Alþýðublaðið - 12.12.1970, Side 1
□ Hafið er að deyja. Á síðustu
tveim áratugum hefur allt að helm-
ingi alls lífs f hafrnu dáið út og sá
dauði fer ört vaxandi. Þetta sagði
hinn heimsfrægi djúpsjávarkönnuð-
ur Cousteau í skýrslu um mengun
sjávar, er hami flutti á hafsbotnsráð-
stefnunni i Strassborg, sem haldin
var í byrjun desember s.l. Hefur
skýrsla Þessi vakið heimsathygli.
Ráðstefnu l»essa sátu þrír ís-
lendingar og þar á meðal Jón Ár-
mann Héðinsson, alþingismaður,
en hann lét Alþýðublaðinu í té
nákvœmt afrit af fyrirlestri Cou-
steaus.
— Niðurstöður hans eru hroll-
vekjandi, svo hrollvekjandi, að
maður verður í fyrstu algerlega
orðvana, sagði Jón Ármann Héð-
linsson í viðtaili við blaðið. —
Vissulega vissum við flestir, sem
á ráðstefnunni voru, að mengun
sjávar var orðið alvarlegt vanda-
mál. En að svona sé komið held
ég að fæstir hafi gert sér grein
fyrir.
Cousteau hefur stundað sjávar-
rannsóknir og djúpsjávarkönnun
í marga áratugi og er skýrsla hans
um mengunma byggð á þeim
rannsóknum. Hefur hann einnig
leitað til margra annarra heims-
þekktra vísindamanna á þessum
sviðum.
Niðurstöður hans eru þær, áð á
s. I. 20 árum hafi frá 20% og upp
í 50% af öUu lífi 'í úthöfunum, —
dýralífi, gróðri, svifi og öUu öðru
kviku, — gersamlega eyðst. Mörg
stór hafsvæði eru nú þegar al-
gerlega lífvana og með sama á-
framhaldi verða öll höf „dauða-
höf“ eftir aðeins fá ár. Þar sem
segja má, að hafið sé forðabúr alls
annars lífs á jörðinni myndi slík
þróun hafa í för með sér nær al-
gera eyðingu alls lífs á hnetti vor
um, — í lofti, á láði og i legi.
Cousteau segir, að tvær megin
orsakir séu fyrir þessum ,,dauða“
hafsins. í fyrsta lági ofveiði.
— Við megum ekki láta sifellt
aukið aflamagn villa okkur sýn í
þessum efnum, segir Cousteau.
Það stafar einungis af stórkost-
Iega aukinni tækni í fiskveiðum,
sem gerir það að verkum, að nú
er veiddur fiskur á hafsvæðum,
þar sem áður var ekki einu sinni
vart við fisk. Staðreyndirnsþ eru
hins vegar þær, að stofnar nytja-
fiska eru óðum að minnka. Eftir
örfá ár eigum við svo eftir að
vakna upp við vondan draum. Þá
verðum við búin að útrýma vað
fullu þeim fisktegundum, sem nú
eru undirstaða allra fiskveiða.
En það er ekki ofveiðin, sem
á mestan þátt í dauða hafsins,
segir Cousteau. Það er mengun-
in, eiturefnin, sem mannkynið
veitir í sífellt meira magni út í
hafið með hverju ári. Sú meng-
un er meiri og hættulegri, en
nokkurn órar fyrir.
— Það er ekki aðeins .'sliolp,
fljótandi úrgangur frá iðjuveruná
og önnur eiturefni, sem veitt er
beint á haf út, sem valda þess-
ari mengun og dauða, segir f
skýrslunni. Oll mengun, hver sem
liún er, endar í hafinu. Þar er
síðasti viðkomustaður a'Ira þeirri
eiturefna, sem mannkynið notaii.
Eiturloftið frá útblæstri bifreið;/,
í verksmiðjureyk, í tilbúnum áf
burði, skordýraeitri, baðlyfjum,
— jafnvel flugnaeitrið, sem venju
leg húsmóðir notar í sumarbúf
LÖGREGLA OG SKÓLA-
MENNUM HÁSSMÁLIÐ:
□ Hassneyzla í menntaskól-
unum í Reykjavík er stað-
reynd. Það er líka staðreynd
að margir íslenzkir unglingar
hafa neytt hass í ferðalagi ut-
anlands. Það leíkur grunur á
að ungir námsmenn hér
heima hafi dottið út úr námi
vegna hass- og fíknilyfja-
neyzlu og aðrir kynnu að
vera í hættu.
f viðtölum við skólamenn
og lögregluyfirvöld, er frétta-
maður blaðsins átti í gær,
kom hins vegar í Ijós, að ekki
er um að ræða nein samræmd
viðbrögð þessara aðila gegn
þessum vágesti, mda málið
viðkvæmt og flókið.
Skólamennimjr töldu, að
niðurstöður skoðanakannan-
anna væru villandi, sérstak-
lega sú könnun sem gerð var
í MR, en hún var framkvæmd
af 1. bekkingum, og er álitið
að margir þeirra, sem spurðir
vom, hafi svarað út í hött.
Borgarlæknir hefur haft tal
af rektomm MR og MH
vegna þessa máls, en það er
eins og allir þessir aðilar vilji
bíða átekta og sjá hvort hér
er ekki um að ræða bólu, eða
snögga tízkusveiflu, sem
hjaðni innan tíðar. Svo mikið
er víst áð allur þorri mennta-
skólanemenda hefur mestu
skömm á eiturlyfjum og þeim
beina og óbeina áróðri sem
emstakir nemendur innan
skólanna hafa í frammi.
1
Ef hassneyzla sannaðist á
nemenda yrðu yfirmenn
skóla sennilega í mestu vand-
ræðum með hvaða refsingum
ætti að beita. Nemendur em
t.d. ekki reknir úr skóla fyrir
það eitt að smakka vín, það
þarf meira að korna til. Eins
er erfitt fyrir skólastjóra að
skipta sér af prívatlífi nem-
enda, og nemendur hafa
meira að segja mælzt til þess
að kennarar og nemendur
skipti sér ekkert af þeirra
félagslifi. Á sama hátt vilja
nemendur ekki að kennarar
séu með nefið niðri í skóla-
blöðum þeirra. Reyndar eru
kennarar skráðir ábyrgðar-
menn, en svo virðist sem þeir
séu það upp á punt, aan.k. er
efni skólablaðsins BENE-
VENTUM leiðinlega klæmið
og öfuguggalegt, en það mun
víst vera tízka í skólunum að
skrifa í klámstíl um skóla-
lífið og þjóðfélagið.
Þelr, sem mest leggja af
mörkum við þessi skrif, virð
[>| bls. 3
,Skít-Óskar'
□ Sænsk samtök sem berj-
ast gegn hverskonar mengun
í heiminum, úthlutuðu á
fimmtudaginn „Skít-Óskari“,
en þeim verðlaunum er ár-
lega veltt þeim sem nefndin
telur hafa stuðlað mest að
mengun á árinu. Meðal vinn-
ingshafa í ár er Nixon Banda-
ríkjaforseti, fyrir að tafa
sökkt taugagasi í sjó undan
strönd Bandarikjanna. —