Helgarpósturinn - 05.06.1997, Page 11
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997
Ílli ■
11
Framhaldsskólar eru misjafnir, það er viðurkennt. En eru þeir misgóðir? Oddgeir Eysteinsson útskrifaðist úr
MH en er alls ekki viss um að hann sé sá besti...
Góðir skólar, snobbið og
sköpunaraleðm
Flestir nýútskrifaðir grunnskólanemar hafa
síðustu daga verið að skrá sig í framhalds-
skóla. Ekki eru margir áratugir síðan einungis
börn heldra fólks héldu áfram í skóla eftir að
skyldunáminu lauk meðan hin fóru beint í puð-
ið. Nú fara flestir íslenskir unglingar í framhalds-
skóla óháð efnahag foreldra. En fara þau í sömu
skólana? í ónefndum kaupstað sunnanlands
þekkist það að börn útgerðarmannanna og
þeirra sem eiga eitthvað undir sér fari í Verslun-
arskólann í Reykjavík, meðan allur almenningur
í bænum gerir sig ánægðan með framhaldsskól-
ann í plássinu. Sömu sögur berast af Reykjavík-
ursvæðinu; krakkar hinna tekjumeiri lærdóms-
manna og -kvenna fari í „gömlu góðu“ skólana
frekar en hverfisskólann sinn.
í hugum flestra er tími stéttaskiptingar á ís-
landi liðinn. En það sem á undan er rakið vekur
hins vegar þá spurningu hvort hægt sé að tala
um einhvern stéttamun í skólakerfinu og þá í
framhaldi af því hvort hægt sé að tala um ein-
hvern gæðamun á skólum á framhaldsskóla-
stigi.
Samanburðurinn...
Próf í framhaldsskólum eru ekki samræmd en
hins vegar hefur námsframmistaða nemenda á
fyrsta ári í Háskóla íslands verið metin með hlið-
sjón af bakgrunni þeirra, þ.e. þeim framhalds-
skólum sem þeir komu úr. Síðast var slík könn-
un gerð heyrinkunnug árið 1992 en að henni
stóðu Guðmundur B. Amkelsson og Friðrik H.
Jónsson, kennarar við félagsvísindadeild. Könn:
unin var byggð á upplýsingum nemendaskrár HÍ
um innritanir árin 1984-1989. Niðurstaðan var
miðuð við helstu deildir Háskólans með þeim
undantekningum að guðfræðideild þótti ekki
raunhæfur kostur til athugunar vegna fámennis
og sökum fjöldatakmarkana í lagadeild og
læknadeild þótti það ekki þjóna tilgangi að spá
fyrir um námsgengi miðað við tiltekna lágmarks-
einkunn í þessum deildum.
Niðurstöður voru annars á þá lund að
Menntaskólinn á Akureyri var með hæsta með-
aleinkunn í öllum hinum könnuðu deildum, MA
var alls staðar í fyrsta sæti. Annað sætið var
skipað hinum ýmsu skólum, eftir deildum. í við-
skipta- og hagfræðideild sem og félagsvísinda-
deild var Verslunarskólinn í öðru sæti, í heim-
spekideild var Menntaskólinn í Reykjavík í öðru
sæti, í raunvísindadeild var Menntaskólinn á
Laugarvatni í öðru sæti og í verkfræðideild var
Menntaskólinn við Hamrahlíð í öðru sæti.
... og orðsporið
Er hægt að leggja út af þessari rannsókn um
frammistöðu háskólanema á fyrsta ári? Þær
raddir hafa heyrst, frá leikum sem lærðum, að
þessar niðurstöður sanni yfirburði bekkjakerfis-
ins gagnvart áfangakerfinu. Manna á meðal hef-
ur þessi útkoma jafnvel treyst í sessi þær skoð-
anir að gömlu framhaldsskólarnir séu betri
menntastofnanir en þær nýju. Það er raunar
ekki nýtt að einkunnin „góður skóli“ tengist
gamalgrónum stofnunum. Orðspor verður til á
löngum tíma, frá einni kynslóð til annarrar, og
þar standa hinir fornfrægu skólar vel að vígi.
Aðstandendur rannsóknarinnar taka það hins
vegar fram að árangur stúdenta í HÍ segi ekki
endilega til um gæði tiltekinna framhaldsskóla.
Þeir segja það þó eigi að síður ljóst að reynsla
Háskólans af einstökum framhaldsskólum sé
misgóð. Það þýðir að það má nokkurn veginn
ganga út frá því sem vísu að nemendur í efstu
sætum á háskólaprófum séu oftar en ekki úr
gömlu framhaldsskólunum. Þá taka fræðimenn-
irnir það fram í skýrslu sinni að góðir náms-
menn í framhaldsskóla hafi tilhneigingu til að
standa sig vel í HÍ og slakir nemendur eru líkleg-
ir til að standa sig illa.
Á það er líka hægt að benda að bestu nemend-
urnir safnast í gamalgrónu skólana og oftar en
ekki eru nemendurnir börn menntafólks sem
sjálft var gjarnan í þessum sama skóla. Það gef-
ur aukinheldur augaleið að menntunarlegt að-
hald er meira hjá langskólagengnum foreldrum
en þeim sem litla menntun hafa. Útkoman er því
oft sú að góðir nemendur sækja í gömlu skólana,
auk þess sem góðir nemendur af landsbyggð-
inni fara frekar til Reykjavíkur (eða Akureyrar)
en í næsta framhaldsskóla. Þá er það ónefnt að
stóru skólarnir í Reykjavík geta valið og hafnað
eftir árangri nemenda í samræmdum prófum,
því meiri fjöldi sækir um skólavist en yfirvöld
Verslunarskóli íslands: Böm ríkra útgerðarmanna í sjávarplássum landsins fara í Verslunarskólann í Reykjavík,
meðan allur almenningur í bænum gerír sig ánægðan með framhaldsskólann í plássinu.
þar telja fært að veita inngöngu.
Það er gjarnan á það bent í sambandi við
grunnskólastigið að landsbyggðarskólar hafa
flestir búið við lítinn stöðugleika hvað varðar
kennaralið. Hið sama má segja um litla fram-
haldsskóla. Stöðug kennaraskipti þykja óheilla-
vænleg til skólastarfs. Þá má telja það til baga
að dreifbýlisskólar hafa færri réttindakennurum
á að skipa en í þéttbýlinu. Það má líka gera því
skóna að nálægð við atvinnulíf, eins og er raunin
í mörgum sjávarplássum, togi nemendur í vinnu
og fjársöfnun frekar en til langrar setu á skóla-
bekk.
íslenskir skólar leggja ofuráherslu á próf. í
vissum tilvikum getur kennsla heillar annar snú-
ist um að koma að þekkingu sem verður prófað
úr — ekki öðru. Hér
koma samræmdu
prófin í 10. bekk upp í
hugann. Þar hefur það
löngum tíðkast að
þrautþjálfa nemendur
fyrir samræmdu próf-
in með því að þræða í
gegnum gömul próf.
Um leið er verið að
leggja allt annað til
hliðar og prófið er
orðið markmið í sjalfu
sér. Þau eru farin að
ráða ferðinni. Skólinn
hefur þar með misst
sjónar á tilgangi sín-
um — að fræða og
undirbúa fyrir lífið.
Allt til þess að treysta
ímynd skólans og
friða foreldra og að-
standendur. Og kenn-
arana og skólann.
Gott andrúmsloft
— góður árangur
„Góður skóli er sá
skóli þar sem nem-
endurnir læra,“ segir
kona sem kennir raungreinar í menntaskóla í
borginni. Hún hefur kennt í tíu ár og jafnframt
gegnt stjórnunarstörfum innan skólans. „Svo er
það spurning hvað það er sem við viljum láta
nemendur læra í skólanum. Góður skóli ræktar
nemendurna, þeir skila áfram þeirri menningu
að námi loknu, sem þeim er miðlað. Það er hægt
að kenna þessa menningu í gegnum námsgrein-
ar en þeir læra hana líka í gegnum félagslífið og
þá skila þeir menningunni áfram. Mér finnst
góður skóli vera þar sem nemendurnir blómstra
svolítið. Þá finnst mér skólinn eigi að vera meira
á þeirra forsendum en nú er. Framhaldsskólinn
er hvorki í takt við þróunina í þjóðfélaginu né
við unga fólkið sjálft.“
Téðum kennara finnst líka ástæða til að víkja
að vinnuanda I sambandi við framhaldsskólann.
„Ég var að heyra af dönskum atvinnuráðgjafa
sem sagði að þeir væru að hverfa frá þessum
amerísku stjórnarháttum þar sem endalaust
gæðamat á sér stað og fara inn á ákveðin lífs-
gæðaviðhorf. Fólk á að hafa það gott í vinnunni
og því á að líða vel. Það á að stjórna þannig að
vinnuumhverfið sé gott og það skilar strax
árangri. Það sama á að gera í skólum.“
Og hún vill bæta því við að skólastarf í fram-
haldsskólum sé þess eðlis að vald hans til að
móta nemendur sé takmarkað, öndvert við það
sem margir halda. Börnin komi mótuð inn í
framhaldsskólann. „Skólinn býr ekki til nemend-
urna — þeir koma á sínum forsendum, hver
með sitt í farteskinu. Það sem skólinn leggur
þeim til í þroskaátt sker úr um hvort skólinn er
góður eða vondur. Skili hann nemendum betri
og margs vísari er hann góður.“
Sköpunargledi og slugs
íslendingum er tamt að bera stöðu skólans
hér heimafyrir við það sem gengur og gerist í út-
löndum. Oftast fer landinn halloka í þeim sam-
anburði. Það sama er jafnan upp á teningnúm
þegar fólk kemur heim eftir langa útivist með
börn sín, úr betri skólum að því er það segir
sjálft, í drollið hér heima. Það er við hæfi að
bera málið undir íslending sem hefur saman-
burð. Bima Ambjömsdóttir hefur kennt við
bandarískan háskóla um árabil við uppfræðslu
kennaraefna, auk þess að hafa kennt bæði á há-
skóla- og framhaldsskólastigi á
íslandi. Þar fyrir utan hefur hún
samanburð í gegnum börn sín, á
íslensku skólakerfi og banda-
rísku. Stóra spurningin er borin
undir hana: Hvað er góður skóli?
„Aðalatriðið í mínum huga er
væntingar til nemenda. Ég held
að nemendur séu færir um að
gera miklu meiri og stærri hluti
en ætlast er til af þeim. Ég held
að það sé jákvætt og neikvætt.
Nú er oft talað um að krakkar á
íslandi og nemendur á íslandi
s@u svo „kreatíf“, séu öll í listum
og einhvers konar félagsstarfi
„Mín reynsla er sú, úr íslensk-
um framhaldsskólum, að það
eru litiar kröfur gerðar. Það eru
miklu meiri kröfur gerðar í
framhaldsskólum í Bandaríkjun-
um. Til ritgerða, til námsins og
til ástundunar. Og þetta er ekki
bara mín skoðun heldur nýt ég
þeirrar reynslu að eiga börn. Og
þetta segir fólk líka sem kemur
hingað frá Evrópu. Krökkum
sem hafa þennan samanburð of-
býður hvað það eru litlar kröfur
gerðar hér.“
gapúr- og stærðfræði-
umræða. Það er verið
að kasta svona fram í
fjölmiðlum meðan
fólk hefur ekki þær
forsendur sem þarf til
þess að skilja sam-
hengið. Fólk sér bara
að það er æðislegt
námsefni í Singapúr
og það gengur of-
boðslega vel. Það vita
það hins vegar allir
sem eitthvað hafa
fengist við alþjóðlega
menntun að það er
lögð ofuráhersla á
stærðfræði og raun-
vísindi á kostnað
hugvísindanna. Ég
þekki þetta, ég hef
verið með erlenda
stúdenta til margra
ára. Nemendur frá
Japan, Kína, Tælandi
og Singapúr sem ég
hef haft reynslu af
eru rosalega miklir
námsmenn en þeir
eru ekki endilega frjó-
ir í hugsun að sama
skapi. Þannig að það
er bæði jákvæð og
neikvæð hlið á þessu.
En að taka ein-
hverja af þessum
þjóðum og bera sam-
an við það sem er hjá
okkur, það er bara
eins og að bera sam-
an epli og appelsínur.
Og eins er með þessi
samræmdu próf. Ég
veit að það er skóli
úti í bæ með mikið af
og menningarstússi einhvers konar, að setja
upp leikrit og þess háttar. Ég hef velt fyrir mér
hvort ástæðan sé að þau fá ekki útrás fyrir sköp-
unargleðina. Að allt púðrið og orkan fari í félags-
störf frekar en skólastarfið sjálft, sem virðist
vera algert aukaatriði hjá sumum krökkum."
Birna hefur kennt ungum háskólanemum í
Bandaríkjunum, í svokölluðu undergraduate-
námi, fyrir 18 ára og eldri, í góðum háskólum.
Hún segir það reynslu sína að nemendurnir hafi
sýnt litla sköpunargáfu, að þau virtust ekki
kunna að hugsa sjálfstætt. „Krakkar hér eru
miklu meira í að finna sér leiðir til að nota sköp-
unargáfu sína, sem mér finnst bara ekki vera til
staðar hjá bandarísku krökkunum, ekki í sama
mæli að minnsta kosti. Kerfið hér er jákvætt að
því leyti að skólinn lætur krakkana í friði til þess
að finna sköpunargáfunni útrás og hafa tíma til
þess að gera það annars staðar, en það er nei-
kvætt að því leyti að það eru ekki allir sem hafa
svona brennandi sköpunargáfu.
Tilgangur skóla er náttúrulega að veita ein-
hverja grunnmenntun. Og þá veit ég ekki hvort
þetta nýtist þeim sem helst þurfa á því að halda,
sem er þá sú grunnmenntun að kunna að draga
ályktanir, að kunna að koma frá sér ýmsum hug-
myndum og kunna að vinna úr hugmyndum og
leysa vandamál. Ég er ekkert viss um það. Þetta
er gott að því leyti að það gefur krökkunum svig-
rúm til þess að veita sköpunarþránni einhvern
farveg en það þarf líka að hugsa um þá sem ekki
hafa einhverja rosalega sköpunargáfu og þurfa
að fá einhverja þekkingu. Það er ekki nógu gott
að hafa mikla sköpunargáfu en vanta að sama
skapi grunnþekkingu.
Ég hef oft verið að spekúlera í því hvort það
geti verið eitthvert samhengi þarna á milli. Mín
reynsla er sú, úr íslenskum framhaldsskólum,
að það eru litlar kröfur gerðar. Það eru miklu
meiri kröfur gerðar í framhaldsskólum í Banda-
ríkjunum. Til ritgerða, til námsins og til ástund-
unar. Og þetta er ekki bara mín skoðun heldur
nýt ég þeirrar reynslu að eiga börn. Og þetta
segir fólk líka sem kemur hingað frá Evrópu.
Krökkum sem hafa þennan samanburð ofbýður
hvað það eru litlar kröfur gerðar hér.“
Birna biðst undan samanburði og allri upp-
hrópunarumræðu. „Þetta er eins og þessi Sin-
nýbúum. Þarna voru
nýbúar sem ekki töluðu islensku látnir taka sam-
ræmd próf það árið og þeir náttúrlega drógu
alla niður. Éf fjórðungur nemenda sem er að
taka samræmd próf kann ekki íslensku þá kem-
ur sá skóli auðvitað ekki vel út í heildarmynd-
inni.“
Gott skólastarf
Að sögn Birnu hafa rannsóknir í Bandaríkjun-
um sýnt fram á ákveðna þætti sem verða að
vera til staðar til að skapa góðan skóla. Það sem
verður að vera fyrir hendi er i fyrsta lagi sam-
vinna kennara og foreldra. ! öðru lagi þurfa
kennarar og skólastjórnendur að hafa eitthvað
um námsefnið að segja og ráða ferðinni að ein-
hverju leyti og ráða vali á námsbókum. í þriðja
lagi er talað um væntingar til nemenda. Margar
rannsóknir munu hafa leitt þessar sömu niður-
stöður í ljós.
íslendingar hafa aldrei verið góðir í því að
setja sér markmið. Hver er tilgangurinn með
.menntun, hver er tilgangurinn með skólastarfi?
Við höfum aldrei verið góð í að hugsa fram á við.
Hvað ætlum við að gera við þessa menntun?
Maður á því að venjast í Ameríku að foreldrar
hafi skoðanir á því hvernig uppeldi eigi að vera,
hver sé tilgangurinn með uppeldi barnanna og
hvert sé stefnt. Það eru samt regiur um uppeldi
hér en það talar bara enginn um það. Þetta var í
lagi meðan ísland var bændasamfélag og allir
hugsuðu eins og gerðu það sama. Þetta er bara
að breytast og það er spurning hvort þetta þurfi
ekki að vera eitthvað markvissara. Það þýðir
ekki að kenna kennurum um, ráðherra, foreldr-
um eða námsefninu. Það þurfa allir að taka sig á.
Umræðan á að snúast um það hver er tilgangur-
inn, hvert er markmiðið. Hvað viljum við að ís-
lendingar kunni og geti. Hún er svo hallærisleg
þessi nostalgía sem gengur út á að: „Þegar ég
var í skóla þá var þetta svo ágætt.“ Það var ekk-
ert ágætt. Kröfurnar voru bara allt aðrar og
samfélagið var allt öðruvísi,“ segir Birna.
Stimpillinn góður skóli eða vondur skóli er
ómarktækur í íslensku skólakerfi. Það er hins
vegar hægt að tala um góða nemendur eða
slaka. Góðir nemendur standa sig vel í námi,
hvaða skóla sem þeir stunda.