Helgarpósturinn - 03.07.1997, Page 8

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Page 8
8 RMMTUDAGUR 3 JÚLÍ1997 luiiliir „liiraiiiíliikkiii'inn" Miliim liiskii|iskjiii-s? Síðasta helgi var frekar óvenjuleg miðað við það sem ég á að venjast en það er alltaf gaman að breyta til. Helgin byrjaði á miðvikudegi á tónleik- um Sting (sem Einar Örn kallar Stink). Sting var betri en ég bjóst við og kom mér á óvart hve breið- an aðdáendahóp hann á. Það sást í Andra Snæ Magnason rithöfund og ég fór enn og aftur að hugsa um íranskeisara og Andy Warhol heitna en þeir eiga það sameigin- legt að hafa látist á skurðarborðinu hjá lækninum, afa Andra Snæs, ekki þó af völdum læknisins. Það sást einnig í KK og Ellen systur hans í hópi fólks. Davíð Þór og sæta kærastan hans, stigavörðurinn Katr- ín Jakobs, virtust skemmta sér vel, einnig Ami Ein- arsson hótelstjóri og MM-maður. w Hrafn Jökulsson, annar ritstjóri Mannlífs, virtist skemmta sér kon- unglega þótt hann kæmist aldrei inn í salinn sjálfan. Hann var allan tímann á tali við mann í anddyri Laugardalshallar. Útvarpsfólkið lét sig ekki vanta og sá ég allmarga slíka eins og hinn ljúfa Sigvalda Búa á Sígildu FM, útvarpsstöð sem lék eingöngu háklassíska tónlist til að byrja með en nú allt milli himins og jarðar ... meira að segja Spice Girls. Steinar Viktorsson sem var ráðinn í stað Sigvalda á Aðalstöð- ina stóð stjarfur með frosið bros á andlitinu, enda forfallinn aðdáandi Stings eins og flestir á staðnum. Einn mann hitti ég þó sem kallaði Sting óttalegan vælukjóa. Hann sagði það ekki mjög hátt, ella hefði verið gengið í skrokk á honum. __________Lísa Páls á Rás 2 var þarna á ferð með ektamakanum, ívar Guð- mundsson á Bylgjunni og Joiii, maðurinn sem söng með Sting, voru að tala við Gurrí á Aðalstöð- inni. Mig grunar að þau hafi verið að tala um Sting og frábæra frammistöðu Jolla sem heitir víst Sverrir í al- vörunni. Forsíða nýjasta Mann- lífs, Jón Sæmundur, virtist hinn ánægðasti með tónleikana, einn- ig hinn ritstjóri Mannlífs, Guðrún Kristjánsdóttir, sem mætti með fríðum flokki fönguiegra kvenna sem Hall- grímur Helgason kallar síðustu klíkuna í bænum, Ari Alexander myndlistarmaður gladdi eflaust augu þeirra eins og mín ... nokkuð myndarlegur maðurinn sá. Vil- helmina ástarfíkill Magnúsdóttir var á staðnum, kannski í vett- vangsrannsókn um leið og hún naut tónlistarinnar. Maður getur ábyggilega orðið jafn háður því að fara á tónleika eins og að elska einhvern, stunda kynlíf eða jafnvel horfa á sjónvarpið. Vilhelmína hefur undanfarið haldið fyrirlestra um ástarfíkn og fleiri fíknir, ágætis fyrirlestra hef ég heyrt, þótt þeir veki ekki áhuga minn ... ég er orðin svo þreytt á öllum þessum skilgreiningum ... arggggg. Þarna voru á fimmta þúsund aðrir gestir sem of langt mál væri að telja upp hér svo ég sleppi því en vind mér á Sólon Islandus. Þar var fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið og kannaðist ég ekki við marga en sá eina frægustu konu íslands, önnu vélstjóra Krist- jánsdóttur í fylgd með myndarlegum manni. Kannski hefur þessi fáránlega forsíða á Séð og heyrt, „Vand- ræði að ná mér í mann“, haft einhver jákvæð áhrif á karlhylli hennar. Anna varð víst mjög sár yfir þessari setningu sem hún sagði ekki í viðtalinu. Anna er orðin svo mikil almenningseign að fleiri viðtöl birtast við hana en eru tekin. í stað þess að fara út á djammið á laugardagskvöld- ið eins og ég er vön, sat ég með vinafólki og horfði á hnefaleika! Það var ekki eins leiðinlegt og ég átti von á og sérlega gaman að sjá guðsmanninn Holyfield kljást við Allah-gaurinn og kvennabíterinn Tyson. Fyndið að heyra Holyfield, þennan þungavigtarkappa, syngja sálma í undirbúningsskyni. Þulirnir áSýn slepptu sér og sögðu þetta ótrúlegan og óvæntan atburð, þeim fannst það álíka merkilegt og þegar Tyson stýfði eyra Holyfields. Sálmasöngurinn er kannski trikk til að fá sértrúarfólk til að kaupa áskrift að Sýn og öðrum álíka stöðvum. Niðurstaða mín í hnefaleikaeyrnabitsmálinu er einföld. Fyrst Holyfield gefur sig út í það að vera guðslamb á hann skilið að vera markaður í eyraA, Q7vu/a Síðsumars verður kjörinn nýr biskup yfir íslandi. Kosn- ingabaráttan fer að mestu fram að tjaldabaki en aðeins 190 manns eru með atkvæðisrétt og kjósa í póstkosningu. Fimm prestar eru í framboði til að setjast í sæti Ólafs Skúlasonar sem hverfur úr stólnum fyrr en ætlað var. í biskupskosning- um, eins og prestkosningum áður, eru sagðar sögur ýmist til að upphefja eða klekkja á frambjóðendum. Sögurnar berast frá manni til manns en eru aldrei sagðar opinberlega, hvorki á mannafundum né í fjölmiðlum. Útbreidd saga í yfirstand- andi kosningabaráttu er að for- setaflokkurinn svokallaði ætli sér biskupsembættið. Forseta- flokkurinn er nýtt hugtak í ís- lenskum stjórnmálum. Það vís- ar til hópsins í kringum Ólaf Ragnar Grímsson forseta lýð- veldisins. í hópnum eru meðal annarra Gunnar Steinn Páls- son, auglýsinga- og ímynda- hönnuður, Siguður G. Guð- jónsson, fyrrum stjórnarfor- maður Stöðvar 2 og lögfræð- ingur Jóns Ólafssonar og Már Guðmundsson í Seðlabankan- um. Þá er ótalinn Einar Karl Haraldsson, sem kallaður er hershöfðingi forsetaflokksins en hann var nánasti samstarfs- maður Ólafs Ragnars í Alþýðu- bandalaginu og væri enn fram- kvæmdastjóri þar á bæ ef ekki hefði kastast í kekki milli hans og Margrétar Frímannsdóttur sem tók við formennsku af Ólafi Ragnari. Stuðningsmenn Sigurðar Sigurðarsonar, vígslubiskups í Skálholti, segja þá sögu að forseta- flokkurinn styðji til bisk- ups Karl Sigurbjömsson, sóknar prest í Hallgrímskirkju. Sagan er trúverðug með því að Karl og Einar Karl eru nákunnugir, búa í tvíbýli á Þórsgötu í Þing- holtunum. Einar Karl er rækt- arsamt sóknarbarn og hefur um árabil lagt sitt af mörkum til safnaðarstarfs Hallgríms- kirkju. Sagan er líka til þess fallin að fæla atkvæði frá Karli og til þess er hún vitanlega sögð. Forsetaflokkurinn er litinn hornauga af þeim hópum í þjóðfélaginu sem finnst upp- skafningsbragur af liðinu í Hershöfðinginn í forsetaflokknum, Einar Kari Haraldsson, er sagður vinna fyrir einn frambjóðendanna í biskupskjöri. Einar Kari verður hins vegar fjarri góðu gamni næstu vikurnar. Hann er í sagn- fræðileiðangri í Suður-Frakklandi. kringum forsetann. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki af valdaættum og tengslin við ný- ríka menn, suma með vafa- sama fortíð, eru ekki fallin til vinsælda í gamalgrónum fjöl- skyldum með ítök víða í þjóð- félaginu. Sigurðarmenn veðja á að tilhugsunin um að sömu að- ilarnir standi að baki forseta- embættinu annars vegar og biskupsembættinu hins vegar sé mörgum guðsmanninum um megn. Til að bendla Karl Sigur- björnsson við forsetaflokkinn þarf meira en vinskap við hers- höfðingjann Einar Karl. Og það getur verið erfitt. Einar Karl hefur ekki starfað fyrir Karl vegna biskupskjörs og heldur haldið sig til hlés þó að hann sé eindreginn stuðningsmað- ur. Til að auka enn á fjarlægð- ina milli nágrannanna í Þing- holtunum verður Einar Karl í Suður-Frakklandi mánuðinn fyrir biskupskjörið með eigin- konu sinni Steinunni Jóhann- esdóttur. Þar mun Einar Karl aðstoða Steinunni við gagna- öflun um Guðríði, Tyrkja- Guddu" Hallgríms Péturssonar sem hafði viðkomu í Suður- Frakklandi á heimleið úr bar- baríinu fyrir margt löngu. Og fleiri minningar munu þau hjónin rifja upp því að í borg- inni Toulouse hittust þau fyrir 20 árum og ákváðu að rugla saman reitum. Við látum Séð og heyrt segja okkur hvort það hafi verið ást við fyrstu sýn. Á meðan Einar Karl sólar sig í Frakklandi mun sóknarprest- urinn í Hallgrímskirkju einn bera þær áhyggjur hvort sagan um valdabrölt forsetaflokksins hafi áhrif á það hvernig prest- ar greiða atkvæði í júlílok. H. Leimsbyggðin skókst af kvölum með Holy- field ekki alls fyrir löngu þegar Tyson nartaði vingjarnlega í eyra hans í boxhringnum en varð undan að láta þegar sætt bragð hins æsti svo upp hungur hans að hann uggði ekki að sér heldur beit sér vænan bita. Unnendur boxins reka upp ramakvein, maðurinn er villi- dýr, skepna og guð veit hvað, skella sér á lær og berja sér á brjóst í hræðilegri forundran. Ómar Ragnarsson er undrandi og miður sín og Bubbi svarar ekki í síma vegna áfallsins. Eng- inn rifjar það upp, ekki einu sinni með sjálfum sér, að Tyson er dæmdur nauðgari og þekkt- ur ofbeldismaður gagnvart kon- unum í lífi sínu. Er það kannski vegna þess að leikreglur hinnar göfugu íþrótt- ar boxins gilda sjaldnast í hringnum innan veggja heimil- isins að ekki þykir benda til of- beldishneigðar eða ruddaskap- ar þó menn dangli lauslega í konu hér og þar eða neyði til samræðis? Fleiri hundruð punda vel þjálfaður skrokkur er vesælli andstæðingur og menn því búnir að vera sem íþróttamenn sem leggja sér slíkt til munns. Veiðileyfi á rýra kvenskrokka er allt annað mál og gildir þar sjálfsagt „permanent open season“ eins og þeir myndu orða það í henni Ameríku. Kannski ætt- um við að strengja vébönd þau er umlykja hnefaleikahringinn (reyndar ferhyrninginn) ut- an um þá heimilismeðlimi sem taka upp á að tók Stöð 2 í Stöð 2 er lúnkin í viðskiptum eins og best sást þegar Stöð 3 var gleypt í vor. En Jóni Ólafssyni, Hreggviði Jónssyni og félögum varð illa á í mess- unni þegar þeir ákváðu að kaupa rúmlega fjögur þúsund sæti til London af Helga Jónssyni for- stjóra Samvinnuferða-Landsýnar. Tapið á þeim viðskiptum stefnir í fimmtán til tuttugu milljónir króna. Stöð 2 hugðist bjóða áskrifendum sínum ódýra Lundúnaferð gegn skuldbindingu um að áskrifend- ur segðu ekki upp Stöð 2 næstu þrjá mánuði á eftir. Reynsla undanfarinna ára sýnir að fólk segir gjarn- an upp áskriftinni að Stöð 2 yfir sumarmánuðina og það skapar erfiðleika í tekjuflæði fyrirtækisins. Forsvarsmenn Stöðvar 2 leituðu til Helga Jó- hannssonar í Samvinnuferðum-Landsýn og keyptu af honum rúm fjögur þúsund sæti til London á 9.900 kr. í ferðabransanum er fullyrt að Helgi hafi fengið hvert sæti á 6.900 hjá Atlanta sem mun fljúga með áskrifendur Stöðvar 2 til London. Sam- vinnuferðir-Landsýn og Atlanta hafa þannig allt sitt á þurru en áhættan er öll hjá sjónvarpsstöð- inni. Illu heilli fyrir Stöð 2 er takmarkaður áhugi fyrir rífast og sjá hvort þá beri minna á ofbeldi og skepnuskap í samskiptum þeirra. Þessi hágöfuga íþrótt, hnefaleikar, hefur nefnilega aldrei átt neitt skylt við ofbeldi og síð- ur en svo ýtt undir eða vakið slíkar kenndir með mönnum. Hér fer allt fram eftir föstum reglum og sjálfsagt betra að lifa með heila- skemmdir eftir á ef maður veit að sá sem barði fór að lögum hnefaleikanna að maður ekki minnist á ólympísku hnefaleikana. Sjálf er ég ein þessara andlega vanhæfu vesal- inga sem aldrei hafa skilið göfgi ofbeldis hvort heldur er innan hrings eða utan og kom því at- hæfi Tysons varla aftan að mér og því síður olli það þeirri undrun og skelfingu að ég drægist ekki úr rúmi daginn eftir. Kaldhæðnin er nefni- lega svo sterkur hluti af eðli mínu að mér var ljóst að Tyson er villidýr um ieið og hann var dæmdur fyrir nauðgun og þá, ekki nú, þótti mér einsýnt að maðurinn hefði ekkert að gera með opinbert leyfi til að berja á öðrum, hvort heldur er með hönskum eða án þeirra. Steingerður Steinarsdóttir Helgi Jóhannsson tekur því fálega að skera Stöð 2 úr snörunni vegna samn- inga sem gerðir vorn um Lundúnaferðir fyrir áskrif- endur sjónvarpsstöðvar- innar. flugferð til London á tæpar tíu þúsund krónur, ekki síst vegna þess að fyrir litlu hærri upphæð er hægt að fá flug og bíl til Evr- ópu. Tilboðið til áskrifenda gild- ir fram í september og síðast þegar fréttist var aðeins búið að selja tæplega helming sætanna. Haílinn á viðskiptunum er 20 milljónir og Stöðvarmenn mega hafa sig alla við til að rétta sinn hlut. Tilmæli þeirra til Helga um afslátt er fálega tekið. Til að bæta gráu ofaná svart móðguðust Flugleiðir þegar Stöð 2 samdi við Samvinnuferð- ir-Landsýn og Atlanta. Tilraunir Stöðvarmanna til að jafna skuld Stöðvar 3 við Flugleiðir með auglýsingasamningkum fóru út um þúfur. Flugleiðamenn vildu uppgjör í reiðufé og varð ekki haggað.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.