Alþýðublaðið - 14.01.1971, Síða 6

Alþýðublaðið - 14.01.1971, Síða 6
 Útg.: Alþýðuflokkurinn Rítstjóri: Sighv. Björgvinsson (áb.) Prettitsm. Alþýðubl. — Sími 14 900 (4 línur) AlRV-ÐID. dME) EFLING B.U.R. Björgvin Guðmundsson, borgarfull- trúi Alþýðuflokksins, skrifar grein í Al- þýðublaðið í gær um eflingu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Tilefni greinarinn- ar er afgreiðsla borgarstjórnarmeirihlut- ans á tillögu, sem allir fulltrúar minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn stóðu að og fjallar um eflingu bæjarútgerðarinn- ar. Var tillagan flutt við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en felld með atkvæðum alls meirihlut- ans. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur lengi verið olnbogabarn hjá borgarstjórnar- meirihlutanum í Reykjavík. Það hefur lengi verið vitað, að mjög sterk öfl inn- an Sjálfstæðisflokksins í borginni vilja útgerðina feiga. Hefur það einnig verið opinbert leyndarmál, að sá hefur raun- verulegur vilji borgarstjórnarmeirihlut- ans einnig verið enda þótt forsvarsmenn hans hafi ekki enn þorað að koma opin- berlega fram með slíka viljayfirlýsingu. Fyrir nokkru skipaði borgarstjórn Reykjavíkur, að tilhlutan borgarstjórnar meirihlutans, nefnd, til þess að fjalla um framtíð bæjarútgerðarinnar. Var nefndin skipuð á þeim tíma, sem nokkr- ir erfiðleikar höfðu steðjað að útgerð- inni og eftir að framámenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík höfðu mikið skrif- að og skrafað um þá „óhæfu“, að láta borgina bera tap af rekstri útgerðar- fyrirtækis. Þegar umrædd nefnd var skipuð var því almennt talið, að borgar- stjórnarmeirihlutinn ætlaði sér að nota sér aðstöðu sína í nefndinni til að koma fram tillögum um að leggja útgerðina niður. Neituðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins heldur ekki, í umræðum um málið í borgarstjórn, að þetta væri ætlun þeirra. En meðan nefndin sat að störfum skipuðust veður í lofti. Alvarleg efna- hagskreppa skall yfir þjóðina og at- vinnuleysis fór mjög að gæta í Reykja- vík, sem annars staðar. Þá kom í ljós, hversu mikilvæg stoð starfsemi bæjar- útgerðarinnar er atvinnulífi í Rvík. Þetta gerði það að verkum, að meiri- hluti borgarstjórnar heyktist á þeirri ætlun sinni, að leggja útgerðina niður með beinum aðgerðum. Þess í stað sam- þykkti hann seint og síðarmeir þá stefnu, sem Alþýðuflokksmenn höfðu lengi barizt fyrir, að nauðsynlegt væri að efla útgerðina. En þeir samþykktij þá stefnu aðeins að takmörkuðu leyti. Það sést á því, að þegar fluttar eru til- Lögur um að nota góðæri til þess að byggja upp útgerðarstarfsemi bæjarút- gerðarinnar og gera fyrirtækið sterkt og öflugt þá segir borgarstjórnarmeirihlut- inn nei. Hann leggur því enn þá steina í götu bæjarútgerðarinnar, sem hann þorir. "T ■ ■ ' tk Oddur A. Sigurjónsson skólastjóri □ Það mun ekiii ofmælt, að gætt hafi verulegrar eftirvænt- ingar hjá starfsmönnum ríkis- ins fyrir liðin jól. Tíðindin, sem bárust út, að nú væru samning- ar um kaup og kjör á n^sta leiti og að fara ætti eftir „starfs mati“, voru vissulega forvitni- leg. Málin eru nú að smáskýr- ast, en þó nokJruð sé urn liðið fer því víðsfjarri, að áhrifin af þessaxá samningagerð séu kom- in í ljós. Hér er ekki tóm til annars en að stikla á stóru um heild- arsvipinn, sem birtist landslýð við skjóta yfirsýn. Naumast verður annað séð, en að aðilar, sexn fai’a með al- menna stjórngæzlu og iþó einík- um fjárgæzlu séu drjúgum hærra metnir til launa, en ýms- Ir aðrir, sem einkurn eiga að annast þætti m'enntunar lands- lýðs. Er það þó ekki með öllu óskilið og Verður vikið að því sfðar. Þannig er til dæmis embætti fræðslumálastjóra metið Jægra í launum og þá væntanlega þýð ingarminna en embætti veiði- málastjóra! Þá fengum við að vita það, að hinir vísu landsfeður, sem að samningunum standa, virðast teija drjúgum þýðingarmeira að annast og skipuleggja uppeldi og einskonar „nám“ laxa og sil- unga heldur en skipulagningu fræðsluuppeldis manntfólksdns! Vissulega má vera, að uppeidi laxaseiða og lækjalonta sé mik- ilsvert. en hlálega kemur þó fyrir sjónir þeim, sem naumast geta opnað svo blöð né aðra fjöl miðla, að ekki dynji á fullyrðing ar um „dýrmætustu auðæfi“ þjóðarinnar, æskufólkið, að sjá þetta nýja veiðmætamat. Hér við bætist, að í hlut á mað ur, sem um 40 ára skeið he’fur að þessum m'álum unnið, lengst af sem æðsti maður embættisins og verður þá afstaðan enn ó- skiljanlegri. Það skiptir engu máli, þó fyrirhugað sé, að gera þá skipulagsbreytingu, að leggja embættið n.iður í náinni fram- tið. Þetta hefur löngum verið eitt af virðulegustu embættum ríkisins, að vonum, og því síður ástæða til að leika það svo grátt í lokin. En það er fleira fróðliegt í þessum samningagerðum. Þegar kemur tii hins s. n. starfsmats, er það reist á þess- um þáttum: 1. Menntun 2. Starfslþjálfun 3. Sjálfstæði/frumkvæði 4. Tengsl 5. Ábyrgð 6. Áreynsla Það er næstum eins og að heika um „Furðustrendur“ að harka gegnum „mat“ hinna „vísu“ á þessum þáttum miðað við einstaka starífshópa. Þannig fá t. d. ritarar í 13. launaflokki með stúdentspróf að bakhjarli enda geti þeir m. a. „samið fábi-otin bi'éf skv. munn legum fyi'iimælum um efnisatr- iði... og stundað merkingu og greiningu marg'brotinna fylfj- skjala“, starfsjþjálfun metna við upphaf 60 stig og við fulla þjálf un 100 stig. Á sama tíma fá kennarar sína starfsþjálfun metna á 20 stig í upphafi og við hámark 80 stig. Gildir hér einu, hvort um er að ræða barna kennara eða B.A. menn eða cand. mag. menn með próf í upp eldás- og kennslufræði. Hér er ekki á þetta b'ent til þess að gera lítið úr einum né neinum, en aðeins til að árétta, að þetta ber allt að sama brunni. Flokkun og merking skjala er sýnilega talsvert þýðingarm'eira en þjálfun kennara við að fræða og mennta ungmennin, „dýnmalt asta auð þjóðarinnar“! Tökum annað dæmi: Skríf- stofustjóri II, en um hann segir orðrétt um kröfur til menntunar og þjálfunar og svo starfsliðs hans: „Ekki ér talið nauðsyn- legt, að starf&lið skrifstofunnar sé menntað fram yfir skóla- göngu úr verzlunarskóla, en telja verður, (sic) að skrifstofu- stjórinn þurfi viðskiptaþekk- ingu á við stúdentspróf úr verzl unarskóla auk nokkui'S sér- náms“. Starfsþjálfun þessa manns er metin við upphaf starfs á 120 stig og sem fullþjálfaðs 140 stig, en fullmenntaðs kennara við upphaf starfs 20 stig og full- þjálfaðs 80 stig. Hér er um að ræða mann, sem er í hæsta launaflokki sem cand. mag. kennari við gagnfræðaskóla get ur öðlazt! Af framangreindu er auð- sætt út frá hvaða „heygarðs- horni“ matsnefndin hefur gægzt. STARFSMAT KENNARA Væntanlega verður undirritúð- um virt til nokkuiTar vorkunn- dvalið við starfsmat kennara, enda þau máí nærtækust, að loknum þessum almennu athuga semdum hér að ofan. Hér ér alls staðar við full- menntaða kennara miðáð við upphaf starfs. Skal hér hver þátt ur iítillega athugaður. 1. Menntun: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að megin hluti barnakennara hafa loka- próf frá Kennaraskóla íslands, en aðrir, sem hafa það starf búa að í hæsta lagi stúdentsprófi og ái-snámi í ’kennaraskólanum. Námstíml þannig að loknu lands prófi 4 — 5 ár. Þessi menntun er metiin á 110 stig. Á sama tíma hefur B.A. maður frá lands- prófi 8—9 ár undantekningar- iaust minnst. Þessi men.nlun er metin á 150 stig, eða 40 stigum hærra. Menntaskólakennari fær .fyrir 10 til 11 ára nám frá landsprófi 210 stig. Þetta er furðulegur samsetndngur. Þannig fær B.A. maðurinn sin 4—5 námsár fram yfir obbann af barnakennurum metin á 40 stig, en cand. mag. maðurinn í menntaskóla san 2i— 3 nómsár þar yfir metin á 60 stig. Hér við bætist, að mennt- un cand. mag. manns, sem kenn. ir við gagnfræðaskóla er meiin 2 launaflökkum lægra en kenn- ara með sömu menntun við menntaskóla. Hér skal því siður en svo fram haldið, að mennt- un barnakennara sé of hátt met Að gefnu tilefni: ir, þótt meira sé hér á eftir Frarnh. ú bls. 8. Menntun Starfsþj. S jál fst. frum kv. Tengsl Áb. Ár. Upph. Lok Barnak. 110 20/80 60 50 115 25 380 440 Gagnfr.k. 150 20/80 60 50 115 25 420 480 Menntask. 210 20/80 105 50 .115 25 525 585 □ Alþýðublaðið skýi'ði frá því nýlega, að nú um áraimótin hefði gengið í' gildi bann við tóbaksauglýsiingum í sjón- varpi í Bandaríkjunum. Biríist síðasta tóbaksauglýsingin í sjónvarpi 1 mínútu fyrir mið- nætti á gatmlárskvöld síðaístl., enda ekki seinna vænna. Þessi frétt leiðir hugann að því, hváð er að gerast í þess- um málum hér hjá okkur. — Skömmu eftir að Alþingi kom saman í haust lagði einn af þingmönnum Alþýðuflokksins, Jón Ármann Héðinsson, fram tillögu á þingi um bann við hvers konar tóbaksauglýsing- um, — bæði í sjónvarpi, blöð- um og á víðavangi. Var tillag- a:n mikið til umræðu manna á meðal og bárust Alþingi fjölmargar áskoranir frá ýms- um aðilum um að samþykkja slíkt bann við tóbaksauglýs- ingum, enda væri hér verið að hvetja itrl neyzlu eiturefna, gem nær óyggjandi sánnanir væru fyrir að stuðluðu að krabbameini og hvers kyns öðrum banvænum sjúkdóm- um. Ekki munu þó allir hafa bnigðizt eins við tillögu þess- ari, þótt sum þeirra viðbragða hefðu ekki farið hátt. A.m.k. mátti veita þvi athygli, að um þessar mundir margfölduðust tóbaks auglýsingarnar í blöð- unum, en áður munu þær svo til eingöngu hafa verið bundn- ar við aðeins eitt þeirra. Segja þeir, sem til þekkja, að til- lagan um tóbaksauglýsinga- bannið hafi valdið fjármála- legum stjórnendum .þíess blaðs þungum áhyggjum, enda séu þar milljónatekjur í húfi fyrir blaðið. Önnur blöð muni hins vegar ekki vera nálægt því eins „háð“ tóbakinu. En nú bregður svo við að horfa, að alþingismenin. taka kipp. Ekki iþairf sá kippur að stanfSa í neinu sambandi við hið aukna auglýsingaflóð tób- afesauglýsinga í blöðunum, — er því jafnvel alveg óviðkom- andi. En hvað um það. Fjall- ið tók jóðsótt og fæddist .... ein af þeim furðulegu hug- myndum, s'em hvergi gæti vafcnað nema hjá íslendingum við svipaðar kringumstæðúr.' Allir alþingismenn eru vita- skuld sammála um skaðsemi tóbak 'i.Ts.utnar. Allir vita þeir, að tóbaksauglýsingar eru til þ:ess gísrðar að ýta undir slíka nautn. E«n að banna þær? Það fannst þeim sumum fulllangt gengið. Það gæti ‘sem sé komið við kaunin á einhverjum og meginmottó- ið i allri íslenzkri flokbapóli- tík er einmitt, áð þar megi al- drei koma við kaunin á nein- um. Því gerist sá .merkilegi og íslendingslegi atburður, að fram á Alþingi kiemur önnur tillaga um tóbaksauglýsingar, studd af mörgum og mætum þingmönnum. Sú tillaga :er á þá lund, áð ekki skuli stöðvað ar tóbaksauglýsingar, heldur verði ákveðnum hlut af tekj- um hins opinbera af tóbaki varið til þess að auglýsa skað- semi þess. Því horfir þetta svo við gagnvart neytendum tóbaks á íslandi: 1 Þeir eru látnir borga fyr- ir almennar auglýsingar um. ágæti tóbaks. 2. Þeir eru jafnframt látnir borga fyrir auglýsingar gegn. þessu sama tóbafei. 3. Báðir auglýsingareiknin'g arnir eru innheimtir af þeim á sama hátt, — þegar þeir kaupa sér vindlingaip'akka. Þetta hefur þingmönnun- um sjálfsagt þótt hin ágætasta lausn, sem ekki kæmi við kaunin á neinum. Tóbakssal- arnir fengju sitt, — áð aug- lýsa. — Heilsugæzlumenn fengju sitt, — ennþá mieiri , auglýsingar. Og almenningur fengi sitt, — að vera í friði með sína sígarettu. Og ef einhverjum kynmi að finnast þetta allt skrítið, þá er einungis hægt fyrir bless- aða þingmennina að þenda á fordæmi og segja, — hvað er þetta ma'ður, við erum þara að þræða troðna slóð. Vieiztu ekki, að f j árhagsvandi Krabbameinsfél ags íslands, sem berst g'egn sígairettuileyk- ingum, var eiinmitt leystur með því að láta félagið fá vissnn hlut af andvirði hvers sígarettupakka, sem tóbaks- menn kaupa. Og ég Veit ekki betur, en allir séu ák'aftega ánægðir með það fyrirkomu- lag. A.m.k. hefur enginn kjós- e-inda minna kvartað! — K. GYÐINGAR I HINU RUSSNESKA SAMFELAGI O Þegar hæstiréttur í Sov- étríkjunum mildaði dauðadóm- ana yfir Gyðingunum tveimur, sem reyndu að ræna flugvél og sleppa frá Rússlamdi á henni, létti mönnum um all- an heim. Sex vikum áður, vair því lítill g'aumur gefirrn, þegar sex Eistlendingair voru dæmd- ir til dauða af i"ússrtesk!umi dómstóli í Pskov. Þeir voru dæmdir vegn'a 'atburða, s'em gerðust fyrir tutitugu og átta árum síðan, dæmdir sekir um landráð og stríðsglæpi. Land- ráðin voru sögð framin tveim- ur árum eftir að Stalim lagði undir sig Eistland. Mál Eistlemdinganna kiemur fyrir hæstarétt í MJoskvu þann 12. janúar. Enginn veit, hvort réttarhöldim í Pskov voru lögmæt. Þar fékk engimn, óháður áhorfandi að fylgjast með því, sem fram fór, frem- ur en við réttarhöldin í Len- ingrad. Bæði málin geta tal- izt pólitísk í eðli sínu. Það er b'ezt að fara varlega í sakirnar, þegar rætt er um „Gyðingaofsóknir“ á grund- velli réltarhaldanna í Lenin- gi'ad. Það er alvarlegt mál að ákæra ríkisstjórn, um anti- semitisma, svo að hafa Verð- ur aðrar þjóðir og hópa innan Sovétríkjamna til samanburðar. Skuggar Gyðingahaturs liggja í fortíð Rússl'ands og eru þeir ekki einstæðir meðal þjóða heims í því. Verstu öfgarmá.r, mesta grimmdin, áttu sér stað fyrir byltingu, en horfurnar á fleiri Gyðingaréttarh.öldum. á þessu ári, vegna ólj ósari og pólitískari sakargifta : en flug- vélárráns, kasta öðrum. skugg- um á framtíðina. Gyðingafordómar eru algeng- ir meðal amennings í Sovét- ríkjunum. Vel menmtuð rús-s- nesk kona sagði við mig: „Það er ekki hægt áð búa í Rúss- landi, án þess að vera á móti Gyðingum. Ég hef hatað Gyð- inga, síðan ég var í barna- skóla, vegna þess að Gyðinga- krakkarnu fengu sögurnai* um Gyðinga, 'Slem hafa verið mis- rétti beittii’ í atvinnumálú.m, eru of margar, til að hægt sé að virða þæir að vettugi. Einkum er erfitt íyrir Gyð- inga að ná frama í flokknum og hjá ríkinu. Á hinn bóginn komast þeir vel áfram sem lög- fræðingar, vísindamenn, lækn- . av, skemmti'kraftai' og lista- menin, þótt það sé opinbert léyndarmál, að ýmsai' mennta- stofnanii' takmarka fjölda þeirra Gyðinga, sem fá þar að stunda nám. Gyðingar í SoVét- níkjunum hafa fá tækifæri til ræk'tunai' sinnj eigiln gömlu meniningu — ef þeir á annað borð hafa áhuga á slíku — en Armenar eða Uki'ainumienn svo að ekki sé minnzt á Rússana sjálfa. Nokkur hundruð þúsumd Sovét-Gyðinga telja jiddísku sitt, tuhgumál, en málið er ekki kennt í neinum skólum og bækur prentaðar á jiddísfeu, eru sáirafáai'. f byi'jun sjöúnda áratúgs- ins reyndu sovézku yfirvöldin íað koma í veg fyrir iðkun ým- issa Gyðingasiða, svo sem böfeun á ósýrðu brauði. Nú á dögum er tekin greindarlegri afstaða til siða þessara. Yfir- völdin hafa jafnvel gengizt fyrir nokkuivi endurvakningu. gyðinglegra athafna og frétta- stófan Tass hreykia' sér með sögum af Sovét-Gyðinigum, sem baka ósýrt brauð. Vandi trú- aðra Gyðinga er meiri en hann þyrfti að vea-a, sökum þess, að nær því allir Sovét-Gyð- ingar búa á svæðum, sem tal- in eru landsvæði annarra þjóða: Lithauien, Uzbekistan, Ukrain. Færri en 1% búa á „Gyðinglega Sj álfstj óanarsvæð- inu“ við kínversku landamæi'- in, sem var sött á stofn árið 1934. Jafnvel þar er jiddíska ’ekki kennd skólum, enda eru flestir íbúanin.a Rússar. Hitt er vert að athuga, að um það hil þiúr af hverjum fjórum Sovét-Gýðingum, en þeir eru um þrjár miilljónir alls, geta ekki talað jiddí'sku svo vel sé, eða álíta hana eklci sitt helzta tungumá.1. Að: öllum líkindum hefur m'eirihluti Sovét-Gyðinga engan áhuga á siðum Gyðinga eða gyðingltegu þjóðerni sínu. Slíkir Gyðingar, sem afneita í í'auniniá þjóðerni sínu, eru sjaldan misrétti beittir, einkum ef þeir bera rússneskt eða rússneskulegt nafn. Hvað út- lit snertir gætu Gyðingar ver- ið af einhveni þjóðanna, sem byggja suðurhluta Sovétrikj - ainnu. Ekkert bendir til þess að gamaldags Gyðingaofsókn- ir (pogroms) hafi tíðkazt í Sovétrífejunum á seinni árúm. Stundum em unnar skemmdir á grafrieitum, en ekki er vitað til þess, að samkunduhús hafi verið svívirt ,eða Gyðiingairi orðið fyrir líkamsáriásum vegna þjóðernis síns. Ef eitthvað væri um slikt, mundu leiðto'gar Gyðinga í Moskva heyra um það og segja vestrænum frétta- mönnum frá því. Staðá Gyðinga í sovézku þjóðfélagi gefur þó enga ástæðu til Velþóknunar; hvers konar misrétti er vítávert. En mis- í'étti og Gyðingafordómar eru ekkert einstakt fyrirbæri, ein- kennandi fyrir Sovétríkin. — Stjórnendurnir, sem komu á eftir Krústjov, hafa gert allt að því hi'óssviarða tilraun til þess að fyi'hbyggja antisemiit- isma af rikisins hálfu. Það er ekki hægt áð halda því fram, að sovézka pressan örvi fordóma gegn Gy'ðingum. Blöðin hafa í reynd gert sér far um að skýra frá höllustu mikils meirihluta Sovét-Gyð- inga og ýkja þá stórumi óá- nægju þeitu'a með stefnu Zion- ista. og ísráelsmanna. Þetta er óheiðarlega að farið, ,en þó ekki eins slæmt og að sverta Gyð- inga i augum samborg'ar'a þeirra. Margar þjóðir Sovétríkjanna liafa orðið fyrir verri ofsókn- um síðan um byltingu en Gyð- inigar. Tatarar á Krímsfcaga og Þjóðverjar við Volgu voru fluttir þjóðflutningum til Mið- Asíu . og Síberiu og „lýðveldi“ þeirra gerð að engu. Ka’lmykai’, Eistlendingar, Lettar og fl'eiri þjóðir hafa allar orðið að þola fjöldaflutninga og slíkir flutn- ingar leiddu af sér Hkamlegar þjániúgar og dauða margra. Það er algerlega óvíst, hversu margir Gyðingar vilja flyt.ja til ísráel. Eins og nú er komið, þarf mikið hugúekki til þess að biðja um útflytjanda- Framh. á bls. 4. Böm t sovézkum skóla. 6 FIMMTUDAGUR 14. iANÚAR 1971 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.