Alþýðublaðið - 27.10.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1971, Blaðsíða 1
BL4U MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971 — 52. ÁRG. — 242. TBL. Fullur og próflaus piltur á stolnum bíl ÖKUFERÐ ENN HOFNINNI! Q Ölvaður réttiivdalaus piltur sta:i bíl í g-ærkvöldi og endaði ökuferðin úti í sjó, en piltinn sakaði ekki. Pilturinn stal bíln- um fyrir utan hús við Ægisgötu einhverntímann eftir klukkan hálf níu í gærkvöldi. Eitthvað tókst honum að aka bílnum um bæinn þrátt fyrir aö hann er aðeins 1G ára og var mikið drukkinn. Bfllinn fór þó að óhlýðnast honum vestur í bæ og varð pilturinn að fara út að ýta. Maður nokkur sá aðfarirnar og fannst sítthvað athugavert við þær og gerði lögreglunni viðvart. Þegar lögreglan kom var piltur- inn hinsvegar horfinn á bílnum. Ekki leið þó á Iöngu þar til lögreglunni var tilkynnt u,m að bíll stæði hálfur á kafi niður á Verbúðarbryggju við Hafnar- búðir og væri ökumaðurinn inni í lionum Lögreglan fór þegar á vettvang, en erfitt var um vik að ná bílnum upp þar sem flug- hálka var á brygg.junni. Það tókst þó og var pflturinn tekinn út úr bílnum og reif þá kjaft. Hann var fluttur í fangageymslurnar í nótt og má það teljast lán í óláni fyrir hann að lenda þar en ekki á botni hafnarinnar, því Iitlu mátti muna að hann færi fram af bryggjunni. — □ Samkvæmt frétt í Sun- day Mirror hafa þeir fundið upp tæki, sem sett er í bíla og sem stöðvar vélina tafar- laust — þegar drukkinn mað- ur sezt undir stýrið! □ Það eru ekki í auknablik- inu miklar líkur tit þess að við höslum okkur völl sem vatnsútflytjendur, — en hins vegar eru Norðmenn þegar orðnir nokkuð drjúgir á því sviði. Þeir seija meðal annars vatn til Danmerkur, og að sögn danska blaðsins Jyl- land.s-Posten er markaður þar góður, því danskir neytendur óttast mengun neyzluvatnsins. Norvvater. heitir vatnið þeg- ar það er komiö í svipaðar fernur og mjólkin okkar er lát in í, — og verðið? Kr. 1.50 danskar, eða 18 krónur íslenzkar potturinn! Favör matvöruverzlanirnar flytja vatnið imi frá Fossing í Suður-Noregi og selja það út úr búð í tveggja lítara fjgrn- um á kr. 2.98 stykkið. Norska vatnið er margfalt mýki-a en það danska og algerlega ó- mengað. Þessi nýi útflutningsiðnað- ur Norðmanna nýtur opinbers styrks og verndar, og talunark Framhald á bls. 11. EN NORÐMENN GRÆÐA PEN- INGA Á Hafnfirð- ingar velja hitaveitu □ AIlmiMiar umræður uirðu í Bæjarstjóm Halfnarfjarðar á fundi toennar í gær um fjarhitun húsa í Hafnarfirði. í lolc fundar- iins var tillaga frá bæjarfulltrú- um Alþýðuflokkstns, Félags ó- háðra borgara og Framiaóknar- flokksins samþykkt af öllum bæj arfulltrúium, en áður liafði verið gerð lítilsháttar breyting á hernni Framhald á bls. 8. ÁSAKA SAFGL □ Undir lok ágústsmánaðar síðastliðins sendu allir héraðs- lögi-eglumenn í Skagafjarðar- sýslu, samtals tíu meim, bréf til yfirlögregluþjónsins á Sauð- árkróki, þar sem þeir sögðu upp störfum síniun og sökuðu sýslumann sýslunnar vun alvar leg embættisafglöp. Bréfið var sent yfirlögrcglu- þjóninum, sem kom því áleiðis til réttra aðila. Auk þess sögðu — hann og annar fastráðinn lögreglumaður á staðnum — störfum sínum Iausxun. Upp- sagnir tíumenninganna komu til framkvæmda 1. September síðastliðinn, en uppsagnir yfir- lögregluþjónsins og undir- manns hans koma til fram- kvæmda 1. desember næstk. Alþýðublaðið hefur í fóram sínum afrit af uppsagnarbréfi tíumenninganna og koma fram í þvi mjög þungafr og alvarleg- ar ásakanir á sýslumanninn. Þá á yfirlögregluþjónninn að hafa sent til dómsmálaráðuneytis- ins auk uppsagnarbréfsins I Framhald á bls. 11. 12 LÖGREGLUÞjÓNAR SÖGÐU UPP STÖRFUM SÍNUM SAGATIL NÆSTA BÆJÁB Q Enski lungnaskurðiæknir- inn Sir Clemens Price Thom- as hefur reiknað út, að það kosti hálfa aðra milljón kr. að framleiða krabbamein í lungum með sígaiettureyklng- um. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.