Helgarpósturinn - 05.06.1997, Side 24
HELGARPOSTURINN
5. JÚNÍ 1997 22. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Japis og Skífan takast á um hljómplötumarkaðinn hérlendis og
þá skiptir máli að hafa góð erlend umboð. Fyrir skömmu náði
Japis BMG-umboðinu af Skífunni, sem hafði haft það allt frá ár-
inu 1981. Japis mun hafa boðið BMG að tryggja ákveðna lág-
markssölu á hljómpiötum frá þeim. Skífan er ekki á flæðiskeri
stödd því hún er enn með sterkar útgáfur á sínum snærum, t.d.
EMI, Virgin og Polygram. Þá hefur Japis boðiö í starfsmenn Skíf-
unnar en ekki haft erindi sem erfiði, þegar síðast fréttist...
Akureyri er að verða heppilegur staður til að búa
á stundi maður líkamsrækt. Björn Leifsson í
World Class hyggst opna stöð í höfuð-
borg Norðurlands og Ágústa Johnson
er með aðra í bígerð. Og eftir að hafa
ræktað líkamann verður hægt að beita
honum á nýjum skemmtistað sem Grétar Örvars-
son og Sigríður Beinteinsdóttir eru skráð fyrir.
Það er á mörkunum að maðurtrúi þessu...
Leynd hvílir yfir nýju tónlistarblaði sem líta mun
dagsins Ijós I næsta mánuði ef allt gengur eftir.
Útgáfan verður I dagblaðsbroti og Þorsteinn Kragh
umboðsmaður og Viðar, alltaf kenndur við Levis-búð-
ina, eru helstu hvatamenn fyrirtækisins en Svanhvít
Gísladóttir verður ritstjóri...
Barnaverndarstofa krefst rannsóknar á auglýsingum sem birst
hafa í dagblööum (og HP) þar sem ungum stúlkum frá 15
ára aldri er boðið að sækja um fyrirsætustörf. í framhaldi væri
ekki úr vegi fyrir Barnaverndarstofu að athuga hvernig ferðamála-
yfirvöld og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu auglýsa íslenskt
kvenfólk. Áhugi erlendra aðila á fljóðum á Fróni verður ekki til úr
engu...
Veitingahúsið Astró hefur tekið upp þá nýjung að bjóða fólki
að hafa það huggulegtí prívatsal inn af veitingastaðnum.
Inni í salnum hefur verið komið fyrir heljarinnar súlu sem kölluð
er kampavínssúlan. Fjórir aðilar hafa nú orðið þess heiðurs að-
njótandi að fá nafn sitt letraö á súluna. Dáðin sem þarf að
drýgja til að verða að kampavínssúlunafni felst ekki í því að klífa
Mont Everest eða sigra í glímu, ekki einu sinni vinna í kampa-
vínskappdrykkju. Nei, til að koma nafni þínu á súluna þarftu að
kaupa kampavínsflösku. Ekki bara freyðivín heldur kampavín
sem óhætt er að segja að sé með því dýrara sem fæst, hér á
landi að minnsta kosti, en flaskan kostar einar fjörutíu þúsund
krónur! Staðurinn keypti fjórar flöskur og á tveimur vikum hafa
þær allar selst. Það er ýmsu til kostandi að fá nafn sitt á súlú...
Tökur eru nú hafnar á dönsku myndinni Vilde spor. Mikið ein-
valalið leikara erí myndinni, þeirra á meðal stærstu ungstirni
Dananna, þeir Nicolai Coster Valdau úr Nattevag-
ten og Mads Mekelsen. I nokkuð stóru hlutverki í
myndinni er íslensk leikkona sem ekki hefur sést til,
hvorki á sviði né hvfta tjaldinu, í mörg ár. Þetta er
leikkonan Hrönn Steingrímsdóttir sem síðast lék í
mynd Friðriks Þórs Skyttunum. Stórleikur hennar í
þeirri mynd er í minnum hafður og þykja senurnar með henni ein-
hverjar þær albestu sem sést hafa í íslenskri kvikmynd. Það er
því mikill fengur að þessu „comebacki" Hrannar...
Asgeir EbenezerÞórðarson, eða Geiri frændi, eins og hann
kallastí fíkniefnaheiminum, er stundum seinheppinn. Svo
mikið er vfst að hann ætti að vera búinn aö fá nóg af því að flytja
inn fíkniefni í Citroén-bílum. Ásgeir fékk í september á síðasta
ári sendingu frá Hollendingnum sem nú situr í varð-
haldi. Þessi sending kom í Citroén-bíl sem ekið var
beina leið til Keflavíkur og inn í bflskúr Ásgeirs. Allir
vita hvernig fór. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem
Ásgeir flytur inn hass í Citroén. Hann átti á sínum
tíma, ásamt Sævari Ciesielski, hlut í hassfarmi
sem settur var í Citroén Guðjóns Skarphéðinssonar árið 1975.
Sá bíll var tekinn í tollinum sem frægt varð. Ástæðan mun reynd-
ar hafa verið sú að Ásgeir stóðst ekki freistinguna að kaupa te
sem pressað hafði verið saman í stóra plötu. Þessi teplata Ás-
geirs lá f skottinu þegar þfllinn kom til landsins. Tollverðir héldu
að þetta væri hass og nánast rifu bílinn í sundur til að finna
meira - og fundu hassið sem aldrei hefði fundist við venju-
bundna tollskoðun...
Aburðarverksmiðjan í Gufunesi hefur ekki lengur einkarétt á
sölu áburðar. Innflutningur hefur hins vegar farið hægt af
stað og það er ekki fyrr en á þessu ári að farið er að selja inn-
fluttan áburð. Hér eins og annars staöar togast á hagnaðar- og
umhverfisverndarsjónarmið. Áburðarverksmiöjan hefur síðustu
árin notað hráefni sem inniheldur sáralítið kadmín, efni sem
safnast upp í grasætum. Slíkt hráefni er auövitað umhverfis-
APÖTEK
OPIÐ ÖLL ICVÖLD
VIKUNNAR TIL KL. 21,00
HRXNGBHAUT119, VID JLhSÍÐ
- ;*** ySgsn ^ (ÍauSIIIÍ’ llldlH ÍjflílM
! \ II ! \ \ II F S r \ II II A \ I \gflKltaf ÉMm//
5684848
— -«-i»k43r,'JgR — 565 1515
EINNOTA ' BARNABORÐDUKUR
„HUNDALÍF" 125.-
NOATUN
Sumarvönup
MEÐflN BIRGÐIR ENDAST!
PILUSPJALD 45 CM. M/6 PILUM
125.-
HVITVINSGLOS 6 STK
250.-
STEIKARSETT FYRIR 4
1350.-
BJORGLOS3 STK DESERTSKÁLAR2 STK
250.- 250.-
TEFL0N STEIKARPANNA 24 CM
540.-
KULUKOLAGRILL
2990.
HNIFAP0R 3 STK.
125.-PR.PK.
BAÐHANDKLÆÐI 90X150 CM
790.-
TEFL0N SKAFTPOTTUR 1.6 L
540.- .
n 4%
\M% 'St ^
%
FJÖLTENGI 3 0G 4 TENGI
250.- PR.STK
GRILLSTEIKARFAT 45CM
185.-
UTVARP FM/AM
1650.-
I/
HAND0FIN BORÐDUKUR 90X90 CM
650.-
KÆLIKUBBUR
125." 2 STK
KÆLITASKA 14 LITRAR
540.-
SUMARGLOS M/MYND 6 STK
250.-
TAUKARFA 60 X 40 CM
250.-
HNIFASTANDUR
M/ 5 HNÍFUM 790.-
KOPAR ELDHÚSSKRAUT15-17 CM
250.-
(þróttasokkar
HERRA/DÖMU 10STK
650.-
SÓLGLERAUGU
BLANDAÐAR GERÐIR
250.-
SKIPTILYKILL
250.-
TAUKARFA 60 L.
250.-
BAÐHERBERGISKLUKKA
250.-
fík „KLAPP“PLASTKASSI
" 250.-
FLUGNAFÆLUKERTI
125.
ANDAPAR
250.-
EINLITIR HERRA/
DÖMUS0KKAR 5 STK
640.-
FASTIR SKRÚF-
LYKLAR 5 STK
SALATSETT M/AH0LDUM
1370.-
250.-
ÞVINGUR 2
GATATONG 60X399 CM
250.-
250.-
BOGASÖG 75 CM
250.-
SKRUFJARN 6 STK
250.-
STÁLHAMAR STÓR
250.-
DÚKALÓÐ
125.-
GARÐSLONGUAHOLD OG TENGI
(25.- PR.STK
HALLAMAL 60 CM
250.-
ÞJÓFAVARNARSKYNJARI
1140.-.
Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld.
NOATUN
NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
FLUGNAHLIF F/ MATVÆLI
2 STK. 250.-
vænna en einnig dýrara. Það vekur athygli að inn-
flutti áburöurinn inniheldur um tfu sinnum meira
kadmín en sá innlendi. Kadmíninnihaldið er samt
talsvert innan lögleyfðra marka...
*
Islenskir aðalverktakar sendu í vikunni frá sér
fréttatilkynningu þess efnis að fyrirtækinu hefði
nú verið breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag.
Helgarpósturinn fékk þessa fréttatilkynningu eins
og aðrir fjölmiðlar og að sjálfsögðu hafa Aðalverk-
takar tekið nútímatækni í þjónustu sína. Fréttatil-
kynningin barst á faxi. Líkt og fjölmargir aðiiar sem
nota faxtæknina eitthvað að ráði nota íslenskir að-
alverktakar staðlað upphafsblað fyrir sendingar af
þessu tagi. Hjá þessu fyrirtæki virðast menn þó
vera vanari að fara með leyndarmál en senda frá
sér fréttir, Á þessu staðlaða faxformi stendur
nefnilega: Efni þessa myndbréfs kann að vera trún-
aðarmál, vinsamlegast meðhöndliö sem slíkt...
Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík telst
vera undirdeild hjá embætti borgarverkfræð-
ings. Engu að síður ber svo við stöku sinnum að
hlutverkin snúast við og borgarverkfræðingur þarf
að leita til þyggingarfulltrúa. Þetta gerðist einmitt
nýlega þegar borgarverkfræðingur sótti um leyfi til
að breyta geymslum í kjallara og koma fyrir vöru-
lyftu á Engjavegi 8. Svo undarlega brá við að undir-
maðurinn treysti sér ekki til að samþykkja þessa
beiðni. Ástæða: Ófullnægjandi teikningar. Fyrir þá
sem ekki kannast við þetta heimilisfang má svo
geta þess að húsið á Engjavegi 8 gengur í daglegu
tali undirheitinu Laugardalshöll...