Alþýðublaðið - 03.06.1971, Side 8

Alþýðublaðið - 03.06.1971, Side 8
ÆIÍPMÐIÍi IUKÍÍÍE) Útg. AlþýSuflokkuriim F.ifstjóri: Sighv. Björgvinsson (áb.) // STEFNAN // Einar Ágústssyni varð tíðrætt um „stefnu“ Framsóknarflokksins í sjónvarp inu. Hann hefur sem sé fundið fyr- ir því, eins og fleiri framsóknarmenn, að fólki þyki djúpt á þeirri stefnu. Þvi varði hann mestöllum ræðutíma sínum í það eitt að reyna að sannfæra fólk um, að Framsóknarflokkurinn hefði stefnu. Það eru aum örlög fyrir forystumenn stjórnmálaflokks að þurfa að verja öll- um sínum dýrmæta ræðutíma í sjón- varpi til þess eins að reyna að koma því á framfæri við kjósendur, að flokkur inn hefði eitthvað til málanna að leggja. Einar Ágústss. sagði eitthvað á þá lund, að andstæðingar Framsóknarflokks- ins hefðu borið hann þeim sökum að hann væri stefnulaus. Vitanlega hafa þeir gert það og ekki að ósekju. En það voru ekki stjórnmálalegir andstæðingar Framsóknarflokksins, sem fyrstir komu því inn hjá almenningi í landinu, að Framsóknarflokkurinn væri reikull í ráð inu. Það voru framsóknarmenn sjálfir, sem eiga heiðurinn af því. Einar Ágústsson man ef til vill ekki, hvernig hann og fleiri framsóknarmenn gerðu þetta. Alþýðublaðið skal þá rifja það upp. í næst síðustu kosningum gengu Fram sóknarmenn grunnreifir til leiks. Þá höfðu þeir fundið upp nýja „stefnu“. Hana nefndu þeir „hina leiðina“. Það slagorð glumdi daglega í eyrum kjós- enda alla kosningabaráttuna út í gegn.En hver var þessi „stefna“. Hver var „hin leiðin“. Man nokkur eftir því, að Fram- sóknarflokkurinn hafi getað komizt svo langt að skýra þá „stefnu“ sína út? Nei, enda þess vart að vænta. Hann komst aldrei lengra, en að gefa „stefnunni“ nafn. I kosningunum þar á eftir lögðu Fram sóknarmenn frá landi undir nýjum gunn fána. Þeir höfðu fundið enn eitt nýtt „stefnunafn“. Nú hét „stefnan“ ekki lengur „hin leiðin“, heldur „þriðja leið- in“. Það slagorð klingdi í eyrum þjóðar- innar alla kosningabaráttuna. En hver var þessi „þriðja leið“? Man nokkur það? Auðvitað ekki, því hún var aldrei skýrð! Framsóknarflokkurinn komst aldrei lengra, en að nafninu einu. Fyrir rösku ári söðlaði flokkurinn svo enn einu sinni um. Einkennisorð nýj- ustu „stefnunnar“ voru hin landsfleygu ummæli Ólafs Jóhannessonar: „Fram- sóknarflokkurinn segir hvorki já, já né nei, nei“. Þessi stefna var svo ítrekuð á flokksþingi Framsóknar í vor og þar var henni svo lýst af kosningastjóra flokks- ins í Reykjavík, að hún væri opin í báða enda! Svo eru Framsóknarmenn að áfellast þjóðina fyrir að saka. flokkinn um stefnu' leysi! Hverjir hafa lagt meira .af mörk- unura til þess að almenningur myndaði sér þá rökstuddu og eðlilegu skoðun á flokknum en einmitt framsóknarforkólf arnir sjálfir? □ Jónína M. Guðjónsdóttir formaffur verkakvennafélagrs- ins Framsóknar, skipar 4. sæt- ið á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík við þess- ar kosning'ar. Jónína fæddist □ Sigurður E. Guðmundsson skrifstofustjóri skipar 3. sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Sigurður fæddist í Reykjavík 18. jmaí 1932 og eru foreldrar hans Guðmundur Kristinsson verkamaður þar og kona hans Guðrún Á. Eli- mundardóttir. Sigurður stund aði nám við Menntaskólann í Reykjavík og Iauk baðan stúd entsprófi 1952. Eftir það hóf hann nám við Iláskóia íslands, en hætti því fljótlega og gerð- 2. ágúst 1899, að Hörgslandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Guðrún Guð,mundsdóttir og Guðjón Benediktsson. Jónína fluttist til Reykjavíkur 1908, og starf aði þar allmörg ár sem verka kona, en vann síðar skrifstofu störf, og starfar nú hjá Trygg ingastofnun ríkisins. Jónína gekk í verkakvenna félagið Framsókn 1917, og tók fyrst sæti í stjórn bess 1934 sem varafcrmaður. Hún liefur verið formaður félagsins síðan 1962. Á þingum Alþýð'usam- bands íslands hefur hún setið sem fulltrúi síðan 1932, og í miðstjórn ASÍ hefur hún átt sæti síðan 1968. Jónína gekk í Alþýðuflokkinn 1932 og er með al stofnenda Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur. ist blaðamaður við Alþýðu- blaðið. Við Alþýðublaðið starf aði hanni til 1959, að hann var ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins. 1965 var hann ráffinn skrifstofustjóri Húsnæð ismálastofnunar ríkisins, og framkvæmdastjóri sömu stofn unar hefur liann verið frá síð- ustu áraimótum. Sigurður tók nokkurn þátt í málefnum stúdenta á náms- árum sínum og átti sæti í Stúdentaráði 1953—54. Hann gekk ungur að árum í Alþýðu flokkinn, og var formaður Sam bands ungra jafnaffarmanna 1962 — 1968, en í miffstjóm Al- þýffuflokksins hefur hann átt sæti aff mestu óslitið síðan 1952. Þá var hann formaður fra,mkvæmdanefndar Herferð- ar gegn hungri 1965—79, og varaformaður húsnæðismála- stjómar 1966—70. Hann hefur einnig verið ritstjóri tímarits ins Áfanga. Sigurffur á nú sæti í stjórn Alþýffuflokksfélags Reykjavíkur. Eiginkona Sigurðar er Aldís P. Benediktsdóttir. • OPIÐ BRÉF 7/1 SVÖV □ Punfframbjóffandi Alþvðu- bandalagsins, Svava Jakobs- dóttir, talar mikiff um jafnrétt- ismál karla og kvenna. Er ekki aff efa að konan er mjög áhuga söm um jafnréttismálin, enfla hefiir hún skrifað um þau leikrit. Það er í sjálfu sér á- gætt og virðingarvert, aff fí-.Ma í leikritum u,m samtímavanda- mál, en varla leysast þair ";ð það. Tæplega verffa leikrit Svövu Jakobsdóttur talin valda miklum kaflaskiptum í »ögu jafnréttisbaráttu kvenna á ís- Iandi. Þar þarf aðgerðir, en ekki orð. Svava telur sig fylgja AHý'u bandalaginu vegna þess, hve það hafi mikinn áhuga á jafn réttismálum kynjanna. Hver er sá? Þaff er rétt, að Þjóðvilia- klíkan, sem AlþýðubandaKg- inu st.jórnar, liefur haft nm þau mál fögur orð. En hvar eru affgerðirnar? Frú Auður iinálaráðherra, um efndir AIJ í sjónvarpsum kvöld. Hún vi félagsins. sem Lúðvík og kon stjórnað um f á f jö.yíum og i ir u«i öll mál. indamálum k' þeim bæ, — j Ilvað hefur A bar afrekað i kvenna? Jú, þar er Það er starfr mánuðina þr.i: ar konur komi fvrir tíma úr uði ársins þui úti. Og hvað mánuöina. þe lokað? Gatan, vel! Mikil stórv Að Grensásvegi 12 í Reykjavft er kosningask Alþýðuflokksins fyrir .Árbæiarhverfi, Lar hverfi, Rreiðagerðishverfi og Álftarmýrarhvi Þessi skrifstoía er opin daglega frá kl. 17 til veitir Lars Jakobsson henni forstöðu. Lars sa þýðublaðinu í bær, að talsvert væri iað gera ; stofunni, enda væri hún fyrir stór og f jölmenn Þetta væri svipað og venjulega, og sér virti verður áhugi vera fyrir málefnum Alþýðufli í þessum kosningum. — Myndin var tekin « ingaskrifstofunni við Grensásveg í gær. 8 Fimmtudagur 3. júní 1971

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.