Helgarpósturinn - 05.06.1997, Blaðsíða 19
RMMTUDAGUR 5. JÚNÍ ±997
19
Útlend-
ingamir
á Skag-
anum
- kettirnir í sekknum?
w
Iherbúðum Akurnesinga eru
nú fjórir útlendingar; einn
þjálfari og þrír leikmenn. Einn
Íeikmannanna er reyndar með
ítalskt vegabréf og telst því
ekki útlendingur, eiginlega er
hann íslendingur. Taisvert hef-
ur verið rætt um getu þessara
útlendinga hingað til og sýnist
sitt hverjum. Menn hafa spurt
sig sem svo: Hvers vegna að
kaupa þrjá leikmenn ef þeir
eru svo ekki notaðir og hvers
vegna að kaupa svona lélega
leikmenn yfirleitt? Er ekki
stefnan að kaupa leikmenn
sem eru betri en þeir sem fyrir
eru? Það hefur áður verið talað
um erlenda leikmenn, fáir ef
nokkrir höfðu trú á Mihajlo Bi-
bercic á sínum tíma. Mönnum
fannst hann of feitur, of seinn
og of slakur. Hann sýndi og
sannaði, þegar á leið, að hann
er góður leikmaður sem var
liði sínu oft á tíðum mjög mikil-
vægur. Það er eðlilega menn-
ingarsjokk að koma til íslands
að spila og því verður að gefa
mönnum smáséns. Það er
ótrúlegt að Golac hafi keypt
þrjá ketti í sekk.
Helgi Björgvinsson gæti allt eins spilað undir stjóm nýs þjálfara í næstu
umferð.
armenn að horfa aðgerðalausir
á liðið sitt tapa og tapa.
Það er ótrúlegt að Valsævin-
týrið verði endurtekið, en
Valsarar sluppu við fall um ár-
ið á ótrúlegan hátt með því að
keppa í „sjö leikja mótinu".
Það vill brenna við að þjálfarar
séu reknir of seint og nýir
menn hafa úr litlu sem engu að
moða. Það er búið að loka á fé-
lagaskipti þannig að ekki er
hægt að gera miklar breyting-
ar, hvorki á liði né öðru. Stjarn-
an brenndi sig á þessu 1994
þegar Sigurlás Þorleifsson var
með liðið; stjórnin skirrðist við
að gera breytingar þangað til
það var um seinan. í herbúð-
um Stjörnumanna er fullur
hugur á meiri og betri árangri
en náðst hefur á þessu tíma-
bili. Liðið hefur, að undan-
skildum fyrsta leiknum, spilað
afleitlega. Þjálfaranum, Þórði
Lárussyni, er kannski vorkunn
að því leyti að starfsskilyrði í
vetur voru fyrir neðan allar
hellur. í nær allan vetur vant-
aði ríflega helming af leik-
mannahópi Stjörnunnar. Þetta
vissi Þórður þegar hann tók
starfið að sér, þannig að ekki
er hægt að skýla sér bakvið
það.
Það er líklega ekki þetta sem
fer með Garðbæinga til fjand-
ans, heldur karakterleysið.
„Hafa gaman af að ferðast
og kynnast nýju fólki...“
Flestir æfa knattspyrnu til að
keppa. Ef menn komast ekki í
lið heldur á bekkinn bíða þeir
eftir tækifæri til að komast inn
á. Biðji þjálfari varamann eða
menn að hita upp þá eiga þeir
að fyllast einurð og vera í bar-
áttuhug, staðráðnir í að standa
sig í leiknum og sýna þjálfaran-
um að þeir eigi skilið annað og
betra en að verma bekkinn. I
ur að gera ráð fyrir að hann
hafi ekki vitað annað en að það
væri í lagi með þá fyrst hann
valdi þá í sextán manna hóp.
Hvað á að gera í tilfelli sem
þessu? Á að reka þjálfarann
þegar svona liði gengur illa
eða á að ráðast að rótum vand-
ans og reka þær lyddur frá fé-
laginu sem bregðast félögum
sínum pg félagi með þessum
hætti? Á hitt má benda að lík-
lega hefðu umræddir leikmenn
brugðist öðruvísi við tilmæl-
um frá öðrum og harðari þjálf-
ara.
Hvað eru svona menn að
gera í knattspyrnu í efstu
deild? Eru þeir í þessu fyrir fé-
lagsskapinn, til að ferðast og
hitta skemmtilegt fólk eins og
fegurðardrottningarnar? Svari
nú hver fyrir sig. HP fagnar því
þegar og ef fram kemur þjálfari
sem tekur á málum og hrein-
lega rekur
svona leikmenn,
burtséð frá
hæfni þeirra
inni á vellinum.
Ekki ómerkari
maður en Stefan
Effenberg var
rekinn heim af
HM eftir ósæmi-
lega framkomu
gagnvart áhorf-
endum. Það fara
varla margir í
fýlu þótt því sé
haldið fram hér
og nú að enginn
í Stjörnuliðinu
jafnist á við
hann.
Hekji Kohfiðs
í landsliðið?
Eins og allir vita er landslið-
ið okkar að fara að spila á
næstu dögum, ekki einn heldur
tvo leiki. Gegn Litháum og
Makedónum. Nú sem endra-
nær er liðið að mestu leyti
skipað leikmönnum sem spila
erlendis. Það út af fyrir sig er
jákvætt, það má leiða að því
sterk rök að þeir leikmenn séu
betur á sig komnir og betri
leikmenn en þeir sem spila á
klakanum. Áður hefur verið
bent á þá sorglegu staðreynd
að fæstir íslendinganna spila í
toppdeildum og ekki allir í
efstu deildum þeirra landa
sem þeir eru í. Þetta breytist
þó til batnaðar á næstu leiktíð,
en Eyjólfur Sverrisson, Guðni
Bergsson og Helgi Kolviðsson
færast allir upp í úrvalsdeiid.
Jolli í Bundesliguna, Guðni í
ensku úrvalsdeildina og Helgi í
austurrísku fyrstu deildina.
Hver sem er getur efast um
ágæti austurrískrar knatt-
spyrnu, en sú deild er í það
minnsta ekki slakari en sú
norska eða sænska. Sam-
kvæmt þessu á Helgi að eiga
tryggt sæti í íslenska landslið-
inu frá og með hausti kom-
anda.
Hverjir fjúka fyrstir
Pað er lenska hérlendis
eins og annars staðar að
reka þjálfara þegar illa gengur.
Meira að segja stundum líka
þegar vel gengur, en það er þó
óalgengt (Ingi Björn og Kefla-
vík). Það má segja sem svo að
það sé auðveldara að reka
einn en ellefu, og það er alveg
rétt en oft er það ekki lausnin,
a.m.k. ekki nema skammtíma-
lausn. Á hitt verður svo að
horfa að ekki þýðir fyrir stjórn-
leik ÍBV og Stjörnunnar um
daginn bar það hins vegar við
að tveir leikmenn Stjörnunnar
skirrðust við að fara inn á og
báru við meiðslum. Hvort
óheillavænleg staða hafði þar
áhrif eða ekki skal ósagt látið,
en það er eitthvað alveg nýtt ef
félög eru farin að ferðast með
meidda og óleikhæfa leik-
menn. Þarna stóð semsagt
Þórður „Ferguson" frammi fyr-
ir því að tveir leikmanna hans
neituðu að fara inn á. Það verð-
Mikið mun mæða á Loga Ólafssyni landsliðsþjálfara á næstu dögum. Allra
augu munu beinast að honum á vígsluleik nýs og glæsilegs Laugardals-
vallar.
Þessi piltur hefur ekki enn náð að
festa sig í sessi hjá ÍA. En ef það
er ekki þeim mun minna spunnið í
þjálfarahæfileika Golacs mun
þessi leikmaður láta mikið að sér
kveða á næstunni.
Arbæjarbræður í bobba
Fylkir í Árbænum hefur ver-
ið eitt af þremur helstu jó-
jóliðum landsins. Árbæingar
hafa ýmist unnið aðra deildina
með yfirburðum eða verið
með allt niðrum sig í efstu
deild. í fyrra byrjuðu þeir með
látum og gjörsigruðu Blika í
fyrsta leik. Síðan varla söguna
meir. Til að sporna við fyrir-
sjánlegri endurtekningu var
brugðið á það ráð að fá Atla
Eðvaldsson til að þjálfa og
bróður hans Jóhannes til að
taka að sér framkvæmdastjórn
félagsins og hafa yfirumsjón
með knattspyrnustarfinu.
Ávöxtur af samstarfi þeirra
bræðra og Árbæinga hefur ver-
ið heldur beiskur enn sem
komið er. Reyndar ióku þeir
sig til og stóðu fyrir skemmti-
legu innanhússmóti í Víðidaln-
um, en það hefur lítið að gera
með úrslit leikja í fyrstu deild-
inni.
Reyndar missti liðið tvo af
„Fylkisþríburunum", þá Þór-
hall Dan og Finn Kolbeins.
Þeir Finnur og Þórhallur
ákváðu að freista gæfunnar
með öðrum liðum í sumar,
Tóti hjá KR og Finnur hjá
Leiftri. Kristinn Tómasson,
verðast við slælegt gengi Fylk-
is er að tveir af frægari sonum
íslands í fótboltaheiminum eru
þar við stjórnvölinn. Það er
talsvert algengt að menn sem
hafa verið í atvinnumennsku
fari út í þjálfun, en með mjög
misgóðum árangri. Ásgeir Sig-
urvinsson reyndi fyrir sér hér
með slælegum árangri og þótt
Skipbrot atvinnumanna
Það sem er kannski athyglis-
Atli hafi náð viðunandi árangri
með ÍBV þá búast menn við
meiru. Lárus Guðmundsson
var lengi atvinnumaður og hef-
ur verið að þjálfa hér, án stór-
kostlegs árangurs. Fleiri mætti
að ósekju nefna til sögunnar.
Auðvitað eru til menn sem
koma úr atvinnumennsku og
gengur nokkuð vel að sam-
sama sig siðum og venjum í
íslenskum fótbolta, gott dæmi
þar um er t.d. Guðmundur
Torfason, sem þjálfar Grindav-
íkurliðið. Reyndar er Grindav-
íkurliðið ekki að gera neitt
merkilegra en að berjast fyrir
lífi sínu, svo að í fljótu bragði
kemur maður ekki auga á að
atvinnumennirnir nái að miðla
nægilega vél af reynslu sinni
utan úr heimi.
nnur Kolbeins á hér í höggi við
/aldimar Kristófersson í Stjörn-
unni. Lið hvorugs þeirra hefur
staðið undir væntingum. Leift-
ursmenn hafa þó rétt úr kútn-
um og virðast á réttri braut,
"n Stjarnan er búin að fá á
>ig tólf mörk og skora ein-
ungis eitt. Þeirra bíður
fyrirsjáanleg kjallaravist.
helsti markahrókur Fylkis
gegnum árin, sat hins vegar
eftir í Árbænum. Gengi þeirra
félaga hefur engu að síður ver-
ið áþekkt. Finnur og félagar í
Leiftri hafa ekki fundið sig al-
mennilega ennþá, en Finnur
hefur þó spilað ágætlega. Þór-
hallur Dan er haldinn sömu
meinloku og aðrir KR-ingar um
þessar mundir; að geta með
engu móti skorað, sama
hversu góð færi þeir fá. Kiddi
Tomm og félagar í Fylki hafa
virst vera úti
á þekju
það
sem af
er.
Kannski varð
liðið fyrir of mikilli blóðtöku.
En lið sem ætlar sér einhverja
hluti í fótbolta hefur ekki efni á
að tala og hugsa um það sem
var eða gæti verið — ef. Það er
alltaf þetta ef. Hvað sem öðru
líður verða Fylkismenn að hy-
sja upp um sig buxurnar og
koma með reimaða skóna eftir
„fríið“ ef þeir ætla sér ekki að
vera í 1. deild um ókomin ár.