Helgarpósturinn - 03.07.1997, Page 7

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Page 7
RMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997 rof. Austast er rýrt, hallandi land sem er mikið rofið og óhæft til beitar. í horninu ofan við Gljúfrastein er land einnig óhæft til beitar sem rekja má til mikils traðks hrossa." í lok skýrslunnar segir svo: „Ljóst er að nær allt land sem tilheyrir Laxnesi er í slæmu ástandi eða óhæft til beitar. Friða þarf hluta þess nú þegar og minnka álag á öðru landi. Gera má átak til úrbóta með því að nýta þann búfjáráburð sem fellur til á búinu til upp- græðslu og jafnvel bera tilbú- inn áburð á þar sem hægt er að koma því við. Miðað við áframhaldandi rekstur um- fangsmikillar hestaleigu í Lax- nesi þarf töluvert beitiland ná- lægt bænum þar sem hross þurfa að vera tiltæk og því þarf nauðsynlega að bæta landið þar. Auk þess þyrfti að gera ráðstafanir til að útvega aukið beitiland ekki fjarri Laxnesi því beitarálagið er of mikið.“ Þriðjungur friðaður „Drög að áætlun um land- nýtingu" heitir samkomulag sem fulltrúar Landgræðslunn- ar, RALA, Búnaðarsambands Kjalarnessþings og Bænda- samtakanna gerðu við Þórarin Jónasson, ábúanda í Laxnesi, á mánudaginn. Samkvæmt þessu samkomulagi verða um 100 hektarar, eða tæpur þriðj- ungur jarðarinnar, alfriðaðir næstu ár. Þess er vænst að Mosfellsbær verði einnig aðili að þessu samkomulagi. Sá hluti landsins sem nú á að friða er nú orðinn svo illa far- inn vegna ofbeitar að friðun Dæmi um land sem óhæft er til beitar samkvæmt nýju flokkunarkerfi Landgræðslunnar og RALA. Hér er virkt rof í gangi og gras rótnagað. Myndina er að finna í bæklingi sem gefinn hefur verið út um flokkunarkerfið. í bæklingnum er fjöldi Ijósmynda til að skýra ástand beitilands en allmargar þeirra mynda sem notaðar eru til að sýna slæmt ástand voru einmitt teknar í Laxnesi. Litla myndin er einnig tekin úr bæklingnum. Hún sýnir nærmynd af jarðvegi sem heyrír undir þennan flokk. ein og sér dugar ekki heldur á að taka þetta land til upp- græðslu. Hrossataðið sem til hefur fallið í Laxnesi á undanförnum árum hefur lítið eða ekki verið nýtt til áburðar en þess í stað safnast í haug. Þessu á nú að breyta og er hugmyndin að nýta hrossataðið til áburðar á uppgræðslusvæði. Grasfræi verður sáð í stærstan hluta landsins en sums staðar mun ætlunin að sá lúpínufræi. Á þeim tveim þriðju hlutum Laxnesslands sem enn eru Iestaleigan í Laxnesi í Mos- fellsdal mun vera stærsta hestaleiga landsins. Helgar- pósturinn hefur heimildir fyrir því að stór hluti starfseminnar sé „svartur". Svo mikið er víst að framtaldar tekjur Þóraríns Jónassonar og konu hans, sem reka leiguna, hafa verið mjög lágar undanfarin ár og hestaleigan hefur ekki einu sinni virðisaukaskattsnúmer. Þeir hundrað hestar sem leig- an hefur á sínum snærum hafa gengið svo hart að landinu að þar má heita sviðin jörð. í nýrri, sameiginlegri skýrslu Landgræðslunnar og Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins segir að nær allt land í Lax- nesi sé í slæmu ástandi eða al- veg óhæft til beitar. Nú I vik- unni náðist þó samkomulag um að taka þriðjung landsins til uppgræðslu og verður sá hluti landsins alfriðaður. Laxnes í Mosfellsdal skiptist í Laxnes I og Laxnes II. Skipt- ingin er að stórum hluta sam- hliða þjóðveginum til Þing- valla og er Laxnes II allt norð- an vegar en Laxnes I að stærst- um hluta sunnan vegcU"ins. Óhæft til beitar Stór hluti landsins er algjör- lega óhæfur til hrossabeitar, samkvæmt niðurstöðum Land- græðslunnar og RALA. Ástand landsins var metið út frá sér- stökum ástandsskala sem RALA hefur þróað. Eftir þess- um skala er land flokkað í alls sex flokka frá 0 til 5. í fimmta flokknum lendir land sem er algjörlega óhæft til beitar og flokkaðist stór hluti Laxness- jarðanna beggja í þann flokk. Sá hluti jarðarinnar sem ekki lendir í þessum neðsta flokki ástandsskalans er þó fjarri því að vera í lagi. Höfundar skýrsl- unnar, Bjöm H. Barkarson hjá Landgræðslunni og Borgþór Magnússon hjá RALA, telja ljóst að nær aílt land sem til- heyri Laxnesi sé í slæmu ástandi eða óhæft til beitar. RALA rtkjílns Skýrsla um ástand brossahaga á jðrðloni Laxntsi t Mosfellsbæ. Þann 7. mai, 1097, fóru undimtaóir um hluto Itndi Laxncas I og II til að meta istand hrossahaga. MeS i fír w Þórtnnn Jónaaaon tem rekur þar heitaleigu. Ártand iandrint Áitand lands er metið út frá nokkrum þittum og ilokkafi eftir iitandnkaia sem þróafiur hefúr verifi af Rannióknaitofnun landbúnaðarim (sji mefifylgjandi blafi) og er 0 ftokkur þar lem iatand gróðun og jarfivegi er mjog gott en 5 land aem ólueft er tiJ beitar. f landi Laxneaa II, norfian Þingvaftavegar er mikið jarfivcgirof, mdar en mólcndi og mýradrðg inn i milli. Skógarbringumar (iji uppdrilt) austast 1 landinu eru f hvaó veratu iatandi og akv. iatandaskala óhcfar tU beittr. Þegar vestar dregur er issand landsins hcldur skirra en þó mjóg slxmt efia óhcft lil beitar. Sunnan Þingvailavegar, i landi Laxness 1, er land heldur meira gróifi og mýradrög sem vel mi nýta til bcitar. Inn i miili og I ðllum jofirum er þó rof. Austast er rýrt haftandi land sem er mikifi roflfi og óhacft til beitar. 1 hominu ofan vifi Gljúftastein er land einnig óhcft til beitar sem rekja mi tU mikils traóks hrossa. Þtr er hhó sem hrossin eru rckin 1 gegnum hcim aó Laxnesi. Á hsegri hfind þegar ekifi er heim að Laxnesi er hfilf sem er i mjog slcmu istandi cn þfi afi mestu gróifi. Túnin sem tilheyra Laxnesi eru nýtt til bcitar. Tíl vifibótar þvi tandi scm tilheyrir Laxnesi I og U hefitr Þórarinn fengið lind til beitar hji Mosfellsbc inn undir Stardal. Hluti af þvi landi hentar igctlega til beitar og er istand þess viðunandi. Þó virfiist si hlutt þess sem er vestast og nyrst mjðg rýr og ekki henta tU hrossabeitar. Úrbctur Naufisynlegt er afi fnða Skógarbringur og var Þörarinn nokkufi sittur við það enda um mjog rýrt beitiland afi rcfia. Þann hiuta landsins sem þar er fýrir vestan mi beta með uppgnefislu enda aðgengilegir melar sem aufivelt er að komast ura. MikiU búSiriburfiur er tiitckur I Laxnesi þvi hsnn hefiir ekki verifi nýttur I fjfilda ins an hlaðist þar upp i haug. Þerutan búfjiriburð þyrfti afi ftytja upp i mciana og jafna úr Skýrsla RALA og Landgræðslunnar er einn samfelldur áfellisdómur yfir ofbert hrossa í Laxnesi. Lýsing RALA og Land- græðslu í skýrslu RALA og Land- græðslunnar er ástandinu lýst þannig: „í landi Laxness II, norðan Þingvallavegar, er mik- ið jarðvegsrof, melar, en mó- lendi og mýradrög inn á milli. Skógarbringurnar austast í landinu eru í hvað verstu ástandi og skv. ástandsskala óhæfar til beitar. Þegar vestar dregur er ástand landsins heldur skárra en þó mjög slæmt eða óhæft til beitar. Sunnan Þingvallavegar, í landi Laxness I, er land heldur meira gróið og mýradrög sem vel má nýta til beitar. Inn á milli og í öllum jöðrum er þó taldir þola einhverja beit á að skipuleggja beitina og er gert ráð fyrir að ábúandinn fái sér- fræðilega ráðgjöf við það. Þetta gildir líka um túnin í Lax- nesi en ekki mun hafa verið borið á þau undanfarin ár nema það sem hrossin leggja frá sér á beit sinni. Borið verð- ur á túnin strax í sumar og er ábúandinn raunar þegar búinn að bera hluta áburðarins á. Ekkert VSK-númer í Laxnesi er rekin stærsta hestaleiga landsins. Ábúand- inn, Þórarinn Jónasson, rekur hestaleiguna á sinni eigin kennitölu en athygli vekur að hann hefur ekki virðisauka- skattsnúmer. Samkvæmt upp- lýsingum sem Helgarpósturinn aflaði sér hjá Ríkisskattstjóra er hestaleiga þó virðisauka- skattsskyld, a.m.k. að hluta. Fólksflutningar á hestum eru þó undanþegnir virðisauka- skatti. Vala Valtýsdóttir í virðis- aukadeild Ríkisskattstjóra seg- ir varðandi þetta, að megin- reglan sé sú að útleiga lausa- fjármuna sé virðisaukaskatts- skyld. „Skipulagðar hestaferð- ir með leiðsögumanni eru und- anþegnar virðisaukaskatti," segir Vala og bætir því við að muninum á þessu tvennu megi iíkja við muninn á að taka leigubíl og bílaleigubíl. Sú staðreynd að stærsta hestaleiga landsins skuli ekki hafa virðisaukaskattsnúmer vekur svo auðvitað upp spurn- ingar um það hvernig skatt- skilum þessa fyrirtækis sé var- ið að öðru leyti. 1 því sambandi má nefna að tryggingagjald sem hjá tollstjóra hefur verið áætlað á Þórarin bendir til að laun hans séu talsvert undir 100 þúsund krónum á mánuði. Á það má líka benda að áætlun gjalda er yfirleitt höfð mun hærri en rauntölur segja til um. Sjálfur segir Þórarinn Jónas- son engan vafa leika á því að ekkert af starfsemi hans sé virðisaukaskattsskylt. Hann fullyrti einnig í samtali við HP að öll innkoma væri gefin upp til skatts. Borinn út á næstunni Laxnes I, syðri hluti jarðar- innar, er í eigu Wahtne-systra, Mosfellsbæjar og systur Þórar- ins Jónassonar. Eigandi Lax- ness II er Laxnesbúið ehf. en forsvarsmaður þess félags er Jón Baldvinsson sem rekur Ráðningarþjónustuna við Háa- leitisbraut í Reykjavík. Öll hús sem Þórarinn hefur til afnota eru á Laxnesi II. Jón sagði Þór- arni upp ábúðinni fyrir einu og hálfu ári og samkvæmt þeirri uppsögn hefði Þórarinn átt að vera farinn fyrir 1. júní á þessu ári. Uppsögnin fór fyrir Héraðs- dóm Reykjaness á mánudag- inn, sem kvað upp þann úr- skurð á mánudaginn að Þór- arni beri að rýma jörðina. Þór- arinn mætti ekki fyrir dóminn til að halda uppi vörnum. Stéttin erfyrsta skrefið iim... Mikiðúrval afheUum ogsteinum. Mjög gott verð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.