Helgarpósturinn - 05.06.1997, Side 18
RMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1397
18
m
X
íþróttir
Sigurður Ágústsson
sknfar
HSV Hamburg
Arnar Grétarsson er á góðri leið
með að verða Ijóska. Mætir hann
kannski í landsleikinn nk. miðviku-
dag Ijóshærður?
Ljósk-
urí
Leiftrí
Það eru undarlega margir
glókollar í Leiftri og þeim fer
fjölgandi. Núna eru: Davíð
Garðars, Balli Braga, Júlli
Tryggva og Gunnar Már ljós-
hærðir og litfríðir. Þetta er ekki
gert í neinu sérstöku virðingar-
skyni við ljóshært kvenfólk,
a.m.k. ekki svo HP viti. Það er
þó vitað um þennan faraldur
að þetta er eins konar „keðju-
litun“. Svipað og keðjubréfin
vinsælu sem allir urðu svo rík-
ir af. Næstur í röðinni til að
verða ljóska er Pétur Bjöm og
þegar hann er búinn að fara í
litun má hann segja hver fer
næstur og svo koll af kolli.
Kunnugir segja að Daði Dervic
verði fyrir valinu og það verð-
ur fróðlegt að sjá hvort Daði
lætur lita ljóst, en hann er eins
og allir vita dökkur á brún og
brá. HP segir samt að það
verði mest spennandi að sjá
hvernig Addi Grétars tekur sig
út sem ljóska.
Leiftursmenn munu nýta frí-
ið vel því Toto-keppnin fer
að byrja með því aukaálagi
sem því fylgir. Þótt ekki sé full-
ljóst hvaða lið taka þátt fyrir
hönd þeirra landa sem eru
með Leiftri í riðli þá er ljóst að
Hamburger SV kemur til lands-
ins frá Þýskalandi. Það má
heita mikil mildi, enda langt
síðan annar eins stórklúbbur
kom til landsins. Feyenoord
kom og spilaði við Skagamenn
um árið, en að þeim slepptum
er langt síðan hingað hefur
komið viðlíka lið.
Það vita það kannski ekki
margir að einn leikmanna Leift-
urs, Davíð Garðarsson, lék
með áhugamannaliði HSV fyrir
tveimur árum og með honum
þá léku nokkrir af núverandi
leikmönnum HSV. Lið HSV ætti
því ekki að verða Leiftri með
öllu ókunnugt. Leiftursmenn
hyggjast spila heimaleikina í
TOTO-keppninni á Ólafsfirði.
Það er nú alveg á mörkunum
að völlurinn verði klár, hvað
þá boðiegur. En hitt er hægt að
ábyrgjast að leikmenn er-
lendra félagsliða fá áfall þegar
þeir koma út úr göngunum og
sjá „byggðina" blasa við. Ef
leikmenn taka ekki upp úr
töskunum smávanmat þá er ég
illa svikinn.
Davíð Garðarsson ætti að þekkja
vel til alimargra leikmanna Ham-
burg. Spurningin er bara hvort
þeir þekki hann svona útlítandi.
^,XÚllí .
orðnepþni
Fyrrum Stjörnuleikmaður-
inn og „Eyjapeyinn" Lúðvik
Jónasson er ekki orðheppnasti
maður á landinu. Hann er svo
yfirlýsingaglaður að hann ætti
helst af öllu að vera með pistla
í HP. Og Lúlli er enn eina ferð-
ina búinn að koma sér í vand-
ræði. Það er haft eftir honum í
nýjasta eintaki íþróttablaðsins
að Þróttur sé einn verst rekni
klúbbur sem hann þekki til og
finnur félaginu flest til foráttu.
Þessi ummæli Lúðvíks eru ekki
ný af nálinni og það mun hafa
ráðið mestu um framtíð Lúð-
víks í Þrótti. Það er býsna
kyndugt að Lúlli skuli láta
þessi orð falla um Þrótt núna,
einmitt þegar öll umgjörð fé-
lagsins er með besta móti. Lið-
ið flutt í Laugardalinn, frábærir
áhorfendur, gott lið og síðast
en ekki síst góð stjórn. Líklega
hefur knattspyrnudeild Þróttar
aldrei verið jafn vel mönnuð.
HP rekur ekki minni til að Lúð-
vík hafi spilað með öðrum fé-
lögum en ÍBV (3/4 úr tímabili)
og Stjörnunni.
Stjarnan hefur hingað til ekki
getað státað af góðri umgjörð,
þannig að það er ekki alveg
Ijóst hvaðan Lúlli hefur við-
mið.
Reynt að stöðva prentun
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum reyndu forsvars-
menn Þróttar að stöðva prent-
un íþróttablaðsins eftir að þeir
fengu pata af ummælum Lúð-
víks. Enda eru ummælin af
þeim toga að fæst félög vildu
slíka umsögn, án tillits til sann-
leikskorns ummælanna. Lúð-
vík hefur beðið stjórnarmenn
og leikmenn knattspyrnudeild-
ar Þróttar afsökunar á ummæl-
um sínum og verður áfram í
herbúðum Þróttar þó það hafi
verið tvísýnt um tíma. Þá er
bara eftir að sjá hvernig „Kött-
ararnir“, stuðningsmenn Þrótt-
ar, taka Lúðvíki. Það er vel
þekkt erlendis að leikmenn
missi eitthvað út úr sér sem
þeir hefðu betur látið ósagt og
það er misjafnt hvernig áhang-
endur liðsins taka slíkum um-
mælum. Það er tilgáta HP að ef
Lúlli leikur eins og hann best
getur eftir sem áður þá verði
ekki meiri eftirmál, annars er
voðinn vís.
Þróttarar hafa svo byrjað
mun betur núna en oft áður
og sumir eru farnir að sjá í
hillingum úrvalsdeildar
sætið sem svo oft hefur
runnið þeim úr greip-
um. Það er svo sem
gott og blessað, en
fari svo að Þróttur-
um fatist flugið er al-
veg ljóst að mörg lið
verða á höttunum
eftir verðmætustu
eign Þróttar: Köttur-
unum. Þeir eru lang- v
flottastir og eiga
heima á úrvals-
deildarleikjum.
DranmaleBcfléHa
Vesturbæinga
Pær raddir gerast æ hávær-
ari sem vilja Guðjón Þórð-
arson aftur til KR. Lúkas Kost-
ic, sem hefur verið með liðið
að undanförnu, hefur ekki náð
því út úr liðinu sem til er ætl-
ast og hafa KR;ingar oft á tíð-
um leikið illa. Árangur er eng-
an veginn í samræmi við vænt-
ingar og KR-ingar að verða
langþreyttir á rykinu í bikara-
skápnum.
Afsakanir í stórliði á borð
við KR um að hinir og þessir
séu meiddir eru hjákátlegar.
Þeir leikmenn sem eru leikhæf-
ir hvert sinn eru KR og aðrir
ekki. Það er tómt mál að
tala um að hinn og þenn-
an vanti.
Guðjón Þórðarson
vann titil hjá KR og
þar á bæ eru æ fleiri
að sannfærast um að
hann sé maðurinn
sem þarf í brúna. Hann
sé sá sem geti fengið
menn til að trúa á
sjálfa sig.
Leikmenn KR hafa ekki tekið
þessari hugmynd illa, ganga
kannski allir með smá Guðjón í
maganum (í óeiginlegri merk-
ingu fíflin ykkar). Flestir þekkja
þeir til hans og vilja ólmir fá
hann aftur. Heimildamenn HP
segja Guðjón hafa áhuga á að
taka KR-liðið að sér bjóðist
honum það. En hvað verður þá
um Kostic? Leikflétta þessi
gengur út á það að Kostic færi
upp á Skaga og tæki við ÍA.
Hvað yrði þá um Ivan Golac?
Hverjum er ekki sama? segja
KR-ingar, en Skagamenn
taka ekki í sama
streng. Þetta er
bara ekki
svona ein-
falt og til
að KR-ing-
ar geti
hugsanlega
fengið Guðjón
aftur þurfa
þeir væntan-
lega að reka
Kostic og það er
ekki víst að Guð-
jóni líki sú hug-
mynd. Guðjón og
Kostic voru saman
á Skaganum í
mörg ár og hafa
reynst hvor öðr-
um vel.
Samningamál
Guðjóns
Eins og allir vita var
Guðjón rekinn frá
Skaganum í fyrra, ein-
mitt þegar hann þarfnað-
ist félagsins sem mest segja
sumir. Það ætti því að kitía
hann að taka við KR-ingum
og leiða til sigurs í kapp-
Haraldur Hinríksson er
væntanlega sáttur við
gengið framan af og
stefnir að því að verða
sem sprækastur í Evr-
ópukeppninni.
hlaupi við Skagann. Málið er
þó ekki svo einfalt. í augnablik-
inu er hvorugt liðið á toppnum
og verður ekki, a.m.k. ekki
næstu tvær vikurnar, og svo er
það spurning um samningamál
Guðjóns. Guðjón var rekinn frá
ÍA og telur sig eiga eftir að fá
talsverðan hluta greiðslnanna
sem áttu að falla honum í
skaut. Lögfróðir menn eru ekki
á eitt sáttir um hvort Guðjóni
sé hollt að taka að sér þjálfun
meðan hann er að reyna að fá
það á hreint hvort við samn-
inginn verður staðið. Það hlýt-
ur að teljast skrýtið að maður
þurfi að vera atvinnulaus þann
tíma sem samningur sem var
rofinn kvað á um. Annars eru
samningamál sem þessi æði
flókin og fáu að treysta.
Sáttir við Golac
Kannski hefði þessi flétta
gengið eftir í upphafi móts og
kannski ekki. Það er í það
minnsta útilokað að Golac
verði látinn fara af Skaganum.
Þar á bæ eru menn ánægðir
með þjálfarann, þótt menn hafi
á sínum tíma efast um rétt-
mæti þess að setja tvo menn
sem áldrei höfðu mætt á æf-
ingu beint í liðið. Skagaliðið er
ekki á sama tímapunkti í formi
núna og oft áður og þetta vita
leikmenn liðsins og hafa því
ekki of miklar áhyggjur. Ivan
Golac hefur haldið því fram
leynt og ljóst að Evrópukeppn-
in sé það sem ÍA setur stefn-
una á þetta árið. Gangi það eft-
ir og ÍA verði bæði heppið með
lið og spili vel eru líkur á að
Skagaveldið verði ekki brotið á
bak aftur. Komi ÍA til með að
ganga vel þá ættu digrir sjóðir
að falla félaginu í skaut. Sjáið ~
bara Gautaborg og fleiri skand-
inavísk lið sem hafa meikað
það í Evrópu. Þessi lið eru
ósigrandi heimafyrir, hafa
næga peninga til að gera það
sem þau lystir og þurfa.