Alþýðublaðið - 20.02.1971, Síða 6
Útg.: Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri:
Siírhv. Björgvinsson (áb.)
—
popp-korn
Heilbrigðismálin
Fyrir réttu ári var i'ramltvæmd viðamik
il endurskipulagning á Stjórnarráði ís-
lands. Sett var ný reglugerð þar,
sem fagráðuneytum var fjölgað og
hreinni verkaskiptingu komið á fót
milli hinna einstöku ráðuneyta.
Með þessari skipulagsbreytingu var
m. a. stofnað nýtt ráðuneyti er hlaut
nafnið heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti og kom það í hlut Alþýðu-
flokksmannsins Eggerts G. Þorsteinsson
ar að veita því forstöðu. Eru því aðeins
liðnir nokkrir mánuðir síðan Alþýðu-
flokkurinn fékk stjórn heilbrigðismál-
anna í sínar hendur.
Skömmu eftir að umrædd skipulags-
breyting var gerð á Stjórnarráði íslands
tók hið nýja heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti frumkvæði um lausn
tveggja veigamikilla mála, er snerta heil
brigðisþjónustu. í fyrsta lagi ákvað ráðu
neytið að beita sér fyrir að sameina öll
sjúkrahús í Reykjavíkurborg undir eina
stjórn, en lengi hafði það háð sjúkrahúss
rekstri á höfuðborgarsvæðinu hversu
lítið samband og samvinna hafði verið
milli hinna einstöku sjúkrahúsa. Höfðu
margir á það bent hve nauðsynlegt væri,
að koma á samhæfðri stjórn á þessum
sjúkrahúsum. Hins vegar hafði fátt eitt
verið aðhafzt í þeim málum þar til hið
nýendurskipulagða heilbrigðis- og trygg
ingamálaráðuneyti tók framkvæmd þess
í sínar hendur fyrir skömmu. Hafa ráð-
stafanir þess til úrlausnar þegar hlotið
stuðning allra þeirra aðila, sem málið
varðar.
Annað stórmál á vettvangi heilbrigðis
mála, sem þetta ráðuneyti hefur tekið
til endanlegrar afgreiðslu á þeim
skamma tíma, sem það hefur starfað, er
að tryggja áframhaldandi rekstur á
Landakotsspítala. Það sjúkrahús hefur
átt við mikla erfiðleika að etja í mörg
ár og nú fyrir skömmu voru allar horfur
á f)ví, að sjúkrahúsið neyddist til þess
að hætta endanlega öllum rekstri.
Vandamál Landakotsspítala hafa
margoft komið til meðferðar á undan-
förnum árum, en aldrei verið úr þeim
leyst nema til bráðabirgða. Hið nýstofn-
aða heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti undir forystu Alþýðuflokksmanns
ins Eggerts G. Þorateinssonar lét það
hins vegar verða eitt sitt fyrsta verk,
að fjalla ýtarlega um þetta mál og hef-
ur ráðuneytið nú tryggt rekstur sjúkra-
hússins til frambúðar. Um þann árang-
ur segir einn af starfandi læknum við
Landakotsspítala í viðtali við Alþýðu-
blaðið s. 1. miðvikudag:
„Með stofnun sérstaks heilbrigðisráðu
neytis var stigið stórt skref til framfara
í íslenzkum heilbrigðismálum. Við get-
um að miklu leyti þakkað farsæla úr-
Iausn á málum Landakotsspítala því,
hve föstum tökum þessi fnál eru nú tek-
in“.
□ Um síðustu helgi var sagt
frá j)ví í einu dagblaðanna hér
í borg, nánar til tekiö á popp-
síöu, að' nú væri að hlaupa af
stokkunum ný plötuútgáfa. —
Ráku margir upp stór augu,
sem kannske er ekki nexna von
því nú þegar eru starfandi ein
fimm eða sex fyrirtæki, se,m
meðal annars gefa út hljóm-
piöíur. Og ekki varð undrun
bcirra sem tii slíkrar útgáfu
þekkja, minni þegar enn
fremur var sagt frá því, að
hiffi nýstcfnaða útgáfufyrirtæki
hyggðist senda lagasmiö sinn
til Kanaríeyja, svo hann hefði
gott næði til að ijúka við tón-
smíðar sínar.
Undirritaður fór á stúfana
íil að afla sér og Iesendu.m síð
tinnar frekari vitneskju um
þetta fyrirtæki. Varð það ’fyrst
fyrir að grennslast fyrir um þá
?m að útgáfunni standa. Það
er í fyrsta lagi Jens R. Ing-
ólfsson, sem sér um þáttinn
INNSÝN í Mogganum og hon-
um til fulltingis er Friðrik
Brekkan, en á þeim manni
veit undirritaður engin deili.
Þar se,m ekki náðist í Jens
og ég þekkti, eins og áður er
sagt engin deiii á hinum að-
ilanum, þá hafði ég samband
við Ólaf Garðarsson, trommu-
leikara NÁTTÚRU (það var
sagt frá því í blaðinu að hann
ætti að leika, inn á plöturnar
ásamt leirum fyrir útgáfuna,
og innti hann frétta af þessu
nýstcfnaða fyrirtæki. í fyrsta
lagi sagffiist Ólafur aldrei hafa
verið beðinn um að koma ná-
lægt upptöku þessarar plötu,
og í öðru lagi, sagðist hann
ekki hafa liug,mynd um það
hverjir stæðu á bak við þetta.
,.Ég las þetta á ímppsíðu eins
blaðanna,“ sagði Ólafur Garð
arsson aff lokum. Ég ætla ekki
að orðlengja þetta neitt, þess
gerist ekki þörf, það sjá allir
hvað hér er á ferðinni.
P o p p
Það virðist ætla að koma nýr
fjörkippur í útgáfu á táninga
blöðum. Flestir muna eftir síð
asta kipp, þegar táningablöðin
voru svo mörg áff maffur gat
ekki fylgst meff þeim öllum,
hvað þá keypt þau öll. Sú dýrð
in stóð heldur ekki lengi. Þau
týndu tölunni smá,m saman,
þangað til svo var kom?ö aff
Ástþór Magnússon stóð einn
eftir með sína hjartfólgnu
JÓNÍNU. Reksturinn gekk
sæmilega hjá Ástþóri, ekkert
íram yfir það. Nú hefur eins
og kunrugt er, JÓNÍNA verið
seld og annar affili tekinn við
rekstrinum. Núna eru þrir
menn að fara af stað meff nýtt
íáningablað, Stefán Halldórs-
son og Sveinbjörn Ragnars-
scn, en þeir hafa um langt
skeið séð um þátt í Lesbók
Mcggans. Þriðji maðurinn er
svo Kristinn Ben. ljósmyndari.
Blaðið mun eiga aff heita NÚ-
Framh. á bls. 8.
„Lífið yrði óþoiandi án
furðulegra uppátækja"
□ Hljómsveitin TRÚBROT hef
ur að undanförnu gert hlé á
starísemi sinni, og affeins líeik-
iff opinberlega á sýningiuim Þjóð
leikhússins á FAUST, sism hef-
ur vsriff sýnt tvisvar í viku frá
jólum.
í janúar a:rðu v>eru'legar breyt
ingar á Mjómaveitinni, þ'egar
Karl Sighvatsson og Gunnar
Jökiull tóku á ný sín igiömöu sæti.
En ekki hefur starfsemin leg-
ið niffri með ö]!iu: Trúbrot hef-
ur kcmið sér uPP æifingahús-
næffi, þar sem þsir vinn'a, öll-
um stunduim; Magnús Kjartans-
son kom frá New York 11. febr.
og 'hafði í fórum sínium raf-
magnspíanó, eem gíefur irruarg-
víslcga magl.ilieika; og sömuleið-
is ha’fa veriff gerðar brieytingar
á uimiboffisstörfum hljómsveitar-
innar.
Loks hefur TRÚBROT gert
framkivæmdaáætlun fyrir næstu
miánuði, og er það tilgangur
'bréfs þessa að kynna m’egin at-
riði hennar.
Ráffgert er að TRÚBROT komi
i'ram í fyrsta skipti eiftir brsyt-
ingarnar á hójómieikum í Há-
skólabíói laugardaginn 6. marz
og flytji þar fi'umisamda tón-
list, -eitt samfell't verk, ss'm Iþeir
hafa samiff og æft að undan-
förnu.
Sennilega ifer TRÚBROT svo
til Kaupmannahafnar 8. marz
þar ííiii tónverk þle'tta verffur
tekið á LP-plötU: á vegum Fálk-
ans lif. Síðan verða 'þeir að vera
komnir heim aftur til að lleika
i FAUST, fimmtudaginn 18.
rnarz og hefja þá störif að nýju.
Undirbúningur 'h’ljcmffeikanna
er að kcmast í algleyming, og
innan fárra daga verður nánar
tiikynnt um tillhögun þsirra.
(Frétt frá TRÚBROT)
□ Fyrir nolklkmm mánuðuim
byrjaði nýr þóttur hjá útvarp-
inu, undir nafninu STUNDAR-
BIL. í þættinum heíur Freyr
Þórarinsson kynnt popptónlist.
Freyr h'efur farið inn á ótroðnar
slóðir, varðandi þennan þátt.
Hann hefur tekið fyrir vissa
pilötu, einstakling eða hljóm-
sveit og kynnt. E'kki vaðið úr
einu í annað, þannig íjð þeir sem
á hlýddu fengju aðeins forsm'ékik
inn af hverri plöíu. Ég kom mér
í samband við Frey, og hann var
svo elskulegur að eiga við mig
eftirfarandi rabb.
— H'vernig s.tóð á því að þú
vsirst fenginn ti'l áð stjórna þess
um þætti?
— Ég þurfti mjög lítið að
hafa fyrir þessu. Þorsteinn Hann
esson hjá útvarpinu. var að leita
©ftir manni til að sjá um þátt,
fyrir ungt fólk, og honum var
bent á mig í þessu sambandi.
— Ert þú mi'kið menntaður?
— Ég er cjð lesa jarðfræði við
Háskólann, svo að þar af leið-
andi hlýt ég að hafa stúdentS-
próf.
— Búinn að vera lengi í jarð
fræðinni?
—- Ég er búinn að lesa hanai í
tæpt ár.
—• Gaman?
— Jarðfræðin er mjög
skem’m.ti'Ieg og hvergi eins gott
að lesa hana eins og hér á ís-
iandi. Það er alltaf svo mikið og
mierkilsgt s<ð ske hér á því sviði.
— Hefur þú mörg áihugamál,
fýrir utan poppið?
— Ég stunda miikið bíóferðir.
— Hvað m'eð mál málanna,
hassið? Með eða móti?
— Efni og útbreiðsla hass
verður aldrei vandamál, heidur
afleiðinga;rnar. Maður gstur
ekki verið með eða móti hassi.
„Ég var í kommúnu sem hét
SARA“.
Sumir tala um hættu, aðrir s'egja
að þetta sé ekki hættulegra en
vín og tóbak. Mér finnst of lít-
il’I greinarmunur gerður á hassi
og ti'l dæmis ópíum. Yfirvöl'd
virðast álítsi það sama h'lutinn
að reykja hass og nota ópíum.
Það er að sjálfsögðu hreinasta
firra að halda slíku fram. Mér
finnst þáð ekki rét't aðiierð að
sfinga þ'eim siem neytir hass inn
í tutkukthús. Ef eimhver yerður’
forfallinn þá er hann sjúklingur,
ekki glæpamaður.
— Finnst þér gaman að furðu
legum uppátækj-um?
—• Ég fedl yfirleitt mjög fljótt
fyrir furðulegum uppátækjum.
Furðuleg uppátæki eru lífsski'l-
yrði. Mér mundi finnast lífið ó-
þolandi ef ekkiert furðúlegt
kæmi uppá. Jú, ég held að ég
hafi gaman af furðulegum uppá
tækjum.
—• Kommúnu'líf?
— Ég hef búið í einni. Var
heimflis'fastur þar í hálft ár.
Kommúnan hét SAR’A og var á
LaugaVegi 34. Þegar ég fór héð-
an að heiman vorum við tíu í
heimili, en við vorum ekki nema
níu í SÖRU til að byrja með.
Auk þess var ég í skóla, þar sem
600 manns voru í kommúnu hálf
an daginn. Þjóðfélagið er ein
stór kommúna. Við neitum okk-
ur um ýmislegt á hverjum d'egi
án þess að hafa hugmynd um
það. Að búa í kommúnu eins og
SARA var, er bíira spurning
um það, hvað maður getur að-
lagað sig öðrum. Til dæmis eru
flest húsin við götuna hjá mér
tví- og þríbýlishús. Ef nú fjöl-
sikýlduvnar i þ'essum húsum
tækju sig saman og hefðu sam
eiginlegt eld'hús. Þqð yrði mikill
sparnaður og tvímæla'laust mikil
vinnuhagræðing. Það mundi
líka þýða það að allir yrðu að
borða á vissum tíma, afllir yrðu
að borða það sama og á sama
Framh. á bls. 8.
Ekki aldeilis
stefnulausir
—a——
□ Ég brá mér í Glaumbæ á
föstudaginn síðasta .til aff heyra
í hljé.msveitinni TILVF.RU. Eg
vtrff að segja eins og er að
fckki varð ég fyrir neinum von-
brigffum. Maffur tók strax eft-
ir því að nýliðarnir, Herbert og
Gunni njóta sín betur hjá TIL-
VERU, heldur en STOFNÞEL,
og eru þeir í stöðugri framför.
Það var eitt atriði sem ég var
fckki ánægður með og það var
hávaðinn. En það er auðvelt að
laga. Og stefnulaus er TILVERA
alls ekki. Þeir spila einmitt liæfi
lega mikiff af flestu og eru
meira að segja með mikið af
eigin tónsmíðum á prógrammi.
Bíad um
ungt fólk
skrífad af
ungu fólki
pt i miöur
•m éfi hefði
l hladsins.
\ra hlað
•• #eriót
pyrifenjöur
10 bföct
kr. 420
BOX594
Undirriíaður óskar eftir áskrift (10 blöð, 420 kr.):
Nafn
Heimilisfang: ............................................
Staður: ..................................................
Box 594 — Sími 20865.
GIFTU ÞIG
OG FLYTTU
Tll MOSKVU
SÍÐASTA GREIN PER EGIL HEGGA
ÁÐTJR EN HONUM VAR VÍSAÐ
ÚR LANDI I RÚSSLANDI
OFT er það svo, þegar brúð-
kaupsmars Mendelssohns
drynur í Sovétríkjunum er
hann ekkert annað en boð
um mikil viðskipti, sem fram
hafa farið, og engin tilkynn-
ing um tvö hjörtu, sem slá i
takt.
Þessar fréttir komu fram í
hreinskilnislega Ski'ifaðri
grein í stjórnarblaðinu Izv'est-
ia nú um daginn. Dagblaðið
fjallar þarna um m'álamynda-
hjónbönd, sem mi'kið tíðkast
í Sovétríkjunum vegna þess,
að þau gera öðrum aðilanum
fært að setjast að í stórborg,
helzt Moskva. Hjónaböndin
endast sjaldan í misseri, en
dvalarleyfið er gilt, þótt hjón-
in skilji.
Izvestija segir frá Leonid
nokkrum Kazakevitsj, sem
stofnaði sína eigin hjónabands-
miðiunarskrifstofu og hj álpaði
vinum sínum og kunningjum
að finna maka við hæfi. —
Kazakevitsj þessi gengur ekki
lengur laus, vegna gjaldeyris-
brasks og fleiri afbrota.
Viðurlög við að ganga í
málamyndahjónaband eða
stuðla að slíku sambandi eru
lækkuð laun, strangt eftirlit
og tilkynningarskylda.
Fyrir tíu árum siðan bjó
Kazakevitsj í Baku, en hafði
mikla löngun til þess að setj-
ast að í Moskva, segir í Izvest-
ija. Þar gifti hann sig Ma’rínu
til málamynda, fékk dvalar-
l'eyfi í Moskva og skildi síðan
við Marínu. En Marína var
dýrfceypt. Verðið, sem hún
Setti upp var einkabíll af
Volgugerð. Leonid vairð að
stofna til skulda til þess að
geta keypt bílinn. Til þess
að geta borgað skuldirnar,
kvæntist hann Ljubu, síðan
Niatösju og lo'ks Margaritu, —
skildi við þær jafnóðum, en
útvegaði þeim auðvitað dval-
arleyfi í Moskva. Taxtinn var
iallt að þúsund rúblum e'ða
áttatíu þúsund krónur per
hjónaband.
Hann hefði gjarnan viljað
hiaida í Margaritu, því að hún
var góð kona. En fjárhiagsá-
ætlanir hans kæfðu áist hans
í fæðingunni, segii' Izvestija
með antikapít'alískan vísifing-
urinn hátt á lofti.
Kazakevitsj komst fljótt að
raun um, hversu tímafrekt það
var að hiaupa í ráðhúsið og
til baka, hvort sem um var
að ræða giftingu eða skilnað.
Þes-s vegna kom hann sér upp
hjón'ábandsrrsiðlunarísklri)f-
stoí'u. Fyrir fimm þúsund
krónur (fjárhæðin var stund-
um hærri) útv'egaði hann
þeim maka, sem þurftu á íbúð
eða dvalarleyfi að halda eða
vildu sleppa við þegnskyldu-
vinnu að lokinni skólamennt-
un. S'tundum var það stúl'ka,
Sem þurfti á giftingarvottorði
að halda. Þá var hún ófrísk
og þurfti að sýna for'eldrum
sínum einhverja pappíra.
Þessari sérkiennilegu at-
vinnu Kazakevitsjar fylgdu
sérkeinnileg vandamál og
hann sagði frá þeim með
mestu einlægni við yfiirhleyrsl
urnar, segir í greininni í Iz-
viestija.
— Það kemu.r stundum fyr-
ir að annai' aðilinn krefst
þess að njóta hjúskapai'réttar
síns, en það er brot á samn-
ingnum. Slundum lók konan
upp á því, að biðja um me‘ð-
lag með barni, sem fæðzt
hafði fyrir skilnað. Þetta
mátti ekki eiga sér stað, því
að ég varð að standa við
sku'ldbindingar mínar gagn-
varit karlmönnunum. Ég hafði
ábyrgzt, að hjónabandið væri
til málamynda og ég hafði
Framh. á b’lís. 8.
6 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1971 7