Helgarpósturinn - 05.06.1997, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997
X
HHfler sem söguleg tilviljun
astir og örlög sj onvarpstrul
Algeng skýring á stjórn-
málaleiðtoganum Adolf
Hitler, sem komst til valda í
Þýskalandi 1933 með hörmu-
legum afleiðingum fyrir heims-
byggðina, er að hann hafi verið
afleiðing af óbilgjörnum skil-
málum sigurvegara fyrri
heimsstyrjaldar og upplausn-
arástandi í Þýskalandi milli-
stríðsáranna. Sumpart var það
þægilegt fyrir sagnfræðinga að
skella skuldinni á ópersónuleg
söguieg öfl og láta sálfræðinga
um persónuna Hitler. Nasista-
tímabilið var til skamms tíma
ekki hægt að ræða á sömu nót-
um og aðra sögulega atburði.
Heitar tilfinningar báru tilraun-
ir til fræðilegrar umræðu iðu-
lega ofurliði.
Skilyrðin til að ræða valda-
töku Hitlers eru smátt og
smátt að breytast eftir því sem
meiri fjarlægð fæst frá heims-
styrjöjdinni og glæpum nas-
ista. í New York Review of
Books er nýlega greint frá bók
eftir Henry Ashby Turner
(Hitler's Thirty Days to Power)
og í henni kemur fram það
sjónarmið að ef ekki hefði ver-
ið fyrir tilviljanir og heppni,
ásamt smásálarskap og hé-
góma lykilmanna í þýskum
stjórnmálum, þá hefði Hitler
ekki orðið kanslari.
í þingkosningunum í nóv-
ember 1932 fékk nasistaflokk-
urinn tveimur milljónum færri
atkvæði en í kosningunum
júlí sama ár. Fjárhagsvandræði
herjuðu á flokkinn og andóf
Páll Vilhjálmsson
gegn einræðistilburðum for-
ingjans færðist í aukana innan
flokksins. Áramótin 1932/1933
spáðu skoðanamyndandi fjöl-
miðlar falli Hitlers.
Hvernig mátti það vera að fá-
einum vikum síðar var Hitler
orðinn kanslari lýðveldisins
sem hann tortímdi? Maðurinn
sem ber mestu ábyrgðina er
Franz von Papen, fyrrverandi
kanslari. Von Papen gat ekki
sætt sig við að missa embættið
til hershöfðingjans Kurts von
Schleicher og gróf skipulega
undan honum. Papen átti trún-
að Pauls von Hindenburg far-
seta, sem veitti kanslaraemb-
ættið. Þrátt fyrir viðvaranir
taldi Papen að hann gæti tamið
Hitler. Þegar sótt var að von
Schleicher, sitjandi kanslara,
lét hann af völdum án mót-
spyrnu, sem honum hefði þó
verið í lófa lagið að veita, enda
gæddur ótvíræðum hæfileik-
um stjórnmálamanns og naut
stuðnings hersins. Hefði von
Schleicher beitt sér eru líkur
til að hægrisinnuð, afturhalds-
söm og þjóðernissinnuð ríkis-
stjórn hefði setið að völdum í
Þýskalandi og Hitler væri neð-
anmálsgrein í sögubókum um
þýsk stjórnmál.
í New York Review of Books
er einnig fjallað um hjónakorn-
in Jim og Tammy Bakker. Þau
voru hvað þekktustu sjón-
varpstrúboðarnir í Bandaríkj-
unum á síðasta áratug þegar
dagblaðið The Charlotte Obser-
ver sagði frá sjö ára gömlu
framhjáhaldi Jims með Jessicu
Hahn og að hann hefði borgað
henni með safnaðarfé til að
þegja. í kjölfarið
var
OKKSOGUR
Mansun hefur verið beðin að gera ábreiðu af
Rolling Stones-lögum fyrir kvikmynd um
Brían Jones sáluga, fyrrv. gítarleikara Rolling-
anna. Hljómsveitarmeðlimir eru reyndar miklir
aðdáendur Jones og eru í reglulegu sambandi
við aðdáendaklúbb, sem hefur síðustu misseri
verið að senda Mansun ýmislegt stöff. Klúbbfé-
lögum þykir Chad í bandinu ótrúlega líkur Bri-
an. Mansun-félagar eru byrjaðir að vinna með
nokkrar hugmyndir, en of snemmt er þó að
segja til um hver útkoman verður. Manic Street
Preachers hafa verið beðnir um
framlag til þessarar sömu mynd-
ar en þeir gefa ekki kost á sér,
eru víst önnum kafnir við gerð
eigin efnis. Kvikmyndina gerir
breska fyrirtækið Scala og nú er í
gangi lokaátak til fjármögnunar
verksins. Brad Pitt hefur verið
nefndur sem einn af aðalleikur-
um en of snemmt er þó að full-
yrða nokkuð um það, þetta er
allt á frumstigi.
flett ofan af flottræfilslegum
lifnaðarháttum hjónanna og
skattyfirvöld rannsökuðu bók-
haldið. Jim var dæmur í fang-
elsi og mátti þola nauðgunar-
tilraun samfanga.
í sjónvarpinu boðuðu hjónin
fagnaðarerindi velmegunarinn-
ar. Efnahagsleg velmegun var
vitnisburður um velþóknun
Guðs. í fangelsi las Jim Biblí-
una betur en áður og fann ekki
jákvætt samhengi milli pen-
inga og trúarafstöðu. Þvert á
móti, Jesús var mótfallinn auð-
söfnun. Frá þessu segir hann í
ævisögu sinni (/ was Wrong) og
ritdómarinn, Martin Gardner,
fer lofsamlegum orðum um rit-
leikni höfundar. Svo sagan sé
kláruð þá skildi Tammy við
Jim 1992, á meðan hann sat
inni, og tók saman við sameig-
inlegan vin þeirra. Jim er laus
til reynslu og biður um fyrir-
gefningu og fyrirgefur öllum.
Vanity Fair er gefið út af
Condé Nast-samsteypunni og
er með yfirbragð glanstíma-
rits, fallegt (kven)fólk á forsíðu
og viðmælendur valdir að ein-
hverju Ieyti með tilliti til útlits,
en lesmálið er engu að síður yf-
irleitt áhugavert. í maí-útgáf-
unni skrifar Christopher Hitc-
hens um listrýninn Robert
Hughes. Hitchens skrifar viku-
lega dálka í Nation og þar fell-
ur honum best að hjóla í menn
og málefni. Nation er vikurit
THM fÍCTílW ^
ttmwan
í wflKMCa
awgmn Mtm
ösvifi mmmu.
Hitler var
ekki söguleg nauðsyn
og fallnir sjónvarpstrú-
boðar eiga sér við-
reisnar von...
Vanity Fair er glanstímarit með góðu en helst til
gagnrýnislausu lesmáli...
með pólitíska dagskrá en Van-
ity Fair er mánaðarrit á mark-
aði og Hitchens fer lofsamleg-
um orðum um Hughes.
Kannski að hann finni til sam-
kenndar með listrýninum, báð-
ir eru aðfluttir til Bandaríkj-
anna, Hitchens frá Englandi en
Hughes frá Ástralíu. Hitchens
er ágætur í hlutverki sínum
sem samúðarfullur portrett-
höfundur en hann svíkur les-
endur með því að koma ekki til
skila menningargagnrýni Hug-
hes. Bókin Culture of Complaint
eftir Hughes er ein umtalað-
asta gagnrýni á bandaríska
mennmgu seinm ar-
in og klént af Hitc-
hens að láta eins og
hún væri óskrifuð.
Kannski er ástæðan
að Vanity Fair er ekki gefið fyr-
ir þjóðfélagslega gagnrýni af
þeirri sortinni sem Hitchens
iðkar í Nation. En það er gnótt
af góðu lesefni í maíheftinu,
t.d. skrifar David Halberstam
um vanmetinn rithöfund,
Ward Just, en hann er fyrrver-
andi blaðamaður eins og Hal-
berstam og höfundur skáld-
sagna með pólitísku plotti og
útdráttur er úr ævisögu Clare
Boothe Luce, sem var glamúr-
kona með járnvilja og gift eig-
anda Time-útgáfunnar.
Ef trúa má Eiríki Guðmunds-
syni í nýjasta hefti tímarits
Ují
lega lengri tíma í hljóðver-
um á meðan Babybird og
Mansun halda plötukaupendum stöðugt við efn-
ið. Sundays er í þeim hópi sem nostrar við af-
kvæmi sín, „Blind“ kom út árið 1992 og þau eru
nú að leggja lokahönd á næstu plötu. Courtney
Love hefur ráðið Billy Corgan (Smashing
Pumpkins) til að taka upp næstu plötu Hole,
vinnutitillinn er „Celebrity skin“. Síðasta plata
Hole var „Live throu this“ sem út kom skömmu
eftir sjálfsmorð Kurts Cobain árið 1994.
Hljómsveitir eru misduglegar
að koma frá sér efni. Stone
Roses gaf út frumburð sinn árið
1989. Það tók sveitina síðan
nærri sex ár að koma frá sér
framhaldinu, „The second com-
ing“, og hún flosnaði upp í kjöl-
farið. Og sveitirnar eru fleiri sem
virðast ætla að hljóta svipuð ör-
lög: Elastica, Hole, Stereo MC,
My Bloody Valentine og
Sundays hafa látið aðdáendur
sína bíða í 3-6 ár eftir nýju efni.
Ýmsar ástæður eru fyrir þessu;
barneignir hljómsveitarmeðlima
og önnur verkefni líkt og hjá
Stereo MC, sem hljóðblanda og
taka upp fyrir aðra listamenn.
Sum bönd þurfa síðan einfald-
Chemical Brothers og Dust Brothers
hafa slíðrað sverðin og gott betur;
þessir tveir „bræðra“-dúettar eru jafn-
vel á leið í samstarf. Chemicals kölíuðu
sig upphaflega Dust Brothers, voru síð-
an skikkaðir til nafnbreytingar eftir lög-
sókn frá hinum. Samstarfið sem er í
deiglunni er bakgrunnstónlist við „De-
ad Man on Campus", svartan gaman-
leik í framleiðslu MTV-sjónvarpsstöðv-
arinnar, frumsýndur í haust. Dust Brot-
hers eru frá LA og voru t.d. takkakarlar
á plötu Becks „Odeley“. Undanfarið
hafa þeir svo verið með puttana í nýju
Rolling Stones-plötunni, sem væntan-
leg er með haustinu. Don Was, Baby-
face og Danny Saber yfirfara einnig
nokkur lög með Jagger og félögum.
Annars segja talsmenn Stones þá vera
afar hrifna af meðferð DB á lögunum.
John King, annar „bróðirinn", segir að
þeir hafi farið með lögin út á ystu nöf,
Mick Jagger síðan dregið þau lítið eitt
til baka svo gamla manninum liði ögn
betur.
blandanir lagsins í höndum Pauls Oakenfold og
Matthews Robit hafi orðið feikilega vinsælar í
klúbbum. Plötusnúðar sem undir venjulegum
kringumstæðum hefðu aldrei spilað lagið í
hljómsveitarútgáfunni léku dansútgáfurnar
grimmt. í framhaldi mikilla vinsælda í klúbbun-
um fékk lagið mikla útvarpsspilun.
Forsprakki Olive, Kellett, var 19 ára orðinn
meðlimur í Simply Red. Þá var hann tónlistar-
nemi sem var að reyna að verða klassískur
trompetleikari. Skyndilega var hann kominn í
„Top of the pops“ sem þátttakandi í laginu
„Holding back the years“, sem fór reyndar að-
eins í 2. sæti breska listans en á tind þess
bandaríska. Hann hætti síðan í Simply Red sök-
um sterkrar löngunar til að semja lög sjálfur.
Frumburðaralbúm Olive kom út 19. maí frá RCA,
nafn þess er „Extra Virgin".
Olive heitir hljómsveit sem hefur
setið nokkrar vikur á tindi breska
smáskífulistans með lagið „You’re not
alone“. Tim Kellett útskýrir velgengn-
ina með dansútgáfum lagsins. Hljóð-
Arið 1997 er ekki hálfnað, en þó virðist sem
albúm ársins hafi nú þegar litið dagsins ljós:
„Ladies and Gentlemen we are Floating in
Space“, fjórða plata Spirítualized, fær hæstu
einkunn á flestum stöðum. Talað er um afkom-
anda í þriðja lið frá albúmum eins og „Clear
Spot“ frá Captain Beefheart og „There’s a Riot
Goin On“ frá Sly & the Family Stone. Lagahöf-
undurinn og aðalmaðurinn er
Jason Pierce, áður í Space-
men 3. Þrjár fyrri plötur Spi-
ritualized eru „Lazer-Guided
Melodies” ‘92, „F—er Up In-
side“ ‘93 og „Pure Phase“ ‘95.
Jason var búinn að semja 12
lög þegar síðasta platan kom
út og fór sveitin þá í tónleika-
ferð til Bandaríkjanna. Þegar
hann kom aftur til Englands
hafði hann gjörsamlega
gleymt lögunum 'og einnig
hvar hann geymdi demóin.
Eitt lag átti hann þó til í minn-
inu, „Broken Heart“. í lok árs-
ins 1995 fór hann
svo í hljóðver og
samdi 14 lög á 11
dögum! Aðalyrkis-
efni nýju plötunnar
er eiturlyf og Jason
var staðráðinn í að
láta albúmið hljóma
ólíkt öllu öðru sem
gert hefði verið. Dr
John, 56 ára blúsari,
er gestur í laginu
„Cop shoot Cop“,
sem er 16 mínútna
langt. Það var hans
eigin hugmynd að
syngja í laginu og spila
breska þjóðsönginn í
því miðju.
Blur eru að senda frá
sér þriðju smáskíf-
una af albúminu „Blur“, 16. júní kemur út hjá
Food lagið „On your own“. Bakhliðarlögin eru
læfhljóðritanir gerðar hjá John Peel 5. maí si.,
„Popscene“, „Song 2“, „On your own“, „Chinese
bombs“, „Moving on“ og „MOR“. Damon og fé-
lagar eru núna í heimsferð og voru í Japan
um mánaðamótin, halda þaðan til Band-
ríkjanna. Þar er ætlunin m.a. að vera með
á tónleikum í New York til stuðnings
frjálsu Tíbet. Blur verður og á plötunni
„Long Live Tibet“ sem EMI gefur út 30.
júní. Framlag piltanna verður tónleikaút-
gáfa af „She’s so high“, Pulp býður upp á
læfútsetningu á „Live Bedshow“, Radio-
head er með demó af „The Bends“, Super-
grass með nýtt mix af „Wait for the sun“
og Kula Shaker með „Govinda". Aðrir
listamenn á „Long Live Tibet“: Longpigs,
Ocean Colour Scene, Paul Weller, David
Bowie, Gail Ann Dorsey, Björk, Reef,
James, Echobelly, Texas og Terrorvision.