Helgarpósturinn - 17.07.1997, Qupperneq 24
Velkomin um borö
arferjuna Baldur
Mmmsmm
Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30
Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30
Símar: 438-1120 Stykkishólmi
456-2020 Brjánslæk
Fax: 438-1093 Stykkishólmi
17.JÚU 1997 28. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Morgunblaðið heldur yfirburöastöðu
sinni á blaðamarkaðnum. Sam-
kvæmt upplagsettirliti Verslunarráðsins
var meðaltalssala blaðsins á fyrstu sex
mánuðum þessa árs nær óbreytt frá
sama timabili í fyrra, liölega 53.200 ein-
tök á dag. Morgunblaösmenn eru hins
vegar ekki jafnánægöir meö þróunina á
auglýsingamarkaðnum. Fasteignaauglýs-
ingar hafa í áratugi verið blaðinu drjúg
tekjulind en Fasteignablaðið hefur stöð-
ugt sótt í sig veðrið og bætt jafnt og þétt
við sig auglýsingum á kostnað Morgun-
blaðsins. Núna stendur til að Fasteigna-
blaðið komi út aðra hverja viku, í stað
mánaðarlega, og taki upp samstarf við
Félag fasteignasala og ekki verður það til
aö kæta Morgunblaðsmenn...
Ríkissaksóknari hefur af-
greitt ósk Jóns Ólafsson-
ar, stjórnarformanns Stöðuar
2, um rannsókn vegna umfjöll-
unar Helgarpóstsins um stóra fikniefna-
málið. Jón Eriendsson, lögfræðingur hjá
ríkissaksóknara, skrifaði Jóni bréf fyrir síð-
ustu helgi þar sem honum var kynnt niður-
staða embættisins. Jón Ólafsson hefur
ekki látið Stöð 2 segja frá svari rikissak-
sóknara og má af þvf draga þá ályktun að
hann hafi ekki verið yfir sig ánægður...
Hallvarður Einvarðsson rikissaksókn-
ari er á leið úr embætti þótt óvíst sé
um hvernig eftirlaunagreiðsl-
um til hans veröi háttaö. Þeir
tveir sem llklegastir eru til að
berjast um embættið eru
Bogi Nilsson, nýráðinn rikis-
lögreglustjóri, og Eiríkur
Tómasson, prófessorf lagadeild...
*
Utvarpið skýrði frá því á fimmtudag í
sfðustu viku að lögmannafélagið
hygðist leita álits Samkeppnisstofnunar á
samkeppni lagaprófessora við Fláskóla ís-
lands viö lögmenn úti í bæ. Lagaprófess-
orarnir taka aö sér aö vinna álitsgerðir
rétt eins og praktfserandi lögmenn úti f
bæ en álitsgerðir þeirra njóta hærra álits
vegna þess að þær kallast gerðar á veg-
um Lagastofnunar Fláskólans. Helgar-
pósturinn hafði reyndar haft veður af þvf
fyrr I vikunni að þetta stæði til og hafði
samband við Sigurmar K. Albertsson,
formann lögmannafélagsins, til aö fá
fréttina staðfesta. Sigurmar virtist koma
af flöllum og kvað blaðamann vera að
segja sér fréttir. Flér á HP ætlum við ekki
að erfa þessa ósannsögli við formanninn
en bföum eftir niðurstöðunni f þessari
deilu lögmanna og lagakennara. Fari lög-
mannafélagið með sigur af hólmi væntum
við þess aö sigurinn veröi kenndur við for-
mann lögmannafélagsins, Sigurmar K. Al-
bertsson, og nefndur Sigurmark Al-
berts...
Enn eru ekki fengin úrslit f meirihluta-
málum f Flafnarfirði en sviptingar tals-
veröar. Arni Hjörieifsson bæjarfulltrúi
stendur sem fastast með Ing-
vari Viktorssyni f þvi að
halda áfram núverandi sam-
starfi. Sumir fylgismenn Ing-
vars höfðu þó á orði f gær-
kvöldi að Árni heföi skotið
sjálfan sig f fótinn þegar hann
viöhafði þau ummæli um Guðmund
Árna að hann ætlaði sem frelsandi engill
aö sameina vinstrimenn, fyrst
í Hafnarfirði og sfðan á lands-
vfsu. Með þessum ummælum
telja menn hætt við að Árni
hafi fengið Guðmund nafna
sinn svo harkalega upp á móti
sér aö áframhaldandi setu
hans f bæjarstjðrn eftir næstu kosningar
kunni aö vera hætta búin, enda Guð-
mundur Árni nokkuð óumdeildur leiðtogi
Hafnarfjarðarkrata...
Urskurður Hæstaréttar f endurupptöku-
málinu hefur mikiö verið ræddur
manna á meðal og er reyndar fullmikiö
sagt að sitt sýnist hverjum, því allur al-
menningur virðist á þeirri skoðun að rétt-
urinn hafi komist aö skakkri niðurstöðu
og þvf fari fjarri aö réttlætinu hafi veriö
fullnægt. Sumir vilja orða þaö svo aö úr-
skurður Hæstaréttar hafl ekki verið rétt-
læti, heldur öllu fremur látalæti...
Annars er margt skrýtið f þessum úr-
skurði Hæstaréttar. í úrskurðinum
sjálfum koma meira að segja fram ný
gögn umfram þau sem Sævar Ciesielski
og Ragnar Aðalsteinsson gátu lagt fram.
Hæstiréttur fékk sem sagt aðgang að
plaggi sem lengi hafði farið mjög hljótt,
enda ekki íslenskum stjórnvöldum til
vegsauka. Hér var um aö ræöa rannsókn
Eínlit 1
frottébaðhandklæði
| Mjúkt og notalegt 100% bómullarfrotté.
a Fæst í mörgum fallegum litum.
[\ sm:
Sumarsæng j
Margir fallegir litir og munstur. Fyllt með
l mjúkum polyestertrefjum. Þolir vélarþvott.
\ Stærð 135x200 sm.
Holtagöröum
v/Holtaveg
104 Fieykjavfk
588 7499
Reykjavikurvegl 72
220 Hafnarijöröur
565 5560
Badhandklæði 65x130sm: 299,
af tréhúsgögnum,
plasthúsgögnum,
sessum fyrir sólstála
og grlllum!
sem Steingrimur Gautur Kristjánsson setudómari vann og
fjallaöi um viöurlög við agabrotum f Síðumúlafangelsi. Stein-
grímur Gautur tók skýrslu af yfirmanni Siöumúlafangelsis f
október 1976. i þessari skýrslu lýsti Gunnar Guðmunds-
son því yfir aö hann teldi engar reglur gilda um Síöumúla-
fangelsiö nema þær sem hann setti sjálfur. í samræmi við
þetta taldi Gunnar sig f fullum rétti meö að setja fanga í
hand- og fótjárn og strekkja þá á klefagólfið...
essi ummæli Gunnars Guðmundssonar yfirfangavarðar og
raunar framkoma hans f garð fanganna minna óneitanlega
nokkuð á bandariskan kollega hans sem síðustu vikur hefúr
verið nokkuö f fréttum á íslandi. Hér er átt við Joe Arpajo,
fangelsisstjóra f Maricoba-sýslu í Arizona, en hann leggur höf-
uðáherslu á að niöurlægja fanga sína. Héraösdómur Reykjavfk-
ur taldi ekki forsvaranlegt að framselja Hanestijónin f hend-
umar á slikum manni. En varðandi Gunnar Guömundsson og
aðferöir hans f Sfðumúlafangelsinu þá sendi sjálft dómsmála-
ráðuneytið frá sér bréf til rikissaksóknara þar sem þvf var lýst
yfir að agaviöurlög Gunnars væru ekki heppileg en ráðuneytið
vildi þó ekki aö svo stöddu leggja bann viö þeim...
I