Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 19

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Síða 19
RMIVmiDAGUR 3 JÚLÍ1997 19 FYRIR BLESSUÐ BÖRNIN Krökkum finnst yfirleitt spennandi að fá að vera út af fyrir sig í svona ferðum, jafnvel þó þau fari ekkert lengra en í næstu laut. Það er því óvitlaust að útbúa sérveislur fyrir þau. Hægt er að nota venjulegar sandfötur í stað- inn fyrir körfur fullorðna fólksins og setja í þær djúsfernu, pítu með grænmeti, Iítinn poka með kartöfluflögum, epli og kannski pínu nammi, Voilá, ævintýri! EKKI GLEYMA ... • Tappatogara • Dósaupptakara • Beittum hníf • Servíettum/eldhúsrúllu/blaut-tuskum • Ruslapoka • Flugnafælu • Sólaráburði • Teppi (eða klappstólum) • Bolta, „frisbee", skóflu, fötu, snú-snú- bandi, vatnsbyssu, o.s.frv. • Stuttbuxum, regngalla og lopapeysu, bara svona til vonar og vara • Sólhlíf • Regnhlíf • Góða skapinu LíHI veisla úti í laut Lóan er ekki lengur eini ljúfi vor- boðinn, langt í frá. Vegavinnumenn í appelsínugulum göllum eru til að mynda öruggt merki um að sumarið sé komið ... að ekki sé talað um ilm- inn af glóðheitu grillinu í öðrum hverjum garði. Ekki er það ætlun okkar að gera lítið úr þeim skemmtilega samkvæmisleik, sem grillveislur óneitanlega eru, heldur rifja upp annan sem ekki er síðri, rómantísku lautarferðirnar. Reglurnar eru fáar og afar einfald- ar. Allt sem til þarf er rauðköflóttur dúkur, karfa með einhverju góðgæti í, og skemmtilegt fólk. Staðsetning- in skiptir ekki höfuðmáli. Þú getur farið í lautarferð út í garð, upp í Heiðmörk eða jafnvel niður í fjöru. Ekki er heldur úr vegi þegar lagt er í langferð að hafa litla „lautarveislu" í farteskinu; sleppa sjopp- unni svona einu sinni og matast úti undir ber- um himni. SKÚFFUKAKA í SKOTTINU En hvað á svo að vera í körfunni? í raun er það alfarið undir hugmyndaflugi og smekk hvers og eins komið. Samlokur standa alltaf fyrir sínu, ávextir, salöt með „dressingu“, ost- ar og kex. Fyrir þá sem vilja lautarferð í anda Jane Austin er rétt að benda á að það er mjög auðvelt að ferðast með fiskirönd (þið geymið hana bara í forminu þar til komið er á áfanga- stað), alls konar heimatilbúin „paté“, bökur, kalt kjöt og kartöflusalat. Einnig er hægt að fylla paprikur, eggaldin, tómata og bakaðar kartöflur með alls konar blöndum af græn- meti, osti, kryddhrísgrjónum, túnfiski o.s.frv., o.s.frv. Sítrónur er gott að fylla með „laxa- mousse" og melónur og ananas með ávcixta- salati. Ef fólk vill eitthvað annað en ávexti í eftirrétt er upplagt að skella líka einni skúffu- köku í skottið! Hér í eina tíð var rauðvínsflask- an algjört „must“ í lautarferðum fína fólksins ... og eflaust eru enn margir þeirrar skoðunar ... en munið; „epla-cider“ eða djús fyrir bíl- stjórann og börnin! Láttu hana fá fjögur laufblöð og snæris- spotta og einhvern veginn tekst henni að búa heilt listaverk úr því,“ sagði sá sem benti okkur á að fá Salbjörgu Bjarnadóttur til að bjóða okkur í mat. „Og ekki eru kraftaverk hennar í eldhús- inu tilkomuminni," bætti hann við. Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar; slógum á þráðinn til Sal- bjargar og boðuðum komu okkar. Hún horfði undrandi á okkur þegar við bárum þennan myndarskap upp á hana og harðneitaði að hún væri einhver hagleikskona. Bökunarlyktin og blóma- kransarnir sem héngu á veggjunum komu hinsvegar upp um hana. „Ja, ég hef rosalega gaman af blóm- um,“ viðurkenndi hún þeg- ar við bentum á sönnunar- gögnin. „Ég vann um tíma í Blómavali og í blómabúð- inni í Keflavík og síðan hef ég gripið í þetta af og til; búið til nokkra kransa og skreytingar. Mér finnst voða notalegt að dúlla mér við þetta,“ sagði hún. HANN FÉLL FYRIR MENNTUN MINNI Salbjörg býr með Haraldi Ásgeiri Aikman og hann kann víst ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu líka. „Hann eld- ar ekkert síður en ég,“ sagði hún, „þó svo hann sé ekki húsmæðraskólageng- inn eins og ég,“ bætti hún við. Við hváðum. „Ég er sko með skírteini upp á það að ég kunni að skúra og satt best að segja hef ég Halla grunaðan um að hafa ein- SVÍNAKJÖT „VINDALOO“ 120 ml edik 500 g magurt svínakjöt í teningum 1 stór laukur, saxaður 1 tsk. cuminfræ 1 tsk. sinnepsfræ 5- 6 hvítlauksrif 15 g engiferrót (eða 1/2 tsk. engiferduft) 4 negulnaglar 2,5 cm kanilstöng 6- 8 piparkorn matarolía 1 msk. karrý (6-8 karrýlauf ef þið fáið þau) 450 g tómatar, afhýddir og skornir í teninga 1/2 tsk. ground turmeric salt 2 greinar af kóríanderlaufum Setjið 1 msk. af ediki út í vatn og skolið svína- kjötið upp úr blöndunni. Þerrið það síðan með eldhúspappír. Merjið laukinn, cumin- og sinn- epsfræin, hvítlaukinn, engiferið, negulnaglana og piparkornin með svolitlu af edikinu þar til úr verður nokkurs konar þykkt mauk. Setjið þetta mauk í stóra skál og svínakjötsteningana út í og hrærið vel. Þetta er síðan sett til hliðar og látið marinerast í 15-20 mínútur. Hitið svo olíuna og steikið karrýið eða karrý- laufin upp úr henni í smástund. Bætið síðan marineruðu svínakjötinu, tómötum og turmer- icinu út í og hrærið þar til tómatarnir eru komn- ir í mauk. Þá er restinni af edikinu bætt út í og svolitlu salti stráð yfir. Síðan er lokið sett á pottinn og þessu leyft að malla í 40-50 mínútur, eða þar til svínakjötið er orðið meyrt. Best er að fylgjast með mallinu af og til og bæta svolitlu vatni út í ef með þarf. Þó ber að hafa í huga að sósan á að vera frekar þykk. Kóríanderlaufum er síðan stráð yfir og þetta er borið fram með hrísgrjónum. Gott er að bera réttinn fram með tandoori-grjónum frá Batchel- ors og mangóchutneyi. góma. Og ég ætla ekkert að lýsa við- brögðunum. Hann lét eins og hann hefði himin hönd- um tekið. Það bók- staflega ískraði í honum," sagði hún. SLÁTRIÐ LÍT- IÐ SPENN- ANDI En hvers vegna fór Salbjörg í Húsmæðra- skóla Reykja- víkur? „Eg held að þetta hafi bara ver- ið einhvers konar upp- reisn hjá mér,“ svaraði hún. „Það var sko ekki smart á þess- um árum að Iæra útsaum, ræstingar og heimilis- fræði. Ég tala nú ekki um að setja upp hvítan kappa í eldhúsinu — en það var eitt af skil- yrðunum sem skólinn setti; maður átti að mæta með bláan slopp, hvítan kappa og góða inni- skó,“ bætti hún við og hló. En þrátt fyrir mennt- un sína er ekki mikið um þjóðlega rétti á borð- um Salbjarg- ar. „Nei, mér finnst slátur og svið ekki beint spenn- andi fæði,“ sagði hún af- sakandi. „Annars er P Með skírteini upp á að ég kunni aðskúra mitt fallið fyrir þessari „menntun" minni," útskýrði hún. „Áður en við kynntumst skemmti hann sér nefnilega við það að hleypa upp hverju partýinu á fætur öðru með yfirlýsingum um að konur ættu að vera „kvenlegar" og helst ættu þær allar að hafa að baki húsmæðraskólamenntun. Þessar yfirlýsingar hækkuðu blóðþrýst- inginn allverulega hjá flestum konum sem til hans heyrðu, þær voru brjálað- ar út í hann. En hann skemmti sér konunglega,“ bætti hún við og hristi höfuðið. „Það var hinsvegar ekki fyrr en við vorum búin að vera saman í hálft ár eða svo sem þessa skólagöngu mína bar á I mat hjá Salbjörgu Bjarnadottur sölumanni og móöur það dálítið skondið að þegar við Halli fórum að búa saman kvört- uðu börnin mín sáran undan matnum sem hann eldaði. Hann bjó til stroganoff og svikinn héra sem krakkarnir kölluðu „útlenskan mat“. Þau vildu sko íslenskan mat, takk. Þegar við fórum svo að spyrja þau hvað þeim fyndist vera íslenskur matur kom í ljós að í þeirra huga voru þjóðlegu réttirnir taco og lasagna.“ CHUTNEY MEÐ PÍNU HVÖNN Aðspurð kvaðst Salbjörg vera ofboðslega hrifin af indverskum mat. „Það er orðið svo auðvelt að elda indverskan mat í dag,“ sagði hún. „Það er hægt að fá alls konar tilbúnar sósur og krydd- blöndur sem hægt er að leika sér með. Og nú eru víst væntanleg á markaðinn frosin naan-brauð; bæði venjuleg og með alls konar spennandi fyllingum, svo þetta er ekkert mál, en rosalega gott,“ bætti hún við og lýsingar hennar einar og sér nægðu til að koma munnvatnskirtlunum af stað. „Svo er loksins hægt að fá almenni- leg chutney hérna og þau eru mörg hver ótrúlega góð. Nú, þeir sem rækta rabarbara geta líka búið til sitt eigið chutney og sett þá svolitla hvönn saman við, hún er svo sérstök á bragðið,“ sagði Salbjörg og sannaði þar með fyrir okkur að allt verður henni að efniviði, laufblöð, lyng og jafnvel hvönnin í garðinum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.