Alþýðublaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 6
Gylfi Þ. Gíslason skrifar um félagsmálastefnu og almannatryggingar FYRSTA GREIN INNGANGUR Á síðasta flokksþingi Al- þýðuflokksins, sem haldið var í október síðastliðnum, var rætt um almannatrygging- arnar og framtíðarstefnu Al- þýðuflokksins á því sviði og í félagsmálum yfir höfuð að tala. Niðurstaða þingsins varð ‘ sú, að hvort tveggja væri nauösynlegt: Að hækka mjög verulega bætur gildandi al- mannatryggingakerfis og endurskoða ýmis grundvall- aratriði í tryggingamálum í tengslum við aðra þætti fé- Iagsmálastefnunnar. Flokks- þingið gerði sér ljóst, að sið- ara atriðið væri umfangs- mikið framtíðarviðfangsefni. Það fól hins vegar þingflokki Alþýðuflokksins að beita sér þegar á næsta þingi fyrir því, að bætur núverandi almanna- tryggingakerfis yrðu hækkað- ar mjög verulega. □ Síðustu breytingarnar. örstutta frásögn af því, hvers vegna ég teldi nú orðið tíma- bært að taka ýmis grundvall- aratriði almannatrygginga- Hér hefst greiitaflokkur eft- ir Gylfa Þ. Gíslason, formann Alþýðuflokksins, um félags- málastefnu og aimannatrygg- ingar, þar sem hann ræðir um hvað sé félagsmáiastefna og hver séu helztu svið hennar. Einkum verður rætt um al mannatryggingarnar og rakin verður þróun íslenzkrar trygg- ingalöggjafar og skipulagi trygginganna lýst. En kjarni greinarflokksins verða hugleið- ingar um það, hverra breyt- inga kunni að vera þörf á ýms- um grundvallaratriðum í al- mannatryggingakerfinu og á skyldum sviðum félagsmála til þess að laga kerfið að hreytt- um aðstæðum og gera því kleifara að ná markmiðum sínum. Það er kunnara en frá þurfi aB segja, að síðasta Alþíngi samþykkti víðtækar breyting- ar á almannatryggingalögun- um, sem koma eiga til fram- kvæmda um næstu áramót, og felst í þeim veruleg hækkun núgildandi bótakerfi. Verð- ur síðar í þessum greina- ílokki gerð nánari grein fyrir þessum breytingum. Athugun á ýmsurn grundvallaratriðum almannatryggingakerfisins er hins vegar einnig nauðsynleg. í yfirlitsræðu minni við upp- haf fullskipaðs flokksstjórnar- fundar Alþýðuflokksins 2. maí síðastliðinn gerði ég þessi mál að umtalsefni, um leið og ég greindi frá aðalatriðum þeirra breytinga, sem síðasta Al- þingi hefði gert á almanna- tryggingalöggjöfinni. Þar gat þó aðeins orðið um að ræða kerfisins til endurskoðunar og hvert vera ætti markmið æski- legra breytinga. Tilgangur þessa greinaflokks er að gera nánari grein fyrir þessum sjón- armiðum. □ Grundvallarstefnumálin. í öllum nálægum löndum, þar sem ráðstafanir í félags- málum og þó einkum á sviði almannatrygginga hafa orðið verulegur þáttur í þjóðarbú- skapnum og haft víðtæk áhrif á tekjuskiptingu, hafa á und- anförnum árum átt sér stað víðtækar umræður um gnmd- vallarstefnuna á þessu sviði, tengsl einstakra þátta félags- málastefnunnar innbyrðis, t. d. samband almannatrygg- inga, skattgreiðslna og lieil- brigðisþjónustu, og tengsl fé- Iagsmálastefnunnar við stefn- una í efnahagsmálum almennt. Það er mjög eðlilegt, að slík- £ ar umræður skuli hafa átt sér stað og hafa þær reyntíar sums staðar leitt til ákveð- inna breytinga á ríkjandi kerfi. Ástæðan er einfaldlega sú, að þáttur félagsmálaað- gerða og þá ekki hvað sízt al- mannatrygginga í þjóðarbú- skap og opinberum fjármál- um hefur farið svo ört vax- andi á undanfömum árum, að það hefur skapað ný viðhorf. Sem dæmi má nefna, að með- an ráðstöfunarfé almanna- trygginga var tiltölulega lítill hluti þjóðartekna og þá um leið tiltölulega lítill hluti tekna hinna tryggðu, skipti ekki verulegu máli, hvernig tekna til greiðslu tryggingabótanna var aflað. Meðan um tiltölu- lega Iágar fjárhæðir var að ræða, skipti t. d. ekki öllu máli, hvort tekna til almanna- teyððinga var aflað með nef- skatti á hina tryggðu, auk framlags frá ríki, sveitarfé- Iögum og atvinnurekendum, effia hvort framlag hinna tryggðu væri innheimt í sam- ræmi við gjaldþol greiðand- ans, eins og tekjuskattur eða útsvar. En þegar trygginga- bætur hafa margfaldazt, þeg- ar sá hluti þjóðarteknanna, sem er endurskipt fyrir til- stilli almannatryggingakerfis, hefur stóraukizt, þá fer það að skipta verulega máli fyrir hina tryggöu, hvernig fjárins er aflað. Þá getur fjáröflun- araðferðin haft öfug áhrif við það, sem er markmið almanna trygginganna, þ. e. tekjujöfn- un og trygging Iágmarkstekna. Ný viðfangsefni á sviði fé- lagsmálastefnu geta einnig komið til skjalanna með nýj- um aðstæðum í þjóðfélaginu, ný viðfangsefni, sem voru ekki fyrir hendi í sama mæli, þegar gildandi almannatrygg- ingakerfi var mótað. □ Kerfi námsaðstoðar. Sem dæmi um það má nefna þá nauðsyn á námsaðstoð til nemenda að lokinni skóia- skyldu, sem fylgt hefur í kjöl- far stóraukinnar skólasóknar í framhaldsskóla. Gildandi al- mannatryggingakerfi hefur verið ætlað að létta undir með þeim foreldrum, sem hafa börn á framfæri, þangað til börnin hafa náð 16 ára aldri. Hefur það verið hlutverk ffjölskyldubóta- og barna- lífeyriskerfisins, sem náð hefur til 16 ára aldurs þangað til nú, að í síðustu lagabreyt- ingunni er gert ráð fyrir því, að barnalífeyririnn nái til 17 ára aldurs og að 16 ára ung- lingar skuli ekki greiða trygg- ingariðgjald. Segja má, að þegar almannatryggingalög- gjöfin var sett, hafi aðalfram- færsluþunginn verið fram til 16 ára aldurs eða þangað til rétt eftir að skólaskyldu lauk. Þá hafi meginhluti unglinga gerzt virkir starfskraftar á vinnumarkaðnum. Þetta er gjörbreytt. Unglingar yfir 16 ára aldri hafa á undanförn- um árum í sívaxandi mæli setzt á skólabekk og er því þörf á námsaðstoð við þá í framhaldi af þeirri aðstoð, sem fjölskvldan naut fram til 16 ára aldurs þeirra í formi fjölskyldubóta eða barnalíf- eyris. Þannig skapar þjóðfélags- þróunin ný viðhorf, sem taka þarf tillit til. í þessum greina- flokki mun ég revna að fjalla um þessi nýju viðhorf og livernig rétt væri að snúast við þeim. En nauðsynlegt er, að byrja á því að veita yfir- lit yfir það, sem gerzt hefur á sviði almannatrygginga hér á Iandi, og skipan mála eins og hún er nú. Á þeim grunni verður að byggja endurbætur og áframhaldandi ráðstafanir. Þess vegna er nauðsynlegt að þekkja fortíðina cg skilja núgildandi kerfi. Með þeim hætti verður auðveldast að mynda sér skynsamlega skoð- un á því, hver vera eigi fram- tíðarþróunin. FÉLAGSMÁLA- STEFNA OG AT,M£NNA*RYGG- INGAR Með féíagsmálastefnti er átt við sérhverjar þær ráð- stafanir, sem gerðar eru í viðurkenningu þess, að um sé að ræða samábyrgð allra manna innan sama þjóðfé- lags. í því felsí fyrst og fremst, að hið opinbera þ.e. a.s. ríki og sveitarfélög, eigi að beita sér fvrir ráðstöfun- um til stuðnings og.samhjálp- ar, þegar starfsorka manna skerðist, þverr eða verður verðlaus. En í félagsmála- stefnu felst meira. Hún felur einnig í sér, að gripið sé til hvers konar hug-anlegra að- gerða til þess að koma í veg fyrir það, að starfsorka skerð- ist, þverri eða verði verð- laus. Augljóst er, að félags- málastefnu verður ekki fram- fylgt óliáð öðrum þátíum þjáðlífbrts eða efnahagflifsins. Ráðstafanir í félagsmálum hljóta að snerta aðra þætti, Fi'i-.Tih, á bls. 15. 6 . Laugardagur 5. júní 1971

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.