Alþýðublaðið - 23.09.1971, Side 9

Alþýðublaðið - 23.09.1971, Side 9
Góð byrjun □ Reykjavíkurmótið í hand- knattleik hófst í gærkvöldi. Fóru fram þrír leikir fyrsta leikkvöldið^ og er óhætt að segja það, að haiulknattleik- urinn hefur1 sjaldan eða aldrei verið betri í byrjun keppnis- tínrabils, þó enn sé langt i land að hann nái því að vera eins og hann gerist beztur. Fremur var fátt áhorfenda fyrsta leikkvöld. en bað á án efa eftir að breytast þegar fram í sækir. ÍR—Þróttur Þróttarar komu mjög á ó- vart í þessum leik, og .minnist ég þess ekki að hafa séð Þrótt ara jafn góða í byrjun keppn istímabils. Má sjá handbragð Ingimars Jcnssonar á liðinu, en liann er nýbyrjaður að þjálfa það. Leikurinn var jafn framan af, og í hálfleik var staðan 5:5. Þróttur byrjaði seinni hálf leik mjög vel, og komst í 8:5. cg með yfirveguðum leik hefðu þeir átt að vinna. En blaðran sprakk um miðjan hálfleik, og ÍR-ingarnir sigu fiam úr og sigruðu örugglega 15:11. Ilallílór Bragason skoraði langflest ,mörk Þróttara, 7 tals ins, en hjá ÍR skoraði Brynj- ólfur mest. Þá var Guðmundur Gunnarsson góður í mai'ki ÍR. Armann—Fram Margir höfðu beðið spennt- ir eftir að sjá Ármenningana en þeir hafa æft mjög vel í vetur. Ekki var leikur liðsins sérlega sannfærandi í þessum leik, en greinilegt er að liðið getur meira. Leikurinn var jafn í byrjun ,en brátt fóru Fra,marar að síga fram úr, og var staðan 9:5 í hálfleik. í seinni hálfleik komu yfir- burðir Framara í ljós, og þeir sigruðu 22:14. Axel var drýgst ur Framara við skorunina, en einnig var mikið skorað af línu. Framarar voru með sitt bezta lið að undanskildum þeim Þorsteini Björnssyni og Guðjóni Jónssyni sem ekki hafa byrjað æfingar. Hjá Ár- manni vakti Olfert Naby at- hygli. Víkingur—KR KR sigraði Víking með 13 marka mun á útimótinu fyrir stuttu, höfðu Víkingarnir nú ákveðið að hefna ófaranna. — Þaff gerðu þeir heldur betur og nú voru það þeir sem unnu með 13 marka mun, 23:10. KR-irgar komust í 5:1, en Víkingarnir skoruðu 12 næstu mörk. og þar ,með hafði leik- urinn heldur betur snúizt við. Víkingsliðið lék mjög vel í þessum leik, með þá Einar, Guðjíti, Pál og Sigfús sem beztu menn. Þá vakti ungur Liósmyndsrar kvsrta mjög yfir birtunni í Höilinni, cg jietta var t.d. eina nothæfa myndin sem tekin var þar í gærkvöidi. nýliði athygli, Jón Sigurðsson. KR-liðið var hvcrki fugl né fisikur í þessum leik, hefzit hægt aff nefna ungan pilt Þor varð Guðmundsson. — SS. íðasta s MARGT ÁLYKTAÐ Á iSÍ ÞINGI Q Eins og sagt var frá á síð- unni í gær, var 40. sambandsráffs fundur ÍSÍ halúinn um síðustu heígi. Merkast mála sem rædd voru á funöinum er tvímælalaust afnám áhugamannareglna ÍSÍ, og sú ákvörffun fund.arins að sér- samböndin innan ÍSÍ skuli fram- vegis setja sínar eigin áhuga- mannareglur. JFleiri mál voru rædd á fundinum, og skal nú get- iff þeirra helztu. í fjármálum og varðandi 1- þróttamannvirki voru eftirfar- andi tillögur samþykktar: „Sambandsráðsfundur íþrótta sambands íislands, haldinn í Reykjavík 18. september 1971, harmar að fjárveitingar til í- þróttasjóðs hafa stöðugt lækk- að á undanförnum árum, mið- að við almennt verðlag í land- inu og skorar því á ríkis- stjórn, fjárveitinganefnd og Al- þingi, að samþykkja tillögu framkvæmdastjórnar ÍSÍ um aukna fjárveitingu til íþrótta- sjóð's, sem sett er fram í bréfi dags. 31. ágúst 1971, til fjár- málaráðherra og menntamála- ráðherra. Telur fundurinn það algera forsendu fyrir eðlilegri þróun bygginga iþróttamannvirkja í landinu að stóraukið verði rík- isframlag til íþróttasjóðs.“ „40 sambandsráðefundur ÍSÍ beinir þeim eindregnum cil- mælum til hæstvirtrar rikis- stjórnar, að hún beiti sér fyrir því að íþróttamannvirki rísi við sem flesta skóla er fullnægi í senn • þörfum skólanna og einnig þörfum þeirra frjálisu fé- lagasamtaka er starfa á við- komandi skólasvæðum. Séu iþessii mannvirki kostuð á sama hátt og skólahúmæði og samráð haft við íþróttafor- ystuna um gerð og notkun þeirra, eða m. ö. o. að komið verði á löggjöf er tryggi, svo semj auðið er, að unnið verði að uppbyggingu íþróttamann- virkja samkvæmt heildaráætl- un, er geri ráð fyrir nýtingu þeirra bæði fyrir skóla og hin frjálsu félaga=amtök.“ Flutt var skýrsla milliþinga- nefndar, sem falið hafði verið að athuga slysatryggingu í- þróttamanna, engar ályktanir voru gerðar í því máli, þar sem nefndin hefur ekki lokið störf- um sínum. Varðandi fræðdlumál íþrótta- hreyfingarinnar var eftirfar- andi ályktun gerð, en mjög ýt- Framh. á bls. 8. □ Síffasta stcrmót sumarsins hjá Golfklúbhi Rtykjavíkur verð ur hóff um næstu helgi. Er það ísal-keppnin, en til þeirra.v keppri hefur Álfélagiff í Straúmi gefiff veglega verðlaunagripi. Keppnin vierður 36 bolur án forgjafar, og verður keppt í fjór- um flokkum kanla, og ajuk þe=s ' kvsrnsflokkj. en þar verða að- eins leiknar 18 holur. Keppt er laugardag og sunnudag, og verð- ur roeistarafl. fyrst ræstur út kilulckan 13, en þriðji flckkur s'ð astur um klukkan 15. Eru vænt- anlegir keppendur beðnir að at- huga þetta. Þátttöku þarf að til- kynna í síma. 84735 fyrir föstu- dagskvöld. Um siðusfu helgi fóru fram tvö golfmót hér sunnandands. — Hjá Golfklúbbi Ness fór fram Flugfélagskeppnin, voru þáit- takendur fimm. Efstir og ja.fnir urðu þeir Þorbjörn Kjærbo og Einar Guðnason með 75 högg, en Þorbjörn vann í aukakeppni. tslandsmeistarinn B.jörgivin Þor- steinsson v'arð í þrðja sæii með 77 hög'g. Hjá Golfiklúbbnum Keili fór Framhald á bls. 11. LJÓSALEIKUR i Klukkan 20,30 annaff kvöld verða nýju flóðljósin á Mela- vellinum vígff með leik milli Reykjavíkurúrvals og úrvals I blaðamanna. Verður nánar sagt frá þessum ljósaleik í blaðinu á ! morgun. — VERÐA HÚSA- VÍKURSTÚLKUR AÐ AFSALA SÉR SÆTINU í 1. D. □ Saimkvæmt upplýsingum sem íþróttasiðan hefur aflað sér, eru nckkrar líkur á því að Völsungar verði að afsala sér sæti sínu í 1. deild Islands mótsins í handknattleik kvenna. Stafar þetta af þvf að flestar stúlkurnar sem léku í liði Völsunga, dveljast .í Reykjavík yfir vetrarmánuð- ina, og einhverjar beirra eru með ráðagerðir um að granga yfir í önnur félög. Verður mjög erfitt fyrir Völsunga að koma saman liði, þegar annar helmingur Iiðsins er í Reykja vík en hinn á Húsavík. Þá hefur iþróttasíðan heyrt því fleygt, að búið sé að raffa niffur Ieikjum í 1. deild Icarla, og þar sé gert ráð fyrir 7 lið- um. Enn hefur ekki verið á- kveðið að fjöiga, en væntan- lega verður tekin ákvörðun á ársþingi IISÍ núna í haust. Er talið öruggt að fjölgað verði, og talað er um að Víkingur og Ár,mann leikl tvo leiki um lausa sætið um mánaðarmótin október og nóvember. Fimmtudagur 23. sept. 1971 9'

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.