Helgarpósturinn - 05.06.1997, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Blaðsíða 4
4 RMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 89 Vægur dómur Hér- aösdóms Reykja- víkur yfir ölvuðum ökumanni sem drap eina mann- eskju og limlesti aðra hefur vakið furðu. Átta mán- aða fangelsi, þar af fimm skilorðs- bundnir, það var allt og sumt. Hvað finnst þeim sem vinna í forvömum hérlendis? Sigurð- ur Helgason hjá Umferðarráði varð fyrir svörum. Dómur ekki í samræmi við eðli brots Hverjar telur þú for- sendurnar á bak við dóm Hœstaréttar? „Nú er erfitt fyrir mig að svara því, — væntanlega lög- in. Menn þurfa hins vegar að spyrja sig hvort sá lagabók- stafur þjóni markmiðum um- ferðaröryggis." Er þessi dómur ekki í hrópandi mótsögn við for- varnir gegn ölvunarakstri sem Um- ferðarráð og fleiri hafa staðið í lengi vel? „Ég, ásamt mörgum öðrum, er ekki hlynnt- ur því að beita mjög hörðum refsingum og tel það fráleitt einu aðferðina til þess að koma í veg fyrir svona harm- leiki. Hins vegar hljóta menn að velta því fyrir sér hvers konar gildismat sé á bak við svona lagað. Það sem mér finnst að mætti gera er að finna önnur úrræði til að fást við síbrota- menn á þessu sviði. Reyna að koma í veg fyrir brotin áður en þau eiga sér stað. Það er nefnilega of seint að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í. Ég veit til þess að erlendis hafa verið haldin námskeið, n.k. meðferðarnámskeið, þar sem menn sem ítrekað hafa verið teknir við ölvunarakst- ur hafa verið skikkaðir til þess að taka þátt og refsing þeirra linuð að sama skapi. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá þessu fólki, ökuleyfis- svipting ein sér er ekici nóg.“ Borið saman við mann- drápsdóma þar sem vopn- ið er annaö, hvað segir þessi vœgi dómur um við- horf dómsvaldsins til ölv- unaraksturs? „Það liggur í augum uppi að allir sem þetta sjá velta fyrir sér hverju þurfi að breyta i kerfinu til að komist verði hjá svona ósamræmi. Dómurinn er að mínu mati í engu samræmi við eðli brotsins.“ Mœtti ekki segja að þetta vœri líkt og blaut tuska framan í ykkur og lögregl- una? „Þetta er að minnsta kosti ekki þau skilaboð sem ég viidi sjá þá fjölmörgu aðila sem vinna að forvörnum fá frá dómsvaldinu." í síöustu viku var haldið í Reykjavík fyrsta sinni íslenska söguþingiö. Finnur Vilhjálms- son fór á staðinn og ræddi m.a. viö Þórmund Jónatansson, blaðafulltrúa þingsins. Söguþingið var haldið í Há- skóla Islands á vegum Sagnfræðingafélags fslands og Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands. Blaðamaður náði tali af Þórmundi og forvitnaðist um þingið og fólkið sem sat það. Hvernig fór þingið fram og hvað var á dagskrá? „Þingið hófst með þingsetn- ingu miðvikudaginn 28. maí og síðan var þingað í þrjá daga, eða fram á laugardag. Dagskrá- in var mjög fjölbreytt, alltaf þrjár málstofur virkar í senn, og tóku þingstörfin til níu ólíkra efnissviða auk þess sem tólf stakir fyrirlestrar voru fluttir. Aðalefnin voru tvö, ann- ars vegar „Heimili og samfélag á miðöldum" og hins vegar „ís- land og umheimurinn". Þessi efni voru rædd á einum degi hvort af mörgum fræðimönn- um. Að auki voru sex hliðar- efni, rædd á hálfum degi, t.d. „Þjóðararfurinn11 og „Kyn og saga“. Einnig var bryddað á þeirri nýjung að hafa stutta og snarpa fyrirlestra, „Skiptar skoðanir“, þar sem fræðimenn úr hinum ýmsu greinum rök- ræddu um hvenær nútíminn hóf innreið sína á íslandi," seg- ir Þórmundur. Hvernig tókst til með þing- störfin? „Þau gengu ákaflega vel. Fræðileg umræða var öflug og málstofur þéttsetnar. Við sem unnum við þingið urðum vör við að fræðimenn jafnt sem áhugamenn voru mjög þakklát- ir fyrir þetta tækifæri til að grúska í íslenskri sögu. Ég get fullyrt að strax verður hafinn undirbúningur að næsta þingi." Tímamót í greininni Hvert var markmiðið með þinginu? „Tilgangurinn var annars vegar að efla fræðilega um- ræðu með því að fræðimenn hittust og bæru saman bækur sínar. Á hinn bóginn vildum við kynna störf sagnfræðinga fyrir almenningi. Þessu þingi var ætlað að kynna sagnfræð- inga hvern fyrir öðrum og rannsóknum hvers annars. Þing af þessu tagi hafði aldrei verið haldið hérlendis og því má segja að þetta hafi verið tímamót í greininni.“ Geturðu nefnt mér ein- hverja fyrirlesara sem létu Ijóssitt skína? „í fyrsta lagi voru þeir nánast allir íslenskir, enda alís- lenskt þing um íslenska sögu en ekki alþjóðleg ráðstefna. Þeir voru um áttatíu talsins, en gestur þingsins og þekktastur af þremur erlendum fyrirlesur- um var hinn heimsþekkti sagn- fræðingur Arthur Marwick. Hann ritaði bók sem hefur lengi verið kennd við Háskól- ann. Sérstaklega gaman er frá þ\\ að greina að við höfum fengið hingað á þingið fjölda ís- lenskra sagnfræðinga sem eru við nám eða störf erlendis og er þeim hér með þakkað. Marg- ir af þeim eru ungir og gott fyr- ir þá að fá tækifæri til að kynna sig og sínar rannsóknir á svona stóru þingi.“ Mœtti skoða þetta þing í tengslum við hina miklu aukningu nemenda í sagn- frœði við Háskólann á síð- ustu árum? „Já, það tel ég. Að minnsta kosti endurspeglar það hina miklu grósku í starfi sagnfræð- inga. Fyrir nokkrum áratugum höfðu fáir sagnfræðingar sér- þekkingu á hinum og þessum málaflokkum en nú hafa sem sagt loksins skapast forsendur fyrir svona stóru þingi,“ sagði Þórmundur og hélt til starfa á ný. „Margir nútímar!“ Blaðamaður hlýddi á rök- ræður fræðimannanna um inn- reið nútímans í hátíðarsalnum síðasta föstudag. Meðal mæl- enda voru Sigurður Líndal prófessor, Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, Þorsteinn Vil- hjálmsson prófessor og fleiri. Þetta reyndist fróðlegt og hin besta skemmtun. Fór blaða- maður margs vísari af fundin- um þótt ekki tækist fyrirlestr- unum fyllilega að standa undir nafni sem „stuttir og snarpir". Flestir teygðust á langinn og urðu töluvert lengri en hinar áætluðu tíu mínútur, sem aftur olli smáseinkun á fundinum. Þetta telst þó fremur regla en undantekning þegar fólk sem hefur eitthvað merkilegt að segja fær svo kjörið tækifæri til þess. Fyrirlestrarnir voru mjög skemmtilegir á að hlýða og gaman að heyra mismunandi útlistanir gáfumanna á upphafi nútímans. Flestir voru sam- mála um að varla væri hægt að negla upphaf hans niður mjög nákvæmt en margir töluðu um síðari hluta 19. aldar til fyrri hluta 20. aldar. Sumir töluðu jafnvel um „marga nútíma“, t.a.m. Sigurð- ur Líndal og Þorsteinn Vil- hjálmsson. Fræðimennirnir reyndu hver um sig að tíma- setja innreið nútímans í ís- lenskt samfélag út frá merkum tímamótum og uppgötvunum í sinni fræðigrein svo og þróun hennar. Á stöku stað mátti finna svo marga slíka merkis- áfanga og rekja þróunina í svo margar áttir að útkoman varð, eins og áður sagði, „margir nú- tírnar". Að sjálfsögðu var hið sígilda „konur og...“-erindi á sínum stað enda ekki við öðru að bú- ast frá iðkendum svo húman- ískra fræða sem sagnfræðin er. Erindið „Móðir, kona, meyja — og nútíminn“ eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur naut sín vel í flutningi Ingu Dóru Bjömsdóttur. Þótt umræðan væri mest á alvarlegu nótunum kom ýmis- legt skondið fram. Heimir Þor- leifsson benti á að upphaf nú- tímans hérlendis væri eigin- lega afstætt því fólk væri gjarnt á að miða það við al- genga og einkennandi hluti í samfélaginu. Hann spurði því hvort ekki lægi beinast við að líta á tilkomu krítarkortanna sívinsælu í kringum 1980 sem upphaf nútímans á íslandi! Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður er orðinn þjóðkunnur fyrir teikningar sínar og myndskreytingar í hinum ýmsu blöðum. Myndirnar eru einfaldar en draga þó alltaf fram persónueinkenni viðkomandi á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. En hvernig er Jón sjálfur? Hvaöa listamaður hefur haft mest áhrif á þig? Þaö myndu vera Andy Warhol og Yves Klein. Hvaða stjórnmálamaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Jón Baldvin og Ólafur Ragnar. Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast? Percival lávaröi. Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst hafa veriö? Jóhann Sebastían Bach. Mig hefur alltaf langaö til aö vera tónlistarmaöur. Ef þú fengir að lifa lífinu aftur myndirðu þá breyta einhverju? Já, ég myndi breyta öllu, því ég myndi náttúrulega ekki vilja fara í gegnum sama ferlið aftur. Þá veit maður allt fyrirfram. Hver er merkilegasti atburöur sem þú hefur upplifaö? Þaö er þegar Christina Long vatt sér aö mér og spuröi: „Are you Jón Óskar?' Hver er merkilegasti atburður sem þú ætlar að upplifa? Þaö er stofnun FÍAL sem stendur fýrir: Félag íslenskra alvörulistamanna. Þar myndu aðeins fá inni þeir allra bestu. Hvað hefur mótað lífsviðhorf þitt framar ööru? Fjölskyldan mín; konan mín, foreldrar o.s.frv. Ef þú ættir þess kost að breyta einu atriði í þjóðfélaginu eöa umhverfinu, hverju myndirðu þá breyta? * Ég myndi hlúa betur aö þeim sem minna mega sín. Sérðu eitthvaö sem ógnar samfélaginu öðru fremur? Hmmm... ég er nú svolítið á gati hér. Nei, ekki í svipinn. IVIottó? Nei, ekkert mottó. Ég er á móti prinsippum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.