Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 2
2
RMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997
Rkniefnamálið:
*
Smáfiskamir í gæslu
en HákaHmn laus
Asgeir Ebenezer Þórðarson
sætir alvarlegustu ákær-
unni af íslendingunum sem
dæma á í stóra fíkniefnamálinu
eða Hollendingsmálinu sem nú
er farið að kalla svo. Hann er
engu að síður sá eini sem fær
að ganga laus. Aðrir voru
dæmdir á mánudaginn í áfram-
haldandi gæsluvarðhald til 2.
september.
Ákærður fyrir sölu
Ásgeir er sá eini í hópnum
sem ákærður er fyrir sölu. Að
því er fram kemur í opinberri
ákæru sem gefin var út í síð-
ustu viku keypti Ásgeir 2 kg af
hassi af Albart van Houten
hinn 4. september á síðasta
ári. Fyrir þetta hass greiddi Ás-
geir að áliti lögreglunnar
a.m.k. 640 þúsund krónur en
það samsvarar 320 kr. fyrir
hvert gramm.
Þá telur lögreglan sig hafa
sannanir fyrir því að Ásgeir
hafi keypt eitt kg af amfetamíni
af van Houten og greitt honum
1.200.000 krónur fyrir það. Inn-
kaupsverð Ásgeirs var sam-
kvæmt þessu 1.200 krónur fyr-
ir hvert gramm en álagningin
var líka þokkaleg því sam-
kvæmt því er fram kemur í
ákærunni seldi Ásgeir megnið
af efninu. Söluverðið mun hafa
verið nokkuð mismunandi en á
bilinu frá 2.500-3.300 krónur
fyrir hvert gramm.
Samkvæmt þessu hefur
hagnaður Ásgeirs af amfeta-
míninu einu numið a.m.k. einni
og hálfri milljón og þó senni-
lega meiru. Hafi honum tekist
að koma einhverju af hassinu
út líka er kannski ekki fráleitt
að áætla að hagnaður hans
hafi numið um tveimur milljón-
um. Það verður að teljast
þokkaiegur hagnaður, ekki síst
þegar tekið er tillit til þess að í
samræmi við eðli þessarar
starfsemi er t.d. enginn virðis-
aukaskattur greiddur og raun-
ar enginn tekjuskattur heldur.
Lögreglan seldi hass
Rúnar Óskarsson, sem setið
hefur í gæsluvarðhaldi síðan
12. desember, er ákærður fyrir
að taka til geymslu samtals 13
kg af hassi, 2 kg af amfetamíni
og 500-600 E-töflur. Þá er Rún-
ar ákærður fyrir að kaupa 116
g af hassi sem hann keypti í
raun af lögreglunni!
Þetta gerðist á kaffihúsi í
Austurstræti hinn 12. desem-
ber. Albart van Houten hafði
þá verið handtekinn daginn
áður ásamt Cörlu Wolff með
tæp 10 kg af hassi. Til að ná ís-
lensku samstarfsmönnunum
var Albart sendur á Hótel Bar-
ón og síðan, eftir að hann hafði
náð sambandi við Rúnar, á
kaffihúsið í Austurstræti. Þar
afhenti Rúnar 140 þúsund
krónur en fékk í staðinn 116 g
af hassi sem lögreglan hafði
látið van Houten hafa aftur.
Þetta hass fór Rúnar með til
„efnagreiningar“ en það hass
sem hann hafði varðveitt fyrir
van Houten var nánast svikin
vara. Þannig atvikaðist það að
hluti fengsins sem tekinn var í
tollhliðinu í Keflavík komst í
umferð þrátt fyrir allt.
Amfetamín og E-töflur
Lára Dís Sigurðardóttir er
einungis ákærð fyrir að hafa
um tíma haft a.m.k. 380 g af
amfetamíni og 480 E-töflur í
sinni vörslu, ásamt því að
koma þessum efnum til Rúnars
„til söludreifingar“ eins og seg-
ir í ákæru. Þrátt fyrir meira en
hálfs árs gæsluvarðhald hafa
bæði Rúnar og Lára þverneit-
að að hafa átt nokkurn þátt í
að selja þessi efni.
Þáttur Láru í málinu er
greinilega langminnstur sam-
kvæmt ákæru. Nærtækt er að
bera saman þátt hennar og Ás-
geirs Ebenzar samkvæmt
ákærunni. Lára er ákærð fyrir
að geyma 380 g af amfetamíni
og 480 E-töflur. Ásgeir fyrir að
kaupa og selja 1 kg af amfeta-
míni og 2 kg af hassi.
Skoðað í þessu ljósi virðist
óhjákvæmilega undarlegt að
Láru skuli haldið í gæsluvarð-
haldi þar til dómur gengur en
ekki gerð krafa um annað en
farbann á hendur Ásgeiri.
Hann hefur raunar ekki einu
sinni verið í farbanni allan tím-
ann. Svo virðist sem fíkniefna-
lögreglan hafi ekki hirt um að
halda því við.
Lágt launað burðardýr
Carla Wolff átti aðeins að fá
500 gyllini eða sem svarar
18.500 krónum fyrir að smygla
10 kg af hassi inn í landið hinn
11. desember. Þetta er meðal
þeirra upplýsinga sem lesa má
út úr ákærunni. Carla er ekki
ákærð fyrir að eiga annan þátt
í málinu en að flytja efnin inn í
landið, fyrst með bíl í sept-
ember og síðan ásamt Albart
van Houten í desember.
Albart van Houten er hins
vegar ákærður sem skipuleggj-
andi auk þess að hann var sá
er fjármagnaði innkaupin er-
lendis. Albart útvegaði einnig
Citroén-bílinn sem notaður var
til flutninga með Norrönu.
Hallvarður Einvarðsson rík-
issaksóknari krefst þess í lok
ákærunnar að þau fimm sem
ákærð eru í málinu verði
dæmd til refsinga og efnin sem
náðust verði gerð upptæk.
Sömuleiðis er þess krafist að
ríkissjóður íslands eignist
Citroén-bílinn sem notaður var
til flutninganna í september.
Samband Dýraverndunarfélaga íslands:
Opinber stefna Reykjavíkuriistans er að fjölga konum í ábyrgðarstöðum hjá borginni og það er litið alvar-
legum augum að fulltrúi Framsóknarflokksins geri bandalag við Sjálfstæðisflokkinn til að brjóta aftur
stefnu R-listans.
Fram^ókn vill son fyrr-
um SlS-forstjóra í
embætti hj á borglnni
Ríkisstjórnarbandalag gegn R-listanum
Fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar
gerði bandalag við fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í at-
kvæðagreiðslu um næsta for-
stöðumann Ljósmyndasafns
Reykjavíkur.
Fulltrúar Reykjavíkurlist-
ans, Guðrún Jónsdóttir og
Guðrún Ágústsdóttir,
greiddu atkvæði með Guð-
nýju Gerði Gunnarsdóttur,
safnverði Minjasafnsins á Ak-
ureyri. Helgi Pétursson,
þriðji fulltrúi Reykjavíkurlist-
ans, og Inga Jóna Þórðar-
dóttir og Jóna Gróa Sigurð-
ardóttir, fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, greiddu Einari Er-
lendssyni atkvæði sitt. Einar
er sonur Erlends Einarsson-
ar, fyrrverandi forstjóra SÍS.
Málið er viðkvæmt innan
Reykjavíkurlistans. Opinber
stefna núverandi meirihluta
er að fjölga konum í ábyrgð-
arstöðum og enginn efast um
hæfni Guðnýjar Gerðar til að
veita Ljósmyndasafninu for-
stöðu. Á þriðjudag frestaði
borgarráð afgreiðslu málsins
og það verður því ekki á dag-
skrá borgarstjórnar í dag.
Það þýðir að borgarráð mun
fá umboð til að afgreiða mál-
ið endanlega því borgar-
stjórn er komin í sumarfrí eft-
ir fundinn í dag.
Einar Erlendsson hefur rek-
ið fyrirtækið Stafræna
myndasafnið en starfsemin
hefur að mestu legið niðri
undanfarið.
Nýrri stjórn Sambands dýra-
verndunarfélaga hefur enn ekki
tekist að komast til botns í fjár-
reiðum sambandsins eftir rúm-
lega árs starf. Nýja stjórnin var
kjörin á stormasömum aðal-
fundi í mars í fyrra en þá höfðu
ekki verið haldnir aðalfundir í
sambandinu í áratug. Fráfar-
andi formaður, Jórunn Sören-
sen, hefur enn ekki skilað af sér
bókhaldsgögnum sambandsins
þrátt fyrir eftirgangsmuni. Rík-
issaksóknari hefur neitað nýju
stjórninni um opinbera rann-
sókn á fjárreiðum sambands-
ins.
Engir aðalfundir í tíu ár
Jórunn Sörensen var kjörin
forseti Sambands dýravernd-
unarfélaga íslands á aðalfundi
sem haldinn var 1986. Eftir það
voru aðalfundir ekki haldnir
fyrr en 1996 og þá í trássi við
Jórunni sem virðist hafa rekið
sambandið nánast sem einka-
fyrirtæki þennan áratug. Sam-
band dýraverndunarfélaga var
ríkisstyrkt fram til 1986 en eftir
það hefur ekki verið sótt um
styrki til starfseminnar, enda
kannski erfitt þar sem ekki var
hægt að sýna fram á eðlilega
starfsemi.
Þótt aðalfundir væru ekki
haldnir og sama stjórnin sæti í
tíu ár, lá starfsemin alls ekki
niðri. Ársreikningar fyrir árin
1986-1994 voru gerðir í einu
lagi. Það annaðist Grétar Har-
aldsson, hæstaréttarlögmaður.
Jórunn Sörensen afhenti nýju
stjórninni þessa reikninga
skömmu eftir aðalfundinn í
fyrra en með þeim fylgdu engin
fylgiskjöl og því ekki unnt að
sannreyna þá.
Sjóðir tæmdir
Sambandið hafði allnokkra
minningarsjóði og dánargjafir í
sinni vörslu. Reyndar var í fæst-
um tilvikum um háar fjárhæðir
að ræða. Sumir sjóðirnir voru
reyndar mjög litlir, ekki nema
fáein þúsund, en aðrir voru
stærri. Allir þessir sjóðir voru
tæmdir árið 1991 og féð úr
þeim tekið í rekstur sambands-
ins.
Sambandið var rekið með
tapi flest árin sem Jórunn Sör-
ensen veitti því forstöðu.
Lengst af var tapið ekki mikið,
einhver þúsund eða tugir þús-
unda á ári. Starfsárið 1991 var
þó undantekning frá þessari
reglu en þá fór tapið á aðra
milljón króna. Innihald sjóð-
anna sem tæmdir voru það ár
dugði þó fyrir þessu tapi.
Fengu allt sem þeir
þurm
Jórunn Sörensen, fyrrverandi
forseti Sambands Dýravernd-
unarfélags íslands, vildi ekki
ræða þetta mál við Helgar-
póstinn en staðfesti að það væri
hennar skilningur að ný stjórn
hefði tekið við sambandinu á
aðalfundi hinn 24. mars 1996.
„Þeir eru búnir að fá allt sem
þeir eiga að fá — allt sem þeir
þurfa að fá,“ sagði Jórunn þeg-
ar hún var spurð um ástæður
þess að hún hefði enn ekki af-
hent nýrri stjórn sambandsins
bókhaldsgögnin.
Nýja stjórnin leitaði til lög-
gilts endurskoðanda sem gerði
allmargar og alvarlegar athuga-
semdir við reikningana. Við at-
hugun kom fram að í bókhaldi
er ekki gerð nein grein fyrir
bankareikningum sambands-
ins. Svo virðist sem Jórunn Sör-
ensen sé enn prókúruhafi þess-
ara reikninga.
Þar er heldur ekki að finna
neitt um styrk sem samkvæmt
fundagerðarbók virðist hafa
verið veittur úr Minningarsjóði
Peders Jakobs Steffensens.
Ekki er vitað hvað varð um
þennan styrk en í fundagerðar-
bók er upphæðin, tæplega
1.400 þúsund, skráð sem skuld
sambandsins við Jórunni Sör-
ensen.
Samband Dýraverndunarfé-
lags íslands raíc lengi flóamark-
að og seldi ódýr föt. Samkvæmt
Engin bókhaldsgögn eftir tiu ár í
Ríkissaksóknari neitar um opinbera rannsókn
stjóm
reikningum sambandsins virð-
ist sem flóamarkaðurinn hafi
verið helsta tekjulind þess, auk
sjóða sem voru í vörslu sam-
bandsins en voru allir tæmdir
árið 1991. í september 1995,
hálfu ári áður en kom til stjórn-
arskipta á aðalfundi, var skráð
nýtt félag hjá Hagstofu íslands,
Flóamarkaður dýravina. Þetta
félag tók við rekstri flóamarkað-
arins og þar með var helsta
tekjulind sambandsins horfin.
Meðal stofnenda þessa „félags"
var einmitt Jórunn Sörensen.
Engin merki um afbrot
Nýja stjórnin leitaði til emb-
ættis ríkissaksóknara um opin-
bera rannsókn á fjárreiðum
sambandsins en fékk neitun.
Hjá ríkissaksóknara var stjórn-
inni bent á þá leið að höfða
einkamál. Jón Erlendsson hjá
saksóknaraembættinu kvaðst
ekki muna eftir þessu máli í
smáatriðum en sagði að í þeim
gögnum sem hann hefði séð,
hefði ekkert bent til saknæms
athæfis. Hann kvað það heldur
ekki í sínum verkahring að ráð-
leggja mönnum hvert þeir gætu
snúið sér í tilvikum sem þess-
um. Það væri til fullt af lögfræð-
ingum úti í bæ sem hefðu at-
vinnu af slíku.
Jórunn Sörensen hefur ekki skilað