtu konuna ýmist þá sem alit veit, gyðju lífs og dauða, vísu konuna, móður jörð o.fl. Þessi hluti málflutnings henn- ar minnir um margt á kenning- ar kvennakirkjunnar og femi: nísku umræðuna um gyðjuna. í bókinni Óðurinn til Evu, sem kom út á íslensku fyrir nokkr- um árum, er konum lýst og skipt upp í „týpur“ eftir því upp á hvaða gyðju má heim- færa persónugerð þeirra og lífsstíl. Þar er talað um Hebu- konuna, Pallas Aþenukonuna, Afródítukonuna o.s.frv. í þeirri bók eru grísku gyðjurnar not- aðar sem nokkurs konar sam- heiti fyrir allar sambærilegar gyðjur annarra fornra trúar- bragða. Ævintýrin eru bráðskemmti- leg og túlkun Clarissu áhuga- verð. Hún gengur að vísu á stundum fram af lesandanum með málskrúði sínu og oft velt- ir maður fyrir sér hver tilgang- urinn sé. Boðskapurinn er hvort eð er ekki flóknari en svo að nauðsynlegt sé að þekkja sjálfan sig, trúa á innri rödd og hafa hugrekki til að fara að eig- in sannfæringu. Þannig telur hún söguna um Ljóta andarungann vera and- lega lexíu um það hvernig við leitumst öll við að finna okkur stað í tilverunni. Finna okkar líka, eigin hóp. Oft hafi slæm reynsla fyrri ára búið okkur illa undir sameininguna þannig að stundum taki tíma að átta sig á Drauma segir hún arfleifð villtu konunnar og aðferð und- irmeðvitundarinnar, líkt og lærifaðir hennar (Jung) hélt fram, til að senda skilaboð upp á yfirborðið. Draumarnir eru oft táknrænir og rýna verður í táknin og ráða þau. Martraðir margra kvenna snú- ast um ókunna inn- rásarmenn á heimil- um þeirra. Clarissa segir það afleiðingu þess að skapandi eld- ar kvennanna séu að- eins rjúkandi glóðir og menningarheimur þeirra haldi aftur af þeim. Blása þurfi í glæðurnar og kynda bálið að nýju, þá hverfi martraðirnar um leið. Clarissa Pinkola Esté hefur mikla aðdáun á lífsháttum og samheldni úlfa og notar þá því oft í líkingum. Þeir séu mikil fjölskyldudýr og hafi háþróað innsæi og hvatir er hjálpi þeim að bregðast rétt við. Hún segir frumeðli úlfynjunnar búa í hverri konu og hvetur okkur allar til að leggja upp í erfiða ferð eftir grýttum stígum sálar- innar inn að kjarnanum þar sem frumkrafturinn býr. Hún fullyrðir að ferðalokin séu ferð- arinnar virði. Ásþór Ragnarsson sálfræð- ingur, sem talaði um nýjar að- ferðir karla til að skoða stöðu sína í samfélaginu á málþing- inu Karlar krunka, sagði það tískubylgju í Bandaríkjunum að reyna að efla karlmennsku sína. Þar í landi væru uppi kenningar um að við hefðum vanrækt karlmennskuna og gert hana neikvæða sem hún alls ekki sé og karlmönnum sé nauðsynlegt að skilja hana og efla með sér. Til að þetta megi takast fjölmenna bandarískir karlmenn út í skóg og á eyði- svæði og berja bumbur. Hver veit nema bylgjan skelli á ís- landsströndum í sumar og ís- lenskir karlmenn stígi dans við taktfastan slátt trumbunnar í Heiðmörk og víðar? Konur þeirra ættu að fylgja fast á hæla þeirra og reyna, eftir leið- sögn Clarissu Pinkola Esté, að leysa sköpunarkraft sinn úr menningarfjötrunum og finna villtu konuna djúpt í undir- meðvitundinni. Stcingerður Steinarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.