Alþýðublaðið - 28.05.1971, Page 4

Alþýðublaðið - 28.05.1971, Page 4
□ Frásagnir um innbrot og ofbeldisárásir. □ Enginn staffur til fyrir afbrotaunglinga □ Hvers vegna verða lítil sak laus börn að afbrotamönnum? □ Skilvinda samfélagsins ranglát EFTIRFARANDI BRÉF hef- ur mér borizt frá Á.: „Það lítf- ur ekki sá dagur að fyrir augu og eyru berist ekki fregnir af innbrotum, fólskul. árásum á fólk — afbrotum sem framin eru í ölæði eða vegna geðbil- unar, að því virðist. Dagblöð- in flagga fyrirsögnum í þessum dúr; „Réðst á mann í fyrrinótt — og annan í nótt“. „Grímu- búnir ræningjar — Við viljum brennivin“. „Iðinn þjófur“. O. s. frv. ÁRÁSARSEGGIR dúsa nokkra klukkutíma í tugthús- inu, síðan eru þeir látnir laus- ir — það er komið með þá að nýju eftir næsta æðiskast og svona gengur það koll af kolli. Fólk er varia óhult á götu að kvöldi til, og er það þá sérstak- lega hið veikara kyn sem veigr- ar sér við að labba spottakorn milli húsa eftir að áliðið er orð- ið, af ótta við að á það verði ráðizt. ÞAÐ VIRÐIST sem þau séu ófá tilfellin sem ekki er hægt að dæma úr leik, til gæzlu og viðeigandi meðferðar á stað' þar sem þessir menn atferlis sins vegna þyrftu að dvelja, vegna þess að enginn slíkur staffur er raunverulega til. Það er ekkert hægt að gera við afbrotaungl- inga nema sleppa þeim Iausuin eftir að þeir hafa verið yfir- heyrðir og það er ekkert hægt að gera við hina eldri afbrota- menn, sem haldnir eru sjuk- legri ofbeldis og drykkjulineigð. FÓLK VAKNAR upp af vær um nætursvefni við formæling- ar og drykkjuraus manna, sem algjörlega vanvita slangra um götur, og skeyta skapi sínu á saklausum veggjum húsa, þar til blóð þeirra drýpur á gang- stéttina. Þeir eru ekki öfunds- verðir sem fá slíka hryggðar- mynd heim, — ef þetta heima er ennþá til staðar. Hvaff er þaff sem breytir fólki, bæði konum og körlum, í drykkju og afbrotamanneskj- ur? Saklausum börnum í af- brotaunglinga og líka börnum og góðum unglingum í af- skræmi á sál og líkama? — Einu sinni hefur það verið lítill drengur og telpukorn, sem hef- ur tárazt yfir særðum fugli, kartöflum sem var svo kalt of- an í moldinni — útigangsketti í húsasundi. — Börn sem vildu taka lítil lömb með sér heim og láta þau sofa í rúmi sínu. Fylltust meffaumkun með hundi er þandi sig á harffaspretti eftir bíl á þjóðvegi. Kannski hafa þau eftir „fjársjóðsleit“ komið heim með fulla húfu af skrýtn- um steinum, sem í þeirra aug- um voru álíka mikils virði og skúf af villtum blómum metf sama hátíffleik og væri hann dýrasti rósavöndur? En allt í einu, áður en við er litið er allt þetta saklausa og barnslega horfið og eitthvað ó- skiljanlegt, hart og ógnvekj- andi komið í staðinn. Hvernig breyttist þetta og hvers vegna? Það eru víst fleiri sem vildu vita svar við því, en fá aldrei. — Á.“ ÞAÐ ER ekki furða þótt spurt sé. Mig hefur lengi grun- að að skilvinda samfélagsins sé ekki alls kostar réttlát og dæmi suma úr leik fyrir það eitt aff vera það sem þeir em — og svo er eftirleikurinn óvandari. Eitt er víst vandræffamenn koma oft frá vandræðaheimil- um — heimilum þar sem eitt- hvað er að, t.d. ósamkomulag milli foreldra, skilnaður eða þess háttar. IIINU TEL ég alls ekki næg- ur gaumur gefinn að öryggi fólks, aðallega kvenna og barna, er ekki nógu tryggt, og þeirri hlið málsins sem snýr að fórn- arlömbum árásarmannanna gleyma altof margir. Diplomat er sá sem getur skorið náunga sinn á háls án þess að hann finni fyrir því. Trygve Lie. TRIMM_____________________(91 fjallganga á Esju í lok nám- skeiffsins. Létt og þægileg föt eru hentugust, en æfingabún- ingar ekki nauðsynlegir. Kostnaffur er kr. 550,00 fyr ir fullorffna. Kr. 275,00 fyrir börn 8—14 ára. Ókeypis fyrir börn, yngri en 8 ára, í fylgd með foreldrum Gæzla verður á börnum þátttakenda meðail á trimminu stendur. Innritun er í skrifstofu Í.S.Í., Laugardal, sími 30955 og 83377. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar, Klappar stíg 44, sími 11783. Við innritun fá þátttakend- ur skírteini, sem jafnframt gilda sem aðgöngumiði að Sundlaugunum. — i - a 'j □ Föstudaginn 28. maí, það er I dag, eru væntanleg í heim- sókn tvö frönsk h'erskip, Du- quesne, sem er 158 m. á lengd, og Vauquielin, Sem er 132,5 m. á lengd. — Skipin verða. til sýnis fyrir almenning laugar- daginn 29. maí og sunnudag- inn 30. maí kl. 14,30 til 17,00 (við Sundahöfnl. — Skipin munu fara héðan 31. miaí. SALTVIK 71 i? 44 HLJÓMIÆIKAR — SÁ LENGSTI 7 KLST. 4 DANSLEIKIR 3JA KLST. SKEMMTIHLJÓMLEIKAR it 1 ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ ÍT 1 VARÐELDUR 2 BEAT HLJÓMLEIKAR ífr DISKOTEK Forsaía aðgöngumiða * HELGISTUNI) er hafi„ vig 1J tvegsbankann Trúhjot * Náttúra * Ævintýri *Mávar * Þrjú á palli ★ Júbó * Roof tops * Tilvera * Helgi og Kristín * Haukar * Ingvi Steinn * Siggi Garðars * Árni Johnsen * Torrek * Dýpt * Einar Vilberg * Arckemetis * Tiktúra * Akrepolis Jeremías * Trix * Plántan *Ríc tríó - Lítið eití * Bill og Gerry *Freyr Þórarins * Sera Bernharður Guðmundsson. HVITASU NN UHE LGI 4 Föstrdagur 27. maí 1971

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.