Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.07.1997, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 03.07.1997, Qupperneq 22
22 FlMIVmJDAGUR 3. JÚLÍ1997 Kathy Lette Mad Cows Picador 1996 Beittur húmor fyrir mæður! Kathy Lette sló fyrst í gegn þegar hún sendi frá sér bókina Foetal Attraction en þar beinir hún sjónum sínum aö meögöng- unni. Tilgangur Lette er umfram annaö aö sýna fram á fáránleika allra þeirra bóka sem hafa veriö skrifaöar um þessi efni. Bókin Mad Cows er I raun nokkurs konar framhald Foetal Attraction en í fyrrnefndu bókinni er söguefniö móöurástin. Maddy er ólöglegur innflytjandi frá Ástralíu, hefur nýlega eignast son meö manni sem vill ekkert meö hana hafa. Maddy er í versl- unarferö meö ungan son sinn þegar örlögin grípa í taumana. Skyndilega er hún ásökuö um búöarhnupl, varpaö í fangelsi og yfirvöld reyna aö ná syninum af henni. Þetta myndi sennilega hljóma illa fyrir flesta aöra en Maddy. Hún hefur eitraöan kjaft og setningar hennar eru drep- fyndnar og meö þeim beittari sem hafa sést. Þaö er helsti galli Maddy aö geta aldrei gætt tungu sinnar en þaö er raunar þaö sem gerir bókina svo frábæra. Mad Cows er vafalaust einhver fyndnasta bók síöasta árs og ætti aö vera skyldulesning öllum konum sem hafa eignast börn. Bókin er 295 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.195 krónur. THE DEVIL A BIOGRAPHY PETL'K SIAMORD Peter Stanford The Devil - a bio- graphy Mandarin 1996 Ævisaga Kölska Ævisaga Kölska er vafalaust ein sérstæöasta ævisagan hjá Máli og menningu um þessar mundir. Bókin kom út í fyrra og er höf- undarverk Peter Stanford en hann hefur getiö sér gott orö fyrir kvikmyndagerö sem og ritstörf. Margir muna sjálfsagt eftir bók hans Catholics andSex en hún var einnig kvikmynduö fyrir sjón- varp og hlaut fjölda verölauna í kjölfariö. Þá hefur Peter Stanford um skeiö skrifaö reglulega í blöö- in Guardian, Sunday Times og The New Statesman. i bókinni rekur Stanford á skil- merkilegan hátt hvernig djöfullinn sem fyrirbæri varö til í frumkristni og úr hvaöa elementum hann er saman settur. Síöan rekur hann sögu djöfulsins frá upphafi og allt til okkar daga. Djöfullinn er sér- kristilegt fyrirbrigöi þótt ekki sé víst aö allir kristnir menn átti sig á því aö til dæmis gyöingar og múslimar hafi afneitaö djöflinum. Þetta rennir reyndar enn frekar stoöum undir þá skoöun aö krist- in trú sé ekki eingyöistrú. Þá ér í bókinni fariö inn á hreyf- ingar djöflatrúarmanna eins og þær eru starfræktar í dag. Bók Peters Stanford er einn eitt stórvirkiö af hans hálfu og ekki hægt annaö en aö mæla meö henni viö allt fróðleiksfúst fólk. Bókin er 299 síöur, fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.595 krónur. Netueijar setji sér eigin samskiptaregEur Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar Að mörgu leyti er það eins og að bera saman svart og hvítt, þegar fjallað er um tján- ingarfrelsi í Bandaríkjunum og ríkjum Vestur-Evrópu. Vestra hefur tjáningarfrelsið, stjórn- arskrárverndaður réttur til frjálsrar tjáningar, upplýsinga- flæðis og lýðræðislegra mann- réttinda af ýmsum toga, verið lifandi fyrirbæri í samfélaginu. Ótal hópar, smáir sem stórir, hafa staðið dyggan vörð um þessi lýðréttindi, sem af sögu- legum ástæðum skipta banda- ríska þegna mjög miklu máli. í iðnvæddum hluta Evrópu eru sömu lýðréttindi hátt skrif- uð. Á hinn bóginn kennir sagan okkur að varðstaða almenn- ings í bæði smærri og stærri ríkjum Evrópu er ekki jafnvirk auk þess, sem ákvæði stjórnar- skráa þessara ríkja skipta minna máli í lífi einstaklinga, eru ekki eins ofarlega í huga þeirra. Þessi munur sést bezt þessi árin á viðbrögðum Bandaríkja- manna við hvers kyns tak- mörkunum á tjáningarfrelsi á Internetinu. Janet Reno, dómsmálaráðherra, hefur bar- izt allhart fyrir lögum, sem eru skammstöfuð CDA (Commun- ication Decency Act), þar sem m.a. eru ákvæði um bann við ósiðsemdarefni (klámi) á Net- inu. Hæstiréttur Bandaríkj- anna felldi þann úrskurð í lið- inni viku, að hlutar laganna brytu í bága við stjórnar- skrána. Netið sjálfstæður miðill - hvorki útvarp né sjónvarp Dómur Hæstaréttar er um margt merkilegur, því í honum er t.d. tekið af skarið um það, að Internetið sé fjölmiðill, margmiðill, sér á parti, og þannig verði ekki með réttlæt- anlegum hætti tekin upp lög reglur, sem gilda um ljósvaka- miðla, og þær yfirfærðar á Int- ernetið. Hér er rétt að fram komi, að þau rösklega 10 mann- og lýðréttindasamtök, sem höfðuðu málið fyrir Hæstarétti, voru alls ekki að tryggja aðgengi klámefnis á Netið, heldur einvörðungu að standa vörð um tjáningarfrels- ið. (Um daginn las ég í ísienzku blaði, að ekki væru nú allir Netverjar með klám og banda- rísku klámlögin á heilanum, heldur skipti margt annað meira máli! Viðkomandi virðist ekki hafa áttað sig á því, að úr- lausnarefnið var í raun tjáning- arfrelsi gegn forsjárhyggju.) Ég held ég megi segja, að Netverjar séu upp til hópa andvígir klámi í upplýsinga- samfélaginu. Þeir telja hins vegar, að setja eigi reglur um háttsemi á Netinu, sem miði að því að úthýsa kláminu án þess, að troðið sé á tjáningarfrels- inu. Þá eru sumir ekki frábitnir hugmyndum um að setja lása á heimilistölvur til þess að börn geti ekki nálgazt þetta efni. Öll- um hugmyndum þar um hefur verið hafnað, þeirri nýjustu vegna þess, að lykillinn að dul- máli, sem notað yrði, yrði í vörslu stjórnvalda. Það mega Bandaríkjamenn ekki heyra. Klámið er aðeins dæmi um vandamál á Netinu. Við blasir heill frumskógur nýrra sam- skiptareglna, sem æ meiri nauðsyn verður að koma á, eigi ekki að fara illa. Þá þarf að taka afstöðu til þess hvort Int- ernetið lúti mismunandi lögum og reglum eftir löndum eða hvort Internetið verði hnatt- rænt fyrirbæri með sameigin- legum umferðarreglum. Það getur skipt verulegu máli, að þjóðir heims komi sér saman um reglur á Internetinu, því að öðrum kosti er hætt við að þróun þessa merkasta alþjóða- fyrirbæris aldarinnar fái ekki nauðsynlegt svigrúm. Þjóðverjar bönnuðu vinstri áróður - Singapore undir- róður o.fl. í Þýzkalandi bönnuðu stjórn- völd efni, sem komið var fyrir á Veraldarvefnum frá Hollandi. Þýzkir miðlarar voru neyddir til að útiloka efnið frá Hollandi, þar sem það var talið hættu- lega vinstri sinnað! í Singapore sögðust yfirvöld ætla að rit- skoða alla Internet-miðlara til þess að ekki væri boðið upp á undirróður og „misvísandi“, þjóðhættulegar fréttir og hug- myndir! Dæmi af þessu tæi eru ávallt að skjóta upp kollinum. Skynsamlegast væri í þessu efni að ríki heims hefðu náið samstarf og leyfðu Internetinu að þróast af sjálfu sér, svo sem unnt er, og Netverjar og miðl- arar sýni sjálfsaga. Internetið á að fá að þróast með lágmarks- afskiptum auk þess, sem ekki má aðlaga lög lítt breytt um skyld fyrirbæri gamallar tækni. Líta verður á Internetið sem einstakt fyrirbæri, eins og gert var í Grænbók Evrópubanda- lagsins í fyrra. Þar var mælt með aðgerðaleysi í reglusetn- ingu, því bezt væri að reynslan skapaði regluramma Netsins. Á NET-lögga að tryggja velsæmið? Á norrænni Internet-ráð- stefnu NORDUNET, sem lauk í Háskólabíói sl. þriðjudag, sagði lagaprófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, að dóm- ur Hæstaréttar Bandaríkjanna um klámlögin skipti e.t.v. ekki mjög miklu máli í sjálfu sér, því reglur um þessi efni væru í hendi viðkomandi landa. Þann- ig væri klám bannað á Inter- netinu í Danmörku. Ég fæ hins vegar ekki séð hvernig laga- prófessorinn ætlar að koma í veg fyrir með góðu móti, að Dani skjótist út á Netið og sæki sér „bannað" efni, sem hvílir á vef frá öðru landi nema með því að stofna alþjóðlega Net- lögreglu. Þá sagði hann, að auðvelt væri að hafa upp á þeim, sem brytu af sér vegna „fingrafara" sem notendur Netsins skilja eftir sig hvar sem þeir fara. Það er vissulega rétt hjá honum, að mjög auðvelt er að fylgjast með ferðum og rekja ferðir Netverja. Sú staðreynd er að mínu mati meira áhyggju- efni en brenglaður áhugi fárra einstaklinga á klámi. Þau merki, sem tölvur okkar skilja eftir sig, segja hnýsnu fólki hvers konar tæki við notum, hvaða forrit, viðkomandi geta séð, hvaða efni vekur áhuga okkar, rafbréfin okkar geta ver- ið sem opin bók o.s.frv. Elztu Internet-notendur kvarta yfir því, að sá kunn- ingja- og nágrannabragur sem ríkti á Netinu fyrir örfáum ár- um, sé að hverfa, en í staðinn hafi þessi veröld tekið á sig grimma mynd viðskipta og samkeppni, þar sem menn séu orðnir varir um sig vegna sí- minnkandi friðar fyrir þeim sem vilji fylgjast með ferðum fólks á Internetinu - aðallega til að selja þeim eitthvað. Það sem er skynsamlegast næstu árin er að efna til enn fleiri funda og alþjóðlegra ráð- stefna um Internetið og allan þann urmul úrlausnarefna, sem blasa við. Samræður dýpka skilning manna og auka þeim víðsýni. Og á meðan leys- ast vandamálin meira og minna af sjálfu sér! sem skipt a máli Einar Már Guömundsson, rithöfundur. „Hendur og orð eftir Sigfús Daðason. Hún var mér opinberun. Heimsljós Halldórs Laxness syngur enn í sálinni með sársauka sinn og gleði; eins og upphafinn blús, leik- inn af fáguðum englum. Eg gæti einnig nefnt Blikktrommu Giinthers Grass og Hundrað ára einsemd Marquesar. Þetta eru bækur sem maður hefur lesið nokkuð oft. Þá er ég einnig hrifinn af Þórbergi Þórðarsyni og Ameríkumanni að nafni Richard Braudig- an. Bækur þeirra Bréf til Láru og Silungs- veiði í Ameríku er alltaf hægt að taka fram úr hillunum. Eins er náttúrlega Með vor ídal eftir Friðrik Þór Friðriksson og Ijóð Bob Dylans; þá helst epísku strófurnar þegar hugurinn ferðast með hraða ljóssins. Svo eru það sagnaritararnir; samtímamenn okk- ar til forna...“ Alvara Granta lan Jack ritstjóri Metnaður, pólitísk- ur og persónulegur Granta er tímarit í vasabroti eöa bók í tímaritsformi. Snjallar auglýsingar uröu til þess aö at- hygli þessa höfundar var vakin á ritinu. Þær gengu út á þaö aö Granta væri þaö tímarit sem oft- ast væri stoliö á breskum heimil- um. í neöanmálsgrein meö aug- lýsingunum var óljóst vísað til könnunar sem sýndi fram á rétt- mæti fullyröingarinnar. Hvort könnunin hafi veriö rétt fram- kvæmd aöferöafræöilega eða ekki skiptir litlu; sá sem hér skrifar keypti áskrift. Granta kemur þægilega á óvart. Hvert hefti er ýmist meö þema (Evrópa, dauöinn, fréttir, nýir þreskir/amerískir höfundar) eöa aöalefni (fall Saigon, Rolling Stone, Milan Kundera) ásamt fjölbreyttum greinum og viötölum. Metnaöur er lagöur í umbrot og frágang og texta er ritstýrt af næmni og öryggi. Metnaður er þema nýjasta heftisins, nr. 58, og fyrsta grein- in er eftir rithöfundinn Paul Aust- er sem skýrir frá tilburðum sínum til aö helga sig ævistarfinu. Hann fór til sjós til aö fá tíma til aö skrifa og frásögnin er þannig skrifuö aö ryökláfarnir og subbu- legur messinn er Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Skemmtilegasta greinin í þessu hefti er þó eftir Ian Parker sem fjallar um stórlygarann Brian MacKinnon. Hann laug upp á sig aldri og námsgráöurrxtil aö komast í læknanám en það er hans heitasta ósk aö veröa læknir. MacKinnon komst langt áleiöis meö lygina og mátti ekki miklu muna aö hann næöi próf- gráöunni sem hann stefndi aö. Parker lýsir MacKinnon þannig aö lesandinn fyllist ýmist samúö eöa fyrirlitningu á manninum. Samband hans viö móöur sína er flókiö og Parker lætur aö því liggja aö mamman hafi lagt tölu- vert til blekkingarinnar. Áskrift: Granta, Freepost, 2-3 Hanover Yard, Noel Road, Lond- on N1 8BR, England. Bókabúð Máls og menningar er optn frá 10 til 22 alla daga vikunnar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.