Alþýðublaðið - 22.07.1971, Síða 3
HEIMSPEKIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
FYRIRLESARASTAÐAN
OKKUR OVIDKOMANDI
□ ATþýðublaðinu hefur borizt 1
yfirlýsing frá Heimspekideild
Háskóla íslands. Efni yfirlýsing
ari-nnar er samþykkt, sem gerð
var á fundi deildarinnar 20. júlí
sJ. vegna ráðningar í starf fyrir
lesara í íslenzkum nútímabók-
menntum við Háskólann, en í
það starf var ráðinn Guðmund-
ur Gíslason Hagalín, rithöfund-
ur, ein's og skýrt heíur verið
frá í fréttum.
í yfirlýsingunni eru rakin
bréfaskipti milli deildai'innar
og menntamálaráðuneytisins
vegna fyrirlesarastöðu þessarar
og kemur þar m.a. fram, að deild
in hafði iagt til, að í stað stöðu
fyrirlesara í íslenzkum nútíma-
bókmenntum yrði stofnuð staða
gistiprófessors við rannsóknar-r
og fræðslustofnun í bókmennta-
fræði við heimspekideildina og
dr. fil. Peter Hallberg í Gauta-
borg yrði boðinn starfinn. í lok
yfirlýsingarinnar segir svo:
„Við meðferð málsins hefur
menntamálaráðhenra virt að
vettugi allar tillögur Heimspeki-
deildar og hefur ekki heldur far
ið eftir því, sem ha.nn taldi
,,eðlilegt“ í þréfinu frá 11. marz.
Vegna þessa vill Heimspeki-
deild taka fram:
Deildin telur, að við stofnun
fyrrnetfnds fyririesarastarfs hafi
menntamálaráðherra sniðgengið
gildandi lög um Háskóla íslands
og við veitingu starfsins haíi
hann jafnframt brotið þær regl-
ur, er hingað til hafa verið virt-
nr við mat á hæfni ksetrnnara við
Háskólann, þar sem hvorki hef-
ur yertð leitað álits akademiskr
ar dómnefndar né Heimspeki-
deildar.
Af þessum sökum lýsir Heim-
Framh. á bls. 8.
IÐ VIÐ
HOFUNDA
segir Gylfi
Gislason
□ Alþýðúblaðið hafði í gær
tal af fyrrverandi menntamála-
ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, en
ékvörðunin um stofnun fyrir-
lesarastöðunnar var tekin í ráð-
herratíð hans, og spurðist fyrir
um mál þetta og nánari máls-
atvik.
— Upphaf þessa máls er það,
sagði Gylfi, að
síðasta þing ís-
lenzkra rithöf-
unda gerði ein-
rómia ályktun
um að óska eft-
ir þvi, að kom-
ið yrði á fót við
HejrrJ jpJákildei’ld
Háskóla íslands
gistiprófessorsembætti í íslenzk-
um nútíma bókmenntum, sem
ætlað væri rithöfundi eða bók-
menntafræðingi, og væri ekki
um íast embætti að ræða, held-
ur ráðið í það frá ári til árs.
■Mér fannst þthsi hugmynd.
mjög athyglisverð. Hins vegar
taldi ég ekki rétt að nota heitið
gistipróf.essor um slíkt starf, þar
eð þetta orð er við erlenda há-
skóla notað í nokku ðannarri
merkingu, en hér um ræðir. Ég
taldi því réttara að nota starfs-
heitið fyrhiesari. Að tillögu
mini samþykkti svo þáverandi
ríkllsstjórn (heimild til handa
menntamálaráðuneytinu að aug
lýsa slíkt starf og skyldi fyrir-
lesarinn ráðinn til eins árs og
njóta prófassortslauna og halda
fyrirlestra um íslenzkar nútíma-
bókmenntir fyrir almenning og
stúdenta. Jafnframt hafði ég
hugsað mér, að þriggja manna
nefnd, —einn frá rithöfunda-
sambandinu, sem átti hugmynd-
ina að málinu, einn frá h-eim-
spekideild og sá þriðji frá
menntamálaráðuneytinu —,
skyldi athuga. umsóknir þær,
sem bærust um starfið og gera
tillögu um það til ráðherra, hver
starfið skyidi hljóta.
Áður en ráðuneytið aðhafðist
nokkuð í málinu ræddi ég bað
við stjórn rithöfundasamband.i-
Frarnh. á bls, 8.
AN I
ENNTA-
ALLIR sanngjarnir menn
meta og viðurkenna hið um-
fangsmikla uppbyggúngar-
starf í mennta- og menning-
armálum þjóðarinnar, sem
unnið var undir forustu
Alþýðuflokksins, í ráðunevti
Gylfa Þ. Gíslasonar. Stór-
kortlegar framkvæmdir á
æðri sem lægri skólasíigum
tala þar skýlausu máli;
þegar gengið er um Ilá-
skólalóðina blasir þar við
hver nýbyggingin á fætur
annarri, og þetta á einnig
við annar staðar í skól-
kerfinu. Enginn fullnaðar-
sigur er þó unninn, enda
er hann ekki til; fullkomið
skólakerfi er það sem stöð-
ugt breytist og endurnýjar
sig. Þess ber þó að geta, að
réttu, að hið mikla uppbygg-
ingarstart hefði ekki verið
liægt að vinna nema með
heiðarlegu og einlægu sam-
spili fjármálaráðuneiytis og
menntamálaráðuneytis. Á
þetta er vert að minna nýja
ríkisstjórn.
Farsæl stjórnun
En starf menntamálaráð-
herra lýtur að fleiru. Það má
sennilega telja á fingrum ann
arrar handar þær embætta-
veitingar í ráðherratíð Gylfa
Þ. Gísiasonar, sem teljandi
úlfuð vöktu. Það er víst, að í
framtíðinni verður það talið
mfkið afnek hjá fembættis-
manni sem nær daglega þarf
að skipa í stöður. Ennfremur,
þegar mjög minni háttar
mannlegum erjum sleppir, þá
hefur samstarf menntamála-
ráðuncytisins og allra þeirra
stofnana, sem undir það
lieyra, verið næstum því ótrú
lpga gott. Þetta er atburða-
rás, sem erfitt er að gera sér
grein fyrir meðan hún á sér
stað, en betra að gera sér
grein fvrir heildarmyndinni,
þegar hún lieyrir fortiðinni
til. Um þetta bera vitni þeir-
fjölmörgu sem Ieituðu til
menntamálaráðuneytisins á
þeim 15 árum sem Gylfi Þ.
Gíslason var þar ráðherra, og
ennfremur þeir, sem fylgzt
hafa með gangi mála.
SKrumlaus maður
Nýi menntamálaráðherr-
ann, Magnús Torfi Ólafssou,
er sennilcga einhver jákvæð-
asti aðilinn í nýju ríkisstjói'n
inni, skrumlaus maður sem
getið hefur sér góðan orðstír
í fyrra starfi. í starfi >nun
liann fljótlega kynnast af eig
in raun sannleiksgildi þess
sem hér hefur verið sagt. Og
hann mun finna hversu gíf-
urlega umfangsmikið starf
hefur verið unnið í mennta-
málaráðuneytinu á undán-
förnum árum, þannig að á
næstunni mun Magnús Toríi
sennilega eiga nóg með að
framfylgja þeim áætlunum,
sem gerðar voru í tíð fyrrf
stjórnar.
Það væri göíugt takmark
Framh. á bls. 8.
□ Eins og áður hefur komið
fram í fréttum standa nú vfir
samningaviðræður um kjör
togai'a • j ómanna. Samningar
þeirra urðu lausir liO. júlí s.l.
og hafa síðan. verið haldnir
tveir samningafundir.
AJþýðublaðið hafði- í gær tal
af Jóni Sigurðssyni, formanni
Sijómannasambands íslands og
spurðist fyrir um gang samn-
ingaviðræðnanna.
— Ég á ekki von á því, að
neitt gerist í samningamálunum
á næstu dögum, sagði Jón. Við
höfum lagt fram okkar krofur,
en útvegsmenn eru enn ekki
farnir að koma fram með nein.
tilboð. Það hefur þvi lítið gerzt
á þeim tveim fundum, sem
haldnir hafa verið, en til þriðja
fundarins verður væntanlega
boðað á næstunni.
Jón sagði, að kröfur samninga
nefndar togarasjómannanna sam
svöruðu um 23% kauphækkun
að meðaltali, og væri þá tekið
tillit til allra breytinga til hækk
uin.ar á einstökuim liðum samn-
inganna, sem kröfur hefðu ver-
ið gerðar um.
Aðspurður hvert væri það
helzta nýmæli, is'ern fælist í kröf-
um togaramanna sagði Jón, að
þar væri gert ráð fyrir nokkri
breytingu á samningsákvæðun-
um um skiptakjöi'.
í núverandi kjarasamningum
er hlutur mannskapsins reiknað
ur 17% miðað við 30 staða
skipti, og eru í þeirri tölu allir
skipsmenn, — yfir- og undir-
menn. Við geruin nú kröfu til
breytinga hér á, þannig að hlut-
fal'lstalan, lækki í 15%, en í stað
þess að skipta í 30 staði, eins og
nú er gert, verði skiptatalan 2.3.
Er þá aðeins miðað við þann
: hluta skipshafnarinnar, sem við
| semjum fyrir, — þ.e.a.s. undir-
|mennina, en yfirmenn teknir út
úr skiptatölunni í samnigum
. oikkar. Er sú breyting vítaskuid
! eðlileg, því við semjum jú að-
’ eins fyrir okkar umbjóðendur,
— undirmennina á togaraflot-
i anum. Hinir hafa sín eigin félög.
I Jón sagði enn fremur, að ekk-
ert hefði á því borið í þessum
| samningaviðræð'um, eins og svo
I oft áður, að tpgaraeigendur
! vildu, að slakað yrði á vökulög-
unum. Þess kröfðust þeir oft
] hér áður fyrr, sagði Jón, og
bentu þá á fjölda skipsmanna á
■ bi’.ezkum og þýzkum togurum
i samanborið við íslenzka, en við
hötfum aldrei viljað fallast á slík
; ar tilslakanir. Pyrir nokkru var
j sérstakri nefnd falið, að gera
I athuganir a sta rö skipsnafna
íslenzkum togurum og tiliögui
þar um. Ég átti m.a. sæti i .þess-
ari nefnd og skitaðli þar séráliti,
þar sem fram kom, að ég teldi,
27—28 manna áhöfn á togara
nægjanlega án þess aö það hefði
í för með sér nauðsyn nokkra.
Framh. á bls. 8.
RÆÍT VIÐ JÓN SIGURÐSSON UM OGARÁSAMNINGA
Fimmtudagur 22. jú!í 1971 5