Alþýðublaðið - 15.07.1971, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.07.1971, Blaðsíða 11
RÍKISSTJÓRNIN (1) b. lengfingu orlofs í 4 vikur. c. vísitölustigin, sem felld voru niður með verðstöðvunar lögunum eða frestað komi nú jþegar inn í kaupgjaldsvísitöl- una, en þarna er samtals um 3,3 stíg að ræða. d. cnnfremur álítur stjórnin mögulegt að auka í áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annarra láglauna- hópa um 20% á næstu tveim- ur árum, og vill beita sér fyrir því að því marki verði náð með samstarfi við samtök launafólks. 4. Lög um framleiðsluráð land- ' búnaðarins verði endurskoðuð og að því stefnt að Stéttarsamband baenda semji um kjör bænda og verðlag landbúnaðaraíurða við rfkisstjórnina. 5. Opinberir starfsmenn fái full aii samningsrétt, enda hvcrfi þá öll sjálfvirk tengsl milli kjara- sámninga þeirra og annars launa fclks. 6. Sérstök áherzla skal lögð á að bæta kjör sjómanna, og skal það gert með hækkun á fiskverði og breytingu á Icgum nr. 79, 1968, * en með þeim var aflalilutur sjó- mamia skertur. 7. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir eftirtöldum efnahagsráðstöf unum: a. lækkun vaxta á stofnlánum til atvinnuveganna og leng- ingu lánstíma. . b. endurkaupalán Seðlabank- ans hækki og vextir á þeim lækki. c. vátryggingarmál fiskiskipa verði endurskoðuð. d. stefnt verði að því að Iækka eða fella niður ýmis gjöld, sem hvíla á atvinnuveg- unuin. e. söluskattur á ýmsum nauð- synjum falli niður. f. rekstrarlán til atvinnuveg- anna verði aukin. g. lögum um Verðjöfnunarsjóð verði breytt til að hægt verði að hækka fiskverð. h. núgildandi verðlagning verði athuguð í því skyni að lækka verðlag eða hindra verð lagshækkanir. 8. Stofnuð verði Framkvæinda Stofnun ríkisins, sem hafi á hendi heildarstjórn fjárfestingamála og irumkvæði í atvinnumálum. Þessi stofnun geri áætlanir um þróun þjóðarbúsins til Iangs tirna og frainkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Framkvæmdasjóður ríkisins og aðrir fjárfestingarsjóðir falli undir þessa stofnun ,og í tengsl- um við Framkvæmdastofnunina skal starfa sjóður undir sérstakri stjórn, sem veiti fjárstuðning til að treysta eðlilega þróun í byggð Iandsins. Til þessa sióðs gangi efgnir og tekjur atvinnujöfnunar- sjóðs meðal annars. 9. Skipting verkefna og valds milli ríkis og sveitarfélaga verði j endurskoðuð í því skyni að auka sjálfsforræði byggðarlaga. Jafn- framt verði síefnt að því að ríkis stófnunum verði f vaxandi mæli valinn staður úti á Iandi. 10. Helztu verkefni í einstökum alvínnugreinum skulu vera þessi: a. Framkvæmdasfofnun ríkis- ins verði falið að semja iðn- þróunaráætlun, þar sem höfuð áherzla verði lögð á uppbygg- ingu iðnaðar í eigu lands- manna sjálfra. Einkum verði lagt kapp á að byggja upp f jöl breyttan fullvinnsluiðnað ís- lenzkra afurða sjávarútvegs og landbúnaðar. b. auknu fjármagni verði beint til iðnaðarins í því skyni að hann geti tekið við veru- legum hlúia þess vinnuafls, sem bætist við á næstu árum. Gerð verði könnun á því, hvaða greinar iðnáðar hafi mesta þjóðhagsleaa þýðingu og þær Iátnar njóta forgangs um fyrirgreiðslu. c. rannsóknum á möguleikum til efnaiðnaðar verði haldið á- frarn. d. áherzla verði lögð á eflingu skipasmíðaiðnaðarins. e. frystihúsareksturinn verði endurbættur, og löggjöf um Síldarvcrksmiðjur ríkisins end urskoðuð. f. heild.aráætlun verði gérð um landgræðlslu og nýtingu landgæða og stuðlað að auk- inni fjölbreytni Iandbúnaðar- ins. m. a. með ylrækt, fiski- rækt og innlendri fóðurfram- leiðslu. g. lánakerfi landbúnaðarins vevði enlurskoðað og stuðlað að endurnýjun og uppbygií- ingu vinnslustöðva landbúpáð arins. h. fiskiskipaflotinn verði efld- ur með skuttogurum og iiðrum • fiskiskipum, sem vel hcnta til hráefnisöflunar. Þegar verði gerðar ráðstafanir til að ís- lendingar eignist svo fljótt sem verða má a. m. k. 15—20 skut togara af ýmsum stærðum og, gerðurn. i. að undirbúnar verði stóra*. vatnsafls- og jarðhitavirkian- ir. er nægi til hitunar á húsá-' kosti landsmanna og tryggi ís- lenzkum atvinnuvegum næga rafórku. Jafnframt verði stefnt að því að koma upp raf orkuverum til öryggis, þar sem þess er mest þörf. j. innan þriggja ára verði Iok- ið rafvæðingu allra þeirra bú járða í sveitum, sem talið er liagkvæmt að fá rafmagn frá samveitum. Hinum verði veitt aukin opinber aðstoð. k. allt samgöngukerfi landsins verði endurskoðað, m. a. með hagkvæmustu þungavöruflutn inga til. allra byggðarlaga Iandsins í huga. Lokið verði liringvegi um lanðið og far- þegaflutningar á sjó umhverf is Iandið teknir upp á ný. l. allt bankakerfið verði endur skoðað, þar á meðal löggjöf um Seðlahankann og hlutverk hans og stefnt verði að sameiningu banka og fjárfestingarsjóffa. m. skipulag olíusölunnar verði tekið til endurskoðunar. n. vátryggingamálin verði tek- in til endurskoðunar jneð það fyrir augum, að gera vátrygg- ingakerfið ódýrara og einfald- ara. o. lyfjaverzlunin verði tengd við heilbrigðisþjónustuna og sett undir félgslega stíórn. 11. í félags- og menningarmálum eru helztu markmið ríkisstjórnar innar þessi: a. aukinn jöfnuffur lífskjara og fullt jafnrétti allra lands- manna í framkvæmd. b. sett verði lög um alhlioa vinnuvernd og Iög um hlut- deild starfsfólks í stjórn fyr- " irtækja og tryggt að slíkri skíp an verði komið á í ríkisfyrir- tækjum. c. ríkisfyrirtæki segi sig úr >/Vinnuveitendasambandi ís- lands’.', .d. launþegasamtökin verffi sludd til að ko,ma upp hag- V stofpun á sínum vegum, e. tryggt verði með löggjöf t’oojgj vinnuiaun fáist greidd, þrátt fyrir gjaldþrot atvinnu- rekenda. f. állt tryggingakerfið verði endurskoffað og bætur til aldr aðs fólks og öryrkja hækkað- ar svo að þær nægi til fram færis þeirra, sem ekki hafa aðrar tekjur. Þeirri bótahækk un, sem lögfest hefur verið, verði flýtt með setningu bráða birgð'alaga. g. að'staða landsmanna í heil- brigðismálum verði jöfnuð', h. seft verði löggjöf um hlut deild ríkisins í byggingu og rekstri barnaheimila, elliheim ila og hliðstæðra stofnana. i. ráðstafanir verði gerðar til að lækka byggingarkostnað al mennings, meðal annars með ainámi vísitölubindingar hús- næðismála. Einnig liafi stjórn in forgöngu um byggingu leiguhúsnæðis, er lúti félags legri stjórn og verði einkurn fyrir frumbýlinga og aldraða. j. tekjuöflunarleiðir hins op- inbera verði endursköðaðar og fari sú endurskoðun fram samhlið'a endurskoðun trygg- ingakerfisins. Verði stefnt að því að dreifa skattabyrðinni réttlátlegar og tryggja öllum þjóðfélagsþegnum lífvænlegar tekjur. k. endurskoð'un verði gerð á fræðslukerfinu og gerð heild- aráætlun um þörf þjóðarinnar fyrir fræðslustofnanir, kenn- ara ná,msleiðir og tengsl þeirra á milli. Skólarannsóknir verði efldar og skipulag þeirra end urskoðaff. Menntunarbrautum verði fjölgað og námsað'stað'a umgmenna jöfnuð, og fólki á ýmsum aldrei gert kleift að njóta memitunar og endur- menntunar. l. iff'nnám og tæknimenntun verði endurskoðuð frá rótum, m. aðstoð verði veitt til stofn unar og reksturs félagsmála- skóla verkalýðshreyfingar og samvinnulireyfingar. n. stuðlað verði að breyttu gildismati á þann veg að hreint og ómengað umhverfi verði talið til eftirsóknarverð- ustu lífsgæffa, og verffi kost- aff kapps um almenna náttúru vernd við hagnýtingu auð- linda landsins. Jafnfraant verði gerðar nauffsynlegar ráð stafanir til að koma í veg fyrir mengun frá iðnverum og öðr- um atvinnurekstri. Einnig verði Náttúruverndarráði tryggð nauffsynleg fjárráð. 12; Stefnan I utanríkismábum skal miðast við aff tryggja efna- hagslegt og stjórnarfarslegt fý.ll- veldi landsins. Samráð skal haft við utanríkismálanefnd alþingis um öll meiriháttar utanríkismál og u,m mótun utánríkisssteínunn ar. Á hverju alþingi skal gefin skýrsla um utanríkismál og um- ræffur fara fram um hana. 13. Höfð skulu sérstaklega náin tengsl við aðrar Norffurlanda- þjóðir. 14. Ríkisstjórnin mun greiffa at- kvæði meff því, að Peking stiórn. in fái sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunuzn og stvðja aðild þýzku ríkjanna tíeggja aff samtökun- um, ef þaff mál kemur á dagskrá. Ríkisstjórnin er samþykk því að haldin verffi sérstök öryggismála ráffstefna Evrópu. 15. Ágreiningur er jnllli stiórn- arflokkanna um aðild íslands að Nató, og skal núgildandi skipan haldast aff óbreyttum aðstæffum. 16. Varnarsamningurinn við Bandaríkin skal tekin til endur- skoðunar eða uppsagnar I því skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum. Skal aff því stefnt aff brottförin gerist á kjör- tímabilinu. 17. ísland gengur ekki í EBE, en mun leita sérstakra samninga viff bandalagið um gagnkvæm rétt- indi í viffskipta- og tollamálwm. 18. Ltanríkisþjónustan skal end- urskipulögff og staffsetning sendi ráffa endurskoffuff. AUlí LÝSINGASÍMI ALÞVÐUBLAÐSI ÍL£ E R 1 4 9 0 0 Fimmtudagur 15. júlí 1971 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.