Helgarpósturinn - 03.07.1997, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ1997
23
Ekki
• m m • • ® « •
nRrr^a
oersonal contacts
Böll og slíkt
Nú er sumarið komið og hinar
ýmsu hljómsveitir farnar að líta
hýru auga til landsbyggðarinnar og
smæstu félagsheimila með ball f
huga og húllumhæ. Sálin hans
Jóns míns hefur 13 tónleika túr
þessa gleðimarseringu.
Og fleira frá Hinu húsinu. Allir vita
að á hverjum föstudagseftirmið-
degi klukkan fimm fara fram tón-
leikar á vegum þess. Svo hefur
alltaf verið (næstum því) og svo
mun ávallt vera (vonandi). Á morg-
un eru það Kolrassa og Sýrupolka-
hljómsveitin Hringir
(bræðingur úr gömlu
Júpíters) sem troða
upp á Ingólfstorgi.
:-*síá«e.íS8iE,vW . • ,
- ■ -a'. •íw
Risprapp
aftur á
Nelly’s
DUUZ fjórða júlí
í Fischersundi 4 er hefð fýrir frísk-
um, Ijörlegum
skemmtistöðum
með fallegu,
fínu fólki. Þetta
vita Árni Sæv-
arsson og
Sverrir Rafns-
son manna best
og því munu
þeiropna um
helgina glænýj-
an stað með
gömlu nafni.
DUUZ heitir
klúbburinn og
verður samkvæmt heimildum
blaðsins þó nokkuð öðruvísi en fýr-
irrennarar hans. Áherslurnar verða
ekki á einhverri einstakri tónlistar-
stefnu heldur mun músíkin ráðast
af gestunum. Þossi og DJ-Kári
taka púlsinn á fólkinu og spila það
sem stemmningin krefst. Sem
sagt: Mikil fjölbreytni og umfram
allt góð tónlist en það getur maður
verið viss um með slíka menn við
stjórnvölinn. Hægt verður að velja
milli tveggia hæða með mismun-
andi músík, andrúmslofti og stíl
þannig að sófafrikur í leit að af-
slappaðri stemmningu jafnt sem
trylltir dansgeggjarar fá óskir
sínar uppfylltar. Og prófa má
hvort tveggja án þess að ráfa
út í kuldann og nepjuna til
þess að freista gæfunnar
annars staðar. Það er stóri
plúsinn. „Við ætlum ekki að
vera í dansgeiranum beint
heldur reynum við að höfða til
fólks á okkar aldri, ég er 28
ára en hann þrftugur. Ef fólk
vill hlusta á danstónlist verð-
um við að sjálfsögðu við því,“
sagði annar eigendanna, Árni
Sævarsson. Aldurstakmarkið á hin-
um nýja stað verður tuttugu og eitt
ár, eins og í Bandarikjunum, enda
er formleg opnun á þjóöhátíðardegi
USA, föstu-
daginn 4.
júlí. Orð
skáldsins
koma upp í
hugann:
„Born on
the fourth
of July“ og
eins víst að
DUUZ verði
hið nýja, fýr-
irheitna
land ungra
íslendinga.
oddsen og Ólafur Þórðar-
son ásamt Szymon Kuran,
fiðluleikara, og Bjama Stein-
grímssyni, bassaleikara.
Hver man ekki eftir slagaran-
um „Skólavörðuholtið" sem
oft sést f Sjónvarpinu? Það
voru Kuran Swing í fínum föt-
um með kúluhatta en hvernig
verða þeir í kvöld?
Feðgar (!) og
Milljónamæring-
arnir
Sumarsveifla verður á Kaffi
Puccini í kvöld þegar Kuran
Swing plokkarýmiss konar
strengi frá klukkan hálf tíu.
Tveir gítarar, fiðla og bassi og
gaman að sjá útkomuna. í
hljómsveitinni eru Bjöm Thor-
Götuleikhús Hins hússins,
sem meðal annars hefur innan-
borðs hina undurfriðu Elínu ásamt
32 öðrum á aldrinum 16 til 25,
hefur starfað frá júníbyijun við góð-
ar undirtektir. í dag klukkan hálf
þrjú stendur leikhúsið fýrir skrúð-
göngu niður Laugaveg ásamt sjötíu
manna danskri lúðrasveit. Lagt
verður af stað frá Hlemmi og eru
stórir sem smáir boðnir með í
Flóamarkaður
Á laugardögum í sumar verður flóa-
markaður í tjaldinu við Kænuna í
Hafnarfirði. Opið verður frá tíu til
fjögur og kostar hvert borð þúsund
krónur en hálft fimm hundruð. Flóa-
markaösfólk og skransafnarar og
allir aðrir áhugasamir hjartanlega
velkomnir.
Hér fyrir nokkrum vikum brjálaðist
allt í Óperukjallaranum þegar Mill-
arnir léku fýrir dansi ásamt nokkr-
um valinkunnum söngvurum. Að-
sóknarmet féllu og staðurinn troð-
fýlltist. Næsta laugardagskvöld
munu þeir endurtaka leikinn, enn
sem fýrr með sínum fasta söngv-
ara, Bjaraa Arasyni, en einnig
stfgur á svið guð-
faðir poppsins,
Ragnar Bjaraa-
son. Hann kom
sveiflunni af stað
hér fýrir áratugum
og enn hefur hún
ekki stöðvast. í
fréttatilkynningu
halda Millarnir
fram fullum fetum
að Raggi sé iaun-
sonur Bjarna Ara
og þar sé komin
skýringin á hinu ótvíræða kúli sem
þeir hafa umfram flesta aðra.
Ekki skal fjölyrt um trúverðug-
leika þessarar fréttar enda
milljónamæringar yfirhöfuð lé-
legir blaðamenn en hver veit
nema sannleikurinn komi í Ijós
í Óperukjallaranum á laugar-
dagskvöldið?
Kuran Swing á
Kaffi Puccini
Hinn stórkostlegi
Homocomsumus iðkar
risprapp af hjartans
list á Nelly’s sunnu-
daginn 6. júlí enda verður að gefa
þeim fáu sem ekki komu síðast
tækifæri til þess aö kynnast þessu
fýrirþæri.
Rauðglóandi
rauður pipar
í kvöld á Rósenberg, „musteri
rokksins", munu nokkrir fífldjarfir,
ungir menn spreyta sig á dægur-
flugum fönkaranna í Red Hot Chili
Peppers. Tónleikarnir hefjast klukk-
an tíu, aögangseyrir er þrjú hundr-
uö krónur og þyrstir fá Bud lce.
Æðri menning,
málverk og þess
háttar
í dag opnar í Ingólfsstræti 8 sýning
með nýjum málverkum eftirTuma
Magnússon. Sá á meöal annars
verk í Listasafni
íslands, Lista-
safni Reykjavík-
urborgar og víö-
ar. Hann tók
einnig þátt í Al-
þjóðlega þienn-
alnum í Sao
Paulo, fýrir þá
sem vita deili á
þeirri samkomu.
Þetta er ellefta
einkasýning
Tuma og stend-
ur hún út mán-
uðinn.
I kvöld verður
haldinn fýrirlest-
ur um íslenska myndlist á opnu
húsi í Norræna húsinu. Þarfjallar
Hrafnhildur Schram, listfræöing-
ur, um frumherja í íslenskri mynd-
list frá aldamótum fram til 1945
og talar einkum um landslagsmál-
verkið. Fyrirlesturinn verður fluttur
á sænsku og að loknu kaffihléi
verður svo sýnd kvikmyndin
„Reykjaviks gamle bykjerne" með
norsku tali. Norska og sænska í
Norræna húsinu í kvöld en íslensk-
ir sérréttir á boðstólum. Spurningin
er því: Hvað fer best í munni?
Taktmælar á
menningarvið-
burði
Á morgun, föstudag, munu fara
fram Ijúfir tónleikar í Herrafataversl-
un Kormáks og Skjald-
ar, Hverfisgötu 26.
Hljómsveitin Taktmæl-
arnir leikur fýrir dansi
(hafi gestir tilhneigingu
til þess háttar iðkana),
en annars er gestum
og gangandi frjáls að-
gangur, áheyrn og lím-
onaði til drykkjar. Takt-
mælarnir ku leika ný-
móðins tónlist en
hljóm'sveitin er skipuð
heiðursmönnunum
Kristjáni Eldjám, sem
leikur á slaggígju, Ró-
bert Þórhallssyni,
sem plokkar bas-gígju,
og Jóhanni Hjörleifssyni, sem
ber bumbur (þó ekki sína).
Hljómleikahald hefst klukk-
an fjegur (16.00) stundvís-
lega, líkt og herramönnum
sæmir, og fýlgir með kveöja
frá Kormáki, Skildi og
unnustum. Góðar stundir.
Skrúðganga
og síðdegis-
tónleikar
um landið í Ýdölum, Aðaldal, á
laugardagskvöld og er þar um að
ræða miðnæturtónleika, hvorki
meira né minna. Sama kvöld verða
Hunang og sumar stúlkur... afsak-
ið, sumarstúlkur Suðurlands í
miklu stuði á stórdansleik á veit-
ingahúsinu Inghóli, Selfossi.
Konungar sumarútgerðarinnar,
Sniglabandið, spilar á Landsmóti
Snigla sem fram fer í félagsheimil-
inu Végarði skammt frá Egilsstöð-
um. Svo eru Sól-dögg, Skítamórall
og þess háttar hljómsveitir örugg-
lega að glamra einhvers staðar fýr-
ir ykkur sem hafið áhuga.
Hveriir
HEIM Á HORNAFJÖRÐ
„Ég ætla á Hornafjörð," sagði Ólaf-
ía Hrönn Jónsdóttir, leikkona. „Höfn
er hundrað ára eins og allir vita, þar
er humarhátíð og ég ætla að
skemmta mér og skemmta öðrum. Ég
er í hljómsveitinni „Lolla Popp og pír-
arnir“ sem er skipuð burtfluttum
Hornfirðingum og einnig kem ég fram
með systkinum mínum.“
Þú ert þá nokkurs konar Homecoming Queen?
„Nákvæmlega, djöfull hittir þú vel á þarna, maður."
Ertu búin að ákveða hvað þú borðar?
„Nú, humar! Þetta er humarhátíð, skilurðu. Humar og bjór verð-
ur uppistaðan."
Ertu sátt við árangur íslenska bridslandsliðsins?
„Ja, ég get nú eiginlega ekki tjáð mig um það því að ég fylgdist
ekkert með. Maður var jú voða stoltur af þeim hérna um árið þeg-
ar þeir urðu heimsmeistarar en síðan hef ég aðeins tapað þræðin-
um. Gekk þeim ekki nógu vel, segirðu? Eru þeir ekki búnir að
halda sér við? Orðnir kærulausir? Helvítis vesen...“
VER VÍÐFÖRLI
„Ég ætla til Hollands að keppa í
kraftakeppni. Svo næstu helgi er ann-
að mót í Hollandi, þá í Litháen og
loks í Finnlandi. Svo stoppar maður
hér heima dag og dag,“ sagði Magnús
Ver Magnússon, kraftakarl.
/ hverju verður keppt þarna úti?
„Ég hef ekki hugmynd um það,
enda hugsa ég aldrei um slíkt fyrr en
í keppnina er komið. Þá tek ég bara á.
Ætli það verði ekki eitthvað trukka-
tog og svoleiðis. Lyftur yfir haus líka,
þessar greinar, læt nægja að lyfta.“
Hvað áttu í bekknum?
„Það er svo langt síðan, maður. Ég hef ekki tekið bekkpressu
lengi. Ég á best, að því er mig minnir, eitthvað um 260 kíló.“
Hvað borðar þú í svona keppnum?
„Ég borða mikið létt kjöt, kjúklingakjot og þess háttar, til þess
að fá kolvetni."
Hvenœr munt þú verja titilinn „Sterkasti maður heims“?
„I lok september. Það er ekki alveg komið á hreint hvar en ís-
land kemur til greina. Reyndar gengur mér yfirleitt best þar sem
hvað allra heitast er í veðri og var bara í öðru sæti hér á íslandi
síðast. Það er víst kominn tími til að breyta því. Ég hef harma að
hefna.“
HEIMA í HÚSINU
„Ég er ekkert að gera neitt spenn-
andi um þessa helgi. Við Frikki erum
nýbúin að kaupa okkur hús og verð-
um bara að vinna í því eins og ber-
serkir,“ sagði Andrea Róbertsdóttir,
auglýsingastjóri, létt í lund. „Ég er í
málningargallanum núna, að bletta
og sparsla og þannig. Við lifum bara
á hamborgurum og ruslfæði þessa
stundina. Hringdu endilega síðar
þegar ég hef eitthvað áhugavert að
segja þér.“
Nei, veistu, mér finnst þetta alveg kjörið, má égbirta þetta?
„Jú, ég býst við því. Ef þú vilt. Og þú ert náttúrulega með eld-
gamla og hallærislega mynd líka...“
Nei, er það nokkuð?
spurt...
Ef þú fengir að ferðast í tíma og
rúmi, hvert myndir þú þá fara?
Öskar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður
„Ég myndi vilja fara austur á land, þar
sem góða veðrið er. Kannski fyrir svona tólf
hundruð árum, áður en Norsararnir fóru að
streyma hingað. Ekki það að mér sé illa við
Austfirðinga. Það væri bara gott að sleppa
við að borga tjaldstæðið.“
Oghitta munkana?
„Já, jafnvel. Voru þeir ekki þar um þetta
leyti? Það væri að minnsta kosti allt í lagi að
hafa þá ef maður þyrfti að kaupa mjólk og
svoleiðis. Annars myndi maður náttúrulega
bara veiða í ánum og reyna að ná sér í eitt og eitt hreindýr. Nóg af timbri
og ókeypis í allar laxveiðiárnar. Maður yrði þá líklega að hafa með sér
svolítið af veiðarfærum, laxaflugum og svoleiðis. Væri þetta ekki miði
fram og til baka?“ "
Jújú, báðar leiðir.
„Já, ætli þetta myndu ekki verða svona tvær vikur. I lok júlí. Ég myndi
að sjálfsögðu taka frúna, Evu Maríu. Er samt ekki alveg viss um hvort
henni myndi líka sjoppuleysið. Ég þarf að ræða þetta við hana fyrst, áð-
ur en við leggjum af stað. Ætli veðrið hafi verið svona gott þá?“
Já, örugglega. Betra ef eitthvað er. Skjólsœlt og gott í Hallorms-
staðaskógi.
„Já, hann var líklega út um allt þá. Lagarfljótsormurinn hefur víst allt-
af verið þarna býst ég við. Ætli ég myndi ekki taka með mér fjallahjól.
Valda fornleifafræðingunum okkar smá heilabrotum þegar einhvers
staðar niðri á steinaldarlaginu væri pedali... og sprungið dekk.“