Helgarpósturinn - 05.06.1997, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997
■
7
Jón Ólafsson milligöngumaður
AVUL VL NJ JIJJL ^
Fíkniefu
peningai
sendir til
Skvfimu
Hálfbróðir Jóns Ólafssonar á Stöð
2, Tryggvi Bjarni Kristjánsson,
innheimti fíkniefnagróða í gegnum
Skífuna, sem er kjarninn í viðskipta-
veldi Jóns. Tryggvi Bjarni vísaði manni
sem skuldaði honum peninga til Jóns
Ólafssonar en Jón átti síðan að koma
peningunum til Tryggva Bjarna, sem
þá sat í fangelsi á Malaga á Spáni. í
bréfi sem Tryggvi Bjarni skrifaði úr
fangelsinu kemur fram að Jón veit um
fíkniefnamisferli Tryggva. Bréfið veitir
innsýn í heim fíkniefnasala þar sem á
víxl er höfðað til vináttu og hótað lim-
lestingum og morði í því skyni að inn-
heimta skuld sem hvergi er til á við-
skiptapappírum.
Tryggvi Bjarni skrifaði bréfið í lok
janúar árið 1993. Hann hafði dvaiið í
fangelsi á Malaga um átta mánaða
skeið og átti að koma fyrir dóm í febrú-
ar. Tryggvi Bjarni taldi sig eiga um 500
þúsund krónur inni hjá Sigurbimi
Þorkelssyni vegna fíkniefna sem
Tryggvi Bjarni útvegaði og Sigurbjörn
kom í verð á íslandi. Peningana hugð-
ist Tryggvi Bjarni nota til að setja sem
tryggingu og komast út úr fangelsi áð-
ur en réttað yrði í máli hans. Hann
bjóst við að standa betur að vígi í
dómsainum sem frjáls maður en
gæsluvarðhaldsfangi.
Síðasta melding Sigurbjörns hafði
verið að Tryggvi Bjarni fengi pening-
ana í desember. Tryggvi Bjarni gerði
sér vonir um að eyða jólunum með
fjölskyldunni á Spáni, þar sem hann
hefur verið búsettur mörg undémfarin
ár. Hann missti einnig af afmæli yngsta
sonar síns.
Þegar komið var fram í janúar og
ekkert bólaði á peningunum sem áttu
að kaupa Tryggva Bjarna frelsi skrifaði
hann Sigurbirni bréfið. „Ef ég verð
dæmdur og er ekki laus þegar það
skeður þá skuluð þið vona að þið sjáið
mig aldrei framar, því ég vil ekki
þekkja svikara sem svíkja mann. Svo-
leiðis menn eiga ekki gott skilið frá
minni hálfu séð,“ skrifaði Tryggvi
Bjarni og til að leggja áherslu á orð sín
teiknaði hann hakakross á spássíuna.
Tryggvi Bjarni útvegaði háift kíló af
fíkniefnum sem hann verðleggur á 300
þúsund krónur og þar fyrir utan vill
hann 200 þúsund í áhættuþóknun.
Niður í Skífu með peningana
Tryggva Bjarna grunaði að Sigur-
björn hefði sólundað ágóðanum af
fíkniefnasölunni og spyr hvað það eigi
að þýða að vera á sukki og gleyma vin-
um sínum. Síðan skipar Tryggvi Bjarni
Sigurbirni að fara niður í Skífu, sem
hann skrifar með ufsiloni, og láta Jón
Ólafsson eða ritara hans fá peningana.
„Taktu á honum stóra þínum og red-
daðu þessum peningum, farðu niðrý
Skýfu og láttu Jón Olafs eða ritaran
hans fá þessa þeninga, þannig að þeir
komi helst í gær. Er það skilið!"
Leiðir bræðranna Jóns Ólafssonar
og Tryggva Bjarna Kristjánssonar hafa
áður legið saman í fíkniefnamálum.
Vorið 1976 viðurkenndi Jón Ólafsson í
yfirheyrslu í Sakadómi að hann hefði
haft milligöngu fyrir Bjarna Tryggva
um kaup á fíkniefnum fyrir varnarliðs-
mann á Keflavíkurflugvelli.
Ári seinna var Jón dæmdur fyrir
skjalafals í héraðsdómi og var málinu
áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en Hæsti-
réttur kvað upp dóm sinn kom Tryggvi
Bjarni bróður sínum til bjargar og
lagði fram yfirlýsingu þess efnis að
hann væri sekur um skjalafalsið sem
Jón var dæmdur fyrir í undirrétti.
Málatilbúnaður saksóknara ónýttist
með yfirlýsingunni og Jón Ólafsson
var sýknaður í Hæstarétti.
Tryggvi Bjarni hefur margsinnis
komið við sögu fíkniefnamála, bæði
hér heima og erlendis. Hann hefur
hlotið á annan tug dóma vegna alvar-
legra afbrota og margsinnis samþykkt
dómsátt í léttvægari málum.
Lærði Jón á lífið, eða iærði
hann á kerfið?
Jón Ólafsson er umsvifamesti fé-
sýslumaður landsins á sviði skemmt-
anaiðnaðar og fjölmiðla. Hann lagði
grunninn að veldi sínu með hljóm-
plötu- og myndbandainnflutningi Skíf-
unnar á síðasta áratug. Jón var einn af
stofnendum Bylgjunnar og eignaðist
síðar stóran hlut í Stöð 2, þar hann er
núna stjórnarformaður og sjónvarps-
stjóri. I gegnum Stöð 2 á Jón ítök í fjöl-
mörgum fyrirtækjum, t.a.m. útgáfufé-
lagi DV og ýmsum smærri útgáfum og
margmiðlunarfyrirtækjum.
Áður en uppgangur Skífunnar hófst
kom Jón Ólafsson allnokkrum sinnum
við sögu fíkniefnamála. í lögreglu-
skýrslum og fíkniefnadómum sem
Morgunpósturinn birti fyrir þremur ár-
um eru tíunduð á annan tug tilvika frá
árunum 1972, 1973, 1976 og 1981 þar
sem Jón m.a. viðurkennir að hafa
Bróðir Jóns
innheimtir
skuldir vegna
fíkniefnasölu
í gegnum
fýrirtæki
Jóns
smyglað eiturlyfjum til landsins og
haft milligöngu um sölu þeirra.
Þegar Jón braust til áhrifa í við-
skiptaheiminum var sumum þeim sem
hann var í félagi við í nöp við fyrri iðju
hans. Áður en Morgunpósturinn birti
gögn sem staðfestu aðild Jóns að fíkni-
efnamisferli sagði Jón félögum sínum
að hann hefði aldrei selt fíkniefni eða
tekið að sér dreifingu þeirra. Eftir út-
komu greinarinnar sagði Jón af afskipt-
in af fíkniefnaheiminum hefðu verið
bernskubrek og að hann hefði tekið út
sína refsingu.
Fíkniefnalögregluna grunar að mál-
um sé á annan veg háttað. Bernsku-
brekin fólust í því að Jón var óvarkár
og lét komast upp um sig.
Jóni „má treysta“
Bréf Tryggva Bjarna er ekki til að
draga úr tortryggni fíkniefnalögregl-
unnar. Vegna fyrri samskipta Jóns Öl-
afssonar og Tryggva Bjarna er ástæða
til að ætla að Jón viti um „atvinnu“
bróður síns. f bréfinu segir Tryggvi
Bjarni fullum fetum að Jón Ölafsson og
móðir bræðranna, Heiða Kristjáns-
dóttir, séu upplýst um það hvað sé á
seyði.
„Móðir mín veit hvað málið snýst
um því ég hef engan annan til að íta við
þér þannig að ég lét hana vita útaf
hverju og Jón bróðir líka. Þaug segja
engum frá því. Það er hægt að treista
þeim,“ skrifar Tryggvi Bjarni.
Fíkniefnasala og dreifing er alvarlegt
lögbrot. Þeir sem standa að Slíku
starfa utan ramma samfélagsins og
hafa þar af leiðandi ekki tök á að leita
formlegra leiða þegar ekki er staðið
við gerða samninga, sem eðli málsins
samkvæmt eru alltaf munnlegir.
Traust skiptir höfuðmáli í samskiptum
fíkniefnasala og til þess höfðar Tryggvi
Bjarni þrásinnis í bréfinu. Sjaldnast þó
undir jákvæðum formerkjum. Sá sem
bregst trausti er svikari og það orð
kemur reglulega fyrir í bréfinu. í niður-
lagi er hnykkt á alvöru málsins með lítt
dulbúinni morðhótun.
„Tóti svarti“ í heimsókn
„Svikara á jafnvel að ganga frá því þá
kann ég ekki við,“ skrifar Tryggvi
Bjarni til Sigurbjörns. „Það er hræði-
legt ef vinir standa ekki saman. Ég
stend alltaf með mínum vinum. Því
geryr þú ekki það sama gagnvart okkar
vinskap?" spyr gæsluvarðhaldsfang-
inn á Spáni.
Morðhótunin er almennt orðuð en
til að undirstrika að hann sé þess albú-
inn að láta eitthvað verulega óviðfélld-
ið koma fyrir Sigurbjörn segist Tryggvi
Bjarni tilbúinn að senda „Tóta svarta"
í heimsókn.
„Kanski á ég að þurfa að senda Tóta
svarta í heimsókn. Ég get hryngt í
hann ef þú vilt, ef það er betra að fá
hann til þess að rukka inn firyr þá gery
ég það ef þetta kemur ekki í gær.“
Tóti svarti er Þórður Siguijónsson,
sem sætt hefur ákærum fyrir líkams-
meiðingar, m.a. á tollverði á reykvísk-
um skemmtistað fyrir nokkrum miss-
erum og eiginkonu þekkts fíkniefna-
sala.
Lokaorð Tryggva Bjarna í bréfinu
eru þessi:
„Enga leti í bankan og niðurý Skýfu
strax með fjögur til fimm hundruð þús-
und krónur strax. Einn sem er ekki
hress með það að vera svikin.
Tryggvi.“
V'élfc'iU 3 \ioMUH K<3 fijUM O'J
fc€cbidfxj Pe/Jia/cuh r fybfou • P öý Sfcýfn
dy CQ-héíJ ]q,\! ÓL3'f /rP3 f
’ petf wc<3 , &Ð feni WeLSi (
A :[&). Skú’f£> flé s 'þf&y' sb*
HöBÁw HiH V6í*f HV'SP
naff SjV/SV f j-r j>Vi e<j H'€.r a h
-X\ L W Ht-c^ Vf-v- t
yijz? iuf>f l(v€í-\a Oöa/
^3 a fr;
$6i~7Ö// htfPN 3^/7 ö/sfcyh jf/ ZjC'/L
^ LLfc, yié'
ht3SyeNci /{í+c) f blix//>
h hhpi SNhfcí. 0/c/cOh