Alþýðublaðið - 18.12.1970, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.12.1970, Blaðsíða 5
íltgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Sig-hvatur Björgvinsson (áb.). Prentsmiðja Alþýðublaðsina. Sími 14 900 (4 línur) f rrrf<c%rf Spara eða sólunda Frumvarpið að fjárhagsáætlun Reykjaví'kurborgar var til annarrar umræðu á fundi borgarstjórnar í gær. Einkenni frumvarpsins er, að framkvæmdir allar eru skornar niður, en stjór'nunar- og skrifstofukostnað- ur vex stórum. Hafa rekstursgjöldin þannig hækkað um hvorki meira né minna en um 32% frá 1 fyrra óg þar með öllum launahækkunum, sem samið var <um á árinu, vel't beint yifir á útsvarsgreiðendur, eins og Björgvin Guðmunds'son, borgarfulltrúi Alþýðu- fibkksins, benti á í ræðu sinni í gær. Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina svaraði borgarstjóri gagnrýni Björgvins Guðmúnldlssonar á þessi vinnubrögð'borgarstjórnarmeirihlutans með því að Björgvin skyldi þá sjálfur koma með tillögur um 'hvernig draga mætti úr skrifiinnskukostnaðinum svo unnt væri að aUka fraœkvæmdir. Sagðist borgarstjóri taka hverri slíkri tiilögu fegins hendi. Slíkar tillögur fékk hann, og borgarstjórnarmeiri- blútinn ailur, í gærkvöldi. Og þær tiliögur voru ekki aðeins frá Björgvin Guðmunds'syni heldur studdar af öllum fuiitrúum minnihlutaflJokkanna í borgarstjórn. En hverjar eiu þá þessar sparnaðartiliögur minni- hlutaflokkanna, sem borgarstjóri lýsti eftir? í fyrsta lagi leggja minnihlutafiokkarnir til, að áæt&un um aukavinnutekjur borgarstarfsmanna verði gerð raunhæf. Þær tekjur eru áætiaðar af borgar- sftjórnarmeirihlutanum 15% af fastatekjum starfs- manna en voru á síðasta ári ekki nema 7%. Þarna má hví spara. Þá benti Björgvin á bifreiðastyrki borgarinnar, sem hækka ört ár frá ári og nema um 15 mlilj. kr. á árs- grundveili. Á sama tíma og ríkisvaidið hefur gert víð- tækar ráðstafanir tii að draga úr þessum útgjaidalið hefur ekkiert slíkt verið gert af hálfu Reykjavíkur- borgar, — nema til hækkunar. Þarna er önnur sparn- aðartillaga. Þá leggja minnihlutaflokkarnír til, að freotað verði malbikunarframkvæmdum við nokkrar iðnaðargöt- ur. Það er þriðja sparnaðartiliagan. Fleiri skýlaus- ar tiliögur um sparnað í borgarrekstrinuim komu einn ig frá minnihlutaflokkunum, sem mundu spara um 36 mililj. kr. samanlagt. Jafnframt leggja þeir til, að tekjuáætlunin verði gerð raunhæf með Miðsjón af reynslu síðustu ára og fæst þannig bein tekjuaukning um röskar 16 miilj. kr. Samtals gera þessar tillögur minnihlutans því ráð fyrir 52 milij. kr. viðbótarfjármagni til framkvæmda. Borgarstjóri hefur því fengið þær tillögur, sem hann lýsti eftir frá Björgvin Guðmundssyni. Þær tiliögur eru raunhæfar, réttmætar og. skapa aukið fram- kvæmdafé svo borgin geti veitt þeim, sem hana byggja, betri þjónustu. En það er ekki nóg, að börgar- stjórnarmeirihlutinn lýsi eftir slíkum til'lögum, — cg fái þær. Hann verður einnig áð veita þeim lið til samþykkis. Og þá er oftast þyngra á metunum hjá honum hvaðan slíkar tillögur koma heldúr en hitt, hversu gagnlegar, sjálfsagðar og réttmætar þær kunni að vera. □ Vestur-Afríkuríkið Guinea rneð Sékou Touré forseta sem forvstumann, var eina fyrrver- andi franska nýlendan í Afríku sem sleit öllu sambandi við Fraiklkiand. Þegar de Gauile hershöfðingi var á ferðalagi sínu um afrísku nýlendurnar 1958, sem eins konar „Heilög Jóhanna ir. 2“, gerði Sékou Touré hon- um það ljóst að Guinea œskíi algjöi-s sjálfstæSis og hlutleys- is. Ef landið yrði aðili að Franska ríkjasambandinu,- vrði það mieð því skilyrði að nýiendu stjórnin ihætti öllum afskiptum af stjórnunarmálum og eína- hagslífi. Þess konar skipuiag óttaðist de Gaulle og sagði því að ef Guinea vildi beita sig þving- unum til þess að fá sjálfstjórn gæti landið alveg eins slitið sam bandinu við Frakkland strax. Og í þjóðaratkvæðagreiðslu um samband við Frakkland þann 28. sept. 1958 völdu 97% íbú- anna algjör slit við Frakkland. Undir slagorðinu „Guinea vill heldur víera fátækt og frjáist en ríkt og ófrjálst“, vann Sékou Touré algjöran sigur, og var landið lýst sjálfstætt 2. okt. 1958. Viljfnn til að vernda verzl- unarfrelsi Guineu og hlutleysi svo og baráttan gegn hinni nýju nýlendustefnu, er mið- punktuvinn í hugmyndafræði eina stjómmálafiokksins í land inu, PDG. Frökkum fannst sér misfboðið og viidu ekki sæíta sig við þetta. Efiir árið 1958 fóvu þeir .mað allt úr landinu. Þessi fran k,i biturleiki varð tiiefni til makalausra atburða. M. a. tóku F.-akkar með sér alls kyns útbúnað, síma, ritvélar o. fl. Því sem ekki tókst að lesta í skipin var hent í sjóinn. Hin skyndilega og algjöra brottför Frakka, varð til þess að Guinea lenti í miklum efnahagsörðug- leikum. Landið hefur samt sem áður ekki v.iljað tengjast neinu einu landi hvað snertir eínahags aðsloð. I fyrstu voru Austur- Evrópuríkin og Sovétríkin dug- legust við að aðstoða, en upp á síðkastið hafa vestrænar þjóðir, Þýzkaland, Bretland svo og Kína, komið inn í spiiið. Sam- bandið vvð Frakkland • hefur vierið styrkt, en eftir- að de Gaulle fór frá, hefur dreg'ð úr spennunni millli þessara rfkja. í framkvæmdaásetlunum sín- um hefur Guinea lagt mikið upp úr því, að vinna sem sjalf rnes.t úr .sínum miklu nátiúruaúðlind- um. í fyrsta lagi er það bauxit og járn, en einhig demantar. Eftir .nckkur ár er farið verður að' vinna hinar geysimiklu bauxitnámur við Boke, er t'alið að Guinea rnuni na þvrí að verða mesti bauxitúlflytjandi í heimi. Vinnslan verður framkvæmd af fyrirtæki þar sem Guineustjórn a 49% hlutafjárins og útlendir aðilar, Halco Company, sem er blanda kanadískra, franskra, þýzkra, ítalskra og bandarísikra aðila á 51% hlutafjárins. Gutnteustjórn hafa verið tryggð 65% af skattbærum tekj um. Þetta verkefni er möguiegt að f-.'vmkvæma m. a. vegna mik illa lr'ma frá Alþjóðabankanum, sem nema um 65 milljónum doll ara. í Afrifku hefur bað verið Mali og' G'hana, sem Guinea hefur haft miest samband við, en eítir að bæði Keita og Nikrumah var velt úi' valdastóli af hemum, hefui’ landið verið nokkuð ein- angrað. Þó að borið hafi á þ.ví síðustu árin að landið hafi bætt sambúðina við ríkin se.m eru í bandalagi ríkja við Senegál- fljótið (OEBS), en í þessu bandalagi er Guiniea einnig, þá hefur Sékou Touré fyrst og fr.emst viljað halda sér að Tanzaníu og Zambíu. Gerðar hafa verið margar til- raunir til að steypa Sékou Touré og stjórn hans. Áður fyrr ásakaði Touré m. a. Fílabeins- ströndina fyrir að leyfa aðal- miðstöðvar útlægra Guineu- manna sem unnið hafa að því að steypa 'honum og stjórn hans. Vegna síðustu atburða í Guineu er vsrt að geta þsss að Guinea er umkringd Afríkuríkjum. I þstta sinn befur Touré ekki á- sakað neitt Afríkuríkjanna um að eiga þátt í þeirri innrás. Til kynningarnar, og ekki síður vangavelturn'ar, um hverjir SVIPMYND standi að baki innrásartilraun- uhum og 'hverjir taki þátt í þeim, eru mjög óljósar og í sum um tilfellum mótsagnakenndar. Það er óhætt að segja að bæði útlægir Guineumenn og ýmis öfl í Afríkjuríkjunum óska þ'ess áð hin sósíalistiska stjórn Tourés falli. Einnig er vilað að Portúgal liefur áhuga á að stuðla að því, að í Guineu komi stjórn sem leyfir ekki frelsis- hreyfingunni PAIGC í Guinteu- Bíssau að siarfa i-nnan landa- mæra sinna. Portúgal á nú í miklum erlið leikum að halda nýlendum stn- um og á í vök að verjast ein- mitt í Guineu-Bissau sem er nágrannaríki Guineu en þar eru þeir að missa alla fótfestu. Það er því langt frá því að vera ó- sennilegt að Pprtúga.1 beint eða óbeint í þeim i.ilgangi nð koma Touré og PAIGC á kné, hafi tekið þátt í innrásinni. sem er hliðstæða við innrás Bandaríkja nianna í Kambodju. — af kveninnisfcóm, skmnfóðraðum. Hentug jólagjöf handa ömmu. S K Ó S E L Laugavegi 60 Sími 12392. Nýtt símanúmer frá og með 17. desamber 1970. 8-50- Scndibílastöðin ÞRÖSTUR FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1970 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.