Helgarpósturinn - 17.07.1997, Page 6

Helgarpósturinn - 17.07.1997, Page 6
6 RMMTUDAGUR17. JÚLÍ1997 Fyrir tæpum 22 árum, pann 12. desember 1975, var Sævar Ciesi- elski tekinn höndum. Það kom honum ekki endilega á óvart. Hann hafði brallað margt og á seinni hluta árs- ins 1974 hafði honum tekist að svíkja tæpa milljón króna út úr Pósti og síma. Nú var komið að pví að svara til saka fyrir það og Sævar hafði kannski aldrei átt von á að sleppa. Hann átti líka hlut í litlu innflutn- ingsfyrirtæki, nánar tiltekið tveimur kílóum af hassi í bílnum hans Guðjóns Skarphéðinssonar. Þetta mál var líka tii umræðu fyrstu dagana eftir handtök- una og pað kom Sævari heldur ekkert á óvart. Það kemur að skuldadögunum fyrr eða síðar. Þannig er líf- ið nú einu sinni. Sneríst upp í martröð En það voru ekki þessi mál sem Iögreglan nafði áhuga á. Þegar Sævar var handtekinn benti ýmislegt tii þess að líf hans væri að taka nýja stefnu. Þau Erla voru að koma sér upp heim- ili og áttu litla dóttur. Sæv- ar var kominn í vinnu sem hann hafði áhuga fyrir og þótt hann hefði ekki að fullu sagt skilið við fyrra líferni virtist, stefnan vera upp á við. Á fáeinum dögum í Síðumúlafangelsi breyttist þetta nýja líf hans í mar- tröð. Hann var kvalinn og svívirtur. Beittur miskunn- arlausu ofbeldi við yfir- heyrslur þar sem lögreglu- menn rifu í hár hans og fleygðu honum í gólfið milli Íess sem þeir jusu yfir ann svívirðingum. Honum var haldið vakandi á nótt- unni, járnaður á höndum og fótum, strekktur milli rúms og borðs, margsinnis hótað lífláti, neitað um sjálfsögð- ustu mannréttindi og hálf- drekkt í skolpvaskinum. Honum var haldið í einangr- un árum saman og að lok- um dæmdur fyrir tvö mann- dráp sem hann framdi ekki. Þrátt fyrir að vera dæmdur í lengstu fangelsisvist sem dæmi eru um á síðari ára- tugum hafði hann þegar af- planað um helming refsing- arinnar þegar Hæstiréttur dæmdi loks í málinu. Það sætir næstum því furðu að Sævar Ciesielski skuli vera heill á geði eftir það sem hann hefur mátt þola. Hann var látinn laus úr fangelsi 28. apríi 1984 og hafði þá alls setið inni helm- ing þeirra 17 ára sem hon- um voru dæmd. Þá þegar hófst hann handa við að kynna sér gögn málsins og leita réttar sins. Þeirri leit er ekki lokið, því réttlætið hefur hann ekki fundið enn. Á þriðjudaginn neitaði Hæstiréttur Islands honum um ný réttarhöld. En það er samt enginn uppgjafartónn í Sævari. „Eg gefst aldrei upp,“ segir hann. „Þetta er bara rétt að byrja.“ Klisjukenndur úrskurður „Þessi svokallaði úrskurð- ur Hæstaréttar er afskap- lega kiisjukenndur. Dómar- arnir sleppa því alveg að taka á fjöldamörgum atrið- um og láta eins og þau at- riði sem þeir taka fyrir séu flest afsKaplega léttvæg. Mér finnst mjög sérkenni- legt að sjá hvernig öll þessi atriði eru taiin hvert í sínu lagi og hvert um sig ekki tal- ið hafa nema sáralitið vægi. Ragnar Aðalsteinsson benti mjög skemmtilega, á !>að í umræðuþætti í „ís- andi í dag“ á Stöð tvö á þriðjudagskvöldið hvernig allri samiagningu er sleppt. Mér finnst við hæfi að halda þessari samlíkingu Ragnars áfram og teygja hana örlítið lengra. Ef við tökum hundr- að atriði og segjum að hvert þeirra hefði vægið einn, sem út af fyrir sig er lág tala, og leggium öll pessi at- riði saman, fær fiest fólk töl- una 100 út úr því reiknings- dæmi. í stað þess að leggja saman er eins og Hæstirétt- ur hafi reiknað út meðaltal- ið og þannig tekist að fá samtals út töluna einn. Það er eins og ég segi mjög lág tala og hæstaréttardómar- Ný gögn skipta engu máli „Mér finnst alls ekkert til- lit hafa verið tekið til allra þeirra nýju gagna sem hafa verið lögð fram í málinu. Það er engu líkara en þau skipti engu máli. Úrskurður- inn er enginn úrskurður. Hann er bara varnarskjal þar sem Hæstiréttur heldur uppi vörnum fyrir siálfan sig. Ein meginstoðanna undir Guðmundarmálinu var sakbendingin þegar tvær stúlkur úr Hafnarfirði furðulegustu niðurstöðum. Þeir viðurkenna — og þar með er loksins fengin opin- ber viðurkenning á því — að ég hafi sætt ólögmætu harðræði. Aftur á móti virð- ast þeir telja þetta harð- ræði í flestum tilvikum refs- ingu fyrir agabrot í fangels- inu. Sannleikurinn var hins vegar sá að ég gerðist nán- ast aldrei brotlegur við eitt eða neitt. Undantekniijgin var bréfaskiptin við Orn Sigfússon þegar ég var að reyna að koma á framfæri við dómsmálaráðuneytið Sólin skein á Sævar Ciesielski í Rauðhólum daginn sem Hæstiréttur felldi úrskurð sinn. Einhvers staðar á þessum slóðum átti lík Geirfinns að vera grafið samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar fyrír nærrí 18 árum. arnir leyfa sér að komast að þeirri niðurstöðu að hún dugi ekki til að taka málið upp. Urskurður Hæstaréttar er afskaplega virðulegt plagg að því leyti að hann er sam- tals 250 síður. Hæstiréttur virðist hafa lagt töluverða vinnu í úrskurðinn. Því mið- ur sýnist mér að það hafi aðallega verið vélritunar- vinna. Langstærsti hlutinn af þessu plaggi er nefnilega hrein upprifjun. Dómararn- ir taka 160 síður í að rifja upp dóm Sakadóms Reykja- vikur frá 1977.“ töldu sig þekkja Kristján Viðar sem þann mann sem þær höfðu séð með Guð- mundi Einarssyni á Strand- götunni þetta margumtal- aða kvöld. Nú eru þær full- viss^r um að þeim skjátlað- ist. Ástæðan er einfaldlega sú að maðurinn sem var með Guðmundi var á hæð við hann eða lægri. Kristján Viðar var um 10 sentimetr- um hærri. Eg nefni þetta einungis sem eitt einstakt dæmi. Hæstaréttardómararnir stinga sér niður í einstök at- riði og komast oft að hinum upplýsingum um meðferð- ina á mer í fangelsinu. Ég var sem sé svo grænn að ég ímyndaði mér í alvöru að dómsmálaráðuneytið vissi ekki hvernig var farið með mig. Fyrir það var ég settur í hand- og fótiárn og meira að segja strekktur. Strekk- ingin stóð að vísu ekki lengi en í járnunum var ég vikum saman.“ Misþyrmingar á röngum tíma! „Dómararnir halda því líka fram að harðræðinu hafi ég nánast einungis ver- ið beittur á vissu tímabili og leyfa sér að fullyrða að á þessu tímabili hafi ée, hvort eð var verið Iöngu búinn að játa á mig sakir í Guðmund- armálinu en á hinn bóginn ekki játað í Geirfinnsmálinu fyrr en löngu seinna. Þetta er auðvitað tóm vitleysa en þó svo að þetta væri rétt ætti það ekki að skipta minnsta máli. Þeir minnast hins vegar ekki á það að ég fárveiktist í upphafi máls- ins, fékk fyrir hjartað af þeim lyfjum sem þarna var troðið í mig. Mér var neitað um lækni, enda efuðust sumir fangaverðir um það samkvæmt fangelsisdag- bókinni að nokkurt hjarta væri í mér. Þrátt fyrir veik- indin var mér hins vegar haldið í ströngum yfir- heyrslum og yfirheyrslurn- ar voru enginn barnaleikur. Eggert Norðdahl Bjarna- son og Sigurbjörn Víðir Eggertsson æptu að mér, rifu í hárið á mér, þeyttu mér í gólfið og sneru upp á skyrtunálsmánð þangað til mér lá við köfnun. „Hver batt hnútana á lak- ið?“ „Þú sparkar í þá liggj- andi.“ „Það þýðir ekkert að ætla að setja okkur stólinn fyrir dyrnar.“ „Það þýðir ekkert að vera með hanska.“ Svo setti Sigur- björn Víðir upp hanska og lamdi krepptum hnefa í lófa sér hvað eftir annað." Svipan og gulrótin „En yfirheyrslutæknin byggðist ekki bara á bar- smíðum og hótunum. Þeir höfðu vit á að hafa gulrót- ina með. Ef ég bara játaði að hafa verið á Hamars- brautinni gátu þeir fært sönnur á að Guðmundur Einarsson hefði látið lífið þar. Þess vegna gerðu þeir sig fyllilega ánægða með það í fyrstu atrennu að ég nefði eiginlega bara verið vitni. Þeim dugði ágætlega að ég játaði að hafa horft upp á Tiyggva og Kristján slást við Guomund eða jafn- vel bara séð þá vera að bjástra við eitthvað sem gæti hafa verið dauður maður. Sömu gulrótina réttu þeir Kristjáni og Tryggva. Krist- t'án var í upphafi vitni að því >egar við Tryggvi áttum að íafa drepið Guðmund. Tryggvi játaði að hafa séð okkur Kristján drepa hann. Hverjum okkar um sig var leyft að halda að við mynd- um sleppa með smávegis dóm fyrir yfirhylmingu. En þegar búið var að negla okkur svona var hægt að sauma betur að okkur.“ Nauðvörnin og dómarínn „Ég leit samt aldrei á mína fyrstu skýrslu sem annað en nauðvörn til að halda lífi. Ég átti allt eins vpn á að þeir dræpu mig. Ég hafði sjálfur orðið vitni að því að maður sem hefði þurft að komast á sjúkrahús dó í fangaklefa. Þegar ég kom „loksins" fyrir dómara þann 11. janúar lýsti ég því yfir að ég hefði verið þvingaour til að játa. Mér fannst dómari vera allt annað en lögregla og hélt að málið yrði nú kann- að af einhvejri alvöru. Mér skjátlaðist. Om Höskulds- son taldi sig vita betur og neitaði að bóka mótmæii mín. Réttargæslumaður minn var ekki einu sinni viðstaddur. Og það átti svo að heita að ég væri fyrir dómi! Sannleikurinn er sá að þessi „yfirheyrslutækni" sem beitt var í málinu var furðulegt sambland af mis- þyrmingum, loforðum, spurningum, fullyrðingum, lygum og einhvers konar vísbendingum. Þegar byrj- að var að yfirheyra mig um þessi mál var ég í haldi vegna póstsvikamálsins en ég var ekkert yfirheyrður um það. Mér var ekki gerð nein grein fyrir því um hvað ég væri grunaður. Það var auðvitað lögbrot, jafnvel á þeim tíma, en lögbrotin voru svo mörg að ef ég ætti að telja þau upp hefði ég ekki hugmynd um hvar ég ætti að byrja. Ég var spurður hvar ég hefði verið einhverja til- tekna nótt fyrir nærri tveimur árum. Hvernig átti ég að vita það? „Þeir segja að þú hafir verið á Hamars- braut.“ Það gat vel verið að ég hefði verið á Hamars- braut. Það var fullyrt við mig að Tryggvi hefði sagt þetta og Kristján hefði sagt hitt. Erla hafði séð þetta og Albert hafði séð eitthvað líka. Hafði ég ekki séð Krist- ján gera þetta og hafði ég ekki séð Tryggva gera hitt? Samkvæmt lögum átti að gera mér grein ryrir því um hvað ég væri grunaður. Það var ekki gert. Ef ég spurði var svarið: Það kemur í ljós, — það kemur allt í ljós.“ Málsvörninni stolið! „Til að byrja með naut ég þeirra venjulegu réttinda að fá að lesa bækur og hafa skriffæri og pappír. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég yrði að átta mig á hvar ég hefði verið í lok janúar 1974. Mér tókst að átta mig á ýmsu í því sam- bandi, sérstaklega vegna þess að ég var tekinn í sam- bandi við fíkniefnamál í byjjun febrúar 1974. Ég skrifaði hjá mér ýmsar athugasemdir um þessa daga, hvenær ég hefði verið hvar og hvað ég hefði verið að gera, með hverjum ég hefði verið o.s.frv. Þessir minnispunktar mínir þjón- uðu beinlínis þeim tilgangi að vera eins konar máls- vörn mín. Með þeim ætiaði ég að sýna fram á að ég hefði einfaldlega ekki getað verið á Hamarsbrautinni þessa nótt. Svo gerðist það einn dag- inn skömmu eftir jól að Högni Einarsson fanga- vörður bauð mér að fara í sturtu. Ég þáði auðvitað þetta góða boð. Þegar ég kom aftur í klefann voru all- ar athugasemdir mínar horfnar. Þær hafa aldrei komið í leitirnar. Eftir þetta fékk ég ekki að hafa skrif- færi.“ Kristnihald undir jökli „Svona löngu seinna verð- ur næstum skoplegt að rifja það upp að fyrstu dagana í Síðumúlanum var ég ao lesa Kristnihald undir jökli. Ég gat auðvitað ekki rætt efni bókarinnar við neinn nema fangaverðina. Ein.hverju sinni nefndi ég við Öm Ár- mann fangavörð það sér- kennilega tiltæki að fara með lík upp upp á jökul. Viðbrögð hans voru furðu- leg. Það kom einhver svo rosalegur svipur á hann. Þetta var áður en ég hafði hugmynd um að ég hefði falið lík úti í hrauni en það rann upp fyrir mér seinna að hann hafði einhverja hugmynd um það.“ Maður bíður „Hvað gerir maður í fang- elsi? I einangrunarklefa? Það er kannski von að þú spyrjir. Maður bíður. Mað- ur situr á fletinu. Maður bíður. Maður gengur um

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.