Helgarpósturinn - 07.05.1997, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
23
Ekki
, missaía:
þessu
unum. Áföstudaginn kemur
veröur opnuö sýning í anddyri
Norræna hússins á skipslíkön-
um af þessum Svíþjóðarbátum,
en eins líkönum af eldri og
yngri skipum sem áttu sinn
frægðarferil. Ljósmyndir sem
tengjast hafinu prýöa og sýning-
una. Líkönin geröi Grímur
Karlsson, skipstjóri í Njarðvík,
en hann á mikið safn skipslík-
ana sem hann hefur gert af
miklum hagleik undanfarin ár.
Sígaretta — nei
takk!
Nú ættu þeir sem reykja og eru
aö velta fyrir sér að hætta
þessum slæma ósið aö nýta
tækifærið og hætta á sunnu-
daginn, því þá verður hinn ár-
legi Reyklausi dagur Tóbaks-
varnarnefndar. í tilefni dagsins
verður haldin karnival-hátíð í
fjölskyldu- og húsdýragarðinum
í Laugardal sem stendur frá
klukkan 13 til 18. Aögangur er
ókeypis og boðið veröur meðal
annars upp á Emmess-ís og
Svala. Skemmtidagskráin verð-
ur fjölbreytt og mikið um alls
kyns uppátæki. Klukkan eitt
hefst skrúðganga frá stúkunni á
Laugardalsvelli og verða götu-
leikhópur og lúörasveitin Svan-
ur í fylkingarbrjósti. Slökkviliðið
verður með bll á svæðinu og
leyfir krökkum að prófa að
sprauta. Magnús Scheving
kemur sem íþróttaálfurinn úr
Latabœ. Brúðubíllinn veröur
með leiksýningu og öllum gefst
kostur á að prófa veltibílinn og
fara í þrivíddarherminn. Fallhlíf-
arstökk verður sýnt, auk þess
sem níu metra há risarenni-
braut verður „frumsýnd" ásamt
hoppköstulum og blöðruskúlp-
túr og fleiru. Landsliðsmenn I
knattspyrnu árita splunkunýtt
plakat af landsliöinu. Barnakór
Börn og bækur í
Norræna húsinu
Finnski barnabókahöfundurinn
Irmelin Sandman Lilius er
gestur Norræna hússins um
næstu helgi og á laugardaginn
ætlar hún að lesa, á sænsku,
upp úr barnabókum sínum fyrir
yngri kynslóðina I Barnahellin-
um. Barnahellirinn er sérstakt
barnaherbergi undir bókasafn-
inu, fullt af bókum, púðum og
öðru skemmtilegu fyrir yngstu
gesti Norræna hússins. Her-
bergiö var opnað síðastliðinn
janúar og hefur verið vinsælt
hjá börnunum síðan. Á sunnu-
daginn heldur Irmelin fyrirlestur
sem höfðar ef til vill meira til
eldri kynslóðarinnar, en þar
verður rætt vítt og breitt um
barnabókmenntir. Hún mun
einnig segja frá bók sinni
„Hand i hand“, sem erfjöl-
skyldusaga hennar skrifuö I
samvinnu við systur hennar. Á
undan fyrirlestrinum syngur
telpnakór frá Ábo I Finnlandi
sem er á ferð hér á landi.
Austurbæjarskóla syngur og
síðast en ekki síst treður hin
geysivinsæla rapphljómsveit
Quarashi upp á þessu karni-
vali.
Súperblástur á
Gauknum
1 kvöld og annað kvöld mun
hressileg tónlist glymja um sal
Gauks á Stöng. Stórhljómsveit-
in SÚPER 7, sem meðal annars
er skipuð þremur fyrrverandi
Sælgætisgerðarmeðlimum,
þenur blásturshljóðfæri sln auk
annarra hefðbundinna rokk-
hljóðfæra þessi kvöld. Tón-
listin sem hljómsveitin leikur
er úr öllum áttum; djassrokk,
fönk, diskó og jafnvel út I
rokk. Föstudags- og laugar-
dagskvöld veröur hin geysi-
vinsæla Reggae on ice með
sitt alkunna stuðprógramm
með reggae-ívafi. Rólegheitin
munu svo ráöa ríkjum sunnu-
dags- og mánudagskvöld er
hljómsveitin T- Vertigo flytur
fyrir gesti krárinnar óraf-
magnað gæðarokk. Gaukur á
Stöng ætti þvl að vera ágæt-
isskemmtistaöur alla helg-
ina.
sýning Helga opnuð á föstudag-
inn á einu besta kaffihúsi bæj-
arins, Mokka. Sýningin stendur
til 6. júní.
Aðalbassaleikari
bæjarins
Róbert Þórhallsson er trúlega
einn af betri bassaleikurum
landsins, að minnsta kosti ber
afrekaskrá hans vitni um það.
Hann er I hljómsveit Emilíönu
Torrini og spilaði I Stone Free
og Superstar. Eins verður hann
bassaleikari á Bítlatónleikunum
sem haldnir verða I Háskólablói
I júní. Þessa dagana er hann I
Óperubandi Björgvins Hall-
dórssonar. Hann hefur lært
bassaleik hjá FÍH frá því áriö
1989, en eins og hann sjálfur
segir hefur námið tekið svo
langan tíma vegna mikillar
vinnu sem hann hefur fengið út
á að vera I FÍH-skólanum. „Ég
hef bara ekki náð að Ijúka nám-
inu,“ segir Róbert. Nú er samt
komið að því og
burtfarartónleikar
Róberts verða nú á
föstudagskvöldið
klukkan 201 sal
FÍH I Rauðagerði
27. En hvernig
verður dagskráin
hjá honum. „Raf-
bassinn býður upp
á svolltið nýrra pró-
gramm en venju-
legur bassi. Ég er
að útskrifast af
djassbraut, þannig
að viö munum
spila eins konar
módern djass út I
free djass. Lögin
verða meðal ann-
ars eftir mig og
fjöldann allan af
öðrum góðum djössurum. Þeir
sem spila með mér eru Hilmar
Jensson á gítar og Einar Sche-
ving á trommur. Síöan veröa
þrír gestir hjá mér; Jóel Páls-
son á tenórsax, Jóhann Hjör-
leifsson á trommur og Guð-
mundur Pétursson á gítar.
Svo spila ég aö sjálfsögðu á
rafbassa og örlítið á kontra-
bassa.“
Loksins útskrifaður...
„Já og nú hefst alvöruvinnan,
en ég hef unnið sem tónlistar-
maður I fullu starfi slðustu
fimm ár og gengiö ágætlega.
Endar ná aö minnsta kosti sam-
an. Hljómsveitir stranda oft á
því að þær vantar bassaleikara
og ég hef notiö mjög góðs af
þvl.“
Eins og áöur segir verða tón-
leikarnir á föstudagskvöldið I
sal FÍH, Rauðagerði 27. Þeir
hefjast klukkan 20 og er ókeyp-
is inn.
Föðurland vort
hálft er hafið...
Eftir heimsstyrjöldina síðari
voru um 50 fiskiskip sérsmíðuð
fyrir íslendinga I Svíþjóö og þar
að auki keyptu íslendingar 30
skip af Svíum sem höföu verið
smíðuð fyrir heimamarkað.
Koma Svíþjóðarbátanna fyrir
hálfri öld átti stóran þátt I ein-
um mestu framförum sem oröið
hafa fyrr og slðar til bættra lífs-
kjara á íslandi. Viö hvern Svl-
þjóðarbát, eða bát af svipaöri
stærö, höföu 25 manns at-
vinnu, þ.e.a.s. við veiöar, þjón-
ustu og vinnslu aflans. Það
hafa því 2.000 manns haft at-
vinnu einungis af Svíþjóðarbát-
Plast
„Verkunum er ætlað að yfir-
poppa og afhjúpa óþol gerand-
ans gagnvart gjaldþroti miðils-
ins. Þau framkalla plestnar kli-
sjur sem hver um sig uppfyllir
þó eitt af frumskilyrðum mynd-
verksins; aö lifa sjálfstæðu
lífi,“ segir
Helgi Sig-
urðsson
hugverka-
smiður um
plastverka-
sýningu
sem
hann
opnar á
Mokka
nú á
föstu-
daginn.
Helgi
hefur
um
langt
árabil
starfað
sjálf-
stætt
sem teiknari og grafíkhönn-
uður þar sem tölvur hafa
skipað stóran sess I vinnslu-
ferlinu. Helgi segist vilja seil-
ast út úr stafrænu umhverfi
sínu til að kanna þá mót-
sögn er felst I sköpun mynd-
verka nú þegar upplausn
allra forsendna vofir yfir. „Á
sama tíma og ég veiti þess-
ari sköpunarþörf útrás
stunda ég einskonar fjöl-
bragðaglímu við mótsagna-
kennd viðhorf," segir Helgi.
„Myndlistin sem boðberi
nýrra strauma virðist hæpin
nú þegar mögulegt er að
flytja þrivíðan veruleikann yfir
upplýsinganetiö og ofgnótt
myndefnis á öllum sviðum
herjar á og situr um skilning-
arvitin. Sú spurning vaknar
þess vegna óhjákvæmilega
hvort þetta venjulega lista-
brölt sé réttlætanlegt með
tilliti til kostnaðar og fyrir-
hafnar."
Eins og áöur segir verður
Hverjir
HEIMSÆKI MÖMMU OG TENGDAMÖMMU
„Næstu helgi? Ég er ekki búin að ákveða það,“ segir Nína Björk
Árnadóttir rithöfundur. „Ætli helgin verði ekki róleg
hjá mér. Ég heimsæki trúlega mömmu mína og
tengdamóður mína. Ég sinni gömlu konunum um
helgar, svo þetta er ekkert spennandi fyrir ykkur. Svo
pikka ég eitthvað á tölvuna. Ég hef verið að skrifa
gamanleikrit sem ég er að dútla við að breyta."
Horfirðu eitthvað á sjónvarp?
„Voða lítið. Ég er lítil sjónvarpsmanneskja. Það sem ég geri mér
helst til dundurs hér heima er að skrifa og svo les ég eitthvað.“
AUSTUR YFIR FJALL
„Drottinn minn dýri,“ segir Óli Tynes fréttamaður. „Þá er tíundi
maí. Ja, venjulega um helgar þegar ég er I fríi á veturna er ég I
skíðabrekkunum en núna, þar sem það var lokað um síðustu
helgi, býst ég við að við hjónin förum að kanna hvort Suðurlands-
undirlendið sé ennþá á sínum stað. Skreppum eitt-
hvað austur yfir fjall og heimsækjum þar vini og
kunningja. Við höfum lítið farið austur yfir fjall síðan
einhvern tímann síðastliðið haust.“
Þekkirðu eitthvað til þar?
„Ég hef verið I sveit þar og svo eigum við kunningja
fyrir austan. Eins höfum við verið I sumarbústöðum
þar. Þegar maður fer ekki I lengri ferðir er þetta
skemmtilegur staður að ramba um.“
Vinnurðu mikið um helgar?
„Við erum I vaktavinnu, þannig að ég vinn alltaf eina til tvær
helgar I mánuði og fæ svo inn á milli frí á virkum dögum. Það þyk-
ir mér I raun hin ágætustu skipti.“
BADMINTON Á LAUGARDÖGUM
„Um næstu helgi? Þú segir nokkuð,“ segir Þórhildur Líndal,
umboðsmaður barna. „Heldurðu að ég sé búin að ákveða það?“
segir hún og hlær. „Bíddu nú við, ég er að fara I kvöldverð til vina-
fólks á laugardeginum.“
Ertu frekar róleg um helgar?
„Það er allur gangur á því. Eg fer ýmist út I garð eða
I göngutúr með eiginmanninum. Svo er ég I badmin-
ton á laugardagsmorgnum og hef gert það I á annan
tug ára.“
Ertu þá ekki orðin nokkuð góð í badminton?
„Ég get nú ekki alveg skrifað upp á það, en ég hef mjög mikla
ánægju af þessu. Þetta er I rauninni eina íþróttin sem mér finnst
gaman að, fyrir utan göngutúra.“
BÝÐ KONUNNI ÚT AÐ BORÐA
„Um næstu helgi? Það er trúlega svo andlaust og ómögulegt að
það er enginn blaðamatur,11 segir Óli H. Þórðarson hjá Umferðar-
ráði. „Ég held að ég verði bara að vinna,“ segir hann og hlær I
símann. „Nei það má varla segja þetta, en ég verð
það.“
Hvað er svona mikið að gera um helgar?
„Þetta starf er ekkert frá níu til fimm. Ég er hálf-
gerður vinnufíkill — er alltaf I puðinu. Ég fer I badm-
inton, en það er I miðri viku. Svo fæ ég heimsóknir
um helgar af börnum og barnabörnum. Það eru nokk-
uð fastir liðir um helgar. Annars ætla ég að reyna að fara út að
borða með konunni. Ætli ég ákveði það ekki bara núna að bjóða
henni út að borða fyrst þetta birtist I blaðinu ykkar.“
Gleðilegt
sutnar!
j Hiri cjullfaJlega,
vinsæla
íslensk-
indverska
prinsessa
nýkomin frá
Kanada meö ný
sjóöheit lög og
frábært
„show", er
reiðubúin
aö skemmta
um alít ísland, í
félags-
heimilum,
skemmti-
stööum og
klúbbum.
Veljum
íslenskt!
Hafið samband við LcOtlCÍCy
sími 554 2878